Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 3 30.000 krónur fyrir lif- ur og ugga beinhákarls — Höfum ekkert fengiÖ þrátt fyrir dreifirit og auglýsingar um áhuga okkar á skepnunni, segir Baldur Hjaltason hjá Lýsi hf. „VIÐ TELJUM okkur geta greitt að meðaitali um 30.000 krónur fyrir lifur og ugga beinhákarlsins. Þrátt fyrir að við höfum auglýst eftir þessum afurðum, hefur okkur ekki borizt einn einasti hákarl. Sjómenn virðast lítið hafa hugsað um að nýta þessa skepnu, þrátt fyrir að það ætti að geta orðið þeim nokkur búbót,“ sagði Baldur Hjaltason efnafræðing- ur hjá Lýsi hf. í samtali við Morgunblaðið. Lýsi hf. hefur að undanförnu kannað markað fyrir beinhákarl- inn og er ljóst, að gott verð má fá fyrir ugga og lýsi úr lifrinni. Ennfremur hefur fundizt mark- aður fyrir skrápinn og verið er að leita markaðar fyrir kjötið. Norðmenn hafa nýtt beinhákarl- inn talsvert til þessa og veiða árlega um 1.000 skepnur. Lýsi hf. hefur vegna þessa gefið út dreifi- rit til útgerða og annarra skyldra aðilja í 1.500 eintökum til að vekja athygli á möguleikunum á nýtingu beinhákarlsins. Á síð- asta ári bárust fyrirtækinu 7 skepnur. Enn hefur engin borizt því á þessu ári, en veiðimögu- leikar fara þverrandi í lok októ- bermánaðar. o INNLENT Baldur Hjaltason sagði, að Norðmenn notuðu kaldan skutul við beinhákarlsveiðarnar, hífðu skepnuna síðan upp að borð- stokknum og aflífuðu þar. Heppi- legast væri því að stunda veið- arnar á sérbúnum bátum eins og hrefnuveiðibátum, sem ekki fengju að stunda þær veiðar áfram. Ennfremur væri auðvelt fyrir netabáta að ná lifrinni úr hákarlinum, festist hann í netun- um á annað borð. Loks ætti það að vera auðvelt fyrir togara að innbyrða hann, fengist hann í t’-ollið og hirða úr honum lifur og ugga. Lýsi er aðallega unnið úr lifr- inni, en auk þess má vinna úr lýsinu sérstök efni, sem eftirsótt eru víða um heim. Uggarnir eru gjarnan notaðir í súpur í Austur- löndum. Lýsi hf. hefur þrívegis sent ugga á uppboðsmarkað í Hong Kong og fengið sæmilegt verð. Skrápurinn er sútaður og notaður líkt og leður. Lýsi hf. býður seljendum 24 krónur fyrir kíló af lifur og 12 til 15 krónur fyrir kíló af uggum og sé þá hvort tveggja tilbúið til flutnings. Beinhákarlinn getur verið 6 til 10 metra langur og vegið 2 til 4 tonn. Allt að einu tonni af lifur fæst úr svona skepnu og 200 til 300 kíló af nýt- anlegum uggum. MortnablaAiA/Einar Jónsaon Mótekja með gamla laginu SJÓN SEM ÞESSI á myndinni er óalgeng nú til dags, en hér er Olafur Axelsson, bóndi i Gjögri í Árneshreppi, vió mótekju. Hann notar móinn til húshitunar ásamt rekavið og rafmagni. Mórinn er í ikveóinni dýpt í ákveónum jarðlögum og þarf hann því aó grafa nokkrar skóflustungur nióur til að nálgast hann. Síóan er mórínn þurrkaóur og bonum staflaó upp og settur undir segl eóa net þangaó til hann er notaóur. Pálmi Jónsson formaöur fjárveitinganefndar: Staðgreidslu búvara verður að fjármagna með lántöku PÁLMI JÓNSSON, formaóur fjárveitinganefndar Alþingis, telur að fjármagna verði staógreióslu búvara til bænda meó lántöku. í lögunum um framleióslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sem samþykkt voru í lok síðasta Alþingis, er afurðastöðvunum gert skylt að staðgreiða bændum búvörur sem framleiddar eru innan marka afurðasamnings bænda og ríkisins. Mjólkina á að greióa fyrir 10. næsta mánaðar eftir innleggsmánuð og sauðfjárafurðir í haustslátur- tíó á að greióa 15. október og 15. desember. Um 75% heildsöluverðs afuróanna er fjármagnaóur meó afurðalánum og er verið aó leita leiða til að fjármagna það sem upp á vantar, en það eru um 600 milljónir, þar af 480 milljónir vegna sauðfjárframleiðslunnar. „Fjármálaráðherra hefur nýlega rætt þetta mál við mig. Óskaði hann eftir umsögn fjárveitinganefndar," sagði Pálmi þegar þetta mál var rætt við hann. „Það er hárrétt sem fjármálaráðherra segir að í fjárlög- um yfirstandandi árs er ekki gert ráð fyrir fé til að mæta þessum útgjöldum og fjárhagur ríkissjóðs ekki með þeim hætti að þar sé fé aflögu. Ríkisstjórnin og stjórnar- flokkarnir beittu sér hins vegar fyrir því að lögin voru afgreidd fyrir þinglok. Eitt af grundvallarat- riðum laganna er að bændur fái framleiðslu sína sem mest stað- greidda, með vissum takmörkunum þó. öllum var ljóst að þessi ákvæði laganna kostuðu peninga og ríkis- stjórnin er vitaskuld að ræða það þessa dagana hvernig að þessu skuli staðið. Mér finnst eðlilegt að haft sé samráð við formann fjárveitinga- nefndar um slík mál, en kem ekki auga á aðra leið til að standa við ákvæði laganna en lántöku. Rétt er að vekja athygli á að sumpart er hér um að ræða greiðslu sem flýtt er á milli ára því greiðslur koma til baka jafnóðum og varan selst,“ sagði Pálmi. Með allt á beinu. Þrádbeinar reglu- stikur af öllum stærðum og gerðum. T- stikur, horn og fleira heldur þér á beinni línu. Skiptiblýanta-markaðurinn! Nýjung í Pennanum. Þú kemur með blýants- stubb frá því í fyrra og við skiptum á sléttu við þig. Þú færð nýjan blýant fyrir gamla stubbinn þinn. Sniðugt! Hvað er eiginlega að gerast? Skólatöskur sem veita öryggi og vernda heilbrigði nemendanna. Nú er einstakt úrval af skólatöskum í Pennan- um. Skólatöskur í öryggislitum og með endurskinsmerkj um. Stólar fyrir námsfólkið. Penninn býður aðeins vandaða og vinnuholla skrifborðsstóla. Slíkur stóll styður dyggi- lega við bakið á þér og stuðlar að betri námsárangri af því þú þreytist síður. Gerðu bestu kaupin í bænum! )) Ódýrar og óþrjótandi skólavörur í Hafnarstræti og Hallarmúla, sími 83211 $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.