Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR6. NÓVEMBER1985 Morgunblaðið/Friðþjófur Kristján Ásgeirsson framkvæmda- stjóri Höfða ræöir við strákana í messanum. borgað og bezt tryggt að þeir standi við greiðslur. Það þurfa alls ekki að vera heimamenn. Sé litið framhjá áhvílandi skuldum og allt of háu vátryggingaverði, er eina viðmiðunin mögulegt aflaverð- mæti, fyrirfram ákveðið til allt að þriggja ára, þegar kaupverð er áætlað. Með tilliti til þess verður hægt að reka skipin miðað við kaupverð í kringum 100 milljónir króna. Vinnubrögð Fiskveiðasjóðs við meðferð tilboða í skipin verða væntanlega þau, að þau verða opnuð eftir tilboðsfrest og þeim ekkert hnikað til eftir það. Þá verður mönnum ekki leyft að koma og bjóða betur, þó slíkt gæti hugs- anlega hækkað verðið á skipunum til góða fyrir Fiskveiðasjóð, svo fremi að það verði ekki of hátt og sama sagan endurtaki sig. Þetta getur þýtt, að þeir, sem telja sig verða að fá skipið, þurfi að teygja sig of hátt í tilboðum sínum. Á hinn bóginn er hugsanlegt að upp komi sú staða að samstaða næðist um það meðal útgerðarmanna, að heimamenn ættu forgang að þess- um skipum og byðu því ekki í þau. Með því móti kæmi aðeins eitt tilboð í hvert skipanna og þá verð- ur það Fiskveiðasjóðs, eins og reyndar hvort eð er, að meta hvort hann telur tilboðin nógu há eða telur hagkvæmara að selja skipin ekki að svo stöddu. Fólki og bæjarfélagi verði forðað frá efna- hagslegu skipbroti Sé þessi möguleiki athugaður með dæmi Kolbeinseyjar í huga, gæti kaupverð orðið um 100 millj- ónir króna. Vilyrði fyrir hlutafé upp á um 30 milljónir króna í nýtt félag til kaupa á skipinu liggja fyrir. Þá geta heimamenn gert sér vonir um að fá 20 til 25 milljónir króna að láni til kaupa á skipinu samkvæmt lánsfjárlögum. Þar er því kominn um helmingur hugsan- legs kaupverðs. Hitt yrði Fisk- AF INNLENDUM VETTVANGI eftir HJÖRT GÍSLASON Uppboðið á Kolbeinsey ÞH 10: Enn meiri vandi stendur eftir verði skipið selt af staðnum Gert klárt í túrinn. milljónir króna, hafa þeir þegar greitt um 200 milljónir króna fyrir skipið, sem vissulega virðist meira en nóg. En eiga fyrri eigendur einhvern forgangsrétt að þessum skipum? Það fer vissulega eftir því hvernig rekstri viðkomandi skipa hefur verið háttað, en aðrir heima- menn, sem byggt hafa afkomu sína á útgerð þeirra með einum eða öðrum hætti, eiga rétt á úrlausn sinna mála. Eiga heimamenn for- kaupsrétt á skipinu? En hvað eiga skipin að kosta? Stefna Fiskveiðasjóðs er að aug- lýsa eftir tilboðum í skipin og selja þau þeim, sem hæst verð geta veiðasjóður llklega að lána. Hlut- hafar yrðu að líta á framlag sitt sem óarðbært fyrstu árin nema hvað varðar óbeinan ávinning, svo sem tryggara atvinnulíf en ella og meiri umsvif í viðkomandi bæjar- félagi. Þegar litið er á þetta dæmi, virðist sem endurnýjuð útgerð skipanna með þessum eða svipuð- um hætti, standi eftir mun betur en útgerð margra annarra og óvíst að allir sætti sig við það. Hitt virðist þó mikilvægara; að viðkom- andi byggðarlögum og fólki í þeim verði forðað frá efnahagslegu skip- broti. Það þarf að leysa núverandi vanda án þess, að annar og meiri komi í staðinn. í því efni skiptir ekki meginmáli hvernig vandinn kom upp, bara að menn læri af mistökunum og þau verði ekki gerð aftur. FISKVEIÐASJÓÐUR er nú orðinn eigandi að fjórum fískiskipum, Sölva Bjarnasyni, Sigurfara II, Helga S. og Kolbeinsey. Kol- beinsey ÞH 10 er síðasta skipið af þessum fjórum, sem slegið hefur verið sjóðnum og fór jafnframt á hæsta verðinu, 176 milljón- ir króna. Það mun vera hæsta upphæð, sem nokkru sinni hefur verið nefnd á uppboði hér á landi. Enn eitt skip, Már SH, er undir þessum illræmda hamri. Þessi skip eru skuldugri en önnur og hafa því ekki fengið skuldbreytingu og aðra fyrirgreiðslu af opinberri hálfu og verða eigendur þeirra og þeir, sem atvinnu hafa af þeim, að sæta þessum afarkostum. llppboðin leysa hins vegar lítinn sem engan vanda ein og sér. Að vísu eru þau leið til að skýra stöðu útgerða þeirra gagnvart lánardrottnum. Rekstur þessara skipa hefur verið vandkvæöum bundinn, en Ijóst er að sala skipanna burt úr viðkomandi byggðarlögum hefur í för með sér enn meiri vanda og þá verður högg hamarsins þungt. Afurðaverömæti 750 milljónir króna Sé dæmi Kolbeinseyjarinnar tekið, nema skuldir hennar um 275 milljónum króna, en aðeins við tvo sjóði, 14 milljónir við Byggðasjóð og 261 við Fiskveiðasjóð. Skipið kostaði 34 milljónir króna frá Slippstöðinni 1981, 49 milljónir í ágúst sama ár, þegar öll lán voru hafin og skuldar nú fyrrgreinda upphæð. Kolbeinseyin hefur verið á Húsavík síðan 1981 og afurða- verðmæti afla hennar á því tíma- bili miðað við fiskverð í dag er um 750 milljónir króna og útgerð skipsins hefur borgað af því um 90 milljónir króna framreiknað með lánskjaravísitölu. Að sögn kunnugra er ekki á nokkurn hátt að sakast við rekstur skipsins og hefur útgerð þess á allan hátt verið til fyrirmyndar. Það er gengis- þróun dalsins, sem hefur gengið af rekstrinum dauðum. En var dæmið þá vonlaust frá upphafi? Það verður að teljast líklegt og þá er það aftur spurningin hvers vegna var skipið keypt. Kannski hefur um of verið einblínt á at- vinnumöguleika í sjávarútvegi og þar eiga heimamenn ekki alla sökina. Þegar skipið var keypt var fyrirsjáanlegur samdráttur vegna breyttra útgerðarhátta og fækkun- ar vertíðarbáta. Akkur atvinnulífs á Húsavík vegna skipsins er ótví- ræður. Hún hefur skilað um 12.000 lesta afla að landi þessi ár, launa- greiðslur og aflahlutur þennan tíma nema um 255 milljónum miðað við sömu viðmiðun. A einu ári gæti beint tap bæjarins verið um 175 milljónir króna og 15 til 17 milljónum króna minni útsvars- tekjur, fari skipið af staðnum. Slíkar tölur vinda upp á sig og áhrifin verða margföld, komi ekk- ert annað í staðinn og fólksflótta fer að gæta. Þá hrynur verð fast- eigna og möguleikar bæjarins á að standa við skuldbindingar fara þverrandi. Verði Kolbeinseyin og önnur uppboðsskip seld af viðkom- andi stöðum, virðist blasa við nýtt vandamál, sem fellur þá undir ráðuneyti félagsmálaráðherra, en flokkast varla lengur sem vandi sjávarútvegs. AtvinnulífiÖ á rétt á úrlausn sinna mála Það er vilji fyrir því hjá stjórn- völdum, að reynt verði að halda skipunum á viðkomandi stöðum. Margrét Ásgrímsdóttir gefur eigin- manninum Benjamín Antonssyni kveðjukoss fyrir síðustu veiðiferðina að sinni. Meðal annars er gert ráð fyrir því á lánsfjárlögum að enduriána 100 milljónir króna til að stuðla að því. En frá opinberum aðiljum og lánastofnunum verður meira að koma til. Miðað við áhvílandi skuldir er kaupverð skipanna allt of hátt til að nokkur aðili geti keypt þau, til þess er þeim of naumt skammtaður afli. Opin- Það verður ekki svona líflegt í Fiskiðjusamlaginu á nestunni. berar lánastofnanir verða því að afskrifa meirihluta útistandandi skulda sinna áður en þau selja skipin að nýju, viðurkenna að þama hafi mistök átt sér stað og taka á sig sinn hluta þeirra. Fyrri eigendur skipanna hafa þegar gert það með verulegum greiðslum, sem þó hafa hvergi dugað, og í sumum tilfellum óbærilegum sjálfsskuld- arábyrgðum. Ennfremur munu þeir leggja fram fé til kaupa á skipunum að nýju. Kaupi heima- menn Kolbeinsey að nýju á um 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.