Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 53 - . í-i.. srfffrijir; .rrrz&Wl MorgunblaAið/Helgi Bjarnason Morgunblaðið/HBj Aðalsteinn Árnason framkvsmdastjóri Borgarplasts hf. við hluta smábáta- Unnið við framleiðslu einangrunarplasts í verksmiðjunni. bryggju sem verið er að framleiða í verksmiðjunni fyrir sveitarfélag á Vest- urlandi. Eínangnmarplastið enn selt á verðskrá frá ágúst 1983 A Gullbergið tii Siglufjarðar Siglufirði, 10. október. GULLBERGIÐ kom inn með um 750 tonn af loðnu til löndunar. Raunar kom skipið inn til Siglu- fjarðar vegna skipverja, sem skaddaðist á auga. Eins og fram kom í Morgunblaðinu, hafa loðnu- sjómenn ákveðið að landa ekki afla sínum hjá fiskimjölsverk- smiðjunni á Siglufirði. Þetta gera þeir vegna óánægju með breytta sýnatöku af hálfu verksmiðjunnar, sem þeir telja að gefi ranga mynd af fitu og þurrefnisinnihaldi loðn- unnar og rýri tekjur þeirra. Viðræður hafa staðið yfir hér á Siglufirði, en ennþá hefur lausn ekki fengist. Matthfas „Fjölbreytni i framleiðslu hefur bjargað okkur, segir Aðalsteinn Arnason framkvæmdastjóri BORGARPLAST hf. hefur í mörg ár framleitt einangrunarplast í verk- smiðju sinni í Borgarnesi. Síðustu ár hefur sala á einangrunarplasti minnkað mikið en fyrirtækið í stað- inn farið út í fjölbreyttari framleiðslu og hafið innflutning og sölu á ýmsum byggingavörum. Hverfimótunardeild í Kópavogi Árið 1983 var stofnað útibú f Kópavogi þar sem ýmsar vörur eru framleiddar úr polyethylene með svokallaðri hverfimótunaraðferð, m.a. rotþrær, hreinsibrunnar, fiskikör, vörubretti, vatnstankar, tunnur, brúsar, saltkistur og sand- föng. I Borgarnesi var tekin upp framleiðsla á pípueinangrun og í ágúst hófst þar framleiðsla á flot- kössum sem ætlaðir eru í flot- bryggjur og í vörn fyrir fiskeldi í flotkvíum. Flotkassarnir eru fram- leiddir samkvæmt einkarétti frá Sérsteypunni sf., sem er sameignar- og þróunarfélag Sementsverk- smiðju ríkisins og íslenska járn- blendifélagsins hf. Flotkassarnir eru steyptir úr rykbættri trefja- steypu pg einangrunarplasti. Aðal- steinn Árnason, sem í mörg ár rak hænsnabú á Hýrumel í Hálsasveit en nýlega hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Borgarplasts hf., sagði í samtali við blaðamann að búið væri að selja smábáta- bryggju í einn kaupstað og viðræður færu nú fram við önnur sveitarfélög. Sagði Aðalsteinn að á næstunni yrði hluti kjallara verksmiðjuhúss Borgarplasts í Borgarnesi tekinn í notkun og væri ætlunin að fullvinna þar ýmsa hluti sem framleiddir væru í hverfimótunardeildinni í Kópavogi. 30 %samdráttur í plastinu Aðalsteinn sagði að mikið hefði verið að gera í einangrunarplastinu að undanförnu, en í heildina væri sala á plastinu þó um það bil 30% minni en hún var þegar mest var. Hann átti frekar von á að staðan lagaðist um mitt næsta ár, því nú hlyti að fara að koma að því að einhver fyrirtæki í þessari fram- leiðslu legðu upp laupana. Hann sagði að samkeppnin væri það hörð að verðskráin væri búin að vera óbreytt í á þriðja ár, gildandi verð- skrá hjá öllum fyrirtækjunum í þessari grein væri gefin út 2. ágúst 1983. Sagði Aðalsteinn að þarna kæmi samdrátturinn í byggingar- iðnaðinum fram auk þess sem fram hefðu komið áhrif frá nýjum reglum sem banna notkun plasts og aukinn- ar samkeppni með nýjum plastverk- smiðjum. Kröfur um aukna ein- anagrun húsa hefðu hins vegar komið í veg fyrir enn meiri samdrátt í sölu einangrunarplasts. Sagði Aðalsteinn að staðan væri þokkaleg hjá Borgarplasti í þessu umróti. „Fjölbreytni í starfseminni, m.a. með stofnun útibúsins í Kópavogi, hefur bjargað okkur og gerir það að verkúm að við getum staðist þetta", sagði Aðalsteinn. Steinullin ógnar ekki plastinu Aðalsteinn taldi að framleiðsla steinullar í nýrri verksmiðju á Sauðárkróki myndi ekki ógna ein- angrunarplastinu, nema til kæmi mikil verðhækkun á hráefni til framleiðslu plastsins. Steinullin myndi fyrst og fremst keppa við innflutta glerull. Sagði hann að þeir hjá Borgarplasti stæðu í innflutn- ingi og sölu á glerull og hefðu haft áhuga á að vera með steinullina frá Sauðárkróki. Nú hefðu mál hins vegar þróast þannig aö ekki væri víst að þeir hefðu áhuga á að ota henni fram því Steinullarverk- smiðjan væri farin að taka frá þeim stærstu viðskiptavinina með því að bjóða þeim steinullina á heildsölu- verði, til dæmis til húseiningaverk- smiðjanna. Hann sagði að verðið á steinullinni væri mjög gott, en það væri aðeins kynningarverð sem stæði í stuttan tíma og ekki vitað hvernig mál þróuðust. - HBj. Blómastofa Friöfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytlngar vlð öll tllefni. Gjafavörur. Legstelnar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum Veitum fúslega upplysingar og ráðgjöf um KS.HELGASONHF STEINSmlÐJA SKEMMUVEGl 48 SiM! 76877 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Til sölu Málverk eftir Gunnlaug Scheving og Kríatfnu Jónadótt- ur. Lysthafendur leggi nafn og síma- númer inn á augld. Mbl. merkt:. Listaverk — 3047“ fyrir lokun þrlöjudaginn 15. okfóber kennsla Námskeiö í fatasaumi verður í nóvember fyrir byrjendur og lengra komna. Veitum mikla aðstoð Overlockvól á staðnum. Tilvaliö aö sauma jólafötln. Upp- lýsingar og Innrltun i síma 75719 á kvöldin. Handmenntaskólinn Bréfaskóli. Pðstbox 1464, 121 Reykjavík.Simi 27644. Dyrasímar — Raflagnir Gesturrafvlrkjam.,s. 19637. I.O.O.F.10— 16710148%= Dm. I.O.O.F. Rb. 1 = 13510132 — O.G.H. I.O.O.F. 3= 16710148 = St. Hörgshlíö 12 Samkoma i kvöld sunnudags- kvöldkl. 20.00. Fimir fætur Dansæfing og aöalfundur veröur í Hreyfilshúsinu sunnudaginn 13. október kl. 21.00. Mætió stund- víslega. Nýir félagar ávallt vel- komnir. Upplýsingar i síma 74170. Trúog líf Samveran veröur í dag kl. 14.00 f Borgartúnl (húsi Sparisj. vél- stjóra). Þú ert velkominn. Þúertvelkomin. Trúoglif. Elfm, Grettisgötu 62, Reykjavík I dag sunnudag verOur almenn samkomakl. 17.00. Veriðvelkomln. □Gimli 598510147-1 Hvítasunnukirkjan- Völvufelli Sunnudagaskóll kl. 11.00. Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Ræöumaöur Einar J. Gíslason. Fjölbreyttur söngur. Allir hjartanlega velkomnir. KROSSINN ÁLKHÓLSVF.GI 32 - KÓPAVOGI Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Judy Lynn veröur gestur okkar Viö byggjum Lokasamkoma Haustátaks '85 veröur í kvöld sunnudag kl. 20.30 í húsi KFUM og KFUK vlö Amt- mannsstíg2B. Bænastund veröur kl. 20.00. Samkoma kl. 20.30. Yfirskrift þessarar samkomu er: „VIO BYGGJUM - OG BYGGINGIN VEX". Ræöumaöur sr. Ólafur Jóhanns- son. Söngur: Dagrún Hjartar- dóttir. Sönghópur úr ungllnga- deildinnl í Brelöholtl. Viötöl o.fl. Seinni hluta samkomunnar verö- ur stund fyrlr börn í öörum sal. Veitingasala i umsjá fjáröflunar- nefndar fyrlr Holtavegshús. Allirvelkomnlr. KFUM, KFUK, KSS, KSFogSlK. Hjálpræóis- herinn Kirkjustræti 2 f dag kl. 14(00: Sunnudagaskóli. Kl. 20.30: Hjálpraöissamkoma. Niels Jakob Erlingsson her- mannaleiótogi prédikar. Mánudagur kl. 16.00. Heimlla- samband fyrlr konur. Major Dóra Jonasdottir talar Miövikudagur 16. októbsr kl. 20.30. Sameiginleg lofgjaröar- samkoma í Bústaöakirkju. Séra örn Báröur Jónsson stjórnar. Al- hugiö aó aamkomuherferóin meö Jóönnu og Gunnari Akerö byrjar fimmtudag 17. október kl. 20.30. Allirvelkomnir. Hjálpræóisherinn. □ Mimir 59851014= 1 Frl. Húsmæörafélag Reykjavíkur Fundur veröur i félagsheimllh 'j Baldursgötu 9 fimmtudaginn 17. október kl.20.30. Spiluð félags- vist. Stjómln. Vegurinn - Nýtt líf Samkoman í kvöld veröur aö pessu sinnl í Síöumúla 8, kl. 20.30. Veriö velkomin. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Breski miöillinn Mavis Pittilla heldur skyggnilýsingafund aö Hótel Hofi viö Rauöarárstig mánudaginn 14. október kl. 20.30. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.00. Ræóumaöur Garöar Ragnarsson fré Danmörku. Einnig taka til máls Reynlr Hannes frá Þýska- landi og Jim Musgrave frá U.S.A. Fórn til systrafélagsins. Kristniboósfélag karla Reykjavík Fundur veröur i kristniboöshús- inu Betaníu, Laufásvegi 13, mánudagskvöldiö 14. október kl. 20.30. Leslö veröur úr bréfum fré krlstniboöunum. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan - Fíladelfía Keflavík Sunnudagaskóli kl. 13.00. Al- menn guöpjónusta kl. 17.00. Ræóumaöur Ingvi Guönason. ÚTIVISTARFERÐIR Útivistarferöir Síman 14606 og 23732 Sunnudagur 13. okt. kl. 13.00 T röllafots-Haukaf jöll. Létt ganga. Sérkennilegt stuölaberg o.fl. skemmtilegt aö sjá. Veró 400 kr. Frítt I. börn m. fullorönum. Brottför frá BSi, bensínsölu. Þórsmörk. Uppselt um helglna. Kynniö ykkur gistimöguleika i Utivistarskálanum í Básum. Sjáumst! Utivist, feröafélag. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 og 19533. Dagsferöir sunnudaglnn 13. okt. 1. Kl. 10.30 Fagradalsfiall (367 m) — Núpshlfð. Ekiö aö Hös- kuldarvöllum, gengiö paöan á Fagradalsfjall og suöur aö Núps- hlíð. Verökr.400,-. 2. Kl. 13.00 Hötkuldarvallir — Granavatnssggjar — Núpshlfö. Ekió aö Höskuldarvöllum og gengiö þaóan. Verö kr. 400,-. Brottför frá Umferöarmiöstöö- Inni, austanmegin. Farmiöar vlö bíl. Frítt fyrlr börn í fylgd fullorö- inna. Ath.: Halgarfarö 18.-20. okt. Mýr- dalur — Ksriingardalur — Höföabrakkuheiöi. Gist i Vik. Feröafélag islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.