Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
5
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
„Við Þorsteinn vorum plat
adir í þessu BSRB-máli“
„ÉG HELD nú að það væri erfítt fyrir Þorstein aö slíta stjórnarsamstarfínu
út af því sem Albert er aö gera. Þaö væri frekar aö hann þyrfti að slíta
samstarfínu viö Albert. Það verður aö segjast eins og er að viö Þorsteinn
vorum báöir plataöir í þessu BSRB-máli," var svar Steingríms Hermannsson-
ar forsætisráöherra við spurningu eins fundargesta um þaö hvort hann teldi
aö þau verk, sem Albert Guömundsson fjármálaráðherra væri að hrinda í
framkvæmd þessa dagana, gætu leitt til þess aö Þorsteinn sæi ástæðu til
þess aö slíta stjórnarsamstarfínu, þegar hann er orðinn fjármálaráðherra.
Fundurinn var opinn fundur sem Framsóknarfélagið í Reykjavík boðaöi til
á Hótel Sögu í fyrrakvöld, undir yfirskriftinni „Breytingar í ríkisstjórn.
Hvað er framundan?" og sóttu fundinn liölega 200 manns.
Forsætisráðherra flutti fram-
söguerindi fundarins, fjallaði lítil-
lega um þær breytingar sem nú eru
framundan i ríkisstjórninni, en
meginmál forsætisráðherrans var
um þróun þá sem orðið hefur í ís-
lensku efnahags- og atvinnulífi frá
því að þessi ríkisstjórn tók við.
Steingrímur sagðist vera bjart-
sýnn á það sem framundan væri.
Við stæðum á tímamótum og með
skynsamlegri og hófsamri millileið
gætu landsmenn unnið sig út úr
þeim erfiðleikum sem dunið hefðu
yfir landið með minnkandi afla og
hækkandi olíuverði.
Forsætisráðherra sagði að mesta
ógnunin sem steðjaði að íslensku
efnahagslífi væri erlend skulda-
söfnun og gífurlegar vaxtagreiðslur
af erlendum lánum. Hann sagði að
vissulega þyrfti að stefna að því
áfram að draga úr verðbólgu, en
lækkun erlendra skulda væri lífs-
spursmál fyrir þjóðina. Forsætis-
ráðherra sagðist gera sér vonir um
að verðbólga í desembermánuði á
þessu ári yrði nálægt 20%, en taldi
þó að nýgerðir kjarasamningar
Alberts Guðmundssonar fjármála-
ráðherra við BSRB gætu hleypt af
stað launahækkunum hjá öðrum
launþegum, þannig að verðbólga
færi jafnvel í 24 til 25%.
Var forsætisráðherra ekki tfuað-
ur á að það gæti gefið góða raun
að reyna að ná viðskiptajöfnuði við
útlönd á einu ári, eins og hann sagði
marga sjálfstæðismenn vilja. Taldi
hann að slíkt hefði í för með sér
of mikla skerðingu kaupmáttar.
Sagði hann að til þess að ná jöfnuði
á tveimur árum þyrfti að skerða
kaupmátt að einhverju marki og í
engu að auka við framkvæmdir
miðað við það sem nú er. „Við getum
ekki dregið meira úr fjárfestingu
atvinnuveganna en við höfum þegar
gert,“ sagði Steingrímur, „því við
verðum að hugsa um hagvöxtinn
og framtíðina."
Forsætisráðherra spáði því að í
lok næsta árs gæti verðbólga verið
komin niður undir 10% ,.og eftir það
væri hægt að fara að grynnka á
erlendum skuldum landsmanna.
Að loknu framsöguerindi sat
forsætisráðherra fyrir svörum og
var hann spurður fjölmargra
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra á fundi Framsóknarfélags
Reykjavíkur í Súlnasal Hótel Sögu í
fyrrakvöld.
spurninga. Þegar hann var spurður
út í afstöðu hans til samnings fjár-
málaráðherra og BSRB um 3%
launahækkun, sagði hann m.a.:
„Það eru náttúrlega engir manna-
siðir að ákveða þetta án þess að
bera þessa miklu útvíkkun á kjara-
samningi ríkisins við ríkisstarfs-
menn undir ríkisstjórnina. Það er
einnig hætt við að í kjölfar þess
fylgi kröfur annarra launþega í
landinu, eins og ASÍ, og mér kæmi
ekki á óvart þó að BHM færi af
stað á nýjan leik og krefðist sam-
ræmingar við þessa nýju launa-
hækkun BSRB.
Þetta gæti haft í för með sér að
verðbólga í árslok yrði 24 til 25%.
Við erum ákveðnir í að fylgja að-
haldssamri stefnu í gengismálum,
en það getur vel verið, að þrýsting-
urinn verði svo mikill að gengissigið
verði enn meira, en við höfðum sett
okkur - því miður óttast ég það.“
Forsætisráðherra kom í þessu
sambandi inn á launaskrið í landinu
á þessu ári, og sagði það vera talið
um 10% umfram kjarasamninga.
Þetta leiddi til aukinnar þenslu, og
þar af leiðandi til aukinnar verð-
bólgu.
Einn fundarmanna gagnrýndi
vísitöluleik stjórnvalda, þegar þau
hækkuðu bensínlítrann um tæpar 4
krónur en lækkuðu tolla á bílum,
og taldi þetta fráleita ráðstöfun.
Forsætisráðherra svaraði því til,
að ekki hefði verið margra kosta
völ að afla fjár, þegar ljóst var að
Matthías Bjarnason samgönguráð-
herra krafðist þess eindregið að fá
370 milljónir króna í vegamál, til
viðbótar því sem gert hafði verið
ráð fyrir. „Kannski það verði ein
af aðgerðum nýja fjármálaráð-
herrans að draga úr fjárveitingum
til vegamála, og þá gætum við
lækkað bensínið á nýjan leik,“ sagði
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra.
29.980.- stgr.
Útborgun kr. 7.000.-
Eftirstöðvar á 6 mán.
- STÓRKOSTLEGT TILBOÐ -
Gull — system — 1 2 x 40 vött
Þetta er samstæða með öllu:
útvarpi, magnara, segulbands-
tæki, plötuspilara, tveimur hátöl-
urum og skáp.
Um gæðin þarf ekki að fjöl-
yrða, Marantz-gæðin eru
löngu landsþekkt. Ekki spillir
verðið eða kjörin því við
bjóðum þessa frábæru Mar-
antz-samstæðu á ómót-
stæðilegu tilboði.
Takmarkað magn
SKIPHOLTI 19, SÍMI 29800