Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 43 af góðum og listilega gerðum grip- um. Ég kom til Djibuti á björtum degi og bílstjórinn benti mér á ýmsa staði, einkum reiknaði hann sýnilega með að ég hefði áhuga á hinum ýmsu ráðuneytum, á leið- inni til Sheraton-hótelsins sem er í útjaðri borgarinnar. Djibuti er ekki gömul borg, hún ber arabalegt yfirbragð og þar myndi ég ekki þora að keyra bíl. Ég hafði raunar skrifað Ferða- skrifstofu djibutska ríkisins bréf og beðið um upplýsingar varðandi skoðunarferðir og verð á hinu og þessu. En mig hafði samt ekki órað fyrir þeim ágætu móttökum og frábæru gestrisni sem ég varð aðnjótandi. Hótelstjórinn hafði sent ávaxtakörfu upp á herbergi plús yfirlýsingu um afslátt. Og sem ég er að tína upp úr töskunni og stilla sálina yfir á Djibuti er hringt upp: móttökunefndin er mætt á svæðið ... Auðvitað hafði ég ekki grun um, hvað hér er á seyði, hélt þeir væru að fara gestavillt. En ég strauk framan úr mér ferðarykið og brun- aði í lyftunni niður. Þar er aðstoðarframkvæmda- stjóri ríkisferðaskrifstofunnar, gjörvulegur svertingi á óræðum aldri, herra Farah. Michele Le Bihan, forstöðumaður Samtaka ferðaskrifstofa í Djibuti, og Ismael Tani, ritstjóri eina blaðsins í landinu, La Nation. Þau eru með fangið fullt af góðum óskum og áætlunum og þau hafa gert drög að prógrammi fyrir alla vikuna. Það reyndist vera mjög skynsam- legt prógramm, því mér var jafnan úthlutaður einn dagur til að slappa af eftir skoðunarferð. Og þegar farið er um land með loftslag eins og í Djibuti kom í ljós að það var viturleg ráðstöfun. Þau sögðu mér, að þetta sé dálítið heitur tími — og var ekki laust við ég hefði sjálf gert þá uppgötvun. Eiginlega hefði verið betra að ég hefði komið í nóvember upp á veður að gera. Ég hafði hins vegar hugsað mér að reyna að fara eftir því jarðbundna ráði, sem Jos hollenzki gaf mér í Mareb í NorðurJemen — ef maður hugsar ekki um hitann, finnur maður hann ekki. Stundum var nokkuð erfitt að hlíta þessari ráð- leggingu. Ég get ekki neitað því að mér varð starsýnt á Tani ritstjóra. Hann er áreiðanlega svertingi — ekki bara svona útitekinn. Hins vegar er hann með eldrautt hár. Hér eygði ég glænýja söguskoð- un og þótti hún forvitnileg. Seinna sá ég fullt af rauðhærðum svert- ingjum og spurði loks minn góða vin, herra Farah, um málið. Hann hló og sagði að þeir væru sem sé farnir að grána. Þeim þykir fal- legra, svertingjunum í Djibuti, að setja rauðan henna-lit í hárið en svartan. Svo einfalt var það nú. Klukkan fimm að morgni koma þeir herra Farah og Ali Omar að sækja mig. Ferðinni er heitið til Assal-vatns inni í landi. Með í ferðinni var einnig kennari nokk- ur, Abdi Heban, sem tók steina- og plöntusýni í óðaönn. Skoðunar- ferðir á þessum árstím'a hefjast alltaf um þetta leyti sólarhrings- ins. Herra Farah hefur tekið með nesti, vatnsflöskur, brauð, sardín- ur, djús og kjúkling og við snæðum morgunverðinn úti þegar líða tek- ur á morguninn. Fjöllin eru snar- brött og gróðurlaus í þessum hluta landsins það er stundum að sjá eins og þeim hafi verið ýtt upp og saman með jarðýtu og það virðist vera afar laust í þeim grjótið. Undir hádegi sjáum við yfir Le Goubet-vatn og siðan tekur við Assal-vatn. í Le Goubet er eyja í miðju vatninu. Assal-vatn er undir sjávarmáli, mér er sagt það sé þriðji lægsti staður á jörðinni. Götumynd frá Djibouti. Vatnið er brimsalt og þar þrífst ekkert kvikindi. Ofan á vatninu flýtur saltfroðan í breiðum, sem minntu mig á þeyttar eggjahvítur. Umhverfis er eyðimörkin. Kyrrðin við vatnið var ógleymanleg og þótt hitinn sé farinn að nálgast fimm- tíu stig reyndist mér erfitt að fara frá þessum kynlega stað sem er ekki neinum líkur. Ekki ýkja langt frá er eldfjallið Arroukoba, sem gaus allt í einu og öllum að óvörum i nokkra daga árið 1978. Við keyrð- um um þetta úfna hraun og eftir storknuðum hraunbreiðum, sem ég hefði haldið að væri ekki á færi neins farartækis og komast leiðar sinnar um. Við fórum upp á hæstu brúnina og horfum yfir hrjúft og úfið landslagið. Það hefur ekki verið smáræði sem s'pýttist úr fjallinu þótt gosið stæði ekki lengi. í grennd við Assal-vatn er sextíu manna hópur að vinna að vega- gerð, sem á að tengja þennan hluta landsins við Tadjura-svæðið hand- an við flóann. Það eru Júgóslavar sem stjórna verkinu en menn af ótal þjóðernum vinna þarna, meðal annars hitti ég danskan mann sem hafði unnið á Islandi. Þessir menn voru eins og landslagið, hrjúfir en þó vingjarnlegir. Þeir flækjast stað úr stað, þessir menn, og eiga hvergi heima í alvöru. Púla við furðulegustu aðstæður — í frosti á hálendi íslands eða i 50 stiga hita í Djibuti. Og eru ekki í rónni eftir að verki er lokið, fyrr en þeir eru komnir á nýjan og furðulegan stað og farnir að strita þar. Við heilsuðum upp á verkstjórann, hann bauð okkur í hádegismat þegar við kæmum frá Assal-vatni. Við þágum það og borðuðum bragðlausan kjúkling og drukkum volgt vatn. Það var orðið áliðið dags, þegar við komum aftur til Djibuti. Við keyrðum fram á bedúína sem einir geta lifað á þessum slóðum, alltaf að rölta um með úlfaldana sína, þessar yndislegu skepnur, sem eru svo yfirlætislegar og glottandi að ég fæ mig aldrei fullsadda af að horfa á svipinn á þeim. Við höfðum farið um úfið og hrjúft landslag, sem um margt minnir á fsland. Þegar við keyrð- um upp hrikalegar fjallshlíðar, um auðnir og hraun. Hefðum þess vegna getað verið á íslandi — ef ekki hefði verið smá hitamismun- ur. Og hvergi voru á þessum slóð- um tré sem skyggðu á útsýnið. Að loknum letidegi við sund- laugina tók svo við ferðin út í eyjarnar, þar sem ég reyndi hæfni mína í köfun og varð fyrir því að Robert Redford missti myndavél- ina mína í sjóinn. Og frá því segir í seinni grein. Assalvatn — saltbreiðan eins og þeyttar eggjahvítur. VBSUBRUR OGVBIMM Vid höfum vistlega og þægilega■ veislusali fyrir 10-120 manns. Salirnir henta vel fyrir rádstefnur og hvers konar samkvæmi, t.d. árshátídir, brúdkaupsveislur o.fl. Allar veitingar. VcMi»9ohú/íd GAPt-mn V/RE YKJA NESBRA VT, HAFNA RFIRÐI SÍMAR 54477, 54424 Námskeiðfyrir iðnfyrirtæki Birgðastýring — Birgðakerfi Fll Lýsing Á námskeiðinu veröa kynnt undirstöðuatriði birgðastýringar m.a. kostnaður, skipulag, fyrir- komulag birgöahalds. Efnið verður qert aðgengi- legt með raunhæfum verkefnum. Kynnt verður nýtt tölvukerfi fyrir brigðabókhald hannað af FÍI og gefst þátttakendum kostur á að reyna kerfiö á tölvur. Markmiö Að gera þátttakendur færa um að: — Nota einfaldar aðferðir til birgðastýringar — Sjá eðli og samhengi innkaupa, framleiðslu, birgöa og vöruflutninga. — Notatölvuvættbirgðabókhald. Þátttakendur Stjórnendur, innkaupastjórar, deildarstjórar og verkstjórar meöalstórra iönaðar- og verslunarfyrir- tækja sem hafa umsjón með birgðastýringu. Leiðbeinendur Grétar Leifsson, tæknideild Fíl. Gunnar Ingimundarson, tæknideild FÍI. Tími 17.—19. okt. kl. 8.30—12.30, samtals 12 tímar. Staöur Hallveigarstígur 1,3. hæð. Verð Fyrirfélagsmenn FÍI kr. 3.200 Fyriraðra kr. 4.200 Þátttaka tilkynnist til Félags íslenskra iðnrek- enda Hallveigarstíg 1, sími 27577 fyrir 15. okt. nk. FÉLAG ÍSŒNSKRAIÐNREKENDA Áskriftarsíminn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.