Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
Hörpuútgáfan 25 ára:
„Ég er bjartsýnn á
framtíð bókarinnar“
— segir Bragi Þórðarson bókaútgefandi
Akranesi 8. október.
UM ÞESSAR mundir er Hörpuútgáfan
Morgunblaöið/J6n Gunnlaugsson
Hjénin Bragi Þórðarson og Elín ÞorraJdsdóttir. Bragi veitir Hörpuútgáfunni
forstöóu og Elín Bókaskemmunni.
á Akranesi 25 ára. Fyrirtækið var
stofnað 1. október 1960 og hefur starf-
að samfellt síðan. Á þessum tíma hafa
komið út nálægt 180 bókatitlar á
vegum útgáfunnar, auk þess nokkrar
eftirprentanir mynda og málverka.
Hörpuútgáfan er annað stærsta út-
gáfufyrirtækið utan Reykjavíkur.
Starfsemin hefur aldrei verið um-
fangsmeiri en nú.
Fyrir þremur árum var starfsem-
in aukin enn frekar með opnun
bókaverslunar í samræmi við nýjar
reglur um bóksölu. Ber verslunin
nafnið Bókaskemman og er í hús-
næði útgáfunnar í Stekkjarholti
Datíir KunrsA
QOTTAD META
Ánægjuleg niðurstaða fyrir íslenska ostameistara og neytendur.
Á mjólkurvörusýningu sem nýlega var haldin í Herning í Danmörku voru íslenskir ostar
metnir ásamt dönskum ostum. Er skemmst frá því að segja að íslensku ostarnir gáfu þeim dönsku
ekkert eftir, enda fengu þeir sambærilega meðaleinkunn í gæðamati dönsku sérfræðinganna, eða
rúmlega 11 af 15 mögulegum.
Danir eru annálaðir fagmenn í ostagerð og því er útkoma íslensku ostanna mjög uppörvandi
fyrir íslenska ostameistara. Hún er um leið skýring á því hvers vegna íslendingar hafa skipað sér
á bekk með mestu ostaneysluþjóðum heims.
íslensku ostarnir sem fengu hæstu einkunn voru:
3
Mysingur sem fékk 12,8 í einkunn.
Framleiðandi er Mjólkursamlag KEA á Akureyri
og ostameistari er Oddgeir Sigurjónsson.
45% Maribóostur sem fékk 12.5 í einkunn.
Framleiðandi er Mjólkursamlag K.S. á Sauðár-
króki og ostameistari er Haukur Pálsson.
Smurostar frá Osta- og smjörsölunni sem fengu
12,5 í einkunn. Ostameistari er Guðmundur Geir
Gunnarsson.
1
Mysingur ,
2ÍOg Scj) tm-A-n dttrx /
S-ccpPa
8—10. Ari síðar var svo opnuð á
sama stað verslun með tölvur, tölvu-
búnað, skrifstofubúnað, hljómflutn-
ingstæki og skyldar vörur. Elín
Þorvaldsdóttir veitir Bókaskemm-
unni forstöðu.
Borgfirskir höfundar og bækur
um borgfirsk efni hafa skipað veg-
legan sess hjá útgáfunni. Ber þar
hæst heildarútgáfa á verkum Guð-
mundar Böðvarssonar í 7 bindum
og safnritið Borgfirsk blanda í 8
bindum. Auk þess eru margar
ljóðabækur og sagnabækur annarra
borgfirskra höfunda. Má því segja
að þessi bókaútgáfa sé þýðingar-
mikil fyrir Akranes og Borgarfjarð-
arhérað í heild.
í ár sendir Hörpuútgáfan frá sér
16 bækur eftir ýmsa höfunda, þar
af eru átta bækur eftir borgfirska
höfunda eða höfunda sem eru á
einhvern hátt tengdir Akranesi og
Borgarfirði. Athygli vekur að fjórar
bókanna eru ljóðabækur, auk þeirra
er bók um bragfræði. Allar þær
bækur eru eftir borgfirska höfunda,
eða höfunda tengda Borgarfirði og
Akranesi.
Aðspurður sagði Bragi Þórðarson
bókaútgefandi ástæðuna vera áhuga
sinn á ljóðum og bókmenntum yfir-
leitt. Um þátt borgfirskra höfunda
í útgáfubókum Hörpuútgáfunnar
sagði hann það stefnu útgáfunnar
að auka tengsl borgfirsku sveitanna,
Akraness og Borgarness, og væri
útgáfan á Borgfirskri biöndu þáttur
í þeirri viðleitni.
Bragi Þórðarson var um langt
árabil prentsmiðjustjóri í Prent-
verki Akraness hf. og einn af eig-
endum þess fyrirtækis. Jafnframt
prentsmiðjurekstrinum starfrækti
hann ásamt fjölskyldu sinni Hörpu-
útgáfuna. Fyrir fjórum árum ákvað
hann að segja skilið við prentverkið,
seldi hlut sinn og sneri sér alfarið
að útgáfunni og ritstörfum.
En hvernig líkar svo fyrrverandi
prentsmiðjustjóra og prentsmiðju-
eiganda umskiptin?
„Prýðilega. Síðustu árin sem ég
starfaði í prentverkinu tókum við
inn nýja tækni í offsetprentun og
tölvuvæðingu, sem hvort tveggja
var bylting frá fyrri aðferðum. Eg
sá ekki fram á sérstaklega áhuga-
verða hluti á því sviði lengur. Ut-
gáfan átti stöðugt sterkari ítök í
mér og starf mitt við ritverkið
„Borgfirska blöndu" var einnig mjög
tímafrekt. Ennfremur skráði ég og
flutti útvarpsþætti um borgfirsk
efni. Fyrir tveimur árum opnaði
Bókaskemman sérstaka deild með
tölvur, tölvubúnað og skrifstofuvör-
ur. Vegna fremur erfiðrar stöðu
bókaútgáfu á þeim tíma taldi ég rétt
að sinna þessum nýja þætti nokkuð.
Þessi starfsemi er mjög áhugaverð
og alltaf eitthvað nýtt að gerast á
þeim vettvangi."
En hvernig tekst að sameina rit-
störfin, bókaútgáfuna og tölvusöl-
una?
„Það gengur prýðilega, en því er
ekki að neita að það sem af er þessu
ári hafa ritstörfin setið á hakanum.
Nokkrir þættir eru í vinnslu hjá
mér, en tíminn verður að leiða í ljós
hvað út úr þeirri vinnu kemur. Á
þessu ári koma út hjá okkur 16
bækur, svo að þú sérð að ekki er
mikill tími afgangs til eigin rit-
starfa."
Ert þú bjartsýnn á framtíð bókar-
innar í samkeppni við tölvur og
vídeóvæðingu?
„Því er ekki að leyna að árið 1983
var bókaútgáfunni erfitt á marga
lund, ef til vill fyrst og fremst vegna
offramleiðslu bóka. Hins vegar
bendir allt til þess nú að bækur séu
f sókn í samkeppni við aðra fjöl-
miðla. Það sést best hjá okkur á
aukinni sölu góðra bóka og stærri
verka undanfarið í Bókaskemm-
unni. Meðal annars þess vegna
horfum við björtum augum til fram-
tíðar fyrir bókina," sagði Bragi að
lokum.
J.G.