Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 31 var sjónvarpsskemmtikrafturinn Jim Nabors, og árið 1968 létu þeir gefa sig saman í hjónaband. Rock reyndi að halda þessu sambandi gangandi, en það tókst ekki. Eftir að upp úr slitnaði tók hann að sækja sérstaka bari fyrir kynhverfa i Los Angeles og San Francisco. Einum vina hans segist svo frá: „Jafnvel eftir að AIDS (áunnin ónæmistæring, ainæmi) kom upp var hann tíður gestur í hverfi því í Hollywood, sem nefnt hefur verið Boys’ Town, þar sem kynhverfir karlar selja blíðu sína. Hann reykti og drakk óhóf- lega og hegðaði sér eins og maður sem vissi að dagar hans væru taldir." Um mitt ár í fyrra varð Rock Hudson ljóst að hann hafði smit- azt af AIDS. Sjúkdómurinn er enn sem komið er ólæknandi, og þegar sérfræðingar hjá Shanti- stofnuninni í Los Angeles, sem sérhæfir sig í aðstoð við AIDS- sjúklinga, gátu lítið hjálpað hon- um, leitaði hann til sjúkrahúss í París, sem þekkt er fyrir vísinda- legar rannsóknir á AIDS. Þegar Rock Hudson lagðist þar inn til meðferðar i júlí á nýliðnu sumri varð umheiminum loks ljóst hvernig komið var og að hann var kynhverfur. Kom það mjög flatt upp á marga aðdáendur hans. Eftir að hann var kominn á sjúkrahúsið í París viðurkenndi Rock opinberlega að hann væri haldinn AIDS. „Ég er ekki fyrsti leikarinn sem fær AIDS,“ sagði hann, „en ég er sá fyrsti sem við- urkennir það opinberlega. Ef til vill get ég með því að segjast vera með AIDS hjálpað öðrum sem þurfa að ganga í gegnum þennan vítiseld, og jafnvel ýtt við vísindamönnum svo þeir leggi enn harðar að sér í leitinni að lækningu." En læknarnir í París gátu ekk- ert fyrir Rock Hudson gert frek- ar en starfsbræður þeirra í Bandaríkjunum, og 24. ágúst sl. sneri hann heim i stóra einbýl- ishúsið sitt í Beverly Hills, niður- brotinn og visinn. Hann sem hafði verið rúm 90 kíló var nú aðeins rúm 40 kíló, hafði misst um 50 kíló vegna veikindanna. Og nú var honum ljóst hvert stefndi. Áunnin ónæmistæring, eða AIDS, er í sjálfu sér ekki ban- vænn sjúkdómur, það deyr eng- inn úr AIDS. En sjúkdómurinn spillir ónæmiskerfinu og líkam- inn getur ekki haldið uppi eðli- legum vörnum gegn öðrum sjúk- dómum. Hjá Rock Hudson er tal- ið að um hafi verið að ræða al- varlegan lifrarsjúkdóm sem dró hann til bana. Hann lézt heima hjá sér í Beverly Hills í svefni. Hann hafði lítið komizt til með- vitundar í tvo sólarhringa og fékk hægt andlát. (Heimildir: Brezk og norsk blöd.) Síöasta myndin sem tekin var af Rock Hudson. Rock Hudson orðinn veikur af AIDS. 22 merkur. Hann var því sannar- lega stórvaxinn allt frá fæðingu. Hann hlaut nafnið Roy Scherer, en eftir að móðirin hafði gift sig á ný tók hann upp eftirnafn fóst- urföðurins, Fitzgerald. í heimsstyrjöldinni síðari gegndi Rock Hudson herþjónustu sem sjóliði, en að styrjöldinni lokinni fluttust þau mæðgin frá Chicago til Pasadena í Kalif- orníu. Þar starfaði Rock um skeið sem vörubilstjóri, en líkaði starfið illa. Hann þráði að kom- ast áfram og það tókst. Dag nokkurn hringdi hann til móður sinnar og sagði henni að einn vina hans hefði haft á orði að svona myndarlegur maður (hann var 1,95 á hæð og vó um 90 kíló) ætti að vera í kvikmyndum, og ráðlagði honum að láta taka af sér myndir til að leggja inn hjá Universal-kvikmyndafélaginu. Rockí sjóhernum í síðari heimsstyrjöldinni Þetta gerði Rock, eða Roy Fitzgerald eins og hann hét þá enn. Og ráðamenn hjá Universal voru ánægðir með myndirnar. Þeir létu hann taka sér nafnið Rock Hudson, sendu hann í leikslistarskóla og fengu honum hlutverk í kvikmyndinni Orustu- flugsveitin (Fighter Squadron) þar sem Robert Stack lék aðal- hlutverkið. Og næstu tvö árin lék hann í níu kvikmyndum, en alls urðu kvikmyndirnar 63. Rock kunni fljótt vel við sig í Hollywood, og féll ekki sízt vel það frjálsræði sem þar ríkti í kynferðismálum. Hann komst meðal annars fljótlega að því að þarna í kvikmyndaborginni voru fleiri stjörnur, kvikmyndafram- leiðendur og leikstjórar sem voru haldnir sömu kynhneigð og hann sjálfur. Einn vina hans þarna Innilegar þakkir færi ég börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum, barnabarna- börnum, frændum og vinum nær ogfjær sem glöddu mig með heimsóknum, stórgjöfum, skeytum og samtölum á níræðisafmæli mínu þann U- október sl. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Sverrísson. Verslunarhúsnæði í miðborginní Til leigu er 50—100 fm verslunarhúsnæði á besta stað í miðborginni. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlega beönir aö leggja inn nöfn og símanúmer á augl.deild Mbl. fyrir 18. þ.m. merkt: „Miðborg — 3101“. Söngskglinn í Reykjavík Söngnámskeið eins og undanfarna vetur starfrækir Söngskólinn í Reykjavík öldungadeild kennslugreinar eru: raddbeiting einsöngur kórsöngur tónfræði nótnalestur. Hvert namskeið stendur 13 mánuði og er kennt á kvöldin (eftir almennan vinnutíma). Námskeiðin eru ætluð fólki á öllum aldri, uppl. á skrifstofu skólans, símar 27366 og 21942 kl. 15—17.30 daglega. . Skólastjóri 17.00—22.00. Einnig er alltaf til staðar hinn góði matseöill hjá Ning de Jesus. Veislurnar okkar eru orðnar frægar um allan bæ. Litlar, stórar og góðar veislur með austurlenskum mat og skreytingum. Opið hjá okkur frá kl. 11.00-14.00 ogfrá kl. 17.00-22.00 alladaga. Manðarin Nýbýlavegi 20 Sími 46212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.