Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 54 Sovéskar eigmkonur stíga út úr skugganum afkörhmum Ibúar Sovétríkjanna vita harla lítið um hina háu herra sem stjórna landinu. Ekkert er vitað um einkalíf ráða- mannanna og varla nokkuð um eiginkonur þeirra. Nú eru þessar konur, sem hafa hingað til staðið fullkom- lega í skugga manna sinna, rétt að byrja að láta á sér kræla og tekið er eftir þeim við opinberar athafnir bæði heima og erlendis. Aðlaðandi og fáguð framkoma Kaissa Gorbatsch- ova, konu leiðtoga landsins, og athyglin sem hún hefur vakið hefur haft sitt að segja. Sovétríkin státa nú í fyrsta sinn af frambærilegri frú leiðtogans og hún hikar ekki við að láta á sér bera. Aðeins hið allra nauðsynlegasta er gefið upp í opinberum æviatriðum um meðlimi framkvæmdastjórnar sovéska kommúnistaflokksins. Upphefð þeirra í flokknum er lýst í um tíu línum en ekki er minnst á einkalíf þeirra. Nöfnum eig- Nina Chruschtschowa. Landar hennar dáðu hana en fjölmiðlar sögðu ekki fri andláti hennar í fyrra. inkvenna Og barna er aiveg sleppt. Þessi leynd yfir einkalífinu get- ur farið út í öfgar. Juri Andropov var til dæmis leiðtogi landsins í þrettán mánuði án þess að þjóðin hefði hugmynd um hvort hann ætti sér konu eða ekki. Það var ekki fyrr en hann lá á líkbörunum að gátan var leyst. Þá sást ekkja hans grátandi við gröf hans. Áður var vitað að hinn fyrrverandi yfir- maður KGB-leyniþjónustunnar átti tvo börn, Igor sem er 37 ára og er sendiherra Sovétríkjanna í Aþenu, og Irina, sem er 35 ára og gift Alexander Filatov leikara. Leyndin yfir einkalífi Andro- povs var í anda Stalíns. Svo mikil leynd og óhugnaður umlék hann að það var aldrei alveg á hreinu hvort Nadeschda Allilujeva, önnur kona hans, hefði framið sjálfs- morð til að losna undan honum eða hvort hann hefði kyrkt hana sjálfur, eins og Nikita Kruschev gaf einu sinni í skyn. Það var kjaftagangur sem ætti að taka álíka alvarlega og sögusögnum, sem gengu á sjötta áratugnum, um að Rosa Kaganovitsch, systir trúnaðarmanns Stalíns, hefði ver- ið þriðja eiginkona hans. Þessi kona sást aldrei og líklega var hún ekki nema tilbúningur útgefenda og blaðamanna. Nikita Kruschev var ekki eins annt um að halda leynd yfir einka- lífi sínu. Hann hikaði ekki við að koma fram með Ninu Petrovna, bústinni eiginkonu sinni, sem var sannkölluð „Babúska". Hún var hlýleg og eðlileg í framkomu og laðaði marga verstræna fréttam- enn að sér án þess að konur þeirra þyrftu að verða afbrýðisamar. Hún var dáð í Sovétríkjunum, opinská orð hennar féllu í góðan jarðveg og trúaðir töldu hana i sínum hópi. Hún féll Banda- ríkjamönnum einnig vel í geð og það vakti mikla athygli þegar hún sagði í New York við bandaríska blaðamenn: „Þið hafið valið ykkur mjög fallegt land, þið hafið reist hér undursamlega hluti og þið eru gott fólk.“ Kruschev-hjónin fengu einbýl- ishús til umráða í úthverfi Moskvu eftir að hann missti völdin. Nikita lést þar árið 1971. Nina Petrovna fékk hann grafinn í Novodievits- kirkjugarðinum og setti kross á gröf hans. KGB fjarlægði einatt krossinn en hún kom ávallt nýjum fyrir þar til hún lést í ágúst í fyrra. Sovéskir fjölmiðlar sögðu ekki frá andláti hennar en það var tilkynnt í lögbirtingablaðinu und- ir nafninu Kuckhartschuk en það hét hún áður en hún gifti sig. Hún er grafin við hlið manns síns og dæturnar Rada og Jelena og son- urinn Sergej setja oft blóm á gröf foreldra sinna í návist starfs- manns KGB. Síðasta ósk móður þeirra var að kross yrði látinn á leiði hennar en það er talið ódæði í Sovétríkjunum og KGB-maður- inn sér til þess að börnin fremji það ekki. En Sovétmenn hafa ekki aðeins gaman af að hvíslast á um Ninu og Nikita heldur hafa þeir enn áhuga á Georgij Malenkov, eftirmanni Stalíns, og Jeketerina, konu hans. Þau eru enn á lífi og búa í Moskvu. Hann var Iengi stjórnandi lítillar rafmagnsstöðvar í Kákasus. Þegar þau sneru aftur þaðan fóru þau beint til kirkju og báðu um fyrir- gefningu syndanna. Síðan hafa þau sótt messu í lítilli kapellu í Danilovski-klaustrinu á hverjum morgni. Þau hafa fengið að gera þetta óáreitt en KGB kennir í brjósti um Malenkov og telur hann fórnardýr hjátrúarfullrar, trúaðrar andsósíalískrar Babúsku. Viktoria Bresnjeva er önnur fyrrverandi forsetafrú sem er á lífi en fátt er vitað um. Hún sást aðeins örsjaldan með manni sín- um í Sovétríkjunum og fór aldrei með honum erlendis. Sagt er um Bresnjev að hann hafi heldur kos- ið að vera með „einkaritaranum" sínum. í síðustu ferð hans til Bandaríkjanna vék flugfreyja frá Aeroflot varla frá hlið hans, hvorki um borð í flugvélinni né á hótelinu þar sem þau gistu. Eftir lát manns síns er Viktoria farin að láta til sín taka og sagt er að hún hafi veruleg áhrif á bak við tjöldin í Kreml. Varla nokkuð hefur nokkurn tímann heyrst um Önnu Chern- enko, konu síðasta leiötoga Sov- étríkjanna. Sagt er að hún hafi verið á móti því að maður hennar tæki við leiðtogaembættinu þar sem hún vissi hversu veikur hann var. En hún notaði tækifærið á meðan hann var forseti til að halda svokallað „frúarball" 8. mars sl., skömmu áður en hann lést. Konum allra helstu stjórn- málamanna í Kreml og erlendum sendiherrafrúm er boðið til þess- arar veislu og hún þykir með því hégómlegra sem gerist á ári hverju í Moskvu. Boðið er upp á fyrirtaks mat, kavíar, humar og kampavín, og eftir matinn dansa konurnar hver við aðra. Anna Dmitrovna Chernenko var ekki í skapi til að dansa þennan dag. Veikindi mannsins hennar íþyngdu henni auðsjáanlega, en þó gerði hún sitt besta til að gera gestum sínum kvöldið sem ánægjulegast. Raissa Gorbatsjova var mjög hlédræg þetta kvöld. Hún vissi jafn vel og hinar eiginkonur mannanna í framkvæmdastjórn flokksins að hún myndi brátt verða eiginkona leiðtoga landsins. Hún sleppti því þess vegna að stíga dans og lét lítið á sér bera. Hún vissi einnig mjög vel að hún myndi vekja öfund hinna kvenn- anna. Ekki bara af því að Michail maður hennar yrði tilnefndur leið- togi landsins heldur einnig vegna þess að hún, falleg og tignarleg, hafði aldrei farið í felur með metnaðargirnd sína. Raissa kynntist Michail Gorb- atsjov í Lomonossov-háskólanum í Moskvu. Hún lauk þar mjög góðu prófi í heimspeki. Þau giftu sig ung og héldu bæði áfram á fram- abraut. Hún varð prófessor við há- skólann en hann starfaði sem í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖOINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI "^/Vuglýsinga- síminn er 2 24 80 VID REYNUM EKKI... aö telja upp allt þaö vöruúrval, sem viö höfum á boðstólum fyrir skotveiöimenn. y En... viö bjóðum meðal annars: REMINGTON WINCHESTER BERETTA BRNO MAROCCHI BAIKAL VOERE TIKKA FABARM H&R ELEY GAMEBORE HIRTENBERGER HUBERTUS FEDERAL LAPUA VOSTOK haglabyssur, riflar, skot haglabyssur, rifflar, skot haglabyssur haglabyssur, rifflar haglabyssur haglabyssur rifflar rifflar haglabyssur haglabyssur, rifflar hagla- og riffilskot haglaskot riffilskot, kúlur haglaskot hagla-ogriffilskot riffiískot riffilskot CLEVER SAKO SIERRA SCHMIDT & BENDER BUSHNELL EAW VFG BIRCHWOOD CASEY OUTERS ARCO GUNGUARD WEATHER SHIELD ERAOGUNCLE MIKE'S PACIFIC HORNADY MEC MTM SILENCIO haglaskot riffilskot, kúlur kúlur sjónaukar sjónaukar sjónaukafestingar hreinsitæki hreinsiefni hreinsiefni byssutöskur, skottöskur, belti, ólar byssutöskur skotvesti, byssutöskur ólarfestingar hleðslutæki fyrir riffla hleðslutæki fyrir haglabyssur plastkassar fyrir öll skot heyrnarhllfar, tappar Gervigæsir, gæsaflautur, andaflautur ★ Leirdúfur, ieirdúfukastarar Hleðsluefni fyrir riffil- og haglaskot ★ Rjúpnavesti (66°N) Byssurekkar ★ Byssubækur og blöð Og þetta varskoekki allt! Sjóner sögu ríkari! Eigendur \ Veiðihússins hafa stundað skotveiðar og skotípróttir s.l. tíu ár. Þeir stknda sjálfir á bak við afgreiðsluborðið og miðla vioskiptavinum fúslega af þekkirigu sinni reypslu.i 'EHSLIÐ VIÐ F/ ■AlJkl ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.