Morgunblaðið - 06.11.1985, Side 27

Morgunblaðið - 06.11.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 27 Morgunblaðið/Theodór Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, í ræðustól, honum á vinstri hðnd situr Gylfi Pálsson, formaður LS. Morgunblaðið/Theodór Formaður LS, Gylfí Pálsson, í ræðustól. Aðalfimdur stangaveiðimanna í Munaðarnesi: „SVFR hefur stundað stórkostleg yfirboð á stangaveiðimarkaðnumu — sagði Sigmar Ingason formaður SVF Keflavíkur á fundinum Borgarnesi, 30. október. ÞRÍTUGASTI og fímmti aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga var haldinn í Munaðarnesi í Borgarfírði 19. og 20. október 1985. Fundinn sóttu 86 fulltrúar frá 11 félögum en 25 stangarveiðifélög eiga aðild að sambandinu. Formaður LS, Gylfi Pálsson, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið starfsár og gat um helstu málin, sem voru á dagskrá sam- bandsins á árinu. Dagana 3. til 5. maí var haldin í Norræna húsinu í Reykjavík vörusýning á vegum LS og nefnd- ist hún Stangveiði 85. Sautján aðilar tóku þátt í sýningunni og þar voru sýnd veiðitæki, fatnað- ur, öryggistæki, bátar o.fl. er snertir stangveiðiíþróttina. Auk þess voru flutt erindi og sýndar kvikmyndir um sama efni. Sýn- ingin tókst vel og sóttu hana hátt á þriðja þúsund manns. Ársfundur Nordisk Sport- fisker Union (NSU) var að þessu sinni haldinn á Islandi, eða í Vaihöll á Þingvöllum, dagana 15. og 16. júní. Fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum mættu á fund- inum og báru menn saman bæk- ur sínar um ýmis vandamál, sem við er að etja, svo sem mengunar- vandamál, sjávarveiðar á laxi o.fl. Þá kom fram, að NSU hafði sótt um styrk frá Nordisk Kult- urfond, til að gera kvikmynd um lanxveiðar í N-Atlantshafi en fengið synjun. Þann 23. júní efndi LS til Stangveiðidags fjölskyldunnar. Tókst þessi dagur með afbrigðum vel og var boðið til ókeypis sil- ungsveiði í a.m.k. 10 veiðivötnum, ýmist á vegum stangarveiðifé- laga eða veiðiréttareigenda. Hyggst LS efna til stangveiði- dags fjölskyldunnar árlega í framtíðinni í samstarfi við veiði- réttareigendur. Þá stóð LS að útgáfu vegg- spjalds, sem ætlað er sem hvatn- ing til fólks til þess að leggja stund á stangveiðiíþróttina og þá ekki síst silungsveiði. Stjórn LS átti fundi með ýms- um aðildarfélögum og með stjórn Landssambands veiðifélaga, en mjög góð samvinna hefur verið með landssamböndum þessum og hafa þau í sameiningu látið gera leiðbeiningar vegna útboða og tilboða í veiðivötn og hvetja að- ildarfélög sín til þess að nota þær. Veiðimálastjóri, Þór Guðjóns- son, flutti erindi og skýrði frá veiðinni sl. sumar, en það var þriðja besta veiðiárið og veiddust 67 þús. laxar, þar af helmingur á stöng. Hann gerði einnig giein fyrir veiðihorfum næsta sumar, sem hann telur góðar. Þá ræddi hann nokkuð um sjávarveiðar á laxi og laxverndunarstofnunina í Edinborg, NASCO. Eitt aðalefni fundarins var staða stangarveiðifélaganna, samskipti þeirra innbyrðis og við veiðiréttareigendur. Urðu fjör- ugar umræður um þetta efni, en menn höfðu áhyggjur af hækk- andi verði á laxveiðileyfum og komu fram raddir um að veiði- menn sneru sér í auknum mæli að silungsveiði. Töluvert var deilt á umsvif Stangarveiðifélags Reykjavíkur og sagði Sigmar Ingason, for- maður SVF Keflavíkur, m.a., að SVF Reykjavíkur, sem væri lang- stærsta og öflugasta félagið í landssambandinu „hefði stundað stórkostleg yfirboð á stangveiði- markaðinum á undanförnum árum“. Væri verð á veiðileyfum komið yfir öll skynsamleg mörk. Ekki væri einungis við SVFR að sakast í þeim efnum, fleira kæmi þar til. Taldi Sigmar að stang- veiðimenn ættu að stuðla að því að bændur tækju rekstur veið- iánna í sínar hendur. Það væri hagstæðara en „uppboðsmarkað- urinn", sem viðgengst í dag. Hvatti Sigmar fulltrúa félaga innan LS til þess að fara gætilega í samningamálum á næstunni og stefna ekki stangarveiðifélögum í fjárhagslegar ógöngur vegna ofmetnaðar við að halda I alltof dýr veiðisvæði. Eftirfarandi tillaga frá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar var samþykkt einróma á fundin- um: Aðalfundur landssambands stangarveiðifélaga, haldinn í Munaðarnesi 19. og 20. október 1985, varar við þeim hugmyndum sem uppi eru um að hefja fiskeldi í kvíum eða á annan hátt i feng- sælum veiðivötnuum. Bent er á mengunar- og smit- hættu, sem af þessu stafar. Formaður LS, Gylfi Pálsson, var einróma endurkjörinn, aðrir í stjórn eru: Rósar Eggertsson SVFR, Sigurður Pálsson SVFK, Hjörleifur Gunnarsson SVFH og Rafn Hafnfjörð SVFR. í vara- stjórn eru: Matthias Einarsson, Akureyri, Sigurður Sveinsson, Selfossi, og Garðar Þórhallsson, Reykavík. — TKÞ. Kjördæmissamband Framsóknarflokksins Norðurlandi eystra: Konur fengu fimm stjórn- armenn af sjö KONUR tóku völdin í stjórn kjör- dæmissambands Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra nú ura helgina, því fímm konur voru kjörnar í stjórn, en þær voru aðeins tvær áður. Valgerður Sverrisdóttir frá Lómatjörn var kosin formaður stjórnarinnar. „Þriðjungur fulltrúa á þinginu var konur, og þær stóðu saman, með þeim árangri að við fengum fimm konur kjörnar," sagði Val- gerður Sverrisdóttir, nýkjörinn formaður stjórnar kjördæmissam- bandsins, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Auk Valgerðar voru þær Úlfhildur Ágústsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Áslaug Magnúsdóttir og Þóranna Björg- vinsdóttir kjörnar í stjórnina. Tveir karlar voru kjörnir í stjórn- ina, en þeir voru áður fimm. Þeir sem náðu kjöri eru Snorri Finn- laugsson og Jón Sigurðarson. Þeir sem gengu úr stjórn eru Bjarni Aðalgeirsson, Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, Ari Teitsson, Gunnar Hilmarsson og Tryggvi Svein- björnsson. Tveir þessara manna, þeir Gunnar og Tryggvi, voru í kjöri, en náðu ekki kosningu. Þeir voru báðir kjörnir í varastjórnina. „Ég álít að þessi kosning muni hafa viss áhrif á störf kjördæmis- sambandsins," sagði Valgerður, „af því að nú eru sveitarstjórnar- kosningar framundan, og við munum að sjálfsögðu vinna að því að framsóknarkonur komist inn í sem flestar sveitarstjórnir." Val- gerður sagði að eitt af viðfangsefn- um kvennanna og stefnumálum á næstunni yrði að finna konu sem frambjóðanda í öruggu sæti í næstu Alþingiskosningum. Hún sagði að allir væru sammála um nauðsyn þess, jafnvel þingmenn Framsóknarflokksins, þó að eng- inn þeirra hefði áhuga á að standa upp fyrir konu. Morgunblaðið/RAX Fullt út úr dyrum á Ostadögum ’85 Mjög góð aðsókn var að Ostadögum ’85 um helgina. Á sunnudag þegar þessi mynd var tekin, var fullt út úr dyrum af fólki sem vildi kynna sér þá osta sem á boðstólum eru og fá að smakka. r ASEA rafmótorar Nú eru ASEA rafmótorar í næsta nágrenni viðskiptavina sinna: — AUSTURLAND: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði VESTMANNAEYJAR: Geisli, Vestmannaeyjum. SUÐURNES: Rafiðn, Keflavík VESTFIRÐIR: Póllinn, ísafirði NORÐURLAND: Raftækni, Akureyri. Sölumenn okkar veita frekari upplýsingar ef óskað er. JTRÖNNING ISTeSoa RÖNNNG^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.