Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 59 Sögulegur þingflokksfundur Mynd þessa tók Ijósmyndari Morgunblaðsins (RAX) i sögulcgum þingflokksfundi sjálfstæðismanna sl. mánudag, er Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra flutti tillögu þess efnis að Þorsteinn Pálsson formaður flokksins tæki þá þegar sæti í ríkisstjórn. Frá vinstri: Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi fjármálaráðherra, Olafur G. Einarsson formaður þingflokksins og Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra. ráðherra, til að greiða götu Þor- steins Pálssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, inn í ríkisstjórn- ina, — og fyrir uppstokkun henn- ar, sagði hann, aðspurður um ástæður þessarar ákvörðunar: „Þegar þessi umræða var komin á þetta stig, sem raun ber vitni um, þá varð að höggva á hnútinn. Það er starf stjórnmálamanns að leysa vanda og ég taldi það skyldu mína.“ Ákvörðun Geirs og orð hans, sem hér er vitnað til, lýsa honum mjög vel. Hann er að dómi þess, sem hér skrifar á skjá — og fylgzt hefur starfs sín vegna gjörla með þjóðmálum lengi undanfarið — öðrum íslenzkum stjórnmála- mönnum fremur fulltrúi heiðar- leika, drengskapar og festu. Eng- inn annar núlifandi íslenzkur stjórnmálamaður hefur í starfi og ákvörðunum sameinað betur en hann fornar dyggðir og framsýni. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, kemst svo að orði um breytingar þær, sem gerðar hafa verið á ríkis- stjórninni, í viðtali við Morgun- blaðið: „Sú ákvörðun sem fyrir liggur er ákvörðun Geirs Hallgrímssonar um að víkja sæti fyrir eftirmanni sínum á formannsstóli. Það er ekki í fyrsta sinni sem Geir Hall- grímsson leysir vanda flokksins þegar allt um þrýtur." Hér var bæði vel og réttilega mælt. Morgunblaðið segir i forystu- grein: „Utanríkisráðherraferill Geirs Hallgrímssonar hefur verið við- burðaríkur þessi rúm tvö ár og grundvöllur lagður að sjálfstæðari utanríkisstefnu en rekin hefur verið af Framsóknarmönnum og Alþýðuflokksmönnum í 30 ár.“ Dagblaðið Vísir segir: „Sennilega hefur Island ekki átt jafngóðan utanríkisráðherra síðan Bjarni heitinn Benediktsson gegndi því embætti." Sá ráðherra er hér hjó á hnút, sem leysa þurfti, með því að standa upp úr embætti sínu, naut verðskuldaðs trausts alls lýðræð- issinnaðs fólks í landinu. Stefnu hans verður að fylgja vel eftir og festa í sessi til langrar framtíðar. Dómur reynslunnar Það hefur styrkt stöðu Þor- steins Pálssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, hve fljótt og átakalítið þær breytingar á skipan í ráðherraembætti, sem hér hafa verið ræddar, gengu fyrir sig. Það eitt, hvern veg hann leiddi fram- vindu mála, þegar til lokaákvörð- unar kom, sýnir þrek hans og vax- andi styrk í störfum. Hann velur sér hvorki auðveld- asta kostinn, þar sem er embætti fjármálaráðherra, né auðförnustu leið til vinsælda. Hann haslar sér völl í því embætti, hvar stærstu vandamál þjóðarbúsins skarast: • viðskiptahalli við umheiminn • erlendar skuldir • ríkissjóðshalli • vöxtur ríkisumsvifa, umfram aðstæður í efnahagslífi. • ný verðbólguteikn á lofti Þessi vandamál og fleiri, sem við er að kljást, breytast ekki sjálfkrafa, hvorki að eðli né um- fangi, þótt ríkisstjórn sé stokkuð upp. Þau hafa þvert á móti til- hneigingu til að vaxa, velta utan á sig eins og snjóbolti, ef ekki er spyrnt rösklega á móti. Reynslan ein fær úr því skorið, hvern veg ríkisstjórninni tekst til við lausn hrikalegra vandamála, sem grúfa yfir þjóðarbúskapnum. Þjóðin mun fylgjast grannt með hverri athöfn hennar og einstakra ráðherra. Sama máli gegnir um þingflokka og einstaka þingmenn. Þingmenn eru starfsmenn þjóð- arinnar. Þeir eiga að leggja sitt af mörkum við lausn vandamálanna; ekki að þvælast fyrir lausn þeirra; ekki verða óaðskiljanlegur hluti þeirra! Helztu vegvisar þing- manns í starfi eiga að vera heild- arhagsmunir og þjóðarheill. Þetta meginatriði gleymist á stundum, einkum hjá stjórnarandstöðu, hver sem hún er. Raunar eru valdamiðstöðvar víðar í þjóðfélaginu en hjá ríkis- stjórn og Alþingi. Ekki sízt hjá svokölluðum aðilum vinnumark- aðarins. Þau þungavigtaröfl, sem þar eru, bera ekki síður ábyrgð á framvindu í atvinnu- og efna- hagslífi þjóðarinnar en stjórn- málamenn, ekki sízt rekstrarör- yggi atvinnuvega og atvinnuör- yggi fólks, sem eru tvær hliðar á sama fyrirbærinu. Þessir aðilar munu koma mjög við sögu upp úr áramótum. Utanaðkomandi áhrif, sem lítt verður ráðið við, koma einnig til sögunnar, sveiflur í sjávarafla, verðsveiflur útflutningsvöru er- lendis, verðþróun innflutnings (svo sem olíu), gengisþróun Bandaríkjadals og Evrópumynta o.m.fl. Sterkasta vopn okkar á vegferð inn á kyrrari sjó í atvinnu- og efnhagslífi er þjóðarsátt, alhliða samátak til að ná — og tryggja til frambúðar — hliðstæðum lífskjör- um og bezt þekkjast annars stað- ar. Bætt lifskjör vinnast aðeins með vopnum framleiðni og hag- vaxtar, þ.e. auknum þjóðartekjum. í þeim efnum duga innbyrðis átök og slagorð skammt. .( - i r „ RENAULT 9 NÓTÍMABÍLL MEÐ FRAMTÍÐARSVIP .............................. ■ 'V.....*> ;un vegna tollabreytinga verð frá 355.000 kr. miðað við tollgengi í okt. '85. KRISTINN GUÐNASONI ISUÐURLANDSBRAUT 20, SIMI 686633 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.