Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 ÚTVARP/SJÓNVARP Grátt gaman Undirritaður sat fyrir framan auða Morgunblaðsörkina. Ritvélargarmurinn steinsofandi og staður — berst þá ekki þessi ljúfi barnasöngur úr viðtækinu. Eru þar mættir nemendur Laugar- nesskólans að syngja sinn morgun- söng. Þeir Morgunútvarpsmenn voru á staðnum ásamt Ingólfi Guðbrandssyni en Ingólfur kom því til leiðar á sínum tíma að nemendur Laugarnesskólans syngju í fyrstu frímínútum hvern virkan dag. Taldi Ingólfur að morgunsöngurinn í Laugarnes- skóla og það tónlistaruppeldi er skólinn veitti, hafi komið nemend- um til góða síðar á lífsleiðinni. Hvað um það þá þakkar undirrit- aður nemendum Laugarnesskólans fyrir morgunsönginn, því hann vakti ritvélargarminn af dvalan- um og blés lífi í hvíta eyðimörk pappírsins. Walesa: Mánudagsmyndin: Bilið sem ekki varð brúað var glæný og bresk. Höfundur Tom Stoppard. Leik- stjóri: Michael Hodges. Millifyrir- sögnin gefur til kynna að mynd þessi hafi fjallað um leiðtoga Samstöðu, Lech Walesa. „Lauk- rétt“. Þeir snillingar Stoppard og Hodges rekja í myndinni aðdrag- andann að stofnun óháðu verka- lýðssamtakanna í Póllandi, vefa fimlega inní þá frásögn hið sögu- lega baksvið hins kommúniska Póllands nútímans og síðan fletta þeir ofan af ráðabruggi pólskra og rússneskra kommúnistaleiðtoga, er leiddi til þess að herlögin voru sett og Samstaða hlaut sömu örlög og önnur svonefnd „andófssamtök" í Austantjaldsríkjunum. Það er foringjarnir voru lýstir glæpa- menn og rægðir af eina leyfilega málgagninu: flokksmálgagninu en fyrst var sprautað svolítið á lýð- inn. Ekki má gleyma skriðdrekun- um er birtast reglulega í höfuð- borgum Austurevrópuríkjanna. Oft eru þetta sömu bryndrekarnir og aka árvisst fram hjá grafhýsi Leníns þar sem fulltrúar „öreiga- stéttarinnar" standa brosandi og veifa. Grátt gaman Já þeir hafa skrýtinn húmor þarna austur í Kreml enda lögðu þeir Stoppard og Hodges ríka áherslu á húmorinn í þessari ágætu sjónvarpsmynd. Sögumað- urinn Richard Crenna var staddur á pólsku kaffihúsi og þaðan þaut áhorfandinn um sögusviðið. En þar hjálpuðust að stórsnjallar leiklausnir er vafalaust eiga eftir að vekja mikla athygli meðal leik- húsmanna og óborganlegar týpur — slíkar er aðeins að finna í ensku leikhúsi. Þessi grínaktuga afstaða höfundar og leikstjóra varð til þess að milda kaldastríðsyfir- bragðið er gjarnan einkennir myndir er lýsa valdabröltinu í A-Evrópu. Pólsku Kommúnista- leiðtogarnir urðu satt að segja brjóstumkennanlegir nema aðals- maðurinn Jaruzelski — fulltrúi Varsjárbandalagsins. Þar birtist hinn reglufasti hermaður og kæmi svo sem engum á óvart þótt fleiri slíkir settust í valdastólana í hjá- leigum rússneska bjarnarins. Lét ekki sjálfur Lenín í VI bindi Rit- safnsins bls. 291 eftirfarandi boð út ganga: „Áður fyrr var flokkur vor ekki formlega skipulögð heild. Nú erum vér orðnir að skipulögð- um flokki, og einmitt þetta táknar það, að upp er komið ákveðið vald, myndugleiki valdsins er kominn í stað myndugleika hugmyndarinn- ar, og hinar óæðri flokksstofnanir eru nú undirorpnar samþykktum hinna æðri.“ ólafur M. Jóhannesson. llmsjónarmaður þáttarins „Maður og jörð“ er David Suzuki. Maður og jörð Átrúnaðargoð ■ Annar þáttur 4Q kanadíska — heimilda- myndaflokksins „Maður og jörð“ er á dagskrá sjón- varpsins kl. 20.40 í kvöld og nefnist hann „Átrúnað- argoð“. Alls eru þættir þessir átta talsins og eru um tengsl mannsins við upp- runa sinn, náttúru og dýralíf og firringu hans frá umhverfinu á tækni- öld. í þættinum ferðast David Suzuki, umsjónar- maður þáttanna, um margbrotið samansafn menninga víða um heim, hlustar á ævintýrasögur viðmælenda sinna, sem m.a. skýra frá hugmynd- um sínum um upphaf lífs á jörð og heimsendi. Einn- ig lýsir Sir Isaac Newton tæknivæddum heimi eins og hann sá hann fyrir mörgum árum sem í raun er ekkert annað en nú- tíma-heimsmynd jarðar- búa í dag. Framleiðandi þáttanna er John Bassett en Will- iam Whitehead samdi handrit. Barnaútvarpið ■^^* Barnaútvarpið 1 7 00 er á rás 1 í dag 1 I — kl. 17.00 í umsjá Kristínar Helgadóttur. Henni til aðstoðar verða Pétur Snæland, 14 ára úr Hagaskóla, og Heiðveig Helgadóttir, 12 ára úr Kársnesskóla. I þættinum í dag verður m.a. íslensk popptónlist — gömul og ný. Tíundi lestur framhaldssögunnar „Brons sverðiðs". Sagan er eftir Johannes Hegg- land í þýðingu Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka. Knútur R. Magnússon les. „í dagsins önn“ Frá vettvangi skólans ■i Þátturinn „í 3Q dagsins önn...“ — er á dagskrá rásar 1 í dag kl. 13.30 og nefnist hann í þetta sinn „Frá vettvangi skólans" og er í umsjá Kristínar H. Tryggvadóttur. Kristin sagði í samtali við blaðamann að nú ætl- aði hún sér í heimsókn í skóla í tilefni að kynning- ardegi grunnskólanna um allt land á sl. laugardag og mánudag. „Ég valdi Kópavogsskóla vegna þess að mér fannst hann að ýmsu leyti nokkurs konar kjörskóli. Hann hefur flest það sem æskilegt er að grunnskólar hafi. Nemendafjöldi er mjög hæfilegur — 400 manns — og eru allir bekkir grunn- skólans innan veggja hans. Skólastarfið er mjög sveigjanlegt og hverjum einstökum nemanda sinnt af varfærni. Mikil rækt er lögð við félagsstarf innan skólans, t.d. eru nemendur þjálfaðir í mælskulist, framsögn og ræðu- mennsku. í þættinum verður m.a. brugðið upp stuttum þátt- um úr kappræðum nem- enda þar sem fjallað verð- ur um hvort konur eigi að vinna úti og hvort sjón- varpið eigi rétt á sér á heimilum. Stundin okkar ■i Barnatími qq sjónvarpsins, — Stundin okkar, verður endurtekinn frá fyrra sunnudegi, 3. nóv- ember. Umsjónarmenn eru Agnes Johansen og Jóhanna Thorsteinson. Meðal efnis í Stundinni verður mynd sem tekin var í ísaksskóla í vor. Hún sýnir börn vinna að verk- efni undir stjórn Herdísar Egilsdóttur, en það felst í því að setja á svið land- nám í Tröllalandi. Þá verður sýnd teikni- myndasagan TAK eftir Hjalta Bjarnason en sögu- maður er Guðrún Kristín Magnúsdóttir. Loks leikur Elfa Gísladóttir stuttan leikþátt um nornina Söndru. I Úr Stundinni okkar, sem sýnd verður í sjónvarpi í kvöld, og er þátturinn endurtekinn frá síðasta sunnudegi. í Kópavogsskóla eru engar raðir sem nemendur eiga að fara í fyrir hverja kennslustund. Skólinn er einsetinn að mestu. Nem- endur geta fengið holla fæðu keypta innan veggja skólans og einnig má þess geta að Náttúrufræðistofa Kópavogs er staðsett rétt við skólann og njóta lif- fræðinemendur m.a. góðs af því.“ Kristín sagðist reyna að leggja áherslu á að kynna jákvætt starf á vegum skólanna í þáttum sínum, en hún stjórnar þættunum „I dagsins önn ... “ annan hvern miðvikudag. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 6. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Baen. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Litli tréhesturinn" eftir Urs- ulu Moray Williams. Sigrlður Thorlacius þýddi. Baldvin Halldórsson les (8). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál. Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áður i umsjá Sigurðar G. Tómassonar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaöanna. 10.40 Hin gömlu kynni. Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. 11.10 Or atvinnullfinu. Sjávarút- vegur og fiskvinnsla. Umsjón: Gfsli Jón Kristjáns- son. 11.30 Morguntónleikar. Þjóðlðg frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 f dagsins önn. Frá vettvangi skólans. Umsjón: Kristln H. Tryggva- dóttir. 14.00 Miödegissagan: „Skref fyrir skref" eftir Gerdu Antti. Guðrún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (12). 14.30 Óperettutónlist. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón örn Ingi. (Frá Akur- eyri). 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar a. Planókonsert I G-dúr eftir Maurice Ravel. Alicia De Larrocha leikur með Fll- harmoniusveit Lundúna. Lawrence Foster stjórnar. b. Planósónata eftir Ulf Grahn. Barbro Dahlman leikur. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Bronssverðið" eftir Johannes Heggland. Knútur R. Magnússon les þýðingu Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka (10). Stjórn- andi: Kristln Helgadóttir. 17.40 Síödegisútvarp. Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur. 19.50 Eftir fréttir. Jón Asgeirsson fram- kvæmdastjóri Rauða kross Islands flytur þáttinn. 20.00 Hálftlminn. Elln Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.30 Iþróttir. Umsjón: Samúel örn Erlings- son. 20.50 Tónamál. Soffla Guðmundsdóttir kynnir. (Frá Akureyri). 21.30 Skólasaga. Umsjón: Guðlaugur R. Guð- mundsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 Bókaþáttur. SJÓNVARP 19.00 Stundin okkar. Endurflutt frá 3. nóvember. 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið — En hvað þaö var skrýtið, þula eftir Pál J. Ardal með myndum Hall- dórs Péturssonar. Viðar Eggertsson flytur. Maður er manns gaman og Foröum okkur háska frá — teikni- myndaflokkur frá Tékkóslóv- aklu um það sem ekki má I umferðinni. Sögumaður: MIÐVIKUDAGUR 6. nóvember Sigrún Edda Björnsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingarogdagskrá. 20.40 Maðurogjörö. (A Planet for the Taking) 2. Atrúnaður. Kanadlskur heimildamynda- flokkur I átta þáttum um tengsl mannsins við uppruna sinn, náttúru og dýrallf og firringu hans frá umhverfinu á tækniöld. Umsjónarmaður David Suzuki. Þýöandi og þulur Öskar Inglmarsson. 21.45 Dallas. Sálumessa. Bandarlskur framhalds- myndaflokkur. Þýöandi Björn Baldursson. 22.35 Úr safni Sjónvarpsins. Samleikur á pláno. Halldór Haraldsson og Gisli Magnús- son leika „Scaramouche" eftir Darius Milhaud. Aður sjónvarpað I Söngkeppni Sjónvarpsins I mars slðast- liðnum. 22.45 Fréttir I dagskrárlok. Umsjón: Njörður P. Njarðvlk. 23.05 A óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperutónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 6. nóvember 10:00—12:00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. Hlé 14:00—15:00 Eftirtvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15:00—16:00 Núerlag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16K)0—17:00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögln. Stjórnandi: Leopold Sveins- son. 17:00—18:00 Þræðir Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.