Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
62
-
Þegar komið var út (horf&st í augu grámyglur tvsr).
Allflestir íslendingar kann-
ast við Kerlingarfjöll og
tengja þau við stórfeng-
lega náttúru og skemmti-
legt sumarskíðasvæði. Fsstir vita að
undir jökulhettunni, skammt frá
skíðasvæðinu, hafa myndast nokkuð
stórir íshellar í kringum árfarveg, er
liggur nærri því eftir jöklinum endi-
löngum.
Okkur félögunum hafði lengi
langað til að kanna þessa íshella
eða allt frá árinu 1982. Þá komust
nokkrir okkar fyrir tilviljun niður
í aðalgang hellisins eftir jökul-
sprungu sem við vorum að kanna.
í það skipti urðum við frá að
hverfa þar sem mikill tími fór í að
komast á botn sprungunnar. Vor-
um við því komnir í tímaþröng.
Síðan höfum við fylgst með
sprungumyndun á svæðinu, ef í
ljós kæmi að hægt væri að komast
niður í hellana en þeir eru annars
algjörlega lokaðir.
Seinast i ágúst á þessu ári feng-
um við þær fréttir að sprungur
væru að opnast á þeim stað á jökl-
inum þar sem vænta mátti að ís-
hellarnir lægju undir. Við ákváð-
um að fara strax í Kerlingarfjöll
og taka þar til er frá var horfið
1982.
Föstudaginn 7. september síð-
astliðinn lögðum við svo af stað
upp í Kerlingarfiöll. Vorum við
komnir inn að Asgarði (en svo
heitir staðurinn þar sem skálar
skíðaskólans eru staðsettir) um kl.
4 aðfaranótt 8. september. Kl. 11
næsta morgun bjuggumst við af
stað í helialeiðangurinn.
Hellirinn
Þegar við félagarnir Eiríkur,
Björn, Guðmundur og Þorkell vor-
um búnir að finna sprungu, sem
hægt var að komast eftir inní
gang hellisins, urðum við fyrir
nokkrum vonbrigðum. Sprungan
gengur nefnilega niður í hellinn,
þar sem hann er einna næstur yf-
irborði snjóþekjunnar. Var það
ólíkt sprungunni 3 árum áður sem
var um 40—50 m djúp. Niðurgang-
an var því mjög auðveld enda ekki
nema 15—20 m niður á botn
sprungunnar. Þegar inn i hellinn
var komið, var um tvær leiðir að
ræða. Annars vegar niður með
árfarveginum, sem þarna liggur,
og út um 250 m neðar. Hinsvegar
upp eftir farveginum tæplega 1
km langa leið að botni hellisins.
Við ákváðum að kanna efri leiðina
fyrst enda virtist hún mun áhuga-
verðari.
Hæð hvelfingarinnar þar sem
við lögðum af stað var á að giska 3
m en lækkaði nokkuð á fyrstu 200
m og komst niður i tæpa 2 m áður
en hún fór hækkandi aftur. Fyrstu
300 m voru lítið áhugaverðir. Að-
eins grýttur botn og seitlandi
hveralækur og falleg íshvelfing
yfir. Á næstu 200 m þrengdist
hellirinn nokkuð, þar sem vatn
hefur brotið sér leið gegnum berg.
Breidd árfarvegsins er þarna rétt
um metri og lofthæð 5—8 m. Af
þessu drógum við þá ályktun að
lækurinn, sem rann sakleysislega
eftir botninum líktist meira stór-
fljóti þegar mest væri í honum.
Sprungan sem farið var niðrum.
Rétt við op hellisins.
GEGNUM
MÐJ0KUL