Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 VERALDLEGAR SUNNUDAGSPRÉDIKANIR Isíðasta pistli ræddi ég stuttlega þær árásir, sem guðstrúin mátti þola á 19du öld undir dar- winisma og marxisma og var þar komið sögunni að báðar þessar stefnur höfðu eftir Ásgeir gert innrás í ís- Jakobsson land en hittu þar fyrir gaml- an og góðan kall, sem ekki varð rurað úr þjóð- arhjartanu. Ekki vissi ég nema einn mann í mínu plássi lenda í sálarþrenging- um vegna Guðs, og væri þó réttara að segja: vegna brennivíns, því að skrokkurinn var sósaður í brenni- víni en sálin í Guði og varð af hörð orusta og lokaorustan háð uppi á háum hóli og stóð náttlangt. Ekki veit ég á því full deili, en sagt var að maðurinn hefði legið þar uppí loft alla nóttina og heilagur andi komið yfir hann undir morguninn og frelsað sálu hans og töldu menn hann heppinn að ekki fór fyrir honum eins og Maríu, þegar heil- agur andi kom yfir hana um árið. Þetta var þó ekki til að spauga með. Maðurinn varð hinn ágætasti maður en fullharður í trú sinni um tíma, átti það til að setja ofan í við klerkinn á stólnum, og hann hafði svo sem gott af því, og fyrir kom að manninum þótti gálaust tal manna á leiksviði og vildi stöðva leikinn. En sem sagt þetta varð hinn mætasti maður undir Guði en hafði verið afleitur undir brennivíni. Þetta var líklega eina dæmið í hinu fjölmenna plássi um þjáningar Matthíasar Joch, þó darwinismi og marxismi tækju þar land, enda matthíasar fáir: Guð, minn Guð ég hrópa gegnum myrkrið svarta, — líkt sem út úr ofni æpi stiknað hjarta; — gefðu dag í dauða, Drottinn, mínu skari; vonarsnauða vizkan veldur koldu svari. Hitt væri nær sanni sem Jón Helgason segir: (nema í síðustu ljóðlínu þyrfti að standa „gleymdi" í stað „neita"), Ef skip mitt í villum um höfin hrekst og himintunglanna leiðsogn bregzt, en sjórinn þýtur með þungum niði, þín ég leita drottinn. En þegar hafrænan ljær mér lið og landið rís yfir hafsins svið, svo þekkja má hinar þráðu hafnir, þér ég neita drottinn. Það var sem sé ekki, að menn neituðu Drottni, þótt þeir næðu höfn, en gleymdu honum kannski, og það hefur nú alla tíð verið svo um Guð, að hann hefur viljað gleymast fólki í velgengni og lík- lega gerir hann ráð fyrir því. Hann veit eflaust að fólk hans er gleymið og það er vonandi helzt til mannlegur hugsunarháttur um Guð, að hann sjái alltaf gjöf til gjalda, og reiðist og hefni sín, ef menn gleyma að þakka honum. Hitt er svo á að líta að það er manninum skylt að sýna Guði fulla kurteisi vegna sjálfs sín. Og trúlega hafa nú margir gert það í mínu plássi að lokinni erfiðri sjó- ferð, þótt þeir hefðu ekki hátt um það. Ég man ekki eftir að hafa heyrt Guð nefndan í daglegu tali sjómanna og ekki heldur Krist, en postularnir og María mey máttu sæta ýmsu og bjuggu við misjafna virðingu eða máski enga. Pétur þótti lítill sjómaður verið hafa og til Maríu var gripið af ýmsu til- efni. En þótt menn hefðu ekki Guð á vörunum í sínu daglega striti, þá báru þeir á sjálfum sér, þessir menn, um langan veg frá sjó og upp brattan hól, allan við í kirkju Guðs og reistu hana veglega, þar sem Guð sæi úr húsi sínu yfir allt plássið og fram báða dalina. Menn voru hættir að lesa sjó- ferðabænir upphátt í minu ung- dæmi. Það var ekkert hægt að standa í því eftir að vélar komu í báta, þær voru hávaðasamar þess- ar gömlu tvígengisvélar og það hefði ekki heyrst til formannsins. En mestu trúi ég að ráðið hafi um, að þessi siður lagöist af með vél- bátunum, að virðing manna hafði aukizt fyrir Guði, mönnum fannst þessi utanbókarbænaþula vera virðingarleysi við Guð, aðstæð- urnar voru ekki við hæfi bænar- innar og hún vildi brenglast. „Ýtið þið frá í Drottins nafni, betur á bakborða," og svo framvegis. Einstaka gamall maður heilsaði svo að morgni: „Guð gefi þér góð- an daginn," og þótti það óþarflega hátíðleg kveðja hvunndags. En þótt Guð lægi þannig ekki á vörum karlmanna var hann áreið- anlega rótfastur með þeim og svo vel geymdur, að sú hríð, sem gerð var að honum, skaðaði hann ekki. Þegar marxisminn loks barst til íslands á öðrum áratug aldarinn- ar, og í fyrstu undir einum hatti, þá var í þeim dálítill guðsafneit- unar vindur og það hjálpaði til að stöku maður missti Guð sinn, sú almenna upplýsing svokölluð, sem ruddist innyfir þjóðina í sama mund og var mjög í anda náttúru- fræðinganna, sem fyrr eru nefnd- ir. Guð fannst ekki í sköpunar- verkinu og var þar af leiðandi ekki til. Stór hluti marxistanna voru jafnaðarmenn og þeir brugðu fljótlega á það ráð, að bræða sam- an jafnaðarstefnu sína og krist- indóminn, þannig að jafnaðar- stefnan væri Guði þóknanlegri en nokkur önnur stefna. Jafnaðar- menn hugðu á fjöldafylgi án bylt- ingar og völdu þarna vænlega að- ferð til fylgisauka og varð vel ágengt. En svo klofnaði fylking marxistanna, í harða og lina, kommúnista og jafnaðarmenn, og þeir fyrrnefndu hugðu ekki á fjöldafylgi, heldur harðan kjarna, sem leitt gæti byltingu, þegar al- þýða manna næði að verða svo þjökuð, að hún risi upp í blóðuga baráttu. Þessir skirrðust því ekki við að höggva utan í Guð og kristindóm- inn. Ekki var þó hátt reitt til höggsins hérlendis á borð við það, sem var hjá skoðanabræðrum þeirra víða í öðrum löndum. Einn af forsprökkum kommúnista var dæmdur fyrir guðlast, en það guð- last þætti nú ekki til dómsáfellis og ekki fólst í því nein guðsafneit- un, aðeins smávægilegur skæting- ur. Hann kallaði Guð „harðstjóra" og tók mið af kenningum, sem við- gengust í gömlum kverum, sem enn voru þá notuð við kennslu í kristnum fræðum. Það var miklu heldur, að komm- únistar vildu breyta Kristsmynd- inni, en afneita Guði. Sérstaklega voru þeir ákafir í að feðra Krist upp og undir Jósef, þótt þeir teldu fleiri koma til greina, vegna þess möguleika að María hafi feðrað undir heilagan anda, af því að meðgöngutíminn hafi ekki passað fyrir Jósef hennar, eins og oft vill verða fyrir konum, að þær lenda í vandræðum með þessa níu mán- uði, sem barnsgetnaður þarf að stemma við. Eitt af ljóðskáldum kommúnista hafði meyfæðinguna í flimtingum í fleygu kvæði, þar sem hann lýsir því, þegar heilagur andi kom yfir Maríu þar sem hún lá afturábak — og „unaður meiri en orð fá lýst, inní skaut hennar streymdi", eins og segir í ljóðinu. Annar forsprakki kommanna skrifaði fræðilega bók um barn- faðernismál Maríu og fannst allir líklegri en heilagur andi til þess að hafa gert Maríu barnið. Ekki var neitt umtalsvert veður gert út af þessum skrifum um Krist. íslendingar hafa aldrei ver- ið harðir Kristsmenn. Þótt Krist- ur væri heimilisvinur þjóðarinnar frá fornu fari og húsmæðrum sér- lega kær, þá öðlaðist hann ekki sama sess í hugum fólks og sjálfur Guð. Margur maðurinn var og er guðstrúar án þess að vera sterkur í trúnni á Krist og töldu Krists- myndina og reyndar alla biblíuna mannanna verk en ekki Guðs. Af- stöðu manna má marka nokkuð af því að fyrrnefndur kommúnisti var dæmdur fyrir að kalla Guð „harðstjóra", en ekkert hróflað við þeim, sem umsneru allri Krists- myndinni. Kommúnistar náðu ekki fjölda- fylgi og skrif þeirra fóru fyrir ofan garð og neðan hjá öllum al- menningi. Þeir þóttu trauðla marktækir, oft vöktu þeir hlátur, líkt og nazistarnir, þegar þeir komu á vettvang, æsingurinn var svo mikill í þessum mönnum, röddin brast og munnsöfnuðurinn og látbragðið gerði þá dálítið skoplega marga hverja, og fólk lét sig mikið einu gilda, hvað þeir sögðu, hvort heldur var í pólitík eða stjórnmálum. Líkt og kommúnistarnir töpuðu á því að hnjóða í Guð, græddu sem fyrr segir jafnaðarmennirnir á því að nudda sér utan í hann. Það urðu margir klerkar til að taka jafnaðarstefnuna upp í sínar kristindómsprédikanir. I mínu plássi áttum við ágætan klerk, sem var í verkalýðsfélagi og byrj- aði stólræðu sína eitt sinn með hinni alkunnu vísu: „Það er dauði og djöfulsnauð, þá dygðasnauðir fantar, safna auð með augun rauð, þá aðra brauðið vantar.” Prédikunin var svo öll í þessum dúr, og það var oftari, að hann brá sér í þennan ham. Fyrir mína tíð höfðu orðið einhver átök um þenn- an klerk, en það var löngu liðið hjá og þótt þetta væri almennt mikið íhaldspláss, fannst flestum sjálf- sagt hann fengi að skvetta svona úr sér, ef hann hefði þörf fyrir það, og fannst reyndar bragðbætir að stólræðunum, þegar æsingur hljóp í klerkinn. Ekki held ég hann hafi snúið neinum til stefnu sinnar. Það urðu aðrir til þess. Þó veit ég ekki nema ræður hans hafi haft áhrif í pólitikinni, þótt þau væru ekki merkjanleg strax, en kenningar hans hrófluðu ekkert við sjálfri guðstrúnni, því að hann kenndi sína jafnaðarstefnu undir trúnni á Guð, sem væri krati í sér. Hvernig svo sem hann rökstuddi það, því ekki er nú jöfnuðinum fyrir að fara í sköpun mannsins. Eins var um þá jafnaðarmenn, sem ég heyrði í þennan tíma, að þeir létu Guð í friði eða nefndu hann boðskap sínum til styrktar. Það er ekki að efa, að það var heilbrigð skynsemi sem var al- menningi á íslandi leiðarljós, þeg- ar guðsafneitunarmenn komu til íslands. Almenningur var þá svo sjálfstætt hugsandi, öfugt við það sem nú er, að hann lagði mat á það sjálfur, hvbrt ráðlegt væri að kasta þeim Guði, sem hafði lifað með þjóðinni súrt og sætt um langar aldir og strangar, fyrir sí- breytilegar vísindalegar skoðanir á tilurð heimsins eða nýstárlegar þjóðfélagskenningar, sem engin reynsla var fengin fyrir að reynd- ust nema hugarsmíð, sem ekki þyldi raunveruleikann. Álnabúðin, ný verzl- un í Mosfellssveit Ny vefnaðarvöruverzlun hefur opnað að Byggðarholti 53 í Mofells- sveit. Verzlunin ber nafnið Álna- búðin og rekur Hjördís Sigurðar- dóttir hana. í Álnabúðinni verður til sölu öll vefnaðarvara, allar tegundir fataefnis, treflar, vettlingar, hanskar, belti — allt í stíl, en einnig öll smávara til sauma, svo sem tvinni, tölur og rennilásar. Hjördís Sigurðardóttir sagði í samtali við Morgunblaðið, að ástæðan fyrir því, að hún hafi ráðizt i að setja verzlunina á fót, hafi verið vöntun á slíkri þjón- ustu í Mosfellssveit og kvaðst hún vonast til að fólk tæki þessu framtaki hennar vel. MorKunbladid/Emilía Sálfræðing- ur með fyrirlestur ÞRIÐJUDAGINN 15. október, Byt- ur Sölvína Konráðs, sáfræðingur erindi á vegum Rannsóknastofnun- ar uppeldismála í Kennaraskóla- húsinu við Laufásveg kl. 16.15. Erindið nefnist: Þýðingar og staðlanir á sálfræðilegum prófum. Öllum er heimill aðgangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.