Morgunblaðið - 06.11.1985, Page 24

Morgunblaðið - 06.11.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 SKÁLD ÍBÚRI Skopmynd úr bandaríska tímaritinu Esquire fyrir stríð. Pound í safni þjóðlánastefnunnar. Bandaríska ljóðskáldið Ezra Pound, höfundur ljóðabálksins „Cantos" sem fæddist fyrir einni öld og lézt fyrir rúmum áratug, var síðasti meiri- háttar brautryðjandinn, sem breytti gangi bók- menntasögunnar á öðrum og þriðja áratug þessarar aldar. Fáir menn í bókmenntasögunni hafa verið eins umdeildir og hann. Margir hafa minnzt hans með aðdáun, hlýhug og þakk- læti, en fáir hafa vakið eins mikið hatur. Pound lifði lengur en allir æskuvinir hans, sem hann rétti hjálparhönd og hafði mikil áhrif á, þeirra á meðal W.E. Yeats, James Joyce, T.S. Eliot, William Carlos Williams, Robert Frost og Ernest Heming- way. Áhrif hans urðu til þess að flýta fyrir breytingum í nútímaljóðlist og tryggðu honum mikilvægan sögulegan sess. Ezra Loomis Pound fæddist 30. október 1885, í Hailey, Idaho, skammt frá Ketchum, þar sem Hemingway, vinur hans, fyrirfór sér 1961. Hemingway ritaði snemma á ferli sínum: „Hvert það skáld, sem er fætt á þessari öld eða á síðasta áratug síðustu aldar og segir 1 alvöru að það hafi ekki orðið fyrir áhrifum frá verkum Ezra Pounds, eða lært mikið af þeim, verðskuldar samúð, en ekki ákúrur. Það væri líkast því að rithöfundur, fæddur á sama tíma, hefði ekkert lært af James Joyce, eða ekki orðið fyrir nokkrum áhrifum frá honum, eða að ferðamaður lenti i blindbyl og fyndi ekki fyrir kulda, eða í sandroki og fyndi ekki fyrir sandinum og rokinu. Beztu verk Pounds — og þau eru í „Cantos" — munu lifa eins lengi og bókmenntir eru skrifaðar." KLASSÍSKUR Hemingway tók ekki of djúpt í árinni. Ezra Pound varð klassískur um sína daga, þótt hann væri útskúfaður vegna landráða. Síðan hann lézt í Feneyjum 1. nóvember 1972, tveimur dögum eftir að hann varð 87 ára, hefur hann stöðugt notið mikils álits. Álit manna á honum hefur lítið breytzt, þótt öðru máli hafi gegnt um ýmsa þá frægu samtímamenn, sem hann hjálp- aði til að öðlast viðurkenningu, t.d. Eliot, Frost og Willliam Carlos Williams, síðan þeir féllu frá. Pound fluttist ungur frá miðvesturríkj- um Bandarikjanna til Fíladelfíu, þar sem faðir hans starfaði í bandarísku myntslátt- unni. Uppruni hans tengdist þvf á vissan hátt umdeildum efnahagskenningum, sem leiddi til þess að hann var ákærður fyrir landráð vegna útvarpssendinga frá Róm í síðari heimsstyrjöldinni. í myntsláttunni sá drengurinn fólk koma með „gullstengur", sem svindlarar höfðu prangað inn á það og reyndust vera gyllt blý. Honum varð líka minnisstætt að verkamenn sögðu gestum, sem spurðust fyrir um ókeypis sýnishorn, að þeim væri velkomið að„ eiga þennan gullpoka, ef þið getið borið hann í burtu," en það gátu þeir ekki. Sjö ára gamall komst hann að raun um að barátta foreldra hans fyrir því að halda í við góðborgarana i hverfinu, þar sem þau bjuggu, var unnin fyrir gýg og að leikfélagar hans voru betur stæðir en hann. „Ég vissi nokkurn veginn hvað ég vildi gera þegar ég var 15 ára. Ég ákvað að þegar ég væri orðinn þrítugur skyldi ég vita meira um skáldskap en nokkur annar lifandi maður, vita hvað væri talið skáld- skapur annars staðar, hvaða hluti skáld- skapar væri talinn „varanlegur", hvaða hluti hans mundi ekki fara forgörðum í þýðingu og — það sem liklega skipti ekki minna máli — hvaða áhrifum væri hægt að ná á aðeins einu tungumáli og væri alls ekki hægt að koma til skila i þýðingu. Meðan á þessari leit minni stóð lærði ég níu erlend tungumál að meira eða minna leyti. Ég las austræn verk ... Ég komst að raun um ... að allir prófessorar reyndu að kenna mér allt nema þetta ...og ónáðuðu mig með prófkröfum...“ Pound vildi snúa baki við uppskrúfuðum stil og tilgerðarlegum siðapredikunum Viktoríutímans. Hann vildi kjarnmeiri stíl, „stranglega einfaldan, lausan við tilfinn- ingaþrugl." REKINN Pound lauk BA-prófi frá Hamilton Col- lege í norðurhluta New York-ríkis 1905 og MA-prófi frá háskólanum í Pennsyl- vaníu 1906. Á þessum árum ákvað hann Skáldið Ezra Pound, sem fæddist fyrir einni öld, var brautryðjandi nútímaljóðlistar, studdi Eliot ogJoyce, gekk á mála hjá ítölskum fas- istum og var ákærður fyrir landráð, en var úrskurðaður ósak- hœfur, dvaldist sem fangi á geðveikraspítala í 13 ár og lifði í þögn síðustu æviár sín. ound eftir ritvélina í yfirheyrir I stríðið, 'isa. Amp- ’ound í maí l’ound vii nm majoi 1943.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.