Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 9
TIMABÆH HUGVEKJA MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 9 Barnatrú eftir séra HEIMI STEINSSON „Þess vegna hefur einkareynsla barna- trúarinnar almennt gildi og varðar sann- lega það œvilanga uppgjör andspœnis lífsgátunni, sem þér og mér og öllum öðrum er fyrir búið. Styrkur þessarar reynslu er fólginn í innileika hennar. Ogávöxtur hennar er tré, sem teygir lim sitt um veröld víða og lœtur enga heima ókannaða. “ í erli daganna er mönnum tamast og hentast að bregðast við aðsteðjandi vandkvæðum frá stund til stundar, en fagna svip- ulum gleðiefnum jafnframt. Við erum önnum kafin við mikla þjónustu og gefum okkur lítt að öðru en því, sem ekki verður undan vikizt. Þau andartök renna þó í ævi allra manna, að þeir nema staðar og spyrja: Hvert er innihald lífs míns? Hvar er tilgangurinn? Hver eru hin endanlegu mark- mið? — Eftir renna hliðstæðar spurningar varðandi samfélag manna og tilvist jarðarbúa upp til hópa. Trúlega seilast menn misjafnlega langt í fyrirspurnum sínum. En enginn er ósnortinn af vangaveltu um hinztu rök. Eitt sinn var sagt: „Ég hugsa, þar af leiðandi er ég til.“ — Þar var mælt fyrir munn allra manna frá upphafi vega til efsta dags. Maðurinn er hugsandi vera og lætur ekki staðar numið við það eitt, sem hann hnýtur um á hlaupum sínum eftir skeiðvelli hversdagsleikans. Miklu skiptir um svörin. Þau geta raunar ráðið úrslitum um það, hvort maðurinn ævilangt er veill og hálfur ellegar heill og sterkur andspænis lífinu og dauðanum, gleðinni og þjáning- unni. Líklegt verður að teljast, að famaður þinn á fyrr greindum skeiðvelli sé að verulegu leyti undir því kominn, hvort þú kannt einhver þau svör, er nægja þér. Kunnir þú þau ekki, verður botn- inn ótryggur og skreipt undir fæti. Hvad ungur nemur... Þegar ofangreind efni verða uppi á teningi, birtist ein stað- reynd öðrum fyrr og framar: Burðarásar persónuleikans, hyrningarsteinar sálarlífsins, ráðast í bernsku. Hefir þú ekki á barnsaldri þegið markmið, til- gang og innihald ævi þinnar að viðspyrnu og vegarnesti, mun þér reynast örðugra en skyldi að afla þessara verðmæta síðar meir. Um þetta munu þeir flestir á einu máli, sem gjörla teljast þekkja til þróunar, er verður í hugskoti manna frá vöggu til grafar. Þar með er ekki sagt, að fyrstu áhrif endist óbreytt endilöng fullorðinsár. Þess konar stöðug- leiki væri reyndar ekki æskileg- ur. Honum hlyti að svipa meir til steinruna en heilbrigðrar varðveizlu. Um hitt er ekki að villast: Alla daga þína átt þú að bakhjarli þá máttarviði, er reist- ir voru um þig í öndverðu. Þú kannt að kjósa ævihúsi þínu öldungis framandi búnað að öllu öðru leyti. En orsök þess, að hús- ið stendur, er sú, að aðrir menn steyptu grunninn og reistu grindina í fyrstunni. Þetta veiztu, jafnvel þótt þú reynir að fela hvort tveggja, grunninn og grindina. Þetta eru gömul sannindi: „Hvað ungur nemur, sér gamall temur," segir hið fornkveðna. Þar er á ferð lífsreynsla kynslóð- anna. Við höfum ekki burði til að kasta því viðhorfi á glæ, enda hefur það verið áréttað af síðari tíma rannsóknum á mótun mannssálar. Ef þú því vilt, að barn þitt hafi eitthvað nýtilegt um að hugsa, þegar það nemur staðar við vörður á æviveginum, skaltu hyggja vendilega að því, hvað þú gróðursetur í hugskot barnsins á unga aldri. Við móðurkné og á kirkjubekk Það mun samdóma álit flestra þeirra, er notið hafa, að fátt reynist mönnum heilladrýgra en trúaruppeldi, sem þeir hlutu á barnsaldri. Kvöldbænir og morg- unvers við móðurkné og í föður- faðmi verða síðar á ævinni hin dýrasta eign. Mynd Guðs og endurminningin um ástvini skapa samstæða heild. Hlýja og öryggiskennd þeirrar endur- minningar tengjast honum, sem við fullvaxta látum okkur skilj- ast, að gjört hafi himin og jörð. Af öllu því, sem ég geymi í huga mér frá frumbernsku, ber hæst bænagjörð að kvöldi dags: Móðir mín situr í rökkrinu og heldur um hendur mínar. Lítill náttlampi slær geislabaugi um andlit hennar. Hún lýtur ofan að mér, og við biðjum saman: „Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt.“ — „Nú legg ég augun aftur". — „Faðir vor“. — Ekkert er til nema hún og ég og Guð, Jesús Kristur, bróðirinn bezti, hollvinur hennar og minn. Síðar meir skildi leiðir á marga vegu og í hvers konar tilliti. En aldrei var hann með öllu á brottu sá leyndardómsfulli vinur. Enn síðar vitjaði hann mín á ný undir öðrum formerkj- um. Ég var tæpur í hollustunni og veikur að trúa. En ævinlega, þegar kurlin komu til grafar, var hann hinn sami og í rökkrunum fyrr meir. Og hún, sem nú er löngu liðin, er ekki fjær honum en forðum. Þetta er ekkert einsdæmi. Sömu sögu geta margir sagt, vonandi allir í einhverri mynd, nokkrum skilningi. Svo er Guði fyrir að þakka. Yfir kirkjugöngur bernskunn- ar bregður sömu birtu: Húsið þar sem Guð býr. Altarisbrík. Lotn- ingarfullir tónar. Þokkafull at- höfn. Prestur í skrúða les af helgri bók og fer með torræð orð, sem ögra og laða í senn. Kirkjan er vettvangur allra stór- viðburða í gleði og í sorg. En umframt allt er hún húsið, sem fjölskyldan sækir með reglu- bundnu millibili. Þar um gilda engar málalengingar, hvorki á undan né eftir. Kirkjugöngur bernskunnar verða einfaldlega að óslitinni festi, sem síðar meir getur vissulega tognað og undizt á alla vegu, en rofnar aldrei að fullu. Til æviloka veit kirkjugest- urinn, sem eitt sinn var ungur, hvað gjöra ber, þegar helgur dagur rennur og klukkurnar kalla. Sjálfur bý ég að þess konar samfelldu óviðjafnanlegra kirkjuminninga. Ekki er mér ljóst, hve mikið gott presturinn minn gjörði mér á þessum árum. Sjálfsagt veit hann það ekki heldur, — og enginn nema Guð. En æ síðan hef ég vitað, hvaða hús mér er kærastájörðu. Einkareynsla og almennt gildi Spurningar vakna: Hvers virði eru lýsingar af framangreindu tagi? Gjöra þær annað en í bezta falli að draga upp óljósa sjálfs- mynd einstaklings? Hafa þær nokkurt almennt gildi? Á hvern veg geta þær talizt framlag til heilabrota um hinztu rök tilver- unnar? Svörin eru innan seilingar: Eins og þegar hefur verið bent á, er barnatrúin hverjum þeim holl, er henni fagnar. Þeirri stað- hæfingu er hægt að skjóta til lesenda upp til hópa. Vissulega vaxa menn frá barnatrúnni hver á sinn máta. En hún býr með þeim allt að einu og getur orðið uppistaða lífsskoðunar, sem unnt er til að taka ævilangt. Barnatrú á fátt eitt sameigin- legt með barnaleikum. Þegar upp er staðið, snýst hún um annað og meira en unaðsstundir í faðmi foreldra ellegar ævintýraleg kynni við heillandi helgisiði. Eins og öll kristin trú önnur, beinist barnatrúin að skapara og endur- lausnara mannanna, föðurnum á himnum, syni hans Jesú Kristi og þeim heilaga anda, er tendrar sérhvern trúarneista á jörðu. Þess vegna hefur einkareynsla barnatrúarinnar almennt gildi og varðar sannarlega það ævi- langa uppgjör andspænis lífs- gátunni, sem þér og mér og öllum öðrum er fyrir búið. Styrkur þessarar reynslu er fólginn í innileika hennar. Og ávöxtur hennar er tré, sem teygir lim sitt um veröld víða og lætur enga heima ókannaða. Opinberun leyndardóms í dag er 19. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. í einum af textum dagsins ræðir Páll post- uli um það hlutverk sitt „að flytja Guðs orð óskorað, leyndardóm- inn, sem hefur verið hulinn frá upphafi tíða og kynslóða; en nú hefur hann verið opinberaður Guðs heilögu" (Kól. 1:25-26). í fyrsta pistli sama dags talar postulinn til þeirra, er kynnzt hafa Kristi: „Því að ég veit, að þér hafið heyrt um hann og hafið verið um hann fræddir eins og sannleikurinn er í Jesú.“ (Ef. 4:21). Allt of oft tökum við lífs- gátunni og Guði sjálfum eins og örðugri byrði. Hitt gjörist miklu sjaldnar, að við fögnum skil- málalaust þeim gjöfum, sem okkur hafa verið gefnar. Guð hefur lokið upp leyndardómi, sem allar tíðir og kynslóðir brjóta heilann um. Mér og þér, sem skírð erum og leitumst við að trúa, heimilast að kanna þann leyndardóm. Við höfum verið frædd um sannleikann. Fræðar- inn er Jesús Kristur, hann sem sjálfur er vegurinn, sannleikur- inn og lífið. Okkur sæmir bezt að gleðjast í honum. Gleðin sú er hamingja barns- ins, sem trúir án skilorðs, veit, að „það er leikur að læra“ og ber takmarkalaust traust til fræðar- ans, er mun leiða það í allan sannleikann um síðir. „Ég hugsa, þar af leiðandi er ég til.“ Þú átt þér leiðsögumann, er mun betr- umbæta barnatrú þína og efla einbeitnina, unz hinztu rök hafa verið þér opinberuð, þessa heims og annars. V. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 14. OKT. 1985 Sparijkulelnl, hap M „1,1 tL-li jaiœrasicm oy TeroDroi V»4ttoildabr*l - wítrrggð Sötug«>gi Avðxturv Dagaf)ötdl LAnst Nafn- Sötugangl m.v. Ar-flokkur pr.kr.100 wkrata Wlnnt.d. 2afb. vaxtlr mtam. ávöxtunar- 1971- 1 1972- 1 23.762*) 21.462*9 áári HLV krofu 7*0% 101 d. 12% 14% 18% 1972-2 17.186,51 Inntv. f S*6tab. 15.09.65 1 Ar 4% 95 93 92 1973-1 12.514*6 Inntv. f S*6tab. 15*9*6 2Ar 4% 91 90 8ð 1973-2 11.892,87 7,50% 101 d. 3Ar 5% 90 87 85 1974-1 7*64,97 kmtv. f Saðtab. 15.09*6 4ár 5% 88 64 82 1975-1 6*98,94 7*0% 86 <L 5Ar 5% 85 82 78 1975-2 4.656,32 7*0% 101 d. 6ár 5% 83 79 76 1976-1 4.181,00 7*0% 146 d. 7ár 5% 81 77 73 1976-2 3.467,82 7*0% 101 d. 8ár 5% 79 75 71 1977-1 2.968,72 7*0% 161 d. 9Ar 5% 78 73 68 1977-2 2.605,31 Inntv. f Saötab. 10.09.85 10 Ar 5% 78 71 66 1976-1 1976-2 1.664*4 Inntv. f Saötab. 10.09.85 1979-1 1*64*9 1.065,03 961*0 7*0% 131 d. Inntv. f Saötab 15.09*5 < s. i >T0iðtiy99ð 1960-1 7*0% 181 d. Söiugangl m.v. 1960-2 788,42 Inntv. f Saötab. 25.10.85 LAnat 1 afb-AArl 2 afb A Arl 1961-1 MOU 7,50% 20% 28% 20% 28% 1961-2 1982-1 7*0% 7*0% 441,79 137 d. 1 Ar 79 64 85 89 1962-2 332,09 Inntv f Saötab. 1.10.85 2ár 66 73 73 79 1963-1 256,67 7,50% 137 d. 3 Ar 56 63 63 70 1963-2 163.06 7,50% 1 ár 17 d. 4Ar 49 57 55 64 1964-1 158,78 7,50% 1 Ar 107 d. 5Ar 44 52 50 59 1964-2 150,73 7*0% 1 Ar 326 d 1964-3 145,66 7,50% 2 Ar 28 d. 1966-1 130*6 7,50% 2 Ar 86 d I)arabrtf Verðbretas]oðsln5 1975-G 197644 3*42*4 3.479,60 6,00% 8,00% 47 d 166 d. 19764 2.667,83 8,00% 1 Ar 46 d. Qangt pr. 11710 -1*54 1977-J 1961-1FL 2.391,92 512*4 8,00% 8,00% 197 d. 5.000 Söluvarö 6.270 1965-1 IB 85,86 11,00% 10 4r, 1 afb. á irt 50.000 62.700 1985-2IB 88.86 10,00% 5 ár, 1 afb. A Arl 1986-3IB 86*6 10,00% 5 ár, 1 afb. A árl Orðsending tíl eigenda Sparískírteina Ríkissjóðs: Nú er enn komið að innlausn Spariskírteina 10. og 15. sept..-l. og 25. okt. Við bendum á tvo góða ávöxtunarkosti sem geía 13 - lö% vexti umíram verðtryggingu. Kjarabréí Verðbréíasjóðsins og verðtryggð veðskuldabréí. Veróbréfamarkaóii r Fjárfestingarfélagsins Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7. 101 Reykjavík, sími 28566.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.