Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 Það fylgir því alltaf mikil eftirvænting að byrja í skóla. Flest börn halda að þau geti lært að lesa og skrifa án örðugleika og mörg þeirra telja sig vera að byrja skólagöngu sína eingöngu til þess. Þegar til kastanna kemur er þetta ekki alltaf svona einfalt. Flest þeirra ná þó þessu takmarki átakalítið en alltaf eru nokkur börn úr hverjum árgangi sem ekki tekst þetta svo auðveldlega. Þetta er í flestum tilvik- um ekkert tengt greind, en veldur börnum og aðstandendum þeirra oft miklum áhyggjum og erfiðleikum. Börn eru misjafnlega í stakk búin til að læra að lesa þegar þau byrja í skóla. Það hefur mikið að segja ef barn hefur fengið örvun heima fyrir á þann hátt að lesið hefur verið fyrir það og talað mikið við það. Orðaforði þeirra barna er oftast meiri en hinna sem ekki hafa fengið slíka örvun. Einnig er misjafnt hvernig bækur eru hafðar fyrir börnum. Þau börn sem koma frá heimilum þar sem bækur eru mikið hafðar um hönd eru oft mun áfjáðari en önnur börn í að læra að lesa og kunna betur að njóta bóka.“ Þetta eru orð þeirra Þóru Kristinsdóttur, lektors við Kennaraháskóla Is- lands, og Rannveigar Lund, sér- kennara, sem starfar við Lestrar- sérdeildina í Fellaskóla í Breið- holti, en það er eina lestrarsérdeild landsins. Þær hafa báðar unnið mikið að málefnum þeirra sem eiga í lestrar- og skriftarörðugleik- um. Hvað eru lestrar- og skriftarörðugleikar? „Einstaka börn eiga í miklum erfiðleikum með að læra að lesa og skrifa en skera sig ekki að öðru leyti úr jafnaldrahópnum. Þau eiga með öðrum orðum ekki í nein- um erfiðleikum með aðrar náms- greinar, nema síður sé. örðugleik- ar þessara nemenda í lestri og skrift hafa verið kallaðir sérstakir lestrar- og skriftarörðugleikar eða lestregða, en alþjóðaheitið yfir þetta er „dyslexi", sem er grískt orð að uppruna og þýðir að eiga í erfiðleikum með orð. Orðblinda eða lesblinda eru önnur íslensk orð Það eiga ekki allir jafn auðvelt með að lœra að ræða í hverju tilviki þegar grannt er skoðað. Nokkrir þættir sem þarna spila inn í geta verið seinn, almennur þroski, erfða- fræðilegir þættir, seinn málþroski, erfiðleikar með sjón- og heyrnar- skynjun, miklar fjarverur úr skóla, tíð skólaskipti og tíð kennara- skipti," segir Þóra. Hún bætir við að rétt sé að hafa í huga að börnin séu misjafnlega þroskuð þegar þau hefji skólagöngu þó aldurinn sé svipaður. „Einstaka kunna að lesa, sum þekkja aðeins nokkra stafi og önnur kunna enga stafi. Sum þurfa greinilega meiri aðstoð en önnur. Kennarinn hefur erfiðu hlutverki að gegna þar sem ætlast er til að hann taki tillit til námsþarfa hvers einstaks nemanda og sinni honum samkvæmt þeim. En forsendan fyrir því er að fá góðan tíma til að kynnast börnunum í upphafi og gera sér grein fyrir stöðu hvers og eins.“ „Það glíma ekki allir við sams konar erfiðleika í þessum efnum. Sum börn eiga í þannig erfiðleik- um með lesturinn að þau snúa við orðum, hlaupa yfir og rugla bók- stöfum og lesturinn er mjög skrykkjóttur. Þegar þau koma að lokum setningarinnar eru þau svo búin að gleyma því sem þau lásu í upphafi og því fer allur skilningur út í veður og vind. Það er einnig svo mikil áreynsla að lesa orðin að þau geta alls ekki leitt hugann að merkingu þeirra. Þar sem lest- urinn gengur mjög hægt grípa þau til þess ráðs að giska þegar þau rekast á erfið orð. Þau skilja öll orðin þegar lesið er upphátt fyrir þau, en það er ekki raunin þegar þau lesa sjálf," segir Þóra. „Það er einnig erfitt að skrifa rétt. Einkum eru löng orð erfið viðfangs, barnið ruglar bókstöfum sem hafa lík hljóð (g-k, d-t, b-p o.s.frv.), sleppir úr öðrum stöfum eða ruglar rðð þeirra í orðinu. Hjá öðrum börnum lýsa örðugleik- arnir sér á þann hátt að þau lesa e.t.v. flest orðin rétt, en lesturinn verður frámunalega hægur vegna þess að þau hljóða sig nákvæmlega gegnum hvert orð og þessi mjög Rannveig Lund og Þóra Kristinsdóttir. yfir þetta fyrirbæri, en eru ekki nægilega góð. Þau gefa til kynna að eitthvað sé að sjón (sbr. blinda) en þessir örðugleikar tengjast ekki sjón eða augunum sem slíkum, heidur er oftast um að ræða galla á skynjun, þ.e. þeirri túlkun sem á sér stað í heilanum eftir að við- komandi hefur séð orðið. Þess vegna er talað um skynræna lestrarörðugleika,“ segir Þóra. Það eru ekki til nákvæmar tölur yfir nemendur í íslenskum skólum eiga við lestrar- og skriftarörðugleika að stríða. Þetta hefur hins vegar verið kannað í nágrannalöndunum og hafa verið nefndar tölur frá 5-15%. „Ætla má að um svipuð hlutföll sé að ræða hér á landi. Þar eru alltaf tveir til þrír nem- endur í hverjum bekk sem eiga erfiðara en hinir bekkjarfélagarn- Morgunbla6iö/RAX ir með að læra að lesa og skrifa. Nokkur munur er á kynjum í þessu tilviki, drengir virðast frekar eiga í þessum erfiðleikum en stúlkur, eða u.þ.b. þrisvar sinnum oftar.“ Orsakir „Það er ekki til neitt einfalt svar við því hvers vegna sumir eiga í þessum örðugleikum en aðrir ekki. Oftast er um fleiri en eina orsök Akureyri: Lagningu vegar um Vaðlareit að ljúka „Alfarnir hafa verið okkur hliðhollir,“ segir forstjóri Samtaks h.f. (ircnbóli, Akureyri, 6. okt. NÚ ER að Ijúka lagningu vegarins um Vaðlareit og Halllandsklappir. Eftir miklar deilur um þetta vegar- stæói, vegna trjágróðurs og álfa- byggðar sem þarna kvað vera, var verkið boðið út á síðastliðnu hausti. Samtak hf. sem stofnað var um þetta verk af eigendum Ýtunnar hf. á Akureyri og Stefáns og Reynis hf. á Sauðárkróki, áttu Isgsta tilboð í verkið. Var það 46% af kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar eða rúmar 12 milljónir kr. og var þeim falið að leggja veginn. Illa var spáð fyrir þessum ungu mönnum í byrjun, en þeir hafa haldið áfram af ótrúlegri elju og dugnaði. Þarna er um að ræða sjö menn, tvo ýtumenn með tvær ýtur, stóra gröfu og mann á henni, þrjá vörubíla og menn á þeim og einn verkfræðing. Það vekur athygli að verkfræð- ingurinn hefur unnið þarna í allt sumar og mælt fyrir hverjum verk- þætti jafnóðum, og leyst aðsteðj- andi vandamál þegar þau bar að. Einnig vekur athygli þegar farið er um þetta vinnusvæði hve vel er um allt gengið. Hvergi er far eftir nokkurt tæki utan vegarstæðis nema þar sem aðsetur verktakanna er, svo og efnistaka. Verkið ber það með sér að það er unnið af mönnum sem bera mikla umhyggju fyrir náttúrunni. Víða sést hvar ungri plöntu hefur verið þyrmt þar sem þess var kostur án þess að verkið liði fyrir það. Fréttamaður Mbl. hitti Stefán Árnason, annan forsvarsmann verktaka og spurði hann hvort nokkrir óvæntir erfiðleikar hefðu komið upp. Taldi hann þá enga nema ef vera kynni skipti þeirra við eftirlitsmenn Vegagerðarinnar, en þeim hætti til að vilja ráða hvernig staðið væri að verkinu fremur en hver árangurinn væri. Hörður Blöndal verkfræðingur verktaka var spurður hvernig verk- ið kæmi út fjárhagslega. „Þetta ætlar að hafast, en það verður ekkert eftir.“ Og engir erfiðleikar? „Litlir. Þó gengu sprengingarnar ver en reiknað var með vegna vætu- tíðarinnar. Við notuðum nefnilega ekki dínamít." Hvað um álfabyggðina í Hall- landsklöppunum? „Okkur hefur komið vel saman,“ segir Hörður og brosir. „Þeir hafa verið okkur hliðhollir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.