Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 1
104SÍÐUR B/C STOFNAÐ1913 231. tbl. 72. árg.__________________________________SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: Vilja efla samskipti við Líbýu Moskvu, 12. október. AP. GORBACHEV, leidtogi Sovétríkj- anna, kveðst vilja bæta samskipti Sovétmanna og Líbýumanna. Mo- ammar Khaddafy, leiðtogi Libýu, og Gorbachev ittu tveggja daga viðræður, sem lauk í gær, og gerði Gorbachev góðan róm að stjórnmálastefnu Khaddafys. Nokkur leynd ríkti yfir viðræðun- um og er ekki vitað hvort leiðtog- arnir gerðu með sér samþykktir um stjórn- eða efnahagsmál. Gorbachev sagði í ræðu eftir að viðræðunum lauk að afstaða Líbýu- manna gegn „heimsvaldasinnum" væri þarft framlag til lausnar á aðkallandi alþjóðlegum vandamál- Kosningar í Belgíu í dag: Líkur á stjórnar- skiptum Bríissel, 12. október AP. ÞINGKOSNINGAR verða í Belgíu á morgun, sunnudag, og er búist við, að ríkisstjórnin, samsteypustjórn mið- og hægriflokka, muni tapa meirihluta sínum. Skoðanakannanir benda til, að ríkisstjórn Wilfried Martens muni tapa nokkru fylgi í Flæmingjalandi, meðal þeirra íbúa landsins, sem mæla á flæmsku eða hollensku, en halda sínu í Vallóníu þar sem franska er töluð. Styðja stiórnina nú 113 af 212 þingmönnum. I Belgíu skiptast flestir flokkar í tvennt eftir tungumálinu og er flæmskumæl- andi jafnaðarmönnum spáð fylgis- aukningu. Enginn stjórnmálaflokk- anna 12 nálgast það þó að fá meiri- hluta. Efnahagserfiðleikar hafa verið miklir í Belgíu og 13,4% vinnufærra manna hafa ekki atvinnu. Stjórnin hefur þó gripið til ýmissa ráða til að örva atvinnulífið og tekist hefur að koma verðbólgunni niður fyrir 5%. Ef flæmskumælandi sósíalistar verða í næstu samsteypustjórn er talið að það muni geta haft áhrif á uppsetningu meðaldrægu eldflaug- anna í Belgíu. Hauststemmning við Tjörnina Ljósmynd/Snorri Snorrason Palestfnumennirnir sem rændu Achílle Lauro: Formleg ákæra um morð og mannrán Sirarusa, New York, 12. október. AP. ^ ^ PALESTÍNUMENNIRNIR fjórir, sem nú eru í vörslu ítalskra yfirvalda, voru í gær formlega ákærðir fyrir morð, mannrán og fyrir að hafa rænt skipi á hafl úti. í gærkvöldi voru fréttir um, að hugsanlega væri hér ekki um mannræningjana að ræða, en þær efasemdir eru nú úr sögunni. Farið var með farþega af Achille Lauro, skipinu, sem var rænt, til Sigonella- flugvallarins á Sikiiey og þar báru þeir kennsl á mennina. Viðbrögðin við aðgerðum Bandaríkjamanná eru á ýmsa lund. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum hafa margar fagnað því, að tekist hefur að hafa hendur í hári hryðjuverka- mannanna en í sumum Arabaríkja og Sovétríkjunum eru Bandaríkjamenn gagnrýndir fyrir. Kosningar í Póllandi: Ofurkapp er lagt á kosníngaþátttökuna Varsjá. 12. október. AP. PÓLVERJAR ganga til kosninga á morgun og er það fyrsta sinni síðan 1980, er pólskir verkamenn létu að sér kveða í landinu. Það er mikilvægt fyrir pólsk stjórnvöld að sem flestir greiði atkvæði þótt að sjálfsögðu sé aðeins um einn flokk að velja. Er því haldið fram, að fjölmenni Pólverjar í kjör- klefana muni það róa bandamenn þeirra austantjalds og gera að verk- um að vestræn ríki greiði þeim aðgang að lánum. Jaruzelski, forsætisráðherra og leiðtogi kommúnistaflokksins, hef- ur lýst yfir því að 75 til 80 prósent kosningaþátttaka gæti leitt til þess að pólitískum föngum verði sleppt úr haldi. Talsmenn Samstöðu segja að yfir- lýsingar sem þessar séu ekkert annað en hræsni og áróðorsbrögð. 1 gær, föstudag, voru mannræn- ingjarnir fjórir formlega ákærðir fyrir morð, mannrán og fyrir að ræna skipi á hafi úti. Giulio Andre- otti, utanríkisráðherra ítaliu, sagði, að ekki kæmi til greina að sýna þeim mönnum miskunn, sem myrt hefðu farlama mann og hótað hundruðum annarra dauða og tor- tímingu. ítalska fréttastofan Ansa hefur greint frá nöfnum mannanna, sem eru á aldrinum 19-23 ára, en opinberlega hefur þó ekki verið skýrt frá þvi enn. Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, lét þau orð falla í gærkveldi, að hugsan- lega væru Palestinumennirnir fjór- ir, sem voru um borð í egypsku flugvélinni, ekki mannræningjarn- ir. Hafði hann þá fyrir sér ummæli einhverra manna í PLO, Frelsis- fylkingu Palestinumanna, um að vísvitandi hefði verið villt um fyrir Bandaríkjamönnum. Michael Cann- ing, talsmaður bandaríska sendi- ráðsins i Róm, sagði hins vegar í dag við fréttamann AP-fréttastof- unnar, að bandariskir farþegar af Achille Lauro hefðu verið látnir koma við í Sigonella-flugstöðinni á Sikiley á leið til Bandaríkjanna frá Kairó og hefðu þeir staðfest, að um mannræningjana væri að ræða. Hafa hryðjuverkamennirnir nú verið fluttir i fangelsi í borginni Siracusa á Sikiley. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum, sem hafa eitthvað sagt um aðgerð Bandaríkjamanna, hafa fagnað henni og telja það réttlætisverk að hafa hendur í hári hryðjuverka- manna. Brian Mulroney, forsætis- ráðherra Kanada, hringdi til Reag- ans, Bandaríkjaforseta, óskaði hon- um til hamingju með árangurinn og sagði nauðsynlegt að skera upp herör gegn hryðjuverkastarfsemi, sem væri „ógnun við tilveru sið- menntaðra samfélaga". Sir Geof- frey Howe, utanríkisráðherra Breta, kvaðst fagna því, að hryðju- verkamenn væru dregnir til ábyrgð- ar á verkum sínum og talsmaður vestur-þýska utanríkisráðuneytis- ins sagði, að „hryðjuverkamenn eiga að gjalda glæpa sinna". í flestum Arabaríkjanna hefur ekkert verið um þetta mál sagt en írakar hafa þó fordæmt Bandaríkjamenn og Egyptar hafa einnig mótmælt að- gerðum Bandarikjamanna. Þeir leggja þó áherslu á, að þeir vilji áfram hafa góð samskipti við Bandaríkjamenn. í Sovétríkjunum og öðrum Austantjaldsrikjum hafa Bandaríkjamenn verið gagnrýndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.