Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna i Reykjavík: A 1 - ) „ísland er paradís fyrir jarðfræðinga“ — segir Meseret Teklemariam jarðfræðingur frá Eþíópíu „JarAhitarannsóknir hófust í Eþíépíu um 1970 og nú hafa verið boraðar ítta tilraunaholur, en nýting jarðhitans er ekki hafin enn, en það verður vonandi von bráðar því það er mikill jarðhiti í landinu, sem býð- ur upp i mikla möguleika," sögðu þau IVIeseret, Abatneh og Berhanu frá Eþíópíu, sem útskrifuðust úr Jarðhitaskóla Háskóla SÞ þriðju- daginn 8. október. Þau voru sammála um það að þau hefðu lært mikið af dvöl sinni hér. „ísland er paradís fyrir jarðfræðinga," sagði Meseret, sem er jarðfræðingur að mennt. „Hér er allt á sama stað og mjög auð- velt að skoða jarðfræðileg fyrir- bæri, vegna þess að landið er svo bert,“ sagði hún ennfremur. Þau kváðust hafa ferðast nokk- uð um landið og skoðað bæði há- hita- og lághitasvæði, hitaveitur og Kröfluvirkjun. Þau kváðust hafa kunnað vel við sig hér á landi, íslendingar hefðu tekið þeim vel og þau hefðu ekki orðið vör við fordóma vegna kynþáttar síns. „Ég myndi gjarnan koma aftur ef mér gæfist kostur á að læra meira hér,“ sagði Meseret og fé- lagar hennar tóku í sama streng. Aðspurð um hvað við tæki er þau kæmu heim sögðu þau að þau myndu væntanlega leysa af hólmi erlenda sérfræðinga. Þetta væri mikilvægt vegna þess að útlend- ingarnir tækju geysihá laun en fjármagn til jarðhitarannsókna væri af skornum skammti. Þau væru tilbúin til að vinna sömu störf fyrir lægri laun og auk þess skildu þau þarfir lands betur en útlendingarnir. Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Samein- uðu þjóðanna. „Skólinn er mjög mikil- vægur þáttur í aðstoð íslands við þróunarlöndin — segir Ingvar Birgir Friðleifsson skólastjóri U Abatneh Wale, Meseret Taklemariam og Berhanu Gizaw frá Eþíópíu. JARÐHITASKÓLA Sameinuðu þjóð- anna var slitið þriðjudaginn 8. októ- ber sl. og lauk þar með 7. starfsári skólans, en hann hefur starfað hér á landi frá upphafi. Að þessu sinni útskrifaði skólinn 11 nemendur sem lokið höfðu 6 mánaða sérhæfðri starfsþjálfun. Þrír þeirra voru frá Eþíópíu, þrír frá Kenya, þrír frá Kína, einn frá Thailandi og einn frá Tyrklandi. Blaðamaður heimsótti skólann daginn fyrir skólaslit og ræddi við dr. Ingvar Birgi Friðleifsson, sem veitir skólanum forstöðu. Hann var fyrst spurður um tildrög þess „Kenya er nú fremst Afríku- ríkja í nýtingu jarðhitaa — segja þrír Kenyamenn sem voru í Jarðhitaskólanum í sumar ÞRÍR Kenyamenn sátu á skólabekk í Jarðhitaskólanum í sumar. Þeir eru P.S. Bhogal, háskólakennari, Uharl- es B. Haukwa og Geoffrey Muchemi sem starfa hjá Landsvirkjun Kenya. Þeir félagar sögðu að mikið væri unnið að jarðhitamálum í Kenya og væri landið lengst á veg komið allra Afríkuríkja á þessu sviði. Þeir sögðu að miklar rannsóknir færu nú fram í landinu á vegum Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og hefðu verið boraðar sex holur á um 50 m2 svæði í Eburu-héraði, en það væri svæði sem lofaði mjög góðu. Þeir gátu þess að reist hefði verið í landinu 45 megawatta jarðgufuvirkjun, hin fyrsta sinnar tegundar í Afr- íku og að áætlað væri að árið 1992 verði búið að virkja 105 megawött. „Þessi skóli er mjög góður,“ sögðu þeir félagar. „Það er mjög thikilvægt að fá tækifæri til að ræða við og fræðast af öllum þeim sérfræðingum sem hér er að finna á þessu sviði og það á eflaust eftir að koma sér vel fyrir okkur í fram- tíðinni að hafa stofnað til persónu- legra kynna við þá. Við vitum þá hvert við getum snúið okkur ef okkur vantar ráðleggingar." „Það hefur stundum verið ansi kalt hérna og það er erfitt að vera svona lengi fjarri fjölskyldunni,” sagði P.S. Bhogal, og hinir tóku í sama streng. „Að öðru leyti hefur okkur Hkað vel. Það er þó eitt sem okkur hefur fundist skorta og vilj- um gjarna benda á. Það væri ákaf- lega gott ef fjölmiðlar hér myndu birta fréttaágrip á ensku daglega. Það ætti til dæmis að vera auðvelt fyrir sjónvarpið að gera eitthvað líkt því sem gert er með því að birta úrdrátt úr fréttum fyrir heyrnarlausa. Við hefðum gjarnan viljað kynnast fslandi og Islend- ingum betur, en það er erfitt þegar við getum ekki fylgst með hvað er að gerast í landinu," sagði P.S. Bhogal að lokum. að þessi skóli var settur á stofn. „Háskóli Sameinuðu þjóðanna var stofnaður fyrir tíu árum. Það var U Thant, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sem fyrstur setti fram hugmynd um stofnun slíks skóla árið 1969. Höfuðstöðvar skólans eru í Tókýó í Japan en hinar ýmsu deildir hans starfa í rúmlega 30 löndum. Skólinn er byggður upp með það fyrir augum að nota stofnanir sem fyrir eru og þá þekkingu sem þar er fyrir hendi í stað þess að byggja upp eina viðamikla alþjóðastofnun til viðbótar. Þess vegna eru deildir hans dreifðar um heiminn og starfa þar sem mest þekking er talin vera fyrir hendi á hverju sviði. fslendingar buðu á sínum tíma fram þekkingu og aðstöðu á tveim- ur sviðum, fiskirannsóknum og jarðhitarannsóknum. Það varð úr að ákveðið var að jarðhitadeild skólans yrði hér á landi, því ísland var það land sem lengst var komið í nýtingu jarðhita. Það var síðan í mars 1979 að skólinn tók til starfa, samkvæmt samningi milli Orkustofnunar og Háskóla Sam- einuðu þjóðanna, en skólinn er rekinn innan jarðhitadeildar Orkustofnunar." — Hvaðan koma nemendurnir og hvernig eru þeir valdir? „Nemendurnir koma fyrst og fremst frá þróunarlöndunum og eru þeir valdir mjög vandlega. Það er inntökuskilyrði að þeir hafi háskólapróf í verkfræði eða raun- vísindagreinum og einhverja starfsreynslu á sviði jarðhitamála. Val einstakra nemenda fer þannig fram að yfirvöld í viðkomandi landi skrifa og biðja um skólavist fyrir ákveðna nemendur. í fram- haldi af því fer fulltrúi frá okkur til viðkomandi lands og gerir út- tekt á stöðu jarðhitamála þar, kannar vilja stjórnvalda og ræðir við væntanlega nemendur og að því búnu eru þeir valdir er skóla- visthljóta." — Hvernig fer svo kennslan fram? „Skólinn starfar sex mánuði, frá vori til hausts. Ástæða þess að hann starfar á sumrin er fyrst og fremst sú að þá er unnt að „Þetta var oft erfitt, en það var þess virði“ — segir Mahmut Parlaktuna frá Tyrklandi Kenyamennirnir þrir sem sátu i skólabekk í Jarðhitaskólanum í sumar. F.v. Geoffrey Muchemi, PJ9. Bhogal og Charles B. Haukwa. „ÞAÐ ER mikió um jarðhita í Tyrk- landi og heitt vatn úr hverum og laugum hefur verið notað til baða um aldaraðir, en það var ekki fyrr en á síðasta áratug sem farið var að huga að frekari nýtingu jarðhitans," sagði Mahmut Parlaktuna frá Tyrk- landi. Hann vinnur að jarðhitarann- sóknum við háskólann í Ank'ara. Sagði hann rannsóknir á jarðhita hafa hafist þar á síðasta ári, en skortur væri á hæfu starfsliði og væri það von sín að hann gæti komið að góðu liði við að kenna löndum sínum að loknu náminu hér. „Það er mikill áhugi á þessum málum í Tyrklandi og áform eru uppi um að nota jarðhita meðal annars til gróðurhúsaræktar, hitaveitna og til raforkufram- leiðslu. Það hefur þegar verið reist ein 20 megavatta stöð í Kizildere," sagði Mahmut. Aðspurður um námið og dvölina hér sagði hann: „Kennslan er mjög góð, þó finnst mér að auka mætti verklega þjálfun á því sviði sem ég var á. Bóklega kennslan er mjög góð en ég hefði gjarnan viljað fá meiri verklega þjálfun í því að framkvæma tilraunir og því um líkt. Ég hef undan engu að kvarta varðandi dvölina hér. Fólkið hefur verið vingjarnlegt og hjálplegt. Þó neita ég því ekki að stundum hef ég verið nokkuð einmana og haft heimþrá. Það stafar einkum af því að ég á konu í Tyrklandi og ungan son sem ég hef ekki séð ennþá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.