Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 Háskólam^ntun í Vestmannaeyjum? Léttir byrði lánasjóðs námsmanna — segir Sigurður Jónsson forseti bæjarstjórnar Moiyunblaðið/Árni Sæberg. Frá samningafundinum um bónusmálið í gær. Til hKgri ræðast þau við Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins, og Guðríður Elíasdóttir, annar varaforseta ASf. Viðræður VSÍ og VMSÍ um nýjan bónussamning: Einkum rætt um tækni- leg atriði á bónusfundi MÁL er lúta að Ueknilegri útfcrslu bónuskerfisns voru einkum rædd á fundi samninganefnda VMSÍ og VSÍ í gcr, er samningaviðrcður um nýjan bónus- samning hófust að nýju eftir um mánaðarhlé. Nýr fundur hefur verið boðað- ur á morgun til að rcða þau atriði nánar. Krafa VMSÍ um 30 króna fasta greiðslu á hverja unna vinnustund í bónus vísaði VSÍ til nefndar aðila um málefni fiskvinnslulólks, sem sett var á laggirnar í samrcmi við kjarasamn- ingana í sumar, enda lítur VSÍ svo á að það sé krafa um beina launahckkun og tilheyri ekki viðrcðum um bónussamning. Samráðsnefndin hélt sinn fyrsta fund í fyrrdag. Sú hugmynd hefur komið fram í Vestmannaeyjum að flytja deildir innan Háskóla íslands til Eyja. í samtali Morgunblaðsins við Sigurð- ur Jónsson forseta bcjarstjórnar kom fram að tillagan hafi verið bor- in undir þingmenn Eyjamanna og eru þeir henni hlynntir. „Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um að færa deildir innan HÍ frá höfuðborginni út á land og hafa Akureyringar verið mest áberandi í þeirri umræðu,“ sagði Sigurður meðal annars. „Okkur þykir rétt að vekja athygli á þvi að í Vestmannaeyjum eru allar að- stæður til að búa vel að starfsemi skólans og liggja til þess margar ástæður." Bæði framhaldsskólinn og iðnskóli Vestmannaeyja geta ljáð kennsluhúsnæði og hér yrðu nem- endur í nánum tengslum við sjáv- arútveginn, grunn efnahagslífsins. Undanfarið hefur ýtarlega verið fjallað um nauðsyn þess að tengja betur saman menntakerfið og at- vinnulífið og með því að flytja hluta af skólastarfinu hingað gefst til þess gullið tækifæri. Einnig er rannsóknaraðstaða fyrir hendi og síðast en ekki síst myndi fyrirkomulagið létta undir með I.ánasjóði íslenskra námsmanna. Hér vantar alltaf vinnukraft, nemar gætu unnið með námi í stað þess að lifa á lánum og um leið væru þeir að skapa verðmæti fyrir efnahag landsmanna.“ Sigurður nefndi viðskiptagrein- ar og verkfræði sem hugsanlegar kennslugreinar í Vestmannaeyj- um en jafnframt sagði hann að hvaða háskólagreinar sem er kæmu til greina. „Ég hef ekki ástæðu til að ætla að verra sé að stunda félagsfræðinám hér en í Reykjavík." Að sögn Sigurðar koma ýmsir möguleikar til greina við kennslu á háskólastigi í Vestmannaeyjum. Sem dæmi nefndi hann að lengja námið og gera fólki þannig auð- veldara að vinna með námi og einnig væri hægt að kenna einstök fög innan hverrar greinar í Vest- mannaeyjum. „Síðast en ekki síst mælir allt með því að stofna nýja grein innan vébanda háskólans er varðaði útgerð og fiskvinnslu, vélatækni er henni tengdist og legði rika áherslu á markaðssetn- ingu fiskafurða. Það er löngu orðið tímabært að íslendingar sér- mennti sitt fólk í þeirri atvinnu- grein er stendur undir þjóðar- búinu,“ sagði Sigurður að lokum. „Við ræddum tæknileg atriði bónussins, einkum það hvernig greiða beri fyrir nýtingu. VMSI hefur gert kröfu um það að hætt verði að greiða í samræmi við svonefnda marknýtingu innan hvers fyrirtækis og í staðinn verði tekið upp fast nýtingarhlutfall. Við höfum lagt talsverða vinnu í það að reikna þetta út og ætlum að setja fram tillögu í þessum efn- um á fundinum á föstudag," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri VSÍ, sem er í forsvari fyrir samninganefnd VSÍ. Hann sagði að í sjálfu sér fæli þetta ekki í sér launahækkun, heldur yrði einkum til þess að ein- falda bónuskerfið gagnvart fólk- inu. Um fyrirhugaða bónusstöðv- un VMSl á mánudag, ef ekki semst um nýjan bónussamning, sagði Þórarinn að það væru aðeins bónussamningar 15 verkalýðsfé- laga af 53 sem væru lausir og það væri athyglisvert að hvorugt fé- lagana í Reykjavík, Dagsbrún eða Framsókn væru með lausa samn- inga og Dagsbrún hefði ekki einu sinni sagt þeim upp, en sex mán- aða uppsagnafrestur er á bónus- samningum. Einungis fjögur verkalýðsfélög hafa tilkynnt um að þau muni ekki Sláturleyfishafar hefja almennt sauðfjárslátrun um eða upp úr miðjum september. Fyrstu sláturhúsin innan SÍS hefja slátrun 16. september og dagana þar á eftir og sláturhús Slátur- félags Suðurlands hefja slátrun um svipað leyti. Síðasta haust voru sláturleyfis- hafar samtals 57, en aðeins 19 þeirra voru með löggilt sláturhús, hinir á undanþágu. Landbúnaðar- ráðuneytið auglýsti nýlega frest t:l að sækja um sláturleyfi og sóttu flestir um aftur, að sögn Ragn- heiðar Árnadóttur deildarstjóra í vinna í bónus ef nýir samningar verða ekki gerðir, en forystumenn verkalýðsfélagana hafa iðulega bent á að ekkert geti neytt fólk til að skila tilteknum vinnuafköstum. Þetta atriði var borið undir Þórar- inn: „Bónusinn fær fólk fyrir það hvað það vinnur hratt og vel. Við höfum ekki litið svo á að fólk biðj- ist undan því að fá þennan launa- auka og ætli að afsala sér tiltekn- um hluta launa sinna," sagði hann. landbúnaðarráðuneytinu. Bjóst hún við að slátrað yrði í svipuðum fjölda húsa í haust, nema ef vera kynni að einhver af minnstu húsun- um dyttu út. I fyrra var flestu fé slátrað í slát- urhúsi Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi, 62 þúsund fjár. Næst stærsta sláturhúsið var sláturhús Sölufélags A-Húnvetninga á Blönduósi með 48 þúsund fjár og þriðja stærst var sláturhús Kaup- félags Skagfirðinga á Sauðárkróki með 42 þúsund fjár. Stærsti slátur- leyfishafinn er þó Sláturfélag Suð- urlands, þar sem slátrað var 136 þúsund fjár í 7 sláturhúsum í fyrra. Þar verður slátrað í 6 húsum í haust því byggt hefur verið nýtt og full- komið sláturhús á Hvolsvelli sem leysir af hólmi sláturhúsin í Djúpadal og á Hellu. Kaupfélag Héraðsbúa var þriðji stærsti slát- urleyfishafinn í fyrra, næst á eftir Kaupfélagi Borgfirðinga, með 55 þúsund fjár í 4 sláturhúsum. Minnstu sláturleyfishafarnir voru Hlíðarskólabúið í Ölfusi, þar sem 115 gripum var slátrað og Sauð- fjáreigendafélag Vestmannaeyja, þar sem 527 kindum var slátrað í fyrra. 1 fyrra var samtals slátrað 797.670 dilkum og fullorðnu fé og komu 12.239.719 kg af kjöti út úr því. Þar af voru 727 þúsund dilkar. Meðalfallþungi dilka reyndist vera 14,65 kg. Búist er við að framleiðsl- an í haust verði svipuð, það er rúm- lega 12 þúsund tonn af kjöti. I birgðum af framleiðslu síðasta árs er nú talsvert á annað þúsund tonn. Miðað við 9.500 tonna neyslu innan- lands verður þörf fyrir að flytja úr landi um 3.000 tonn. Hinir hefð- bundnu markaðir taka rúm 2.000 tonn að sögn Jóhanns Steinssonar deildarstjóra í búvörudeild SÍS og er því þörf á að finna markaði fyrir tæp 1.000 tonn miðað við þessar forsendur. Morgunblaðið/Júlíus Ekið á aldraða konu á gangbraut Ekið var á aldraða konu á gangbraut á Fríkirkjuvegi um klukkan 16.20 í gær. Konan, sem er 82 ára gömul, tvífótbrotnaði við ákeyrsl- una og grunur leikur einnig á að hún hafi höfuðkúpubrotnað. Hún var flutt á slysadeild Borgarspítalans. Hemlar bifreiðarinnar voru taldir í ólagi, að sögn lögreglunnar. I gær voru 25 árekstrar tilkynnt- ir til lögreglunnar í Reykjavík. Atvinnuhorfur dökkar á Eyja- fjarðarsvæði og á Snæfellsnesi MJÖG alvarlega lítur út með atvinnu á Eyjafjarðasvcðinu í haust og í vetur, verr en undanfarin ár, þar sem atvinnuleysi fiskvinnslufólks kemur til með að bctast við það atvinnuleysi sem verið hefur í öðrum atvinnu- greinum þar undanfarna vetur. Togarar á þessu svcði cru flestir búnir með sinn kvóta eða um það bil að klára hann. Á Sncfellsnesi og á Norðurlandi vestra eru horfurnar heldur ekki bjartar af sömu ástcðum, svo mikið hefur gengið á kvótann. Nær eitt hundrað manns að meðaltali gengu atvinnulausir á Akureyri í ágústmánuði, sem er næstum jafnmikið atvinnuleysi og var á öllu Reykjavíkursvæðinu í sama mánuði, en þar hefur atvinnuástand verið mjög gott. óskar Hallgrímsson hjá félags- málaráðuneytinu sagði að annars hefði atvinnuástand í síðasta mánuði verið gott á heildina litið, en ólafsfjörður skæri sig sérstak- lega úr hvað atvinnuleysi varðaði. Þá kvaðst hann hafa heyrt að uggur væri í mönnum í ýmsum sjávarplássum með atvinnu- ástandið í haust og í vetur vegna þess hve skip væru langt komin með að afla upp í kvóta sinn. „Atvinnuhorfur hér á svæðinu eru nánast hörmulegar að mínu mati, þó ekki sé i sjálfu sér hægt að kvarta yfir atvinnuástandinu f sumar, samanborið við hvernig það var áður,“ sagði Jón Helga- son, formaður Einingar, er Morg- unblaðið spurði hann álits á at- vinnuhorfum á Eyjafjarðarsvæð- inu í haust og vetur. Jón sagði að þegar hefði fiskvinnslan stöðvast á Ólafsfirði vegna þess að kvótinn væri búinn og til skamms tíma hefðu verið þar 160 manns á at- vinnuleysisskrá. Dagaspursmál væri hvenær togarar Dalvíkinga stöðvuðust og nánast hið sama gilti um togara Akureyringa. Á Grenivík væri kvótinn einnig að verða búinn, en ástandið væri skást í Hrísey. Það væri því ekki glæsiieg myndin sem blasti við fisk- vinnslufólki nú á haustmánuðum og atvinnuleysi þess kæmi til viðbótar því að byggingarfram- kvæmdir hefðu nánast engar ver- ið undanfarin ár og verktaka- fyrirtæki hefðu „gufað upp“ vegna verkefnaskorts. „Vanskil fólks eru að færast í vöxt og hundruðir manna horfa fram á það að sjá 10—15 ára strit sitt fara í súginn til þeirra sem hafa peningana," sagði Jón Helgason. Á Snæfellsnesi eru atvinnu- horfur einnig fremur dökkar vegna þess hve mikið hefur geng- ið á kvóta bátana og þeir eiga einungis eftir kvóta, sem geymdu hann í vor. Guðmundur Ágústs- son, bæjarstjóri á ólafsvík, sagði atvinnuástandið þokkalegt nú en horfurnar ekki bjartar ef ekki yrði aukið við kvótann. Nóvember og desember yrðu mörgum erfiðir ef það yrði ekki gert. Enda tryði hann ekki öðru en það yrði, þvi annars væri hægt að loka þessu bæjarfélagi. Sjómenn hefðu verið að fá fisk á slóðum þar sem hann hefði ekki fengist árum saman. „Þeir hljóta að sjá að sér fyrir sunnan. Fyrir vestan segja þeir að það sé meiri fiskur en sjór i sjónum,” sagði Guðmundur. Slátrun hefst um miðjan mánuðinn — Búist við svipuðu kjötmagni og f fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.