Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 Noregur: Vigdís styður ljóðalestur á Stórþinginu Osló, 9. október. Frá Jan-Erik Lauré, fréttaritara Morgunblaðsin.s. FÉLAGSSKAPUR Ijóðskálda í Noregi, sem nefnir sig Stuntpoetene (og kannski má nefna Hrekkjaskáld á íslensku), hefur fengið stuðning Vigdís- ar Finnbogadóttur, forseta íslands, við þá tillögu sína að Ijóð verði lesið daglega á norska þinginu. „En það verða þá að vera góð ljóð,“ sagði forsetinn í viðtali við Dagbladet í Osló fyrir skömmu. Hrekkjaskáldin, sem eru átta að tölu, hafa nú hætt starfsemi sinni, en á undanförnum árum hafa þau vakið á sér mikla athygli í norsk- um fjölmiðlum með frumlegum hugmyndum sínum um það hvern- ig efla megi veg ljóðlistar í landinu. Hrekkjaskáldin hafa m.a. kraf- ist þess að Lars Roar Langslet, menningarmálaráðherra Noregs, lesi nýtt ljóð í byrjun hvers vinnu- dags norska Stórþingsins; að ein síða í hverju hefti tímarits SAS- flugfélagsins Scanorama verði helguð norskum ljóðum og að i NATO-útvarpinu í Noregi, sem útvarpar á ensku, verði lesið eitt norskt Ijóð á sólarhring. Þessar kröfur hafa ekki náð fram að ganga. Þrátt fyrir ýtarleg bréfaskipti skáldanna við menn- ingarmálaráðherrann var hug- myndinni um þingljóð hafnað. „Auðvitað á menningarmálaráð- herrann að lesa nýtt, norskt ljóð úr ræðustól þingsins, en það verð- ur þá að vera gott ljóð," sagði Vigdís Finnbogadóttir hins vegar í samtali við Dagbladet, þegar hún var stödd í einkaheimsókn í Bergen fyrir nokkru síðan. „Hugmyndin er ákaflega snjöll. Þetta mundi hafa hvetjandi og uppðrvandi áhrif á Stórþingmenn og örugglega auka áhuga almenn- ings á ljóðlist og daglegum störf- um manna í þinginu. Hver einasti samkomudagur þingsins væri þá þrunginn svolítilli spennu. Fólk mundi spyrja: Hvaða ljóð ætli verði lesið í dag?“ sagði Vigdís í viðtalinu. Forseti Islands segir jafnframt, að hugmyndin sé svo góð að freist- andi sé að leggja hana til við Alþingi íslendinga. „En við íslend- ingar stelum ekki snjöllum hug- myndum annarra," segir hún stolt í bragði, að því er blaðið hermir. Norsk blöð greindu fyrir nokkru frá því, að Hrekkjaskáldin hefðu í vor stolið 5000 bókum frá bóka- safni í smábænum Notodden. Skáldin komu sjálf þeirri sögu á kreik, að tvö íslensk skáld sem kváðust vera sérlegir sendimenn Vigdísar Finnbogadóttur, hefðu farið með bækurnar frá Noregi til fslands. Aðspurð um þetta efni í norska blaðinu kvaðst Vigdís hafa andúð á þjófnaði í hvaða mynd sem væri. En menn geta varpað öndinni léttar. Bækurnar 5000 eru ekki á fslandi. Þeim var aldrei stolið. „Þetta vara bara sjónarspil. Við söknum engra bóka,“ sögðu for- mælendur bókasafnsins í Notodd- en, þegar fréttaritari Morgun- blaðsins hafði samband við safnið ídag. Fólkið í Firðinum — seinna bindi verks Arna Gunnlaugs- sonar komið út SEINNA bindið af bókinni „Fólkið í Firðinum" er komiö út, en það hefur að geyma, sem hið fyrra, Ijósmyndir og æviágrip Hafnfirðinga. Höfundar texta og mynda er Árni Gunnlaugs- son. f síðara bindinu eru birtar myndir á þriðja hundrað Hafn- firðinga og samtals eru myndir af um það bil 460 manns í þeim báð- um. Bókin er í stóru broti. Samtals 208 blaðsíður. Prentuð á mynda- pappír. Nafnaskrá fyrir bæði bindin fylgir, svo og ljóðið „Hafn- arfjörður" sem útgefandi, Árni Gunnlaugsson, segir að sé við hæfi að enda bókina með. Höfundur er Guðlaug Pétursdóttir, en eigin- maður hennar, Friðrik Bjarnason tónskáld, samdi lag við það i til- efni af 25 ára afmæli Karlakórsins Þrasta árið 1937. Hefur það verið héraðsöngur Hafnfirðingar síðan. Hönnun og útlit bókarinnar annaðist Gunnlaugur Baldursson arkitekt. Ljósmyndagerð annaðist Árni Stefán Árnason, sonur útgef- anda, en bókin var prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. I þakkarorðum útgefanda í lok bókarinnar kemur m.a. fram að saknað er ýmissa hafnfirzkra and- lita úr bókunum, en úr sumu megi bæta ef um framhald útgáfunnar verður að ræða. FÓLKIÐ í FIRÐIIMUM TEXTI OG MYNDIR: ÁRNI GUNNLAUGSSON Undirbúningsnefnd að stofnun félags um „garala miðbæinn**. Fremrí röð frá vinstri: Skúli Jóhannesson, Tékk- kristall, Guðlaugur Bergmann, Karnabæ, Jón Hjaltason, Óðal. Aftari röð frá vinstrí: Bolli Kristinsson, verzlun- in 17, Guðni Pálsson, arkitekt, Sigurður Steindórsson, Gull og Silfúr, Ásgeir Hannes Eiriksson, frkvstj. og Pétur Arason Faco. Morgunblaðið/Bjarni Stofnun félags um „gamla miðbæinna í undirbúningi: Þetta er stærsti stór- markaður á íslandi — segir Guðlaugur Bergmann Að undanförnu hafa nokkrír kaupsýslumenn, sem stunda við- skipti og hafa aðra starfsemi með höndum í gamla miðbænum, unnið að stofnun félags í því skyni m.a. að bæta þjónustu við fólk, sem erindi á í miðbæinn og efla hann á allan hátt, sem aðalmiðbæjar- kjarna höfuðborgarinnar. Einn af helztu hvatamönnum að stofnun þessara samtaka er Guðlaugur Bergmann, kaupmaður í Karnabæ. Morgunblaðið leitaði til hans og spurðist fyrir um tildrög þessarar félagsstofnunar. — Gamli miðbærinn er okkur öllum kær, segir Guðlaugur Bergmann. Þaðan eiga allir Reykvíkingar og flestirlands- menn góðar minningar. í gamla bænum eru einhverjar elstu byggingar landsins og sögulegir staðir á borð við þinghúsið og dómkirkjuna, Austurvöll, Lækj- artorg, Torfuna, Arnarhól, Tjörnina, Skólavörðuholtið o.s.frv. Þar er og sjálft landnám Ingólfs. Gamli miðbærinn hefur því sögulegt og menningarlegt gildi fyrir alla íslensku þjóðina. Það yrði því okkur öllum mikið áhyggjuefni ef það færi að halla undan fæti fyrir gamla mið- bænum. Það eru vissulega blikur á lofti. Borgarlandið þenst út í allar áttir og nýjar miðstöðvar rísa fyrir verslun og þjónustu, skipulagðar sem eitt fyrirtæki meðan gamli miðbærinn er skipulagslaus og án forystu. Við teljum mikla þörf á félagi um gamla miðbæinn með sterkri stjórn og dugmiklum fram- kvæmdastjóra. — Hvað er að þínum dómi „gamli miðbærinn"? — Gamli miðbærinn er eins og tré. Rætur hans eru Aðal- stræti, Vesturgata, — stofninn er Austurstræti, Laugavegur að Hlemmi og greinarnar eru allar hliðargötu þar frá, sem hafa upp á þjónustu og verslun að bjóða. — Hverjir verða aðilar að þessuu félagi? — Allir þeir sem hagsmuna hafa að gæta, s.s. húseigendur, eigendur verslana og þjónustu- fyrirtækja, hið opinbera, bæði ríki og bær og allir þeir sem vinna í gamla miðbænum. Þetta er stærsti stórmarkaður íslands. — Hvað eigið þið sameiginlegt sem að þessu standið? — Gífurlega margt, t.d. opn- unartími, bílastæðamál, sameig- inlegar auglýsingar, koma fram sem einn aðili i samningum, sameiginleg innkaup á hinum ýmsu þáttum, uppákomur, barnagæslu sem þjónustu, sam- eiginleg kreditkort, miðbæjar- strætó o.fl. Starfsvettvangurinn er óendanlegur, en þó teljum við meginmálið að koma fram sem ein órofa heild með sterka stjórn og framkvæmdastjóra. — Hvert er næsta skrefið? — Við komum til með að senda öllum hagsmunaaðilum bréf, þar sem boðað er til fundar. Við erum að láta skrá alla hagsmunaaðila í gamla miðbænum. Það mun verða tölvukeyrt og raðað niður í flokka. Það mun verða haft samband við ákveðið úrtak úr hinum ýmsu hverfum gamla miðbæjarins og kannaðar undir- tektir. Eðlilega eru alltaf ein- hverjir sem reyna að hagnast á slíku starfi án þess að kosta nokkru til, en við höfum gert ráð fyrir því og þeir aðilar munu verða auðþekktir, þegar fram líða stundir. Það verður nefni- lega ótvíræður hagnaður af því að vera í þessu félagi. — Gerið þið ráð fyrir að riki og borg taki þátt í þessu félagi? — Engir hafa meiri hagsmuna að gæta. Borgaryfirvöld hafa lýst fullum áhuga á að gera hlut gamla miðbæjarins sem mestan, einkum þegar horft er til 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar á næsta ári. Nýr ritstjóri Frjálsrar verslunar KJARTAN Stefánsson hefur verið ráðinn ritstjóri Frjálsrar verslunar frá og með næstu áramótum. Hann tekur við af Sighvati Blöndahl, sem ráðinn hefur verið blaðafulltrúi hjá Arnarflugi. Kjartan lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1972. Hann hóf störf við blaða- mennsku á Vísi árið 1977 og starf- aði þar til ársloka 1979 er hann var ráðinn ritstjóri Sjávarfrétta. Frá miðju ári 1981 þar til í des- ember sama ár var Kjartan að- stoðarfréttastjóri á Vísi. Frá Kjartan Stefánsson þeim tíma hefur hann starfað sem blaðafulltrúi Verslunarráðs íslands. Borgarfjörður eystri: Fyrsta síldin á land BorgarfirAi eystra, 12. október. í MORGUN kom fyrsta söltunar- síldin hingað til Borgarfjarðar. Var það Gjafar VE 600 sem var með um 150 tunnur og Þórsnes SH 109 með svipaðan afla. Áð sögn söltunarstjórans, ólafs Aðalsteinssonar, er þetta mjög góð síld. Hér í Borgarfirði er ein söltunarstöð, sem kaupfé- lagið rekur. Meðan veður er svona stillt og löndunarskilyrði góð, vonumst við til að fá meiri síld á land, því hún virðist vera talsverð hér úti fyrir og var veiði víst nokkuð góð í nótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.