Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 64
ftgtmlilðMfe KEILUSALURINN OPINN 9.00-00.30 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1985 VERÐILAUSASOLU 35 KR. Friðrik Pálsson um gengisfellingu gríska gjaldmiðilsins: Reikna ekki með að hún hafi áhrif á samninga okkar „Gengisfelling hefur alltaf slæm áhrif, en mín fyrstu vidbrögð eru þó þau að í þessu tilfelli komi hún ekki til með að hafa áhrif á þá samninga sem við höfum gert við Grikki, eða þá sem fyrirhugaðir eru seinna í haust,“ sagði Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri Sölusambands ísl. fiskframleið- enda er hann var spurður álits á því hvaða þýðingu 15% gengisfelling gríska gjaldmiðilsins drakma hefði fyrir sölu SÍF á saltfiski í Grikklandi. Friðrik sagði að nýlega hefði verið gengið frá samningi við Grikki um kaup á 400 tonna salt- / '^fisksfarmi, sem væri nú á leið til ~ landsins. Friðrik sagðist ekki búast við, miðað við fyrri reynslu, að þessi samningur gengi til baka. Hins vegar bæri að líta á það að verð á saltfiski hefði ný- lega verið hækkað um 10% og þegar við bættist 15% gengis- felling þýddi það óneitanlega geysilega verðhækkun, sem gæti veikt samkeppnisaðstöðu fisksins í Grikklandi. Helgi S. KE kominn í eigu Fiskveiðasjóðs Triton hf. féll frá boði sínu í skipið FISKISKIPIÐ Helgi S. úr Keflavík hefur nú verið lagt Fiskveiðasjóði Eldsvoði að Syðri-Hól Holti, 12. október. UM KLUKKAN 10 í morgun varð heimilisfólkið að Syðri-Hól undir Eyjafjöllum vart við lausan eld efst í heimahlöðu. Austan strekkingur var svo að skömmum tima liðnum var hlaðan orðin alelda og áfast fjós einnig. __„ Slökkvilið Hvolsvallar og bænd- ur með haugsugur og bruna- slökkvur við þær, komu fljótt á vettvang. Nú um eittleytið er unn- ið að slökkvistarfi. Talið er að ibúðarhús, sem stendur nærri, sé ekki í hættu en útlit fyrir að ekki sé hægt að verja fjós og hlöðu. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagm. FréttariUri. út. Skipið hafði áður verið slegið fyrirtækinu Triton í Reykjavík á uppboði, en það féll frá boði sínu. Við uppboð á Helga S. bauð Fiskveiðasjóður 61,1 milljón króna í skipið í hlutfalli við skuldir skipsins við sjóðinn, en Triton bauð 61,5 milljónir króna. Fiskveiðasjóður á nú þrjú fiski- skip og líkur eru á því að það fjórða bætist í hópinn. Skipin Sölvi Bjarnason, Sigurfari II og Helgi S. hafa þegar verið slegin sjóðnum og búizt er við því að svo verði einnig um Kolbeinsey á næstu vikum. Morgunblaðið/Bjarni BRAÐUM KEMUR BILPROFIÐ VænUnlega fara þessir ungu herramenn eftir ströngustu reglum um- ferðarlaga. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, tókst það mark- mið umferðarviku að föstudagurinn yrði slysalaus, þótt mikið væri um árekstra, aðallega afUnáakstur. Takmarkið hlýtur samt að vera að það ásUnd skapist í umferðinni, að hvorki verði þar slys né árekstrar. Lyktir í handrita- viðræðum við Dani á næstu grösum BERTEL HAARDER kennslumála- ráðherra Dana hefur ákveðið að leggja nú aukna áherslu á samsUrf við mennUmálaráðherra íslands, varðandi ákvarðanir um það hvaða handrit skuli endanlega verða eftir í Kaupmannahöfn og hvaða handrit skuli flutt til íslands. Fréttastofan Ritzau hefur eftir ráðherranum að tveggjalandanefndin sem sUrfað hefur að þessu máli í 20 ár, án þess að hafa náð árangri, hafi nú sUrfað nægjanlega lengi. Alls eru 1135 handrit af 2500 nú komin til íslands. „Það er alveg ljóst að það verður að ljúka þessu máli á milli ráð- herranna. Það eru sérstakar reglur sem gilda, samkvæmt lögunum, að endanlegar lyktir málsins eru í höndum forsætisráðherra Dana, eftir tillögum menntamálaráð- herra íslands og kennslumálaráð- herra Danmerkur," sagði Ragn- hildur Helgadóttir menntamála- ráðherra í samtali við Morgun- blaðið um þetta mál. Hún sagði að hún og kennslumálaráðherra Dana hefðu bæði fengið sérfræð- inga til þess að starfa að þessum málum. Var menntamálaráðherra bjartsýnn á að lyktir þessa máls lægju fyrir innan skamms. Sölvi og Helgi S. eru þegar komnir í slipp til viðgerðar og Sigurfari verður sömuleiðis tek- inn í slipp á næstunni. Skipin hafa enn ekki verið auglýst til sölu, en það verður gert, þegar viðgerðum á þeim lýkur. Rekstri Útsýnar breytt í hlutafélag um áramót Fjórir aðilar kaupa 50% — Ingólfur Guðbrandsson áfram forstjóri HELMINGUR Ferðaskrifstofunn- ar Útsýnar hefur verið seldur og verður fyrirtækið gert að hlutafé- lagi um næstu áramót. Gengið var frá samningi um kaupin á fimmtu- dag. Kaupendurnir eru fjórir, 3 % hækkunin til allra opinberra starfsmanna: 5—6000 króna skattahækk- un á 4ra manna fjölskyldu — segir framkvæmdastjóri VSI FÁI allir opinberir starfsmenn samsvarandi launahækkun og fjármálaráð- herra samdi um við BSRB í fyrri viku og einstök sveitarfélög hafa ákveðið að láta ganga til sinna starfsmanna, þá eykst launakostnaður ríkis og bæja um liðlega 330 milljónir króna á ári. Það þýðir, að ef ekki verður dregið úr framkvæmdum eða útgjöidum að sama skapi, þarf að skattleggja hverja yögurra manna fjöldskyldu í landinu um 5—6000 þúsund krónur aukalega il að standa undir launakostnaðaraukanum, að mati Magnúsar Gunnarsson- ar, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands ísiands. „Það er einfaldlega staðreynd, að fyrir þessum samningi eru eng- ar efnahagslegar forsendur — það er engin aukin verðmætasköpun á bak við hann," sagði Magnús í samtali við blaðamann Morgun- “iaðsins. Hann sagði í viðtali við blaðið á föstudag, að samsvarandi launahækkun á almennum mark- aði myndi kosta atvinnulífið 1,2—1,3 milljarða króna á ári þannig að í heild er hér verið að tala um hálfan annan milljarð króna árlega. „Ríkisvaldiö gengur á undan og ákveður kostnaðarauka fyrir alla í landinu," sagði Magnús. „Fisk- vinnslan, sem lengi hefur verið illa stödd, er nú nánast komin í þrot vegna gegnisþróunarinnar að undanförnu. Eg held að menn hafi almennt ekki gert sér grein fyrir stöðu þessa undirstöðuatvinnu- vegar okkar, sem hefur að undan- förnu verið verri en hún hefur ver- ið í marga áratugi. Og svo bætist þetta við.“ Magnús sagðist ekki efast um réttmæti fullyrðinga forystu- manna verkalýðshreyfingarinnar um að verðlag hafi hækkað meira en gert var ráð fyrir þegar samn- ingar voru gerðir í sumar. „Það hefur allt gengið gegn þeim samn- ingum," sagði hann. „Útflutnings- greinarnar hafa haft minni tekjur en gert var ráð fyrir við samnings- gerðina. Sem dæmi get ég nefnt, að þá var gert ráð fyrir að dollar- inn fylgdi SDR-gengi — en nú er staðan sú, að dollarinn kostar 41,50 krónur. Forsendur samn- ingsins í júní voru að dollarinn yrði nú um 43 krónur, eins og SDR-gengið. Það sjá allir hversu alvarlegt það hlýtur að vera fyrir greinar, sem selja framleiðslu sína að 70—80 hundraðshlutum í doll- urum.“ Hann sagði í áðurnefndu viðtali á föstudaginn, að hann sæi aðeins tvær leiðir til að mæta þessum kostnaðarauka fyrir atvinnuveg- ina: að ríkisvaldið létti álögum af atvinnurekstrinum sem næmi, 1,2—1,3 milljörðum eða þá að gengið yrði fellt. Hann kvaðst í gær ekki treysta sér til að spá um hversu mikil sú gengisfelling þyrfti að vera. Þýzk-íslenzka hf., Omar Kristjáns- son forstjóri Þýzk-íslenzka, Magn- ús Gunnarsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, og Helgi Magnússon endurskoó- andi. í frétt, sem Morgunblaðinu barst í gær frá Ferðaskrifstof- unni Útsýn, og birt er í heild á bls. 2 í blaðinu í dag segir, að Ingólfur Guðbrandsson, sem er stofnandi og verið hefur einka- eigandi ferðaskrifstofunnar frá upphafi, muni eiga 50% fyrir- tækisins áfram. I stjórn hins nýja hlutafélags verða þessir: Ómar Kristjánsson formaður, Ingólfur Guðbrandsson, Andri Már Ingólfsson, Magnús Gunn- arsson og Helgi Magnússon. Ingólfur Guðbrandsson verður áfram forstjóri Útsýnar. Útsýn er með elstu og öflug- ustu ferðaskrifstofum á íslandi. Fastráðið starfsfólk Útsýnar er um 30 manns og er gert ráð fyrir að það muni allt starfa áfram hjá hinu nýja félagi, enda umsvif Útsýnar mikil, að því er segir í áðurnefndri frétt, t.d. ferðuðust um 10 þúsund farþegar með fyr- irtækinu í áætlunarflugi milli landa á farseðlum þess fyrstu 9 mánuði þessa árs, auk um 4.000 farþega í leigufíugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.