Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 55 landbúnaðarsérfræðingur í Káka- sus þangað til að stjarna hans fór að hækka á himni stjórnmálanna. Gorbatsjov lét taka mynd af Raissu við hlið sér skömmu áður en hann var kjörinn leiðtogi flokksins en það var mjög óvenju- legt. Síðan hefur fjöldi mynda ver- ið tekinn af þeim og þau eru alltaf brosandi og virðast vel fyrir köll- uð og leika hin fullkomnu sovézku hjón fyrir umheiminn. Það er löngu vitað í Moskvu að hjóna- band þeirra gengur ekki allt of vel og þau búa í sitthvorri íbúðinni. En skilnaður kemur að sjálfsögðu ekki til greina þar sem að fram- kvæmdastjórn flokksins er íhaldssöm og þau að gefa þjóðinni gott fordæmi með siðsemi oggóðri framkomu. Það sást á ferð Gorbatsjov- hjónanna til London að gott hjónaband þeirra er fyrst og fremst sett á svið fyrir vestræna fjölmiðla. Michail . Gorbatsjov gekk þá inn í flugvélina í Moskvu að framanverðu og lét mynda sig í bak og fyrir á meðan Raissa, kon- an hans, laumaðist inn í vélina baka til. Þau stigu saman út úr vélinni í London og heilsuðu Margaret Thatcher, forsætisráð- herra, með bros á vör. Hin aðlað- andi og vel klædda sovéska frú féll heldur betur í „kramið" hjá vest- rænum fréttamönnum. Þegar þau sneru aftur til Moskvu endurtók leikurinn sig. Þau stigu saman inn í vélina í London en Raissa laum- aðist út úr henni að aftan þegar til Moskvu var komið en Michail not- aði framdyrnar. Raissa sýndi í London að tími Babúskanna er liðinn. Hún var nýmóðins klædd og talaði góða ensku. Hún spjallaði lengi við Thatcher eftir kvöldverð í einni veislu og dáðist meðal annars að eyrnalokkum forsætisráðherrans. Járnfrúin sagði henni strax hvar hún hafði fengið þá og bætti við að hún gæti nefnt að hún hefði sent hana og þá fengi hún kannski betra verð. Raissa fór strax dag- inn eftir í Cartier og keypti sér svipaða eyrnalokka og Thatcher var með fyrir 1500 pund og borg- aði fyrir með American Express- greiðslukorti. Síðan fór hún í Gucci-verslun og keypti sér al- mennilega leðurtösku. Raissa er 52ja ára gömul, frísk- leg og frálsleg í fasi. Hún getur vel orðið leiðtogafrú Sovétríkjanna fram yfir árið 2000. Michail maður hennar er ekki nema 54 ára. Kunningjar hennar telja að hún muni bjóða framkvæmdastjórn flokksins byrginn og ekki láta koma fram við sig sem annars flokks þjóðfélagsþegn af því að hún er kona. Sjálfsöryggi hennar hefur aukist mjög og það kemur ekki lengur til greina að hún láti bjóða sér að nota afturdyrnar á flugvélum. Gömlu karlarnir í Kreml og Babúskurnar þeirra verða að hugsa ráð sitt á ný. Hún á fátt sameiginlegt með þeim og nýlega gerði hún grín að konu Andrejs Gromyko, forseta lands- ins, fyrir að hafa bara keypt sér tvo ómerkilega en gagnlega hluti í ósköp venjulegri verslun í New York þegar hún var þar á ferð með manni sínum. Raissa fer næst með manni sínum til Parísar og Genf og mun væntanlega þá fara sinna eigin ferða. Hún mun líklega njóta þess að komast í tískuhúsin í París og í fínu búðirnar í Genf. En hún hefur ekki bara áhuga á búðarandi. Hún kann að nota fjöl- miðla til að ota sínum tota og hún reynir að auka áhrif sín í heima- landi sínu með því að vekja at- hygli á sér erlendis. Hún kann á smáatriðin og passaði t.d. upp á að hún sæist stanslaust á sjón- varpsmyndum frá 1. maí hátíð- arhöldunum í Moskvu í vor. Fyrir nokkrum mánuðum hefði slíkt og þvílíkt verið fullkomlega óhugs- andi í Sovétríkjunum. Konur eru annars flokks þjóðfélagsþegnar í landinu og hafa yfirleitt sáralitla möguleika á að hafa áhrif eða komast til valda. Talið er að Raissa eigi stóran hlut í baráttu Gorbatsjovs gegn drykkjusemi, þó sérstaklega á vodka í Sovétríkjunum. Hún telur sig talsmann sovéskra kvenna og sem slík er hún mjög á móti óhóf- legri drykkju. Hundruð þúsunda kvenna eru barðar af eigin- mönnum sínum þegar þeir hafa fengið sér of mikið neðan í því. Þeir sem berjast gegn drykkju- skap geta verið vissir um stuðning þessara kvenna. Jafnréttisbarátta kvenna í Sov- étríkjunum er á algjöru frumstigi. Þær eru látnar vinna erfiðisvinnu og störf sem erlendur vinnukraft- ur vinnur oft í öðrum löndum. Flestir götusóprar í Moskvu eru konur. Þær sem komast til ein- hverra valda halda þeim yfirleitt í mjög stuttan tíma og gleymast fljótt. Jekaterina Furtseva, sem var menningarmálaráðherra Kruschevs, var rægð svo hroða- lega eftir að Kruschev var settur af að hún framdi að lokum sjálfsmorð. Alexandra Kollontai, fv. sendiherra, hefur einnig horfið af stjórnmálasviðinu og flestir hafa alveg gleymt Valentínu Ter- eskova, fyrsta kvengeimfara Sov- étmanna. Michail Gorbatsjov er ungur maður í samanburði við gamlingj- ana sem sitja með honum í stjórn landsins og ekki er vitað til að hann hafi neitt á móti jafnrétti kynjanna. Hann er sagður vilja stilla klukkurnar, sem hafa verið stopp ansi lengi í Kreml, á réttan tíma. Hann hefur góðan stuðning af Raissu konu sinni. Hún hefur mikil áhrif á hann þrátt fyrir að þau búi ekki saman. En jafnrétt- isbarátta hennar er væntanlega bara fyrsta verkefnið sem hún tekur sér fyrir hendur, líklegt þykir að hún vilji komast í sögu- bækurnar fyrir dugnað sinn en ekki bara af því að hún er kona leiðtoga landsins. ab NVTT FRA TOPS no 1. Skinn/rúskinn. St.30—34. Kr. 1.380. St.36—41. Kr. 1.560. Dömuskórúr mjúkuskinni. St: 36—41. Litir: Blátt, rautt og grátt. Verðkr. 1.190. 2446 Mjúkt ekta skinn, lágir hælar (8mm). Litir:Svart ogvínrautt. Verö kr. 2.390. Dömuskór úr kálf- skinni.St.36—41. Köflótt fóöur i öllum litum, hægt aö brettaniður.Litir: Svart og brúnt. Kr. 1.640. Póstsendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.