Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
FRÆÐSLUÞÆTTIR HINS ÍSLENSKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGS
Fæða bleikju
eftir Gísla Má
Gíslason
Á íslandi eru fjölmörg silungs-
vötn. Netaveiði er í mörgum þeirra,
og líka er stunduö þar stangveiði.
Sum vatnanna eru þó eingöngu
nýtt af stangveiöimönnum. Stang-
veiöi er vinsæl íþrótt sem margir
stunda. Þá er beitt agni fyrir Fisk-
inn sem líkist uppáhaldsfæöu hans
til aö auka líkurnar á að hann bíti
á. Margir kaupa slíka beitu, en
aðrir búa hana til sjálfir. Beitan
líkist oft flugum. Þær eru hnýttar
úr fjöörum og þráðum utan um
smáa öngla.
Rannsóknir á fæðu silungs
hafa einkum beinst að því að
ákvarða stöðu þeirra í fæðukeðju
vatnanna. Þá er unnt að komast
að því, hvaða fæða er mikilvæg-
ust fyrir viðgang stofnsins. Eins
og kunnugt er ræðst stærð fisk-
stofna, sem og annarra dýra,
oftast af magni og gæðum fæð-
unnar. Líklega er það fyrst og
fremst gnótt fæðunnar á veturna
og snemma vors áður en svifdýr
kvikna úr dvala, sem hefur mest
áhrif á stærð silungsstofna.
Stangveiðimenn gætu einnig
nýtt sér þekkingu á fæðu silungs
til að hnýta flugur sem líkjast
raunverulegri fæðu silungs.
Niðurstöður rannsókna á fæðu
silungs á íslandi hafa m.a. birst
í Náttúrufræðingnum, fjölritum
Veiðimálastofnunar og í BS rit-
gerðum líffræðiskorar Háskól-
ans.
Algengast er að bleikja éti
botndýr á vetrum, aðallega ryk-
mýslirfur. Á vorin, þegar rykmý-
ið púpar sig og flýgur upp, verður
það vinsæl bráð. A sumrin mynd-
ast stórir stofnar af svifdýrum í
stöðuvötnum, en svifdýr mynda
dvalaregg sem liggja á vatns-
botninum á veturna. Stærri teg-
undir svifdýra eru étnar yfir
sumarið. Botnlægar krabbateg-
undir hafa svipaðan lífsferil og
skyldar tegundir í svifinu, og eru
þær einnig vinsæl bráð, svo sem
kornátan, sem er með stærstu
krabbaflóm í vötnum hér á landi.
Auk þessara tegunda étur bleikj-
an ýmsa stóra hryggleysingja
allt árið, en þó mest á vorin. Þar
á meðal eru lirfur og púpur vor-
flugna og kuðungar (vatnabobb-
ar). í stórum stöðuvötnum hafa
myndast margar gerðir af
bleikju, sem hver hefur ákveðna
sérhæfingu í fæðu. í Þingvalla-
vatni þekkjast fjórar gerðir
bleikju, þar af lifa tvær á botn-
dýrum (sniglableikjan og dverg-
bleikjan), ein á hornsílum og
seiðum (sílableikjan) og ein á
svifdýrum (murtan).
Á myndum sem fylgja þessari
Helstu fæöutegundir bleikjunnar í Hlíðarvatni. A: Rykmý, B: Vatna-
bobbi, C: Kornáta, D: Vorflugur, E: Efjuskel og F: Árfætla.
Skýringar: f — fluga, h — vorflugnahús, I — lirfa og p — púpa. Kvarði:
1 mm.
100
°/o 5 0-
1980
1981
Mýlirf ur
Mýpúpur
Vorf lugnapúpur
Kor náta
Söðulhýði kornátu
Ef juskel
Vat nabo b bi
A n na ð
Fæöa bleikju í Hlíðarvatni 1980—1981.
grein eru sýndar árstíðarbreyt-
ingar á fæðu bleikju í Hlíðar-
vatni í Selvogi, og líka eru mynd-
ir af fæðutegundunum. Fæða
hennar í Hlíðarvatni er áþekk
því sem gerist meðal bleikju í
mörgum öðrum vötnum.
Fæðan endurspeglar að sumu
leyti hvaða tegundir eru best
fallnar til áts á mismunandi
árstímum. Fer það að mestu eftir
því, hve fæðutegundirnar eru
algengar. í Hlíðarvatni var mest
étið af rykmýi, enda er það lík-
legast algengasta dýrið í vatninu
yfir sumarið, þegar það flýtur
upp að yfirborði vatnsins og
skríður úr púpunum. Vatnaflær
ná síðan yfirhöndinni seinni
hluta sumars en þá er einkum
kornáta i mestu magni innan um
botngróður. Vatnabobbinn er
tekinn á vorin þegar lítið annað
er að hafa, en þá er hann auðveld
bráð meðan lítill botngróður er
í vatninu, og hann heldur sig á
steinum í fjörunni.
Höfundur er dósent í vatnalíf-
fræöi við Háskóla íslands.
OSRAM HALOGEN perur lýsa 100/ meira en
venjulegar perur og endast tvöfalt lengur.
OSRAM fæst
ábensínstöðvum
Hinn velupplýsti maður
er með peruna í lagi
OSRAM