Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 + Hjartkær eiginkona min, móöir, tengdamóðir og amma, ERLA EYJÓLFSDÓTTIR, Hraunbæ 174, lést í Landspítalanum þriöjudaginn 3. september. Gunnar Þorkelsson, Stella Gunnarsdóttir, Trausti Finnsson, Eygló Gunnarsdóttir, Ragnar Ragnarsson og barnabörn. + | Systirokkar, MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR, lést miövikudaginn 4. september. Guðný Richter, Þórhallur Stefánsson, Ásta Stefánsdóttir, Fjóla Stefánsdóttir, Anna L. Stefánsdóttir. + Maðurinn minn og faöir okkar, ÞÓRARINN ÁG. FLYGENRING, | erlátinn. Sigríður Valdimarsdóttir, Ólöf Flygenring, Valdímar Örn Flygenring. + Eiginmaöur minn, VALDIMAR FINNBOGASON, Ásenda 13, lést miðvikudaginn 4. september. Sigríöur Guöjónsdóttir. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu, BRYNDÍSAR KOLBRUNAR SIGURÐARDÓTTUR, Miövangi 93, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 6. september kl. 10.30. Ævar Þór Þórhallsson, Guöbjörn Þór Ævarsson, Sveinsína Ágústsdóttir, Siguröur Emil Ævarsson, Halldóra Hinríksdóttir, Arnar Haukur Ævarsson, Jóhannes Þór Ævarsson og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóöir og amma, STEFANÍA EDVARÐSDÓTTIR, Míklubraut 5, Reykjavík, er lést 29. ágúst sl. verður jarösungin frá Hallgrímskirkju föstudag- inn 6. september kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar láti Flug- björgunarsveitina njóta þess. Gunnar Guðmundsson, Signý Guömundsdóttir, Kristin Guömundsdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Lönguhlíö 21, Reykjavík, sem lést 30. ágúst sl., veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstu- daginnö. sepfemberkl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem víldu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Ágúst Eyjólfsson, Ólöf Lára Ágústsdóttir, Hanna Þórey Ágústsdóttir, Gunnlaugur Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, BRYNJÓLFUR GUÐMUNDSSON vélstjóri, Móabaröi 2, Hafnarfíröi, veröur jarðsunginn frá Þjóökirkjunni i Hafnarfiröi föstudaginn 6. septemberkl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd dætra, tengdasona og barnebarna, Sigríöur Engilbertsdóttir. Minning: Þorbjörg Guð- laugsdóttir Wíum Fædd 7. maí 1909 Dáin 23. ágúst 1985 I dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, Þorbjörg Wíum. Þorbjörg fæddist á Eskifirði, yngri dóttir hjónanna Málhildar Þorkelsdóttur frá Þórustöðum á Vatnsleysuströnd og Guðlaugs Eyjólfssonar trésmiðs. Eldri syst- ir Þorbjargar, Jóna, lést árið 1968. Þorbjörg ólst upp í foreldra hús- um, en húsið hét Árbakki og er sennilega fyrsta steinhúsið sem byggt var á Eskifirði. Árið 1973 dvaldi ég í nokkra daga á Eskifirði og spurðist þá fyrir um þetta hús og var mér sýnt það, en þá var það nefnt Guðlaugshús. Árið 1927 flytur Þorbjörg til Reykjavíkur þá 18 ára gömul og hefur nám í Samvinnuskólanum. Nám í Samvinnuskólanum stund- ar Þorbjörg í tvö ár, en að námi loknu hefur hún verslunarstörf m.a. í verslun R.P. Leví í Hafnar- stræti. Á þessum árum býr Þorbjörg hjá frænsku sinni, Vigdísi, á Bjargarstíg 7. Vigdís rak þar matsölu og leigði einnig út her- bergi. Árið 1931 flytur þangað ungur maður af Suðurnesjum, Páll H. Wíum, er stundaði þá nám í húsamálun. Fyrir Þorbjörgu og Pál var þetta upphafið að liðlega hálfrar aldar sambúð. Þau giftu sig 8. september 1934. Fyrstu 12 árin bjuggu þau á ýmsum stöðum í Reykjavík, en árið 1946 flytja þau í Drápuhlíð 15 og bjuggu þar síðan. Þorbjörg og Páll eignuðust fimm börr. og eru fjögur þeirra á lífi. Elsta barn þeirra, Vigdís, lést árið 1983, en hin eru, Rannver Hans Narfi, Guðlaug Málhildur, Hlín og Karí Viðar. Við hjónin ásamt mágkonu minni og hennar manni vorum stödd erlendis er við fréttum að Þorbjörg hefði verið flutt á sjúkrahús. f fyrstu leit vel út með bata, en svo hafði henni hrakað og aðfaranótt 23. ágúst sl. andaðist hún í Borgarspítalnum. Áð vera svo fjarri hennar síðustu daga fannst okkur öllum erfitt að sætta okkur við. En hverju hefði það breytt? Við munum hana eins og hún var, glaða og hressa þrátt fyrir, að um nokkur undanfarin ár hafi hún kennt sjúkdóms sem að lokum varð lífinu yfirsterkari. Mér er í fersku minni fyrstu kynni mín af Þorbjörgu er ég kom í Drápuhlíð 15 fyrir 29 árum síðan. Pilturinn var drifinn í eldhúsið og boðnar kleinur og pönnukökur og kaffi, en hann sagðist ekki drekka kaffi bara mjólk. Og þannig var það ætíð síðan, mjólk og sitthvað gott með, öll árin. Kímnigáfan var nefnilega í góðu lagi hjá tengda- móður minni. Maður finnur það vel á stundum sem þessum þegar litið er yfir liðin ár að hin glaða og létta lund sat ávallt í öndvegi hjá Þorbjörgu. Viðmót hennar við mig og mín börn fæ ég seint fullþakkað, en það var hlaðið hlýju og elsku ömmunnar, sem ávallt var reiðu- búin til þess að taka þátt i starfi og leik. Þá kom í ljós hversu yfir- gripsmikil þekking Þorbjargar var á mönnum og málefnum. Skoðanir Minning: Jóhanna Þorkelsdótt- ir frá Borgarnesi Fædd 20. maí 1921 Dáin 27. ágúst 1985 Látin er Jóhanna Þorkelsdóttir frá Borgarnesi, eftir stutta legu. Hanna, en svo var hún oftast nefnd af ættmennum sínum og venslafólki, var dóttir hjónanna Þorkels Þorvaldssonar og Ingveld- ar Guðmundsdóttur en þau hjónin bjuggu nokkur ár í Hraundal á Mýrum en fluttu síðan í Borgar- nes og áttu þar heima til dauða- dags. Þau Ingveldur og Þorkell eign- uðust 8 börn og voru þau elstu fædd á Mýrum en Hanna, sem var þeirra yngst, fæddist í Borgarnesi. + Eiginmaður minn, JÓN HJARTARSON frá Sæbergi, V-Húnavatnssýslu, sem lést laugardaginn 31. ágúst verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 6. september kl. 10.30. Fyrir hönd barna, tengdasonar og barnabarna, Lilja Eiríksdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGUROARDÓTTIR, Freyjugötu 30, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 6. september kl. 15.00. Bragi Þorsteinsson, Gréta Steinþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við útför ELÍNAR TRYGGVADÓTTUR frá Arndísarstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalarheimílinu Hlið. Fyrir hönd aðstandenda, Árdís Síguröardóttir. * hennar voru fastmótaðar og grundvölluðust á þeirri lífsskoðun hennar að maðurinn skyldi lifa í sátt við landið sitt og samlyndi við aðra menn. Og nú er kveðjustundin runnin upp. Stund sem enginn mannlegur máttur fær breytt. Enginn vissi það betur en Þorbjörg. Lifið lífinu lifandi. Þegar maður deyr lýkur ákveðnu tilverustigi og annað tek- ur við. Ég er ekki í nokkrum vafa um að tengdamóðir mín hefur gert sér fulla grein fyrir því að hverju stefndi þriðjudaginn 19. ágúst sl. þá er hún var flutt í Borgarspítal- ann. Ég veit að það væri tengdamóð- ur minni mjög á móti skapi ef ég færi að hafa þessi orð miklu fleiri. Hún hefði ugglaust sagt við mig: Æ, það er nú hreinn óþarfi Raggi minn. Þorbjörgu ömmu kveðjum við með sárum söknuði og biðjum algóðan Guð að blessa afa í Drápuhlíð. Þau hjónin voru bæði komin af mætu fólki í Borgarfjarðarhéraði og geta má þess að börn þeirra voru níundi ættliður frá séra Hall- grfmi Péturssyni. Foreldrar Hönnu voru bæði mætar og starfsamar manneskjur og voru börnin alin upp í góðu yf- irlæti. Hanna var ung að árum þegar hún fór að taka til höndunum utan heimilisins og starfaði hún þá meðal annars á bændaskólanum á Hvanneyri, en þar var móðursyst- ir hennar ráðskona við mötuneyti nemenda. Á Hvanneyri kynntist Hanna mannsefni sínu, Ásmundi Guð- mundssyni frá Efra-Apavatni í Laugardal. Giftu þau sig árið 1942, nokkru eftir að Ásmundur lauk námi á Hvanneyri. Var til þess tekið hvað hin ungu hjón voru myndarlegar og vel gerðar mann- eskjur. Og gæfan brosti við þeim. Settust þau að í Reykjavík, þar sem Ásmundur gerðist bílstjóri hjá Rafveitunni og starfaði hann þar og víðar meðan kraftar entust. Þau hjónin Hanna og Ásmund- ur bjuggu í nokkur ár á Hjallavegi 17 en byggðu síðan í Ásgarði 153 og var það þeirra síðasta heimili. Börn þeirra eru: Jónína Hulda,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.