Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985
Hlutabréf ríkisins
í Eimskip og Rafha:
Engin til-
boð borist
en mikið
spurt
ENN hafa engin formleg tilboð bor-
ist í hlutabréf ríkisins í Eimskips og
Rafha, sem eru til sölu hjá Fjárfest-
ingarfélagi íslands út þennan mán-
uð. Að sögn Þorsteins Guðnasonar
hjá Fjárfestingarfélaginu er hins
regar töluvert spurst fyrir um bréfin,
og sagði hann að stöðugt bsttust
fieiri aðilar f þann hóp. Þorsteinn
sagði að einkanlega hefði „eftir-
spurnin eftir Rafha-upplýsingum
aukist nokkuð," eins og hann orðaði
það.
Ríkið á 5% f Eimskip og er sölu-
verð hlutabréfanna 48 milljónir,
eða 10,9-falt nafnverð. í Rafha á
ríkið 30,05% og þau bréf á að selja
á 8,55 milljónir, sem er 9,5-falt
nafnverð.
Túngata 23, eigendur Anna Tómasdóttir og Símon Kristjánsson.
Ilhigagata 58, eigendur Rósa Snorradóttir og Hilmar Rósmundsson.
Brattagata 35, eigendur Elsa G. Einarsdóttir og Sigurður Guðmundsson.
Vestmannaeyjan
Fegurstu garðar
verðlaunaðir
_ VestmauMjrjaa, 2. aeptember.
ÁRLEGA veitir Vestmannaeyjadeild Garðyrkjufélags íslands viður-
kcnningar fyrir snyrtilega og fallega garða í Vestmannaeyjum. Fyrir
skömmu var kunngert um það hvaða húseigendur hefðu hlotið þessar
viðukenningar fyrir árið í ár og brá Sigurgeir Jónasson, Ijósmyndari
Mbl., sér á staðina og tók þessar myndir.
- hkj.
STÓRGLÆSILEG SUNDFÖT
TTVDTD AT T A Nýjasta línan frá ARENA
r il\ll\ sundfatatískan ’85
iivmv arena'V
Verð frá
Sundbolir kr. 663.-
Sundskýlur kr. 320.-
Sundgleraugu, sundhettur o.íl.
smrvðmmm
INGOLFS
ÓSKARSSONAR
Á HORNIKLAPPARSTÍGS
0G GRETTISGÖW
S:i17S3
^VÖNDUÐ VARA
GLÆSILEG HÖNNUN
I^GOTTVERÐ
ARENA er leiðandi fyrirtæki
í framleiðslu sundfatnaðar.
Sundföt frá Arena voru notuð
af íjölmörgum þjóðum
á Ólympíuleikunum
s.l. sumar.
Siglufjörður:
Hótel Hvanneyri
breytt í verbúðir
— Fólk vantar til starfa við fiskvinnslu
GAGNGERAR endurbætur standa
nú yfir á Hótel Hvanneyri á Siglu-
firði. Það er útgerðarfyrirtækið
Þormóður rammi, sem á húsið og er
að innrétta húsnæði fyrir starfsfólk
sitt á efri hæðum þess. Hafa þegar
10—12 manns flutt inn.
Þormóður rammi keypti húsið
fyrir nokkrum árum og hefur haft
skrifstofur á fyrstu hæð þess og
auk þess leigt hluta þess undir
starfsemi Tónskóla Siglufjarðar.
Nú er hins vegar unnið að því að
taka húsið í notkun sem verbúðir
og er verið að gera tvær efri hæðir
þess upp, en þar eru 15 herbergi.
Að sögn Matthíasar Jóhanns-
sonar fréttaritara Morgunblaðsins
á Siglufirði er atvinnuástand nú
gott þar í bæ og stafar það að sögn
hans einkum af því að vel hefur
tekist til með að skipuleggja veið-
ar togaranna. Fólk vantar til
starfa í fiskvinnslu á Siglufirði og
mun ástæðan fyrir því að Þormóð-
ur rammi ræðst í þessar fram-
kvæmdir vera sú að með því að
bjóða upp á gott húsnæði hyggjast
forráðamenn fyrirtækisins laða
fólk til starfa.
Það fólk, sem þegar er farið að
búa á Hótel Hvanneyri, er flest
frá Ólafsfirði, en þar er nú mikið
atvinnuleysi, sem kunnugt er. Er
fólkinu ekið með bílum til sfns
heima um helgar, en býr þess á
milli á Hótel Hvanneyri.
„Vil breikka stöpul
minnismerkisins"
— segir Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri
„ÉG SENDI tillögur mínar til borg-
arráðs um 20. ágúst sl. um breyt-
ingar á stöpli minnismerkis Tómasar
Guðmundssonar, sem staðsett var í
Háskóli íslands:
Fyrirlestur
um íslend-
ingasögur
JESSE L BYOCK, prófessor í nor-
rænum fræðum við Kaliforníuhá-
skóla í Los Angeles, flytur opinberan
fyrirlestur í boði heimspekideildar
Háskóla íslands mánudaginn 9.
september nk. kl. 17.15 í stofu 423 í
Árnagarði.
Fyrirlesturinn nefnist „Society
and Dispute in a Family Saga“ og
verður fluttur á ensku. Hann fjall-
ar um tengsl milli þjóðfélagsgerð-
ar á íslandi og byggingar íslend-
ingasagna og notar Droplaugar-
sona sögu sem dæmi.
öllum er heimill aðgangur.
(Frétt frá Háskóla Islands.)
Austurstræti, en hef ekki enn fengið
svör,“ sagði Hafiiði Jónsson, garð-
yrkjustjóri Reykjavíkurborgar í sam-
tali við Morgunblaöið.
Andlit8myndin va tekin niður
áður en hafist var handa við
breytingar þær sem gerðar voru í
Austurstræti í sumar. Hafliði
sagði að tillögur sinar fælust í þvf
að breikka stöpulinn, sem and-
litsmyndin hvildi á þannig að
myndin trónaði ekki svo upp f loft-
ið eins og hún gerði. „Ég geri ráð
fyrir að setja upp veggi sitt hvor-
um megin við myndina ef tillagan
verður samþykkt og töflur þar á
til að geta stillt upp nokkrum ljóð-
línum úr Reykjavíkurljóðum
skáldins. önnur þeirra myndi visa
að Reykjavfkurapóteki og hin að
Pósthúsinu.
Hafliði sagði að á meðan að ker-
in hefðu verið í Austurstræti hefði
stöpullinn notið stuðnings af
þeim, en nú myndi andlistsmyndin
stinga nokkuð f stúf ef hún yrði
sett upp f núverandi mynd. „Und-
irlag styttunnar er enn til staðar
og mun ég hefjast handa um leið
og samþykki þeirra fæst, sem um-
sjón hafa með fjármálum borgar-
innar,“ sagði Hafliði.