Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
63
Texti & myndir/Þorkell Þorkelsson
F.r. Eiríkur og Björn Guðmundur þar sem hellirinn er hvað þrengstur.
Eiríkur klifrar niður smá klett
Þegar fram hjá þrengsta kafl-
anum var komið víkkuðu gðngin
og líktust nú nokkuð stórum sal.
Hátt var til lofts eða um 20 m
Mikið hafði hrunið af ís úr loftinu.
Fyllti ískögglahrúgan næstum út í
op gangsins, sem þarna opnast.
Sum ísstykkin voru á stærð við
niyndarlegan hægindastól.
Er við höfðum litast um stund-
arkorn héldum við áfram eftir
nlíka þröngum gangi og þeim
^yrri. Var hann þó heldur erfiðari
yfirferðar. Sumstaðar höfðu
niyndast holur á botninn frá 50 cm
upp í 150 cm djúpar. Eftir að hafa
klöngrast áfram eftir u.þ.b. 100 m
löngum göngum til viðbótar kom-
um við inn í stóra hvelfingu mun
stærri en þá fyrri. Hvelfingin var
um 35 m á breidd, 125 m á lengd
og um 20—25 m á hæð.
Þegar við höfðum grandskoðað
hvelfinguna vorum við þess full-
vissir að við værum búnir að ná
botni hellisins. Þó vakti það furðu
okkar að undan einum ísveggnum
rann lækur án þess þess sæust
öokkur merki á ísveggnum. Að
þessu loknu héldum við til baka til
að skoða útganga hellisins. Nú
fórum við aftur að ískögglahrúg-
unni sem viö fórum framhjá á
leiðinni inn í hellinn. Þá klifruð-
um við yfir hrúguna sem var
ookkuð torfarin. Ofan af hrúgunni
súst mjór og illfær gangur. Þetta
gladdi okkur vegna þess að okkur
'angaði að láta reyna svolítið á
°kkur. Gangurinn, sem var all-
uokkuð torfarinn fyrir, þrengdist
nú stöðugt og varð æ erfiðari yfir-
ferðar.
Þegar við vorum komnir um 75
m inn í hann komum við að u.þ.b.
4 m háum kletti, sem reyndist
okkur nokkur þrándur í götu.
Niður hann rann lækjarspræna
sem gerði hann hálan og þar með
erfiðan að klifra. Eftir nokkurt
þóf tókst okkur þó að komast upp
klettinn. Næsti 25 m kafli var
vægast sagt erfiður yfirferðar, þar
sem þrengsli til lofts og veggja var
orðið óþægilegt auk þess sem mik-
ið stórgrvti fyllti næstum upp í
göngin. A einum stað var u.þ.b.
4—5 m djúp og 3 m löng gjóta sem
þurfti að klifra yfir. Síðustu 10 m
áður en botni var náð gátum við
varla skriðið á maganum þvílík
voru þrengslin orðin. Þegar við
komum inn í botn, köstuðum við
mæðinni stundarkorn, við stöns-
uðum þó ekki lengi þar sem ekki
var notalegt að hvíla sig liggjandi
í grýttum drullupolli með 20 cm
milli lofts og gólfs. Að svo búnu
héldum við til baka út úr hellinum
og vorum komnir að sprungunni
sem við lögðum af stað frá u.þ.b.
‘A tíma síðar. Hafði þá ferðin tek-
ið um 2 tíma.
Þegar hér var komið sögu áttum
við einungis eftir 250 m langan
spotta sem liggur frá sprungunni
að opinu þar sem lækurinn kemur
út. Gangan niður að opinu er auð-
veld og tekur ekki nema 10—15
mínútur.
Þegar við loks komumst út, drif-
um við okkur að tína saman dótið
okkar og flýttum okkur svo í elda-
mennskuna niðrí skála.
á
—■■r’ Pi"*r4«t«li
Bobby Ewing er blindur eftir skotárás.
J.R. er sýnt banatilræöi, en hann sleppur.
Er Cliff hinn seki? Fjölmargir hafa beöiö þáttanna,
- nú er framhaldið komið.
Fyrst um sinn aðeins á Reykjavíkursvæöinu, Keflavík,
Akranesi og Akureyri.