Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985
Einkaskóli
" — eftir Ásgerði
Jónsdóttur
Það hefur um fátt verið meira
rætt og ritað í sumar en hinn
svonefnda einkaskóla — Tjarnar-
skóla. Þó er ég ekki að bera hér í
bakkafullan læk. Dagfari í DV
kann sér ekki læti þ. 8. júlí sl.,
yfir þeirri blessun, er fylgja muni
stofnun þessa skóla. (sjá eftirf.
tilv.). Það þarf ófáar augnrispur
og heil býsn af sjálfsblekkingar-
,. . gáfu til þess, að geta litið svo á
að hér sé um einkaskóla að ræða,
þar sem „hið opinbera" — ríki og
borg — greiða mest öll stöðugildi,
leggja til húsnæði og leggja til
námsbækur handa nemendum
hans eins og handa öðrum grunn-
skólanemendum. Hvað er þá orðið
eftir handa einkaframtakinu?
Það er að takmarka nemenda-
fjöldann við eitt hundrað og gera
skólann þannig að „lúxusskóla"
fyrir kennara og nemendur. Þess
má geta að slíkt verður ekki gert
nema með vilja menntamálaráð-
herra og ótvíræðri hollustu hans
við fyrirtækið. f öðru lagi: „Heppi-
legast væri að velja tiltölulega
m samstæðan nemendahóp (í hvern
bekk), þannig næst bestur árangur
í kennslu." (María og Margrét í
viðtali 28. júní sl.) í þriðja lagi:
Að innheimta skólagjöld, er sumir
foreldrar eiga auðvelt með að
greiða en aðrir geta alls ekki.
Þannig orkar svona skólastofnun
sem illur andi gegn baráttu allra
tíma fyrir menntunar- og menn-
ingarjafnrétti. Ég undrast að
vandaðar manneskjur skuli geta
lagt nafn sitt við slíkt. Ef þær
ágætu konur, María og Margrét,
’ "■ vilja endilega stofna einkaskóla
og halda að þær geti þannig gert
betur við nemendur en aðrir kenn-
arar þá eiga þær að láta hann
standa undir nafni.
Það hef ég lengi vitað, að blend-
ingsstofnanir þær, þar sem ríkið
ber útgjöld, áföll og gagnrýni en
einkaaðilinn ágóða og lofsamlega
umfjöllun eru vinsælar hjá sumum
sjálfstæðismönnum ekki sist sí-
fellujátendum frelsis og lýðræðis.
Þessar stofnanir eru einkar vel til
þess fallnar að benda á ógæfu
ríkisafskipta og ágæti einkafram-
taksins, enda óspart notaður til
þess. Mér kemur því ekki á óvart
> þótt stofnun eins og Tjarnarskóli
geti notið stuðnings núverandi
menntamálaráðuneytis, og velvild-
ar menntamálaráðherra umfram
aðrar menntastofnanir og verði
þannig rétt ein varðan á rysjóttum
ráðherraferli hans. Rétt ein varð-
an á þeirri ógæfuleið að reyna að
hrinda til falls opinberum almenn-
um menningarstofnunum eins og
ríkisútvarpinu og þvi vandaða
almenna menntunarkerfi, sem
bestu skólamenn og menntunar-
vinir landsins hafa verið að byggja
upp í meira en hálfa öld og ég
fullyrði að verða megi öllum sönn-
um lýðræðisþjóðum til fyrirmynd-
ar.
Ásgerður Jónsdóttir
„Einkaskóli á ekkert
erindi í grunnskólakerf-
ið. Þar eiga allir að njóta
sama réttar og sömu
aðstöðu, sem nemendur
og kennurum ber að
virða með því að vinna
vel og uppskera sóma-
samleg Iaun.“
Ég veit að Dagfara (DV), Har-
aldi Blöndal og Jóni Óttari Ragn-
arssyni og fleiri vanþekkingar-
mönnum um skólamál muni svelgj-
ast á við þessi ummæli mín. Ég
held að þeim verði ekkert meint
af því. Ég undirstrikaði „vanþekk-
ingarmönnum um skólamál“. Þeir
eru nefnilega ótrúlega margir sem
gaspra oft og mikið í skellinöðru-
stil um skólamál og vita ekki öllu
meira um þau en konan í Mosfells-
sveit, er í samkvæmi f vor býsnað-
ist yfir þeirri heimtufrekju kenn-
ara að hafa svo marga nemendur
í bekk, að ekki sé hægt að sinna
þeim sem skyldi. Hún hafði sem
sagt — og hefur kannski enn —
enga hugmynd um, að það hefur
verið því sem næst fyrsta og síð-
asta ósk, bæn og krafa kennara
og kennarasamtaka síðustu 10-20
ár að fækka í bekkjardeildum
a.m.k. grunnskólanna.
Fvrir tæpu ári misreiknaði fjár-
málaráðherra eða fjármálaráðu-
neytið laun kennara vegna mánað-
arleyfa, sem eru fyrir löngu niður
fallin. í umræðu borgarráðs um
Tjarnarskóla höfðar Davíð Odds-
son borgarstjóri til væntanlegra
nýunga hans og veit því sjálfsagt
ekki að flestar eru þær áður reynd-
ar. Þannig er skólamálafáfræðin
til húsa á jafnvel bestu bæjum. Ég
þjóðarheill?
óttast, að líkt sé þessu farið um
allmikinn hluta landsmanna. Af
skrifum þeirra Dagfara, Jóns Ótt-
ars og Haralds Blöndal í DV í
sumar má ráða, að með stofnun
Tjarnarskóla, er sumir kalla
„einkaskóla ríkisins", komi loksins
sannur skóli „með kennslu við
hæfi nemenda", segir Dagfari, er
sýni ómerkilegheit og stöðnun
annarra skóla. Ég vil segja þeim,
er svona hugsa og skrifa, að nem-
endur eru jafn mikilvægir fyrir
góðan skóla eins og góður skóli er
fyrir þá. Mín reynsla er sú, að
heilbrigðir nemendur geti lært allt
eða a.m.k. flest, sem þeir vilja, ætla
og ástunda að læra þótt það taki
að sjálfsögðu mislangan tíma fyrir
einstaklingana og met ég það ekki
þeim til áfellis. Ég býst við að
aðstandendur Tjarnarskóla, María
og Margrét, þekki einnig til þessa.
Dagfari telur að Tjarnarskóli
geri væntanlegum kennurum sín-
um hærra undir höfði en aðrir
skólar með hærri launagreiðslum.
Ég tel það vera móðgun við kenn-
ara, eins og þessi stofnun er í
pottinn búin, að bjóða þeim upp á
að gerast liðhlaupar í launabar-
áttu stéttarfélaga sinna og að
múta þeim til þess að reka fleyg
í það skólakerfi, sem ætlar öllum
sama rétt þótt seint muni takast
að tryggja hann. Eins og allir
foreldrar hafi ekki áhuga fyrir því
að mennta börn sín sem best?
Hverjir skyldu vera þar undan-
þegnir? Dagfara væri nær að ræða
og rita um skattlagningu peninga-
flóðsins í landinu, og þá fyrst og
fremst Reykjavík, til handa
menntamálakerfinu og smásálar-
skap mennta —'og fjármálaráðu-
neytanna í þess garð. Einkaskóli á
ekkert erindi í grunnskólakerfið.
Þar eiga allir að njóta sama réttar
og sömu aðstöðu, sem nemendum
og kennurum ber að virða með því
að vinna vel og uppskera sóma-
samleg laun.
Dagfari fullyrðir, að Tjarnar-
skóli hafi á boðstólum kennslu við
hæfi nemenda (og þá eflaust allra)
og telur það til nýbreytni í skóla-
kerfinu. Sá tekur ekki lítið upp í
sig. Skólinn er ekki einu sinni
hafinn. Og veit höfundur nokkuð
fremur um aðra skóla? Ég leyfi
mér að efast um að Tjarnarskóla
sé nokkur greiði gerður með svona
staðfestulausum fullyrðingum og
blaðamennskufroðu. Mér dettur
helst í hug að Dagfari hafi gleypt
ómelt ummæli þeirra Maríu og
Margrétar er þær kynntu áætlanir
skólans og þ.á m. tengsl við at-
vinnuvegina og atvinnukynningu
sem nýung í skólum. Slíkt er raun-
ar engin nýung. Fyrirmyndina
sækja þær (að eigin sögn) til hins
sósíalíska Neskaupstaðar og þess
mæta félagshyggjufrömuðar,
Gerðar Óskarsdóttur fyrrverandi
skólastjóra þar.
Það er að sjálfsögðu rétt og
lofsvert að tileinka sér góðar stefn-
ur og markmið og koma þeim á
framfæri og í framkvæmd. Það
vilja allir aðstandendur skóla gera,
ef þeir hafa aðstöðu til. Og hér kem
ég að enn einum aðstöðumun
Tjarnarskóla og a.m.k. margra
annarra grunnskóla og það er
stærðarmunurinn. Tjarnarskóli
þarf varla að lenda í vandræðum
með að koma sinum fáu nemendum
í atvinnukynningu. Skólinn allur
er eins og einn þokkalegur grunn-
skólabekkur. öðruvísi horfir með
stóru skólana. „Nýjungin" þeirra
Maríu og Margrétar er þrautreynt
fyrirtæki í sumum skólum en
strandaði á stærð bekkjanna og
skólanna. Ég hef sjálf nokkra
reynslu í þessu efni, því ég hef
gert tilraunir til þess að kynna
nemendum mínum atvinnuvegi,
staði og stofnanir einkum hér áður
fyrr meðan skólinn var'minni og
bekkir fámennari. Atvinnurekend-
ur og forsvarsmenn fyrirtækja og
stofnana tóku slíkri málaleitan
ætíð vel, bæði meðan þeir gátu
veitt okkur viðtöku og eins síðar,
er þeir þurftu að svara neitandi
og sögðu, að sívaxandi aðsókn
stórra skóla með stóra bekki trufl-
uðu vinnufrið og afköst starfsfólks
meira en góðu hófi gegndi. Það var
auðskilið mál og þessar ferðir féllu
niður. Ég býst við að ýmsir kenn-
arar þekki þessa reynslu. Tjarnar-
skóli kemst vonandi hjá henni
vegna smæðar sinnar. Og vegna
smæðar sinnar og skjaldarmerkis-
ins einkaskóli gæti hann orðið
upplagt „gæludýr" menntamála-
ráðuneytisins svo og borgarstjóra,
sem lítur hundrað augum hverja
þá fjármuni, er renna til eins
stærsta og vinsælasta skóla lands-
ins, þ.e. Námsflokka Reykjavíkur,
sem hann nú hefur skikkað til
sambýlis við tvo aðra skóla. Vel á
minnst, engum hefur dottið i hug
að nefna Námsflokka Reykjavíkur
einkaskóla þótt nemendur þar
greiði skólagjöld og kaupi sjálfir
sínar bækur.
Ég hef mikið íhugað afstöðu
kennara „einkaskólans" títtnefnda
og hvað ráði gerðum þeirra. E.t.v.
er það einkaframtakshugsjón. En
ef það eru einkahagsmunir finnst
mér þeir vera að bregðast stéttar-
félögum sínum óminnugir þess, að
sameinaðir stöndum vér, sundrað-
ir föllum vér. Það má með rétti
svara mér því, að það sé æðsta
skylda hvers manns að sjá sér og
sínum farborða. Sú hugsjón hefur
þó aldrei leyst neinn sameiginleg-
an vanda. Það hefur aldrei verið
talið til manngildis eða til góðra
siða að bjarga eigin skinni með
því að bregðast öðrum.
Ég vík máli mínu að mennta-
málaráðherra. Ég þóttist skynja
það í umræðum á Alþingi fyrir
u.þ.b. tveimur árum, að ráðherr-
ann hefði áhuga á sögukennslu og
sögu. (Það hef ég líka). Hann ætti
því að minnast þess, að menning-
arríki, bæði stór og smá, hafa
hrunið saman og jafnvel liðið
undir lok vegna þess einkum, að
þau voru orðin innbyrðis sundur-
leit og klofin um efnahag, menntun
og menningu. Þjóð verður því
aðeins hamingjusöm og sterk, að
þegnar hennar sitji við sama borð
og sömu rétti þótt þeir kunni
misvel að gera þeim skil og njóta
þeirra. Ég hygg, að hin fræga
niðurstaða um íslendinga sem
hamingjusömustu þjóð í heimi sé
ekki út í hött og byggist einmitt á
því, að síðustu hálfa öld hefur verið
lögð á það megináhersla og rækt
að búa þjóðinni þann hag, er ég
lýsti hér áður sem hamingjuskil-
yrði þjóðar. Það hefur auðvitað
ekki gerst átakalaust en þó tekist
vonum framar framundir allra
síðustu ár eins og könnunin sýnir.
Það hlýtur því að teljast einstakt
og merkilegt fyrirbæri, að mennta-
málaráðherra skuli leggja hönd á
plóg til þess að hrinda hamingju
þjóðar sinnar.
Að því er varðar hinn umdeilda
Tjarnarskóla og menntamálaráð-
herra sýnist mér staðan þannig,
að annaðhvort er skólinn alls
enginn einkaskóli vegna ríkis-
framlags frá menntamálaráðherra
eða menntamálaráðherra hefur
brugðist þeim lögum, sem honum
ber sérstaklega að vernda, því í
75. gr. grunnskólalaganna stendur:
„Ekki eiga einkaskólar kröfu til
styrks af almannafé."
Þar sem menntamálaráðherra
er lögfræðingur ætti ekki að þurfa
að minna hann á, að með lögum
skal land byggja en með ólögum
eyða.
23.ágúst 1985
Höfundur er kennari.
»_ _ — ^
I I
> I
I I
Stubbur
verður stór
í Pennanum.
Þegar þú ferð í Pennann að
kaupa skóladótið skaltu taka
með þér gula blýantsstubbinn
frá því í fyrra. Þú færð nýjan
blýant fyrir gamla stubbinn
þinn! Þannig verður stubbur
stór á skiptiblýantamarkaðin-
um.