Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
Fjórir
50% í
MORGUNBLAÐINU barst í gær
svohljóðandi fréttatilkynning frá
Ferðaskrifstofunni Útsýn:
„Eins og kunnugt er af fyrri
fréttum á Ferðaskrifstofan Útsýn
30 ára starfsafmæli á þessu ári. Á
því starfsskeiði hafa margar nýjar
slóðir verið ruddar fyrir íslenzka
ferðamenn og má heita að ferða-
lög hafi orðið almenningseign á
íslandi.
Stofnandi og einkaeigandi Út-
sýnar frá upphafi er Ingólfur Guð-
brandsson, sem hlotið hefur viður-
kenningu opinberra aðila á al-
þjóðavettvangi fyrir störf sín að
ferðamálum. Um næstu áramót
verður sú breyting á rekstrar-
formi fyrirtækisins, að Útsýn
verður breytt í hlutafélag, þar sem
Ingólfur verður áfram eigandi að
50% fyrirtækisins en meðeigendur
verða m.a. eitt öflugasta innflutn-
ingsfyrirtæki landsins, Þýzk-
ísienzka hf., ásamt þeim ómari
Kristjánssyni, forstjóra, Magnúsi
Gunnarssyni, viðskiptafræðingi,
Handtekinn má
fara í leigu-
bfl á stöðina
kaupa
Úsýn
og Helga Magnússyni, endurskoð-
anda.
Samningur um hið nýja rekstr-
arform var undirritaður hinn 10.
þ.m., en það tekur gildi hinn 1. jan.
1986. í stjórn hins nýja fyrirtækis
verða þessir: Ómar Kristjánsson,
stjórnarformaður, Ingólfur Guð-
brandsson, Andri Már Ingólfsson,
Magnús Gunnarsson og Helgi
Magnússon. Ingólfur Guðbrands-
son verður áfram forstjóri fyrir-
tækisins.
Gert er ráð fyrir að allt núver-
andi fastráðið starfsfólk Útsýnar,
um 30 að tölu, muni starfa áfram
hjá hinu nýja fyrirtæki, enda eru
umsvif Útsýnar mikil, t.d. ferðuð-
ust um 10 þúsund farþegar í áætl-
unarflugi milli landa á farseðlum
frá Útsýn fyrstu 9 mánuði þessa
árs auk um 4000 farþega í leigu-
flugi.
Meðal nýjunga í framtíðinni er
m.a. að hasla sér völl að nýju í
móttöku erlendra ferðamanna.
Útsýn hyggst treysta viðskipti
sín og markaðsstöðu með nýjum
samstarfsaðilum og kappkosta að
vera sem fyrr í fararbroddi í
ferðamálum á grundvelli reynslu,
hagstæðs verðs og öruggrar þjón-
ustu sérþjálfaðs starfsfólks."
Davíð Oddsson, borgarstjórí:
Kópavogur standi við samninga
Reykjavíkurborg hefur neitunarvald um byggingu golfvallar
„ÞAÐ ER ljóst, að samkvæmt
samningum sem gerðir voru um
lögsöguskipti og land, þá byggja
Kópavogsbúar ekki golfvöll í
Fossvogsdal, nema með okkar
samþykki. Kópavogur verður að
efna samninga og Reykjvíkur-
borg hefur neitunarvald í þessu
máli,“ sagði Davíð Oddsson,
borgarstjóri, um hugmyndir í
Kópavogi um byggingu golfvallar
í Fossvogsdal. Samkvæmt hug-
myndum, yrði völlurinn í landi
Lundar og teygði sig siðan austur
eftir dalnum.
„Leysa verður á farsælan hátt
þann umferðarvanda, sem fyrir
hendi er og Fossvogsbraut er
lykilatriði í þeirri lausn," sagði
Davíð Oddsson.
Loðnulöndunardeilan að leysast:
Loðnuskip aftur með afla til
Siglufjarðar og Krossaness
HANDTEKINN maður getur óskað
þess við lögreglu að vera fluttur á
lögreglustöð í leigubifreið i eigin
kostnað. Ef lögreglumenn meta að-
stæður svo, að slíkt sé í lagi, þá er
ekkert því til fyrirstöðu að viðkom-
andi panti leigubfl og láti aka sér á
stöðina. Þetta fyrirkomulag var ný-
lega tekið upp á lögreglustöðinni í
Reykjavík. „Þetta er tilraun að
danskri fyrirmynd. Við viljum reyna
forða fólki frá að verða fyrir meira
hnjaski en nauðsyn krefur við hand-
töku,“ sagði William Th. Möller,
aðalfulltrúi lögreglustjórans í
Reykjavík í samtali við Morgun-
blaðið.
Þá hefur lögreglan tekið upp þá
nýbreytni, að hafa þrjá til fjóra
lögregluþjóna á einni eftirlits-
bifreið, svokallaðri stöðvarbifreið.
Hugmyndin er, að stöðvarbifreiðin
sinni útköllum þegar sérstakan
vanda ber að höndum við handtöku
fólks.
SVO viróist sem viðunandi lausn sé
komin á ágreiningi sjómanna og
bræðsluverksmiðja um hvernig taka
skuli sýni úr loðnuförmum. Verð-
lagsráð sjávarútvegsins kom saman
til fundar á föstudaginn og sam-
þykkti nýja tilhögun á því hvernig
sýni skyldu tekin. Kom ráðið sér
saman um að frá og með 20. október
skuli taka sýni í hverri lest fiskiskips,
tvisvar meðan á löndun stendur á
þrennskonar mismunandi dýpi. Jafn-
framt verði haldið áfram að taka sýni
með þeim hætti sem nú er gert,
þ.e.a.s. frá skipshlið, og verði greitt
fyrir loðnuna sem meðaltal þessara
þriggja sýna. í gærmorgun lá Ijóst
fyrir að a.m.k. fímm loðnuskip höfðu
ákveðið að sigla með farm sinn til
Siglufjarðar og Krossaness.
Fyrri reglur verðlagsráðs sjávar-
útvegsins gera ráð fyrir að sýni séu
tekin við skipshlið, en hins vegar
hefur það verið viðtekin venja að
sjómenn tækju sýnin sjálfir um
borð. Verksmiðjurnar á Siglufirði
og Krossanesi hugðust breyta þess-
ari venju og láta taka sýnin eins
og reglur verðlagsráðs gerðu ráð
fyrir. Sjómenn telja að nokkuð af
fitu ioðnunnar tapist við losun og
því fáist minni fita, og þar með
lægra verð, úr sýnum sem tekin eru
við skipshlið en í hinum sem tekin
eru um borð. Þeir hafa því ekki
sætt sig við nýju stefnu bræðslu-
verksmiðjanna og komu sér saman
um að landa ekki á Siglufirði og í
Krossanesi, eins og fram hefur
komið í Morgunblaðinu. Sigldu þeir
austur fyrir Langanes og lönduðu á
Austfjörðum og víðar, til dæmis í
Vestmannaeyjum, Grindavík, Sand-
gerði og Reykjavík.
Helgi Laxdal varaformaður Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands sagðist telja að hinar nýju
reglur verðlagsráðs ættu að leysa
ágreininginn. „Þessi aðferð við að
taka sýnin gefur örugglega mun
nákvæmari mynd af ástandi loðn-
unnar, en hún hefur þó þann stóra
ókost að vera flóknari og tímafrek-
ari,“ sagði Helgi.
Úm miðjan föstudag höfðu tveir
bátar tilkynnt afla til Loðnunefnd-
ar, samtals tæp 2 þúsund tonn. Voru
það Heimaey VE með 480 tonn og
Eldborg HF með 1.450 tonn.
Á fimmtudag tilkynntu 26 bátar
samtals 21.230 tonn. Þeir sem til-
kynntu afla síðdegis á fimmtudag
og fram að miðnætti voru: Erling
KE (450 tonn), Heimir SU (1.350),
Gígja RE (750), Dagfari ÞH (520),
ísleifur VE (740), Víkingur AK
(1.300), Sigurður RE (1.400), Beitir
NK (1.340) og Börkur NK (1.140
tonn).
Þóknun
Visa ísland
1—IV2 %
í MORGUNBLAÐINU í gær var
farið rangt með þóknun greiðslu-
kortafyrirtækisins Visa-Island af
stórmörkuðum. „í frétt Morgun-
blaðsins um, að Hagkaup hefði
tekið greiðslukorthafa í sátt, var
staðhæft að þjónustugjald Visa-
ísland hjá stórmörkuðunum sé
2-3%. Þetta er rangt. Það er
einungis 1-1V4% af veltu,“ sagði
Einar S. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Visa-ísland.
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins:
„Neita því að ég hafi orðið
undir í útgáfustjórninni“
Niðurstöður fundarins traustsyfirlýsing við ritstjórnar-
stefnu Þjóóviljans, segir Össur Skarphéðinsson, ritstjóri
„ÞAÐ voru engar tillögur felldar frá mér á þessum fundi, og ef því er haldið fram, þá er það bara venjuleg
Moggalygi," sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, þegar biaðamaður Morgunblaðsins spuröi
hann í gær, hvernig hann túlkaði niðurstöður framhaldsaðalfundar útgáfufélags Þjóðviljans sl. fimmtudags-
kvöld, en niðurstöður þess fundar eru taldar glögg vísbending um að Svavar Gestsson og innsti kjarni Al-
þýðubandalagsins séu að missa tökin á Þjóðviljanum, eins og kemur fram í frétt Morgunblaðsins af fundinum
ígær.
Svavar sagðist ekki líta þannig
á að hann væri að missa tökin á
stjórn útgáfufélagsins, þó að Ólaf-
ur Ragnar Grímsson og Kristín
Ólafsdóttir hefðu fengið 10 at-
kvæðum meira en hann í stjórnar-
kjöri. Sagði hann aðspurður að
þetta væri síður en svo vísbending
um átök á milli hans og Ólafs
Ragnars á komandi landsfundi
Alþýðubandalagsins í upphafi
nóvbembermánaðar.
Formaðurinn vildi sem minnst
gera úr átökum þeim sem hann
var spurður um, um ritstjórnar-
stefnu Þjóðviljans, og sagðist
sjálfur hafa átt þátt í að móta þá
stefnu, á 10 ára ritstjóraferli sín-
um. Sagði hann að stefnan ætti
að vera að mestu leyti sú sama,
þó einhverjar áherslubreytingar
væru.
Svavar var spurður hvort hon-
um þætti miður að einn helsti
stuðningsmaður hans i þingflokki
Alþýðubandalagsins, Steingrímur
Sigfússon, náði ekki kjöri í vara-
stjórn útgáfufélagsins: „Það er nú
aðallega Steingrímur Hermanns-
son sem harmar í þessu þjóðfélagi.
Hann hefur alveg einkarétt í
harmsefnum og ég ber þau ekki á
torg, hvorki hjá þér eða annars
staðar," sagði Svavar.
Formaðurinn var spurður hvort
þetta væri ekki i fyrsta skipti í
sögu Þjóðviljans, Alþýðubanda-
lagsins og Sósialistaflokksins að
formaður útgáfustjórnar yrði
undir með þeim hætti sem varð á
fimmtudagskvöld: „Ég neita því
alfarið að ég hafi orðið undir á
þessum fundi,“ sagði Svavar, „því
það urðu engar tillögur undir frá
mér. Það er iðulega sem atkvæða-
greiðslur eru um stjórn hjá okkur,
og til þess hafa félagsmenn rétt-
indi í félagi, að þeir geta haft
áhrif á stjórnir."
Svavar var spurður hvort hann
gæfi kost á sér til endurkjörs sem
formaður í útgáfustjórninni: „Það
kemur bara í ljós á fyrsta fundi
stjórnarinnar," sagði Svavar, en
aðspurður hvort hann teldi að
hann næði endurkjöri, sagðist
hann ekki svara slíkri spurningu.
össur Skarphéðinsson ritstjóri
Þjóðviljans sagðist í gær túlka
niðurstöður framhaldsaðalfundar
útgáfustjórnarinnar sem trausts-
yfirlýsingu við ritstjórnarstefnu
Þjóðviljans. „Það er fráleitt að
túlka niðurstöðurnar sem átök á
milli Svavars og ólafs Ragnars,"
sagði össur og bætti við að allir
þeir sem til máls tóku á fundinum
hefðu verið sammála því að Þjóð-
viljinn ætti ekki að vera „málgagn
þröngra flokkshagsmuna". „Þetta
sýnir að það er geysilegur áhugi
á Þjóðviljanum og ég tel að sá
málflutningur sem fór fram á
þessum fundi sýni það ljóslega að
mönnum er annt um Þjóðviljann,"
sagði össur.
Össur var spurður hvort hann
hefði átt i miklum útistöðum við
flokksforystuna um ritstjórnar-
stefnu Þjóðviljans: „Ég á ekki í
neinum útistöðum, hvorki við Guð
né menn,“ svaraði Össur.