Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
35
Bankastræti 10
m
„Flugurnar í súpunni", sem skemmta munu matargestum Hellisins.
Skemmtidagskrá í Hellinum
VEITINGAHÚSIÐ „Hellirinn“ verður á næstunni með skemmti-
dagskrá á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum, sem hlotið hefur nafnið
„Flugur í súpunni". Flugurnar eru: Kolbrún Erna Pétursdóttir, Rósa
Guðný Þórsdóttir og Fjalar Sigurðsson. Fluguleikstjóri er Helga Thor-
berg. Allt efnið á dagskránni er samið af flytjendum og leikstjóra.
Þingkosningar í Belgíu í dag:
Ekvador:
Verður stjórnmálasam-
bandi við Niqaragua slitið?
Quito, Kkvador, 12. október. AP.
RÍKISSTJÓRN Ekvador útilokar ekki að stjórnmálasambandi við Nikaragua
verði siitið. Sendiherra Ekvador í Nikaragua var kvaddur heim í g«r, fostu-
dag, „til þess að ræða hugsanleg viðbrögð við gagnrýni Daniels Ortega, for-
seta Nikaragua, á Leon Febres Cordero, forseta Ekvador," að því er talsmaður
utanríkisráðuneytis Ekvador sagði í dag.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins sagði að sendiherra Ekvador í
Nikaragua hefði verið kallaður
heim til áríðandi ráðgjafar: „Edgar
Teran, utanríkisráðherra, mun
greina Cordero, forseta, frá fullyrð-
ingum Ortega, og verður þá ákveðið
hvort stjórnmálasambandi við
Nikaragua verður rift.“
Ortega hefur sakað Cordero um
að vera aðeins verkfæri i höndum
Bandaríkj amanna.
Götumynd frá Briigge.
ar að engu. Ef sósíalistar ganga í
stjórn verða þeir að horfast í augu
við þá staðreynd að belgískt efna-
hagslíf á í alvarlegum erfiðleikum
og að það verður erfitt að standa
við þau loforð sem þeir hafa gefið
verkalýðsfélögunum fyrir þessar
kosningar. Sá vinskapur sem er
um þessar mundir gæti því verið
skammgóður vermir því rými til
félagslegra úrbóta er ekki fyrir
hendi. Ef verkalýðsfélögin ákveða Tf*
að hefja baráttu fyrir launahækk-
unum þá mun það að öllum líkind-
um hafa mjög alvarlegar afleiðing-
ar fyrir efnahagslífið og þá hefði
verið betra ef sósíalistar hefðu
lofað öllu minna.
Fallegt, eldfast gler, einföld og stílhrein hönnun.
Hentugt notkunargildi. Svona eiga góöir hlutir aö vera.
Eigum fyrirliggjandi hin vinsælu
„Irish Coffee“-glös
Einnig eldfastar skálar og Jeiri
fallegar vörur fra 1É
Boda-verksmiöjunum. ^—— ---------------——
Atvinnuleysi og
efnahagsörðugleikar
helstu kosningamálin
Frá fréttaritara Morgunblaösins í Hollandi, Eggert H. Kjartanssyni.
Á MORGUN, þann 13. október, verða þingkosningar haldnar í Belgíu. Allt
bendir til þess að núverandi stjórn kristilegra demókrata (CVP) og frjáls-
lyndra (PVV) muni tapa meirihluta sínum á þingi. Endurkoma sósíalista
(SP) í stjórn svo sem gert er ráð fyrir eftir kosningarnar muni verða efna-
hagslífi Belgíu til góðs er svo atriði sem margur efast um.
Samkvæmt skoðanakönnunum þáttur sem ekki síður hefur haft
munu stjórnarflokkarnir, kristi-
legir demókratar og frjálslyndir
tapa töluverðu fylgi, þannig er
gert ráð fyrir að flokkur núverandi
forsætisráðherra Wilfried Mart-
ens, (CVP) muni tapa mikið í hol-
lenskumælandi hluta Belgíu á
sama tíma og Sósíalistaflokkurinn
(SP) og aðrir smærri vinstriflokk-
ar muni vinna þar á. Frjálslyndi
flokkurinn undir forystu Guy
Verhofstadt mun að öllum líkind-
um ekki tapa meir en sem nemur
2-3% og fá um 18% atkvæða.
Saman meðþeim 31% sem gert er
ráð fyrir að kristilegir demókratar
fái, nægir það ekki til þess að
mynda meirihlutastjórn.
Ástæðu erfiðleika stjórnar-
flokkanna er að finna í efnahags-
örðugleikum þeim sem Belgía á við
að stríða. Allt síðan 1982 hefur
atvinnuleysingjum fjölgað jafnt
og þétt vegna þess að í iðnaðar-
greinum fækkaði atvinnutækifær-
um á sama tíma og æ fleira ungt
fólk og konur hafa skráð sig í
atvinnuleit. f lok desember 1984
voru í Belgíu um hálf milljón
manns á atvinnuleysisskrá og það
þrátt fyrir að ríkisstjórnin hefur
lengt skólaskyldu upp í 18 ár og
gert mikið átak til þess að koma
ungu fólki í starfsþjálfun hjá ríkis-
fyrirtækjum og ríkisstofnunum.
Stjórnarandstaðan hefur því notað
tækifærið og hamrað á að í raun
hafi núverandi stjórn mistekist,
þar sem henni hafi ekki tekist að
standa við gefin loforð um að
draga úr atvinnuleysinu. Annar
áhrif í þessari kosningabaráttu er
að þrátt fyrir að kaupmáttur
launafólks hefur minnkað um 16%
hefur efnahagslífið síðustu árin
farið lítið batnandi. Stjórnarflokk-
arnir hafa bent á að þeim hafi
tekist að stöðva atvinnuleysis-
þróunina og hafa bent á að ástæð-
an fyrir þessu mikla atvinnuleysi
sem nú er sé ákvarðanir sem tekn-
ar voru í stjórnartíð sósíalista.
Þriðja atriðið sem taka verður
tillit til nú þegar gert er upp
stjórnarsamstarfið milli kristi-
legra demókrata og frjálslyndra
er að þeim hefur ekki tekist að
standa við loforð sitt um að draga
úr skuldasöfnun ríkisins þannig
að hún yrði ekki meiri en sem
næmi 7% á ári. í ár er gert ráð
fyrir að ríkisskuldirnar muni
aukast um 11% sem að vísu er
dálítil betrumbót frá því árið 1981
en þá var hún um 13,5%.
Ríkisstjórn Martens hafði von-
ast til þess að með því að auka
skattfrelsi fyrirtækja myndu fjár-
festingar í framleiðslufyrirtækj-
um aukast sem svo aftur myndi
leiða til fleiri atvinnutækifæra.
Þessi von hefur brugðist. Ástæðan
er að Belgía er land þar sem fjöldi
alþjóðafyrirtækja hefur byggt upp
framleiðslufyrirtæki. Sem dæmi
má nefna olíuhreinsistöðvar og
bílaframleiðendur. Þessi alþjóða-
fyrirtæki framleiða þar sem það
er hagkvæmast. Síðustu árin hefur
Belgía orðið að horfa á eftir fyrir-
tækjum svo sem Citroén, Leyland,
Chevron og Texaco þar sem þessi
fyrirtæki álíta það ekki hagkvæmt
lengur að framleiða í Belgíu.
í núverandi stjórnarsamstarfi
hefur Frjálslyndi flokkurinn gert
ítrekaðar tilraunir til þess að fá
samstarfsflokk sinn, kristilega
demókrata til þess að lækka skatta
almennt. Fyrir kristilega demó-
krata hefur þetta verið erfiður biti
að kyngja því að stefna hans hefur
verið að draga úr launamun í þjóð-
félaginu. Vinstri vængur kristi-
legra demókrata vill því stefna að
stjórnarsamstarfi við Sósíalista-
flokkinn eftir kosningar en sá
flokkur hefur lofað að stækka fé-
lagsmálapakkann svokallaða.
Meðal verslunar- og viðskipta-
manna í Belgíu er ótti vegna
væntanlegrar inngöngu sósíalista
í stjórn. Þeir óttast að verkalýðs-
félögin fái tækifæri til þess að ýta
af stað nýrri skriðu launahækkana
með þeim afleiðingum að þær litlu
úrbætur sem orðið hafa í sam-
keppnisstöðu belgískra fyrirtækja
í tíð núverandi stjórnar verði gerð-