Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
DAGARí
DJIBUTI
TEXTI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
Ifímmtíu
stíga híta
tfl Assalvatns
Ali Omar, bílstjóri kemur aö sækja mig á landróvern-
um eftir að ég hef dvalið í skugganum við sundlaug-
ina fram eftir degi. Ali ætlar að fara með mér í
skoðunarferð á markaðinn eins og ég hafði beðið um.
Hann reyndist mér hin mesta hjálparhella, þegar mér
gekk satt að segja ekki bermilega með frönskuna og enn
verr með mállýzku Sómalí-Djibuta. Þetta voru að vísu
dálítið flókin tjáskipti, svo að mér hugkvæmdist að draga
fram litla vasaorðabók enskfranska. En það hrekkur
skammt. Ali er meðal þeirra áttatíu prósent íbúa Djibuti,
sem eru hvorki læs né skrifandi. Hins vegar átti ég eftir
að kynnast því, þegar við fórum með herra Zariah til
Assalvatns, að betri torfærubílstjóra getur varla, né ljúf-
ari mann og viðmótsþýðari.
í vél Air Djibuti frá Sana’a
gengu flugliðarnir um og spurðu
farþega, hvað þeir vildu fá að
drekka. Þetta er stutt flug, rétt
fimmtíu mínútur. Ég hafði verið í
telandinu í tíu daga, og sagðist
vilja te. Ekki með mjólk, takk
fyrir. Mér var náttúrlega boðið te.
Eg sá, að hjónin hinum megin í
sætaröðinni voru að drekka eitt-
hvað sem var grunsamlega líkt
bjór. Ég ákvað að halda upp á
daginn og fá mér einn koníakk.
Jafnvel þótt mér þyki það ekki
sérlega gott. Maður getur greini-
lega komist á mótþróaskeiðið á
öllum aldri, ef því er að skipta.
Ég hafði smám saman vanizt
ljómandi vel hitanum í Jemen,
32-35 stig og þurrt loft er prýðilegt
veðurlag. Þegar komið er á völlinn
i Djibuti grípur maður svo andann
á lofti, hér er maður eins og stadd-
ur í hressilegu saunabaði. fjörutíu
og þriggja stiga rakur hiti. En
auðvitað má öllu venjast — næst-
um því svo að gott þyki.
Á landakortinu lítur Djibuti út
eins og örlítill depill. Það er ekki
ýkja stórt, en þó um 23 þúsund
ferkílómetrar með ótrúlega fjöl-
breyttu landslagi og litríku mann-
lífi.
Djibuti hefur ekki verið sjálf-
stætt ríki nema í átta ár. Samt er
það á sinn hátteitt af furðuverkum
álfunnar og eins og öll furðuverk,
brýtur það líka allar reglur.
Landið er eins og því hafi verið
þrýst inn á milli Eþíópíu og Sómal-
íu. Þó að Djibuti hafi orðið að taka
við nokkrum tugum þúsunda
flóttamanna frá Eþíópíu og Sómal-
íu hafa hagvöxtur og þjóðartekjur
samt vaxið og landið hefur komist
hjá innri átökum og það hefur
heldur ekki blandast inn í átökin
allt í kring.
Það er furðulegt hvað Frakkar
hafa skilið illa við lendur sínar í
menntunarlegu tilliti. Þegar þeir
fóru frá Djibuti og leyfðu því að
verða sjálfstætt, var ástandið í
þessu efni verra
nýlendum Breta
Aftur á móti er
en í
til dæmis
og Þjóðverja.
stjórnvöldum í
Djibuti mjög áfram um að þjóðin
nái sér á strik, hvað þetta varðar
og er gengið hart eftir því að fólk
sendi börn sín í skóla.
Frönsk áhrif sjást hvarvetna og
þó að fólk tali mállýzkur ættbálka
sinna virðast allir tala frönsku.
Enda voru Frakkar hér allsráð-
andi í meira en öld og þrátt fyrir
sjálfstæði og ótrúlegan dugnað
þeirra Djibuta er áframhaldandi
stuðningur Frakka við landið betri
en enginn.
Mér skilst að málum hafi verið
ráðið til lykta með eins konar
vináttusamningi höfðingjanna í
landinu innbyrðis árið 1862. Tutt-
ugu árum síðar var Djibuti höfuð-
borg svæðisins og það er ekki fyrr
en eftir seinni heimsstyrjöldina
sem Djibuti fékk eins konar
heimastjórn og þing, þótt það lyti
enn yfirráðum Frakka. Það er svo
í marz 1967 að Franska Sómalíu-
land, eins og það var kallað, verður
franskt verndarsvæði Afara og
Issara. Sjálfstæðishreyfingunni
hafði þá vaxið fiskur um hrygg og
voru allir á einu máli um að krefj-
ast fullkomins sjálfstæðis.
Franska stjórnin gaf út yfirlýs-
ingu; nokkuð þykir mér hún hafa
verið hrokalega orðuð þar sem
Djibouti,
á litlu myndinni
sézt hvernig landið
er merkt eins
o<» lítill depill.
Æ
Eyjan í Ghoubet.
segir „að Djibuti sé senn tilbúið
að verða ríki". I þjóðaratkvæði
nokkru síðar sýndi sig svo hver var
vilji þjóðarinnar og lýðveldið Djib-
uti verður til síðla júnímánaðar
1977.
Um fjögur hundruð þúsund
manns búa í lýðveldinu, sú tala er
á reiki og meiningin að efna til
allsherjar manntals á næsta ári.
Hvorttveggja er að hirðingjarnir
inni í landinu hafa lítið skeytt um
að tilkynna fæðingar og andlát á
sínum heimilum og svo hefur nátt-
úrlega hlutfallið eitthvað breytzt
við komu flóttamanna frá Sómalíu
og einkum Eþíópíu. En meirihluti
telst vera Afar og síðan koma Sóm-
alíu-Djibutar. Þá er hér allfjöl-
mennt arabalið, flest komið frá
Jemen-ríkjunum handan Rauða
hafsins.
Djibutiborg — þar sem um
helmingur þjóðarinnar býr er afar
fjörleg og litrík borg. Þar ægir
öllum mögulegum áhrifum saman
og ekki er ég viss um að Djibuti
sé dæmigerð Afríka, alténd ekki
borgin sjálf. Mjög margir útlend-
ingar eru búsettir þar og enda
borgin á mikilvægum hernaðarleg-
um og landfræðilegum stað.
Hvergi varð vart að fólk liði hér
skort, allir voru vel klæddir, að
hætti síns lands, verzlanir troð-
fullar af varningi hvaðanæva að,
markaðurinn í litlu búðunum með
miklu magni af vörum og
skemmtilegt að prútta þar. Á hinn
bóginn kom mér á óvart, hversu
erfitt var að hafa upp á einhverju
því sem var óumdeilanlega frá
Djibuti sjálfu; ekki skorti útskurð
og gripi frá Kenya hins vegar. Með
góðri aðstoð heimamanns eins og
Alis fundum við þó sitt af hverju
Ali komst
allra ferða
yfír hraunið.
Úr
Arroukobahrauni.