Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 FRÆÐSLUÞÆTTIR HINS ÍSLENSKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGS Fæða bleikju eftir Gísla Má Gíslason Á íslandi eru fjölmörg silungs- vötn. Netaveiði er í mörgum þeirra, og líka er stunduö þar stangveiði. Sum vatnanna eru þó eingöngu nýtt af stangveiöimönnum. Stang- veiöi er vinsæl íþrótt sem margir stunda. Þá er beitt agni fyrir Fisk- inn sem líkist uppáhaldsfæöu hans til aö auka líkurnar á að hann bíti á. Margir kaupa slíka beitu, en aðrir búa hana til sjálfir. Beitan líkist oft flugum. Þær eru hnýttar úr fjöörum og þráðum utan um smáa öngla. Rannsóknir á fæðu silungs hafa einkum beinst að því að ákvarða stöðu þeirra í fæðukeðju vatnanna. Þá er unnt að komast að því, hvaða fæða er mikilvæg- ust fyrir viðgang stofnsins. Eins og kunnugt er ræðst stærð fisk- stofna, sem og annarra dýra, oftast af magni og gæðum fæð- unnar. Líklega er það fyrst og fremst gnótt fæðunnar á veturna og snemma vors áður en svifdýr kvikna úr dvala, sem hefur mest áhrif á stærð silungsstofna. Stangveiðimenn gætu einnig nýtt sér þekkingu á fæðu silungs til að hnýta flugur sem líkjast raunverulegri fæðu silungs. Niðurstöður rannsókna á fæðu silungs á íslandi hafa m.a. birst í Náttúrufræðingnum, fjölritum Veiðimálastofnunar og í BS rit- gerðum líffræðiskorar Háskól- ans. Algengast er að bleikja éti botndýr á vetrum, aðallega ryk- mýslirfur. Á vorin, þegar rykmý- ið púpar sig og flýgur upp, verður það vinsæl bráð. A sumrin mynd- ast stórir stofnar af svifdýrum í stöðuvötnum, en svifdýr mynda dvalaregg sem liggja á vatns- botninum á veturna. Stærri teg- undir svifdýra eru étnar yfir sumarið. Botnlægar krabbateg- undir hafa svipaðan lífsferil og skyldar tegundir í svifinu, og eru þær einnig vinsæl bráð, svo sem kornátan, sem er með stærstu krabbaflóm í vötnum hér á landi. Auk þessara tegunda étur bleikj- an ýmsa stóra hryggleysingja allt árið, en þó mest á vorin. Þar á meðal eru lirfur og púpur vor- flugna og kuðungar (vatnabobb- ar). í stórum stöðuvötnum hafa myndast margar gerðir af bleikju, sem hver hefur ákveðna sérhæfingu í fæðu. í Þingvalla- vatni þekkjast fjórar gerðir bleikju, þar af lifa tvær á botn- dýrum (sniglableikjan og dverg- bleikjan), ein á hornsílum og seiðum (sílableikjan) og ein á svifdýrum (murtan). Á myndum sem fylgja þessari Helstu fæöutegundir bleikjunnar í Hlíðarvatni. A: Rykmý, B: Vatna- bobbi, C: Kornáta, D: Vorflugur, E: Efjuskel og F: Árfætla. Skýringar: f — fluga, h — vorflugnahús, I — lirfa og p — púpa. Kvarði: 1 mm. 100 °/o 5 0- 1980 1981 Mýlirf ur Mýpúpur Vorf lugnapúpur Kor náta Söðulhýði kornátu Ef juskel Vat nabo b bi A n na ð Fæöa bleikju í Hlíðarvatni 1980—1981. grein eru sýndar árstíðarbreyt- ingar á fæðu bleikju í Hlíðar- vatni í Selvogi, og líka eru mynd- ir af fæðutegundunum. Fæða hennar í Hlíðarvatni er áþekk því sem gerist meðal bleikju í mörgum öðrum vötnum. Fæðan endurspeglar að sumu leyti hvaða tegundir eru best fallnar til áts á mismunandi árstímum. Fer það að mestu eftir því, hve fæðutegundirnar eru algengar. í Hlíðarvatni var mest étið af rykmýi, enda er það lík- legast algengasta dýrið í vatninu yfir sumarið, þegar það flýtur upp að yfirborði vatnsins og skríður úr púpunum. Vatnaflær ná síðan yfirhöndinni seinni hluta sumars en þá er einkum kornáta i mestu magni innan um botngróður. Vatnabobbinn er tekinn á vorin þegar lítið annað er að hafa, en þá er hann auðveld bráð meðan lítill botngróður er í vatninu, og hann heldur sig á steinum í fjörunni. Höfundur er dósent í vatnalíf- fræöi við Háskóla íslands. OSRAM HALOGEN perur lýsa 100/ meira en venjulegar perur og endast tvöfalt lengur. OSRAM fæst ábensínstöðvum Hinn velupplýsti maður er með peruna í lagi OSRAM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.