Morgunblaðið - 06.11.1985, Side 17

Morgunblaðið - 06.11.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 17 Útvarpsþættir Þráins Bertelssonar á bók NÝTT líf hefur gefid út bók eftir Þráin Bertelsson. Bókin heitir „Þad var og ... “ og eru í henni 33 þiettir, sem Þráinn flutti í ríkisútvarpinu. Á kápusíðu bókarinnar segir: „Nokkur undanfarin ár flutti Þrá- inn Bertelsson útvarpsþætti og nefndi þá „Það var og... “ Þessir þættir urðu fljótlega vinsælir og vöktu umtal, enda kom Þráinn víða við og fjallaði um ýmsar hliðar mannlífsins á sinn einlæga og glettna hátt. Þessi bók geymir úr- val þessara þátta sem birtast hér á prenti i fyrsta sinn. Þar á meðal: Saklaus leikur, Árshátíð unglinga- vandamálsins, Þjóðleg reisn, fjað- urskreyttir flókahattar, Innvortis ræsting, Þar sem heimsfrægðinni er úthíutað, Á köldum klaka, Hlutabréf í sprengjuforða, Skelfi- legur sjúkdómur, Undraglugginn, Nýju stigvélin hans Guðmundar, Seðlabanki eða Tívolí? Stefnumót við múmíu, Yndislegt fólk, Islend- ingar. Frá boði sem haldið var vegna nafnbreytingar Menntastofnunar íslands og Bandaríkjanna. Frá vinstri: Nancy Lammerding Ruwe, sendiherrafrú, Nic- holas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Þorbjörn Karlsson, prófessor, formaður stjórnar stofnunar- innar. Menntastofnun íslands og Bandaríkjannæ 6 milljónir í styrki í vetur Menntastofnun íslands og Banda- ríkjanna, Fulbright-stofnunin, styrk- ir 17 Bandaríkjamenn og 25 íslend- inga til náms í vetur, samtals er upphæðin 145.000 dollarar, um 6 milljónir íslenskra króna. Frá þvi stofnunin var sett á laggirnar árið 1964 hafa um 120 bandarískir námsmenn og 250 ís- lenskir hlotið styrk. Samkvæmt samningi ríkis- stjórna Islands og Bandaríkjanna var nafni stofnunarinnar breytt 1. september síðastliðinn — áður var hún nefnd Menntastofnun Bandarikjanna á íslandi. Nýja nafnið ber það með sér að stofnun- in er í raun réttri byggð á sam- starfi tveggja þjóða. Hlutverk stofnunarinnar er að sjá um framkvæmd námsaðstoðar við íslendinga, sem lokið hafa há- skólaprófi og hyggja á framhalds- nám við háskóla í Bandaríkjunum, svo og aðstoð við Bandaríkjamenn er vilja stunda framhaldsnám við Háskóla íslands. Einnig veitir stofnunin styrki til rannsókna og fyrirlestra í báðum löndunum. Stjórn stofnunarinnar er skipuð fulltrúum beggja landa — og nú- verandi formaður stjórnarinnar er Þorbjörn Karlsson, prófessor. Heiðursformenn eru ávallt menntamálaráðherra fyrir hönd íslands og sendiherra Bandarikj- anna. 96 sögur af Oktavíu — eftir Véstein Lúðvíksson (JT ER KOMIÐ hjá Máli og menn- ingu nýtt skáldverk eftir Véstein Lúðvíksson og nefnist það Oktavía. Vésteinn hefur áður skrifað skáld- sögur, smásögur og leikrit og i fyrra kom út eftir hann bókin Mað- ur og haf, sem er önnur þeirra bóka sem tilnefndar eru til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs i ár af íslands hálfu. í fréttatilkynningu útgefandans segir: „1 þessu nýja verki Vésteins segir frá þvi að félag nokkurt hyggst ráða sér framkvæmda- stjóra en meðal umsækjanda reyn- ist vera umdeildur félagsmaður, Oktavía að nafni. Formaður fé- lagsins gerir það að tillögu sinni að stjórnin fjalli um umsókn Oktaviu með þeim hætti að hver hinna tólf stjórnarmanna segi af henni átta stuttar sögur, og rökstyðji þannig atkvæði sitt. I bókinni eru þvi 96 stuttar sögur af sömu konunni, og bregða þær skemmtilegu og oft óvæntu ljósi á tilveru okkar og samlíf." Vésteinn Lúðvfksson Oktavía er 100 bls. að stærð, unnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin i Bók- felli hf. Kápu gerði Robert Guille- mette. Stálvík fékk trollið í skrúfuna Sólberg dró skipið til Siglufjarðar Þráinn Bertelsson Þetta er sjötta bók Þráins Bert- elssonar. Helgafell gaf út fjórar skáldsögur eftir hann 1970 til ’74 og í fyrra gaf Nýtt líf út barnabók hans „Hundrað ára afmælið". Sú bók var með myndum eftir Brians Pilkington og fékk verðiaun Fræðsluráðs sem bezta barnabók ársins. Hún hefur verið þýdd á nokkur tungumál. „Það var og... “ er 268 blaðsíð- ur, prentuð hjá Prismu. TOGARINN Stálvík fékk í fyrra- kvöld troll í skrúfuna þegar skipið var að veiðum í Reykjafjarðarál. Hafði Stálvík samband við togarann Sólberg frá Ólafsfirði, sem var að veiðum á Strandagrunni og bað um aðstoð. Sólberg hélt til Stálvíkur og var komið að Stálvík um kl. 1.30 í fyrrinótt og um kl. 3 var búið að festa vír í Stálvík, og Sólberg dró skipið því næst til Siglufjarðar, og voru skipin þangað komin um hádeg- isbilið í gær. Gunnar R. Kristinsson skip- stjóri á Sólberg sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Við vorum staddir á Strandagrunni þegar Stálvík hafði samband við okkur um kl. 22 í gærkveldi og bað okkur að draga sig inn, því þeir höfðu fengið trollið í skrúfuna og voru alveg stjórnlausir. Stálvíkin var þá stödd á Reykjafjarðarál og við vorum komnir að henni um kl. 1.30 í nótt, og vorum búnir að festa vír í Stálvíkina um kl. 3. Þá settum við á ferð til Siglufjarðar og þang- að vorum við komnir um hádegi í dag.“ Gunnar var spurður hvernig veður hefði verið þegar þetta gerð- ist: „Veður var að ganga niður. Það hafði verið bræla. Það var norðan- átt, um fimm vindstig en var að lægja þegar við komum til þeirra." Gunnar sagði að trollið hefði í gær verið skorið úr skrúfunni á Stálvíkinni og í ljós hefði komið að skemmdir voru engar. Hélt Stálvíkin því aftur til veiða sið- degis 1 gær. Gunnar sagði að Sólberg myndi fá greiðslu fyrir aðstoðina sam- kvæmt svonefndum Goðataxta, og er þá átt við þann taxta sem björg- unarskipið Goði setur upp fyrir björgun. Gunnar sagðist ekki vita hversu há sú upphæð væri, en það væri komin hefð á hvernig greiðsl- um fyrir slíkt væri háttað. Með bættri aðstöðu í nýjum húsakynnum í Mjóddinni (Víðishúsinu) getum við nú boðið fjölbreyttari og betri þjónustu en áður. öll innlend og erlend bankaviðskipti. Næturhólf — Geymsluhólf Sími 78855.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.