Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 33 Plnrgw Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. „Þarft verk í þágu réttlætis“ Hvarvetna í verðldinni var höfuðfrétt dagsins í gær um þann atburð, er orustuþotur bandaríska sjóhersins neyddu flutningaþotu, með fjóra palest- ínska sjóræningja innanborðs, til lendingar á Sikiley, þar sem hryðjuverkamennirnir vóru teknir höndum. Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, sem fyrirskip- aði handtöku sjóræningjanna, lýsti þessum sögulega atburði svo, að hann væri „þarft verk í þágu réttlætis". Forsaga málsins er sú að vopnaðir palestínskir hryðju- verkamenn rændu ítalska skemmtiferðaskipinu Achille Lauro og héldu fjölda farþega og skipverja í gíslingu. Sterkar líkur standa til þess að þeir hafi líflátið einn Bandaríkjamann, fatlaðan mann í hjólastól, sem var meðal farþega. Rán skipsins og grimmd hryðjuverkamann- anna vakti bæði skelfingu og al- menna reiði víða um heim. Sjóræningjarnir sömdu síðan við stjórnvöld í Egyptalandi um uppgjöf, enda fengju þeir að fara frjálsir ferða sinna. Þeir gerðu ferð sína frá Egyptalandi með flutningaþotu áleiðis til Túnis. Þeirri ferð lauk hinsveg- ar á Sikiley með fangelsun þeirra, eftir að orustuþotur bandaríska sjóhersins höfðu þröngvað vélinni til lendingar þar. Bettino Craxi, forsætisráð- herra Ítalíu, segir „ítali og Bandaríkjamenn hafa haft það sameiginlega markmið að sýna fulla, einurð í þessu máli... Meginmarkmiðið var að bjarga lífi gíslanna án þess að þurfa að láta undan kúgunum hryðju- verkamanna." Shimon Peres, forsætisráð- herra ísraels, bar mikið lof á Rea gan forseta, sem gaf fyrir- skipunina um handtöku sjóræn- ingjanna, eftir að fréttir bárust um að þeir hefðu líflátið fatlað- an bandarískan farþega. „Við fögnum þessari djörfu og ein- örðu ákvörðun,“ sagði Peres for- sætisráðherra. Goffrey Howe, innanríkisráð- herra Breta, sagði í fréttaviðtali við brezka sjónvarpið: „Við fögnum því að hermdar- verkamenn verða dregnir til ábyrgðar á verkum sínum." Blaðamaður Morgunblaðsins, sem staddur var í New York, ræddi við vegfarendur um þennan atburð í gær. Hann kemst svo að orði í fréttaskeyti: „Viðkvæðið var það sama. Það var kominn tím til að bregðast við alþjóðahryðjuverk- um af hörku. Bandaríkjamenn gætu ekki látið bjóða sér það lengur að vera hvað eftir annað niðurlægðir og svívirtir af hryðjuverkamönnum. Því væri réttlætanlegt að beita valdi til að sporna við hryðjuverkum." Viðbrögð við handtöku hryðjuverkamannanna vóru þó ekki á einn veg. Talsmenn PLO hóta hefndaraðgerðum. Abdall- ah Frangi, talsmaður samtak- anna í V-Þýzkalandi, segir: „Ég geri ráð fyrir, að banda- rískri eða ítalskri flugvél verði rænt eða að enn einn Banda- ríkjamaður verði drepinn til þess að fá Palestínumennina leysta úr fangelsi." Sú frétt fékk og fæturna í fyrrakvöld — og setti mestan svip á ríkisfjölmiðilinn — að hinir handteknu á Sikiley væru aðrir en þeir sem rændu ítalska skemmtiferðaskipinu og drápu fatlaðan farþega. Samkvæmt fréttaskeyti, sem barst í gær, kemur hinsvegar fram, að far- þegar af skipinu hafi borið kennsl á hina handteknu sem ræningja Achille Lauro. Hryðjuverkamenn fara eldi um heimsbyggðina alla. Ekkert land getur verið óhult í þeim efnum. Engin orð eru til sem lýsa til fulls þeim voðaverkum, sem „hugsjónaglæpamenn" af þessu tagi hafi unnið víða um lönd. Yfirleitt er það sárasak- laust fólk, sem á sér einskis ills von, er verður fyrir barðinu á þeim. Drápssprengjur eru sprengdar á fjölförnum stöðum, svo sem í stórum verzlunarhús- um eða á umferðarmiðstöðvum, og þá ekki alltaf hirt um, hver týnir lífi, börn eða gamalmenni. Flugvélarán eru ófá. Og nú er nýrri aðferð beitt. Vettvangur aðgerða er skemmtiferðaskip. „Skoðunum" komið á framfæri með því að lífláta fatlaðan far- þega. Þjóðir og ríki heims verða að bregðast við þeirri hryðjuverka- öldu, sem nú gengur yfir heim- inn, af festu og einurð. Það var gert í því tilfelli sem hér er einkum um rætt. Hryðjuverka- mönnum verður að skiljast „að þeir verða dregnir til ábyrgðar á verkum sínum", eins og inn- anríkisráðherra Breta komst að orði. Sterkasta aflið gegn hryðju- verkum er þó almenningsálitið í heiminum. Þetta afl verður að virkja til fulls í þágu réttlætis- ins. Þeir sem tala til almenn- ings með hryðjuverkum verða að mæta sterkri andúðaröldu. Og það á ekki að taka á þeim með neinum silkihönskum. í þessu efni verður hart að mæta hörðu. REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 12. október Samdráttarstefnan Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú um nokkurra ára skeið markvisst boðað samdrátt- arstefnu í ríkisfjármálum, þ.e. að draga beri úr ríkis- útgjöldum, jafna viðskipta- hallann og draga úr er- lendri skuldasöfnun. Segja má, að hin svonefnda leiftursóknarstefna flokksins í þingkosningunum í desember 1979 hafi verið upphafið að kraftmikilli baráttu flokksins á þessu sviði, sem síðan hefur verið haldið áfram með ýmsum hætti. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók á ný þátt í stjórnarmyndun vorið 1983 varð þetta kjarninn í efnahagsstefnu flokksins. Við hverja fjárlagaafgreiðslu frá þeim tíma hafa orðið meiri háttar átök innan Sjálfstæðisflokksins. Hluti þingmanna hefur talið, að of skammt hafi verið gengið í niðurskurði ríkisútgjalda á þessu tímabili en aðrir, að kröfur væru uppi um of mikinn niðurskurð. Þessi átök hafa mest orðið í Sjálfstæðisflokknum vegna þess, að síðustu tvö árin hefur fjármálaráðherrann verið úr röðum Sjálfstæðismannna svo og þeir tveir ráðherrar, sem stjórnað hafa þeim ráðu- neytum, sem eyða mestum hluta ríkis- tekna. Fráfarandi fjármálaráðherra hefur verið legið á hálsi fyrir það, að hann hafi ekki gengið nógu langt í niðurskurði og fagráðherrum fyrir að hafa þvælzt fyrir því að niðurskurðarstefnan næði fram að ganga. Með þeim breytingum, sem nú hafa verið gerðar á ríkisstjórninni og koma til fram- kvæmda í næstu viku, er ljóst, að barátta Sjálfstæðisflokksins fyrir samdrætti í rík- isútgjöldum, jöfnun viðskiptahalla og stöðvun á skuldaaukningu við útlönd er að ná hámarki. Með tilkomu Þorsteins Pálssonar í stól fjármálaráðherra, tekur sá maður við stjórn ríkisfjármála, sem verið hefur eindregnastur talsmaður þess- arar stefnu í Sjálfstæðisflokknum síðari árin. Samdráttarstefnan á sviði ríkisum- svifa hefur sett mark sitt á efnahagsstefnu flestra vestrænna þjóða á undanförnum árum. Með einum eða öðrum hætti hafa stjórnmáladeilur á Vesturlöndum snúizt um þennan þátt efnahagsstefnunnar. Árangurinn hefur verið margvíslegur. í Bandaríkjunum hafa tilraunir Reagan- stjórnarinnar til niðurskurðar á ríkisút- gjöldum borið takmarkaðan árangur. Raunar hefur halli á ríkissjóði Bandaríkj- anna farið vaxandi ár frá ári. Það segir þó ekki alla söguna vegna þess, að hann hefði orðið margfalt meiri, ef samdráttar- aðgerðir Reagan-stjórnarinnar hefðu ekki komið til. Samdráttur í ríkisumsvifum og sigur í baráttunni við verðbólguna hafa þótt ein- kenna stjórn Thatcher í Bretlandi. Þó eru ekki allir sannfærðir um, að raunverulegur niðurskurður á ríkisumsvifum hafi verið svo mikill í Bretlandi en ljóst er, að sam- dráttarstefnan hefur leitt til vaxandi at- vinnuleysis og þjóðfélagsóróa, sem nú er að verða myllusteinn um háls stjórnar íhaldsflokksins. Hversu langt má ganga? í orði kveðnu hefur ekki verið ágrein- ingur innan Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að draga saman seglin í umsvifum ríkisins, þótt erfiðleikar hafi komið upp, þegar hefjast hefur átt handa um niðurskurðinn. En þrátt fyrir það eru Sjálfstæðismenn áreiðanlega sammála um það í grundvallaratriðum að draga verði ríkisútgjöld verulega saman. Á hinn bóginn hlýtur sú spurning að vakna í umræðum um samdrátt og nið- urskurð, hversu langt má ganga án þess, að efnahagslífið sigli niður í öldudal. Slíkar umræður eru hefðbundinn þáttur í skoðanaskiptum um efnahagsmál i Bandaríkjunum. Jafnan þegar opinberir aðilar hafa talið nauðsynlegt að stíga fast á bremsurnar vakna áhyggjur um, að of lengi verði staðið á þeim og eins konar kreppa skelli á. Hér á íslandi hafa menn yfirleitt ekki þurft að hafa áhyggjur af slíku, ein- faldlega vegna þess, að þenslan hefur lengi verið svo mikil í efnahags- og atvinnulífi okkar, að það hefur engan skaðað, þótt reynt væri að hemja þessa þenslu eitthvað. Margir telja, að þenslan sé enn mikil á höfuðborgarsvæðinu en svo mjög hafi dregið úr henni á lands- byggðinni, að t.d. iðnaðarmenn sæki vinnu til Reykjavíkur eins og kom fram í samþykkt frá samtökum múrara á dögunum. Annað dæmi um það, að í fyrsta sinn um langa hríð skjóta upp kollinum áhyggjur um að samdráttur sé að verða of mikill, er aðvörun frá Verktakasambandinu um að lengra megi ekki ganga í niðurskurði á framkvæmd- um en orðið er. Það er ástæða til þess fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins og hinn nýja verð- andi fjármálaráðherra að gefa þessum þáttum málsins gaum. Sannleikurinn er sá, að það er ótrúlega lítið um að vera í landinu um þessar mundir. Engar stór- iðjuframkvæmdir standa nú yfir. Hægt hefur verið á framkvæmdum við Blöndu. Engin skip eru í smíðum. Byggingafram- kvæmdir hafa verið miklar á höfuð- borgarsvæðinu en þær eru að dragast saman. Breytt viðhorf í vaxtamálum valda því, að fyrirtækin fara sér hægt í fjár- festingum. Einn af bankastjórum við- skiptabankanna í höfuðborginni hafði orð á því fyrir nokkru, að enginn við- skiptavina hans áformaði nýjar fram- kvæmdir. Þrátt fyrir þetta er þenslan enn mikil en líklega dregur nú mjög úr henni. Skipafélögin verða vör við minni flutninga til landsins og svo mætti lengi telja. I sjálfu sér er þessi þróun ekkert harmsefni, svo langt sem hún nær. Engu að síður er ástæða til að doka við og íhuga stöðu mála. Um leið og hart er gengið fram í því að draga saman seglin í ríkisumsvifum er nauðsynlegt að örva atvinnulífið til dáða. Samdráttarpólitík- in má ekki ganga of langt. Skapa þarf betri skilyrði en nú eru til staðar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki til þess að auka umsvif sín. 1 viðtali við viðskipta- blað Morgunblaðsins á dögunum sagði Edda Helgason, ung íslenzk kona, sem hefur haslað sér völl á vettvangi al- þjóðlegra fjármála, að atvinnulíf þjóða byggðist þrátt fyrir allt á litlum fyrir- tækjum, með tiltölulega fáa starfsmenn. Þetta er það einkaframtak sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur alltaf byggt á. Um leið og umsvif ríkisins eru dregin saman aukast möguleikar þessara aðila á að fá fjármagn til framkvæmda, sem ríkið hefur of lengi sölsað til sín. Þess vegna þarf jafnhliða samdráttarpólitík í ríkisfjármálum að reka framsækna atvinnumálastefnu, sem ýtir undir fjár- festingar og framkvæmdir litlu einka- fyrirtækjanna í landinu. Þannig kemst eðlilegt jafnvægi á í efnahags- og at- vinnulífinu. Að þessu þarf þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að huga á næstu vikum og mánuðum. Jafnvægi í byggð landsins Spurningin um það, hvernig staðið skuli að samdráttarpólitík Sjálfstæðis- flokksins í ríkisfjármálum, verður ofar- lega á baugi næstu vikur, eftir að per- sónuleg átök um ríkisstjórn og ráðherra- skipan eru liðin hjá. Búast má við, að annað málefni eigi eftir að koma fram í þjóðfélagsumræðum af miklum krafti á næstu mánuðum, en það er lands- byggðarstefnan. Engum, sem ferðast um landið, getur dulizt, að sú tilfinning landsbyggðar- fólks er orðin mjög sterk, að suðvestur- hornið sé að soga til sín bæði fólk og fjármagn. 1 fyrsta skipti í mörg ár má finna bæði beizkju og reiði meðal lands- byggðarfólks af þessum sökum og í sumum tilvikum uppgjöf. Ef litið er yfir 20 ára tímabil hafa miklar sveiflur orðið milli landsbyggðar og þéttbýliskjarnans á suðvesturhorni landsins. Á síðari hluta Viðreisnar- Frá Súðavík. MorgunblaÖið/Snorri Snorraaon áranna var mjög haft á orði, að lands- byggðin stæði höllum fæti. Það var út af fyrir sig eðlilegt vegna þess, að þá fór saman að síldin hvarf og verðhrun varð á Bandaríkjamarkaði á fiski. Þetta varð auðvitað gífurlegt áfall fyrir sjáv- arútvegsplássin allt í kringum landið, sem ekki höfðu á eins mörgum þáttum atvinnulífsins að byggja og höfuðborg- arsvæðið en þó varð atvinnuleysið átak- anlegast á Reykjavíkursvæðinu í janúar 1969. Skuttogaraöldin, sem hófst á lokaárum Viðreisnarinnar, gjörbreytti þessum viðhorfum. Næstu árin á eftir var skuttogari keyptur nánast 1 hvert þorp um leið og miklu fjármagni var beint á landsbyggðina í gegnum Fram- kvæmdastofnun. Efnahagsstefna vinstri stjórnarinnar sem tók við 1971 leiddi til þeirrar óðaverðbólgu, sem við vorum að glíma við fram á árið 1984 eða í einn og hálfan áratug. Þrátt fyrir það naut landsbyggðin góðs af þessum miklu fjár- festingum framan af. Síðustu árin hefur þessi fjárfesting hins vegar komið óþyrmilega við margar byggðir út um land, þegar í ljós hefur komið, að ekki reyndist unnt að standa undir henni. Þær ákvarðanir, sem fyrst í stað leiddu til velgengni hafa nú kallað yfir hvert byggðarlagið á fætur öðru stórfelld vandamál, sem þau eiga erfitt með að rísa undir. Eftir því sem fjölbreytni í mannlífinu á höfuðborgarsvæðinu eykst, verður aðdráttarafl þess meira fyrir fólkið á landsbyggðinni og hættan á verulegum fólksflutningum á Reykjavik- ursvæðið. Á móti þessu hefur komið, a.m.k. fram á síðustu misseri, að tekju- möguleikar hafa lengi verið meiri úti á landi og húsnæðiskostnaður t.d. mun minni. Jafnframt því sem tilfinningar lands- byggðarfólks hafa orðið sterkari og áhyggjur vegna byggðaþróunar meiri hafa öfgar aukizt á báða bóga. Víða út um land má heyra öfgakenndar skoðanir þess efnis, að höfuðborgarsvæðið lifi í rauninni á landsbyggðinni, þar sem öll raunveruleg framleiðslustarfsemi fari þar' fram. Um leið verða öfgarnar á höfuðborgarsvæðinu meiri og þeim fjölgar, sem halda því fram, að fáránlegt sé að leggja mikla fjármuni fram til þess að halda landinu öllu í byggð. Þessi þróun er hættuleg. Kjarni þessa máls er auðvitað sá, að við hljótum að leggja áherzlu á, að landið allt verði byggt. Það kemur ekki til greina, að ísland verði borgríki á suðvesturhorni landsins. Landið er stórt og þjóðin fá- menn. Þess vegna hlýtur það að kosta okkur töluverða fjármuni að byggja landið allt. Ef menn legðu einungis hagkvæmnismælikvarða á þetta mál væri sjálfsagt hægt að sýna fram á það með tölum, að hagkvæmast væri að öll þjóðin héldi til á suðvesturhorninu. En þetta mál snýst ekki um það. Við viljum byggja landið alltt. Það kostar peninga. Við hljótum að leggja þá fram. Það kostar skilning á sjónar- miðum og lífsviðhorfum þess fólks, sem byggir dreifbýlið. Sá hluti þjóðarinnar sem býr I þéttbýli verður að hafa mann- dóm í sér til þess að öðlast þann skiln- ing. Þegar ágreiningsmál af þessu tagi koma upp er alltaf hætta á því, að lýð- skrumarar rísi upp og reyni að fleyta sér á skyndiskoðunum almennings á málum af þessu tagi. Þá ríður á að þjóð- in eigi stjórnmálaforingja, sem 'hafa kjark og bolmagn til þess að tala út um það við kjósendur á þéttbýlissvæðunum, að þeir verði nokkru til að kosta til þess að Island allt sé í byggð. Spurningin um jafnvægið í byggð landsins verður eitt mesta hitamál í stjórnmálaumræðum hér næstu árin. Sjávarútvegurinn Þriðja stóra málið, sem endurnýjuð ríkisstjórn stendur frammi fyrir, eru djúpstæð vandamál í sjávarútvegi lands- manna. Á þeim rúmum tveimur árum, sem liðin eru frá því að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum, hefur hún nánast ekkert gert til þess að grípa á grundvall- arvanda sjávarútvegsins. En eins og jafnan er um atvinnugrein, sem býr yfir miklum lífskrafti hefur hún sjálf tekið töluvert til hendi. í Reykjavíkurbréfi um síðustu helgi var athygli vakin á þeirri miklu breytingu, sem er að verða með ferskfisksölum til Bretlands og annarra Evrópulanda og með tilkomu frystitogaranna, sem hafa reynzt ævintýralega hagkvæmir í rekstri. Þetta tvennt er framþróun í sjávarútvegi, sem vert er að veita at- hygli. Eftir stendur sá grundvallarvandi sjávarútvegsins, að fjárfestingin í hon- um er allt of mikil. Þess vegna hagnast þjóðin ekki nógu mikið á útgerð og fisk- vinnslu. Það er sá hagnaður eða ekki hagnaður sem raunverulegu máli skipt- ir um afkomu fólks í þessu landi. Þess vegna er það svo hörmulegt, að núver- andi ríkisstjórn skuli ekki hafa hreyft við þessum vanda á nokkurn hátt. Nú hafa menn áhyggjur af því, að verðbólgan muni aukast á ný. Veigamik- ill þáttur í að koma í veg fyrir það er niðurskurður á ríkisútgjöldum. Til við- bótar því skiptir mestu að ráðizt verði að rót vandans í sjávarútvegi. Verði það ekki gert á síðari helmingi þessa kjör- tímabils er ljóst, að það mun dragast undir lok áratugarins og þá er illa farið. Meginbreytingin í sjávarútvegi þarf að verða sú, að færri skip komi með meiri afla að landi með minni tilkostn- aði. Það verður ekki gert nema með því að fækka fiskiskipum með einum eða öðrum hætti. Önnur mikilvæg breyting er að sameina fiskvinnsluna í hag- kvæmustu fiskvinnslustöðvunum. Frystihúsin standa á tímamótum. Starf- semi þeirra á eftir að breytast á næstu árum. Auk þess sem ferskfisksölur munu draga úr mikilvægi þeirra í efnahagslíf- inu má búast við, að kröfur til þeirra um sérhæfingu muni aukast. Það er orðið tímabært, að menn hefjist handa um þessar breytingar. Núverandi ríkisstjórn hefur enn viss tækifæri til að láta gott af sér leiða. En það góða, sem hún kann að gera á öðrum vígstöðvum, kemur að litlu gagni, ef hún snýr sér ekki að 9jávarútveginum. „Þessi þróun er hættuleg. Kjarni þessa máls er auðvit- að sá, að við hljótum að leggja áherzlu á, að landið allt verði byggt. Það kemur ekki til greina, að ísland verði borgríki á suð- vesturhorni landsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.