Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 5 Sum ummæla Þor- steins gætu valdið misskilningi — segir Jónas H. Haralz bankastjóri MORGUNBLAÐIÐ hefur leitað til Jónasar H. Haralz bankastjóra Lands- banka íslands og beðið hann að segja álit sitt á ummælum Þorsteins Páls- sonar formanns Sjálfstæðisflokksins á þingi Sambands ungra sjálfstæðis- manna um síðustu helgi um íslenskt peningakerfi o.fl. „Ummæli Þorsteins Pálssonar hefðu vanrækt skyldur sínar gagn- bera vott um skilning hans á þróun íslenskra peningamála. Ég er honum einnig sammála um þá stefnu, sem farsælust yrði þegar horft er fram á við. Á hinn bóginn gætu sum ummæla hans valdið misskilningi, eins og oft vill verða þegar um- fangsmiklu efni eru gerð skil í stuttu máli,“ sagði Jónas. „í raun er sagan ekki hálfsögð þegar peningakerfinu hér á landi er lýst sem vanþróuðu og stððnuðu. Meginatriðið er að neikvæðir raun- vextir á verðbólgutímum skertu umráðafé banka og sparisjóða um einn þriðja til helmings og eyddu eigin fé þeirra að verulegu leyti. Við þessu gátu bankar og sparisjóðir lengi vel ekki brugðist vegna þröngr- ar löggjafar og opinberrar vaxta- stefnu sem ætlað var að styðja at- vinnuvegina og þá einkum land- búnað og sjávarútveg, en hafði gagn- stæð áhrif þegar til lengdar lét. Nú eru jákvæð áhrif breyttrar vaxta- stefnu æ greinilegar að koma í ljós í auknum sparnaði. Þá kemur það hins vegar til sögunnar að miklir erfiðleikar atvinnuveganna og þá ekki síst landbúnaðar og sjávarút- vegs hafa orðið þess valdandi að þeir geta ekki staðið skil á því mikla fjármagni sem í þeim hefur verið bundið nema á löngum tíma. Bank- arnir og þá ekki síst rikisbankarnir, sem ætlað hefur verið að styðja einmitt þær atvinnugreinar sem nú eru verst á vegi staddar, eru því ekki í stakk búnir til að greiða götu þeirra nýjunga í atvinnurekstri, hvort sem er í gömlum eða nýjum greinum, sem nú er svo brýn þörf á. Þetta er mikið áhyggjuefni. Þau orð Þorsteins Pálssonar að peningakerfið hafi „snúið öndvert við einstaklingunum", mætti túlka á þann veg að bankar og sparisjóðir Úrkoma ágústmánaðar á Snæfellsnesi: 15 sinnum minni en í fyrra vart einstaklingum eða beinlínis verið þeim fjandsamlegir. Ég hygg þó ekki að hann eigi við þetta, heldur það að sú stefna sem fylgt hefur verið í peningamálum samkvæmt opinberum fyrirmælum hafi síður en svo verið einstaklingum til góðs. Bankar og sparisjóðir hafa að sjálf- sögðu eftir getu reynt að mæta þörfum einstaklinga, enda er megin- hluti þess sparifjár sem þeir hafa yfir að ráða frá þeim kominn. Þeir hafa hins vegar verið bundnir í báða skó, annars vegar af vaxtastefnunni, en hins vegar af þörfum þeirra at- vinnuvega sem velgengni einstakl- inga byggist á. Vandratað er í þessu efni og ekki eru mörg ár síðan að bankarnir, og þá ekki síst ríkis- bankarnir, lágu undir sérstöku émæli stjórnvalda fyrir að lána einstaklingum of mikið fé. Þá er hætt við því að ummæli Þorsteins Pálssonar um vanþróað og staðnað peningakerfi verði túlkuð á þann veg að litlar framfarir hafi að undanförnu orðið í þessum grein- um. Það á hann áreiðanlega ekki við heldur hitt að frekari þróunar sé þðrf. Sannleikurinn er auðvitað sá að meiri breytingar hafa undanfarið orðið f islenskum peningamálum á fáum árum heldur en í hálfa öld á undan. Bankar og sparisjóðir bjóða upp á margvíslega þjónustu, sem ekki þekktist áður og sjá um greiðsl- ur og viðskipti innalands og erlendis, sem enginn vegur var áður til að annast. En betur má ef duga skal. Því má heldur ekki gleyma að ströng lagafyrirmæli hafa beinlínis komið f veg fyrir það að bankar og spari- sjóðir beittu sér fyrir merkum nýj- ungum. Frumkvæðið hefur þess vegna orðið að koma annars staðar að. Þróun verðbréfamarkaðar er skýrasta dæmið af þessu tagi.“ Að lokum sagði Jónas H. Haralz: „Mikilvægast er í þessum efnum sem öðrum að horfa fram á við í ljósi reynslu liðins tíma. Ræða Þorsteins Pálssonar ber glöggan vott um ríkan skilning hans á þessu. Sá skilningur er hins vegar síður en svo ennþá orðinn almenningseign. Þess vegna verður að fara með gát í því umbóta- starfi sem framundan er.“ NYTT FRA MITSUBISHI! Í986 árgerðirnar verða kynntar um helgina Þá sýnum við: __ I AMfCD _____ — LANCER STATION — — TREDIA 4WD - ALDRIF ----- — COLT — — GALANT — — PAJERO • BENSÍN/TURBO DIESEL — — PAJERO SUPERWAGON • BENSÍN/TURBO DIESEL — — L 300 4WD - SENDIBÍLL/MINI BUS - — L 300 - SENDIBÍLL/MINI BUS - — L 200 - PALLBÍLL • BENSÍN/DIESEL - BÍLARNIR, SEM SELJAST MEST,* ERU FRÁ MITSUBISHI. — 50 ára reynsla í faginu— * Samkv. skýrslu Hagstofu íslands HEKLA HF J Laugavegi 170-172 Sími 21240 Botr í MiklahollshrepRÍ, 2. aeptember. ENNÞÁ leika um vanga okkar hér á Surtur og Vesturlandi sólardagar, þótt lofthiti hafi nú mikið minnkað, enda liðinn höfuðdagur, dagurinn sera við í þessum landshluta trúðum að mundi breyta til batnandi og betri tíðar síðastliðin þrjú sumur. Sannar- lega rættust þær óskir stundum, aldr- ei þó eins og í fyrra, því segja má að allt frá höfuðdegi 1984 og til þessa höfuðdags sem nú er nýliðinn, hafi veðrátta verið óvenju mild og okkur hagstæð á allan hátt. Urkoma ágústmánaðar nú var 15,8 millimetrar, en í fyrra rigndi hér 230 millimetrum f sama mán- uði. Nokkuð hefur verið talað um að í sumum sveitum sé farið að bera á vatnsskorti vegna þurrka en ekki held ég að hér sé nein veruleg hætta með vatnsleysi, þó ár og læk- ir hafi minnkað verulega. Þó vil ég geta þess, einkanlega fyrir burt- flutta Snæfellinga, að fossarnir í Kleyfá, Hamarsfoss og Valafoss, eru nú mjög fyrirferðarlitlir, sá síðarnefndi sést tæplega. Nú er verið að fylla hér að brún- um, sem búið er að byggja hér í sumar. Verktakarnir við þetta verk eru frá Heiðarholti og Böðvars- holti. Bn dálítið finnst okkur undarleg ráðstöfun hjá Vegagerð- inni að brýrnar yfir Grímsá og Fáskrúð eru með tvöföldum akrein- um, en brúin á Laxá er bara með einni akgrein. Getur hún ekki orðið slysagildra fyrir umferðina, þar sem breiddin er aðeins fyrir einn bíl. Fréttaritari OTRULEGA LÁGT VERD Kr. 16.000 staðgreiðsla Afborgunarskilmálar KÆLI- OG FRYSTISKAPAR Samt. stærö: 260 I. Frystihólf: 45 I. Hæð: 145 sm. Breidd 57 sm. Dýpt: 60 sm. Vinstri eöa hægri opnun. Fullkomin viögeröa- og varahlutaþjónusta. v/sa Heimilis- og raftækjadeiid. HEKIAHF LAUGAVEGI 170-172 SÍMAR 11687 21240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.