Morgunblaðið - 05.09.1985, Page 15

Morgunblaðið - 05.09.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 15 Mickey Ruorke og John Lone í hlutverkum sínum. Teigahverfí: 450 íbúar skrifa undir mót- mæli gegn fangasambýlinu „þETTA er mikið hitamál þarna í hverfinu og þessi undirskriftalisti er staöfesting á þeim mótmælum sem uppi hafa verið,“ sagði Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, í samtali við Morgunblaðið eftir að undir- skriftir 450 íbúa í Teigahverfi gegn því að fangahjálpin Vemd reki sambýli fyrir fleiri en 8 vistmenn í húseigninni Laugateigi 19 höfðu verið lagðar fyrir borgarráð á þriðjudag. Rökstuðningur fyrir andstöðu íbúanna 450 við áætianir Verndar mun vera á þá leið að læknar og sálfræðingar, sem ekki eru nafngreindir í skjalinu, hafi stað- fest þá skoðun íbúanna, er undir skjalið rita, að óráðlegt sé að vista fleiri en 8 fyrrverandi fanga undir sama þaki. Ætlun Verndar sé hins vegar að reka sambýli fyrir um 20 manns við Laugateiginn og lýsa íbúarnir ábyrgð á hendur félags- samtökunum ef af verður. „Ég held að flestir séu sammála um að þetta sé of stór eining, að það sé ekki heppilegt að hafa þennan fjölda á sama stað og að með því sé ekki verið að gera þeim mönnum, sem á að vera að styðja við bakið á, neinn greiða," sagði Magnús L. Sveinsson við Morgun- blaðið. „Borgarráð hefur lýst sig fúst til viðræðna um kaup Reykja- víkurborgar á húsinu og formaður Verndar, Jóna Gróa Sigurðardótt- ir, hefur lýst því yfir að það sé sjálfsagt að taka þátt í slíkum við- ræðum." Ár drekans: Evrópu- frumsýning í Bíóhöllinni ÁR drekans, ný bandarísk bíó- mynd verður sýnd í Bíóhöllinni frá og með deginum í dag. 20 dagar eru síðan hún var frumsýnd vest- anhafs, en Bíóhöllin frumsýnir myndina í Evrópu. Michael Cimino Ieikstýrir mynd- inni en hann er frægur fyrir myndir eins og Deer Hunter og Heaven3 Gate. Myndin fjallar um átök lögregl- unnar við kínversku mafíuna í New York. Stanley White er lögreglu- maður pólskur að ætterni, en fæddur og uppalinn í Ameríku og afar stoltur af því. Hann gengur vasklega fram í baráttunni við mafíu þessa, sem Joey nokkur Tai er einhverskonar forsprakki fyrir. Hann kemst fljotlega að því að ýmis afbrot og vandræði í Kína- hverfinu í New York eiga rætur að rekja til harðsvíraðra glæpa- hringa sem náð hafa unglingum á sitt vald. Með aðalhlutverk fara Mickey Rourke og John Lone. 727 lestir af slitnum humri á vertíðinni HUMARAFLI síðustu vertíðar nam alls um 722 lestum af slitnum humri. Var það aðeins um 4 lestum minna en leyfilegt var að veiða. 84 bátar höfðu leyfi til veið- anna, en 7 þeirra nýttu sér það ekki og ráðstöfuðu kvóta sínum til annarra báta. Millifærsla á kvóta milli báta, sem stunduðu veiðarn- ar, var nánast engin og mun nán- ast ekkert hafa verið um það að menn veiddu umfram kvóta. Leyfilegt var að auka kvótann um 5%, kæmi aukningin aðeins í þriðja gæðaflokk. Var það meðal annars gert til þess að lakasta humrinum yrði síður hent. Háskólafyrirlestur: Aristóteles og Snorri HALVARD Mageröy, prófessor í íslensku við háskólann í Ósló, flyt- ur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands, fimmtudaginn 12. september 1985, klukkan 17.15 í stofu 423 í Árna- garði. Fyrirlesturinn nefnist „Arist- oteles og Snorri" og verður fluttur á íslensku. Öllum er heimill aðgangur. (Frélt frá Háskóla fslands) THEMALLENS á myndbandaleigum í dag Dreifing iloioorhf S. 45800 Útgefandi stfg Stórkostleg ættarsaga eftir Catherine Cookson, vinsæl- asta skáldsagnahöfund Bretlands. Samnefnd bók hefur selst í rúmlega 3 milljónum eintaka og veriö söluhæsta skáldsagan í Bretlandi síöustu árin. Sagan lýsir á ógleymanlegan hátt lífi óðalsbóndans Thomas Mallen og samskiptum hans viö óbreytta bænd- ur á síðustu öld. Hér blandast saman stórgóöur leikur og raunsönn kvikmynd sem fjallar um atburöi, sem gætu allt eins veriö byggöir á sannsögulegum heimildum. Þessi myndaflokkur lætur engan ósnortinn sem á hann horfir. íslenskur texti. Þetta segja gagnrýnendur: „Ég á ekki nógu sterk orö til aö mæla meö hinum stór- fenglega myndaflokki um Mallenættina...“ The Guardian „Raunsönn lýsing á tíöarandanum, sýnir hve vel hefur veriö aö þessu verki staðiö...“ Daily Mail „Sjaldan hefur tekist jafn vel aö lýsa ringulreiöinni sem fylgdi sukksömu líferni aöalsins á 19. öld. Höfundurinn blandar listavel saman hneykslismálum, ástríöum, róm- antík og vonbrigöum ... The Observer

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.