Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
57
Stephenb A.J. Duffy er nokkuð vinsæll í heimalandi sínu, Englandi. Kannski
engin súperstjarna en nokkuð vinsæll engu aö síöur. Hérlendis hrífast unglingar
af tónlist hans og atgervi og kannski stendur þeim til boða að sjá hann með
berum augum í febrúar eða mars?
Stephen A.J. Duffy til íslands:
Supertramp — Better Days
Kemur virkilega á óvart. Rick
Davies ræöur nú öllu og hér sýnir
þessi aldni flokkur og sannar aö
hann er aldeilis ekki dauöur úr öll-
um æöum. Lag þetta er laust viö
allt sem viö getum kallaö hunang
og þaö er virkilega skemmtileg til-
breyting aö heyra popplag í dag
meö ekta flygli sem aöalhljóðfæri.
Aö vísu stórefast Popparinn um aö
þetta lag rjúki í toppsæti Rásarlist-
ans, enda eru allar vinsældaf ormúl-
ursniðgengnar.
Popparinn hefur voöalega gam-
an af raddsetningunni, þ.e. þegar
forsöngurinn er tvöfaldaöur áttund
neöar.
Önnur ágæt
Style Council — The Lodg-
ers
D.C. Lee stelur aö vísu senunni
blessunin i þessu lagi sem gæti vel
veriö samiö af Chic-bræörum.
Popparinn er aö vísu ekki alveg
nógu hress meö þetta þar sem
lagasmíðin er frekar fátækleg og
mikiö er um endurtekningar, en út-
setningin bjargar heilmiklu. Orgel-
sólóin er skemmtileg.
Afgangurinn
Kool and the Gang —
Cherish
Hvernig nenna menn sýknt og
heilagt aö apa hvor eftir öðrum.
Þeir eru allir eins: Billy Ocean, Kool
and the Gang, Lionel Richie og
hvaö þeir heita nú allir þessir ball-
öðubergrisar. Þaö er búiö aö gera
þetta lag eöa eitthvaö annaö (þetta
er svo svipaö) áreiöanlega 10.000
sinnum. Má Popparinn þá frekar
biöjaumBoney M.
Bryan Ferry — Slave to
love
Margir hverjir hafa falliö í stafi
yfir Boys and Girls, síöustu sóló-
plötu Bryan Ferry. Ekki Popparinn.
Allt í lagi, hljóöfæraleikur, hljómur
og útsetnlng eru hlutir sem standa
vel fyrir sínu en lögin eru svo mónó-
tónísk aö þaö er meö eindæmum.
Slave to love er eitt slíkt.
Simon Le Bon, Nick Rhodes og Roger Taylor:
„Ekki ólíklegH IARCADIA
— segir Jónatan Garöarsson
hjá Steinum hf.
„Mér þykir ekki ólíklegt aö Step-
hen A.J. Duffy heimsæki okkur ls-
lendinga í kjölfar útkomu á næstu
sólóplötu," sagöi Jónatan Garöars-
son hjá Steinum hf. í viötali viö
Popparann í vikunni. Duffy er mjög
vinsæll á meöal íslenskra unglinga
og er víst nokkuö spenntur fyrir því
aö koma hingaö og spila fyrir 1%
af þjóöinni.
„Þaö er reyndar greinilegt aö
hann gerir sér ekki alveg grein fyrir
markaðnum hér, en hvaö um þaö,
hann er æstur í aö koma," sagöi
Jónatan.
Hvernig kom þetta til upphaf-
lega?
„Umboösmaöur hans skrifaöi
mér bréf og vildi ólmur að viö tækj-
um á móti Duffy í október. Ég skrif-
aöi honum til baka og sagði ekkert
vit í því, þar sem hann ætti bara eitt
lag vinsælt hér, og lagöi til aö hann
kæmi frekar þegar næsta sólóplata
kæmi út. Máliö er nú i þeirra hönd-
um, þeim leist vel á þetta svo aö
þaö er nokkuð líklegt aö Duffy komi
í febrúar eöa mars. Platan á aö
koma út í febrúar en þaö gæti þó
bæglega dregist eitthvaö," sagöi
Jónatan ennfremur.
Myndi Duffy vera hér é vegum
Steina hf.?
„Nei, þaö er alveg öruggt. Okkar
hagur er í plötusölu, en ekki hljóm-
leikahaldi, Viö erum bara milliliöir.
Þaö yröi einhver annar aö prómót-
erahann."
Hvað heldurðu með kostnaö?
„Hann ætti ekki aö veröa mikill
ef viö reiknum meö því aö Duffy
veröi meö undirleikinn á bandi. Þaö
eru fordæmi fyrir heimsóknum sem
þessari og nægir þar aö nefna Gary
Numan og B.A. Robertson. Sem
betur fer hefur Duffy ekki sömu
hugmyndir og Spandau Ballet sem
vildu óðir og uppvægir heimsækja
okkur áriö 1980 og spila í Almanna-
gjá af því aö þar er svo gott berg-
mál,“ sagöi Jónatan aö lokum og
glotti alveg áreiöanlega út í annaö.
Simon Le Bon, Nick Rhodes og Roger Taylor skipa hljómsveitina Arcadia. Pilt-
arnir eru auövitað 3/s hlutar Duran Duran-flokksins vinsæla. í ágætu erlendu
blaöi voru piltarnir fengnir til aö tjá sig um ýmis atriði varöandi hljómsveitina,
plötu tríósins, sem heitir „So Red the Rose“, Duran Duran og ýmislegt fleira.
Nafnið?
„Viö eyddum hálfu ári í aö finna þaö upp. Þaö segir aö vísu ekkert um tónlist,
einsog Power Station til dæmis, en það hljómar vel og við erum ánægöir meö
þaö. Power Station segir aö þar sé hljómsveit sem spili kröftuga tónlist. Hvaö
ætla þeir að gera ef þeir fara í þjóölögin, kalla sig kannski Folk Station?“ (Nick)
„Þetta nafn átti alls ekki aó hafa á sér rokkstimpil og hefur þaö heldur ekki.
Ég er reyndar ekki alveg viss hvaö þaö þýöir, eitthvað trúarlegt sjálfsagt eöa
tengt töfrum. Þaö hvarflaöi að okkur aö kalla hljómsveitina „So Red the
Rose“ en frá því var horfiö. Þaö er rík tilfinning í Arcadiu." (Roger)
„ Má bjóöa ykkur te?“ (Simon)
Gagnrýni?
„Ég hef ekki hugmynd um hvort okkur veröur vel tekiö og
reyndar er mér alveg sama. Þetta er eins og aö vera í nýrri
hljómsveit á ný.“ (Nick)
Viö fengjum örugglega góöa dóma ef tveir okkar heföu
verið í Joy Division og einn i Fall. Annars er platan
ekki gerð fyrir gagnrýnendur. Fyrst og fremst fyrir
okkur sjálfa og hlustendur. Viö gerum þetta alveg
örugglega ekki til aö keppa viö Power Station.”
(Roger)
„Peningar og lofsyrði gagnrýnenda skipta
engu máli. Ég er nú þegar búinn aö fá þaö út
úr þessu sem ég vil. Eg er stoltur yfir fram-
takinu, stoltur yfir lögunum.” (Simon)
Duran Duran?
„Þaö verður endurnærö hljómsveit sem ,
tekur aftur til viö aö semja saman tónlist *
og flytja opinberlega. Ég leyfi Andy
ekki aö spila neitt bárujárn, og hann
leyfir mér ekki aö spila nýrómantík.
Viö förum bara milliveginn eins og
venjulega.“(Nick)
„Örlítiö af Duran Duran, örlítiö af
Power Station og örlítiö af Arcadiu:
Frábærplata.“(Roger)
„Ég er nú ekki sammála þessu.
■ Satt best aö segja bíö ég bara
spenntur eftir aö heyra hvaö viö
gerum næst.“ (Simon)
Nýja platan? r—
„ Viö í Arcadiu erum mjög ánægö-
" ir meö hana. Hún er rómantísk,
'H mjög rómantísk og jafnframt lý-
■ rísk. Viö erum mjög einlægir á
þessari plötu.“ (Simon)