Morgunblaðið - 06.11.1985, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.11.1985, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1985 Islamabad, 5. nóvember. AP. Frelsissveitirnar í Afganistan hafa látið mikið að sér kveða síðustu daga og m.a. grönduðu þær a.m.k. 28 olíu- bílum í fjallaskarði í grennd við sovézku landamærin. Vestrænir sendifulltrúar skýra frá því að frelsissveitirnar hafi skotið flugskeytum á höfuðborg- ina, Kabúl, nær daglega alla síð- ustu viku. Beinast árásirnar gegn sovézkum skotmörkum í borginni og herstöð Rússa á flugvellinum í Kabúl. Fregnir fara ekki af hversu sveitunum varð ágengt með árás- unum. Hinsvegar munu Rússar hafa svarað árásunum af mikilli hörku. Igósmynd/AP Díana í Ástralíu Díana prinsessa af Wales er vinsæll blaðamatur og Ijósmyndarar og fréttamenn láta ekkert tækifæri ónotað til að birta af henni myndir og frásagnir. Þessi mynd er tekin í Ástralíu nýlega er hún gaf hjóla- skipi nafn með því að brjóta kampavínsflösku á stefni þess, eins og alsiða er við slík tækifæri. Myndirnar sýna viðbrögð hennar. Héldu þeir uppi stórskotaliðsárás á svæði utan Kabúl, sem frelsis- sveitirnar hafa á valdi sínu, og einnig loftárás. Jafnframt hótuðu rússneski innrásarherinn og afg- anski stjórnarherinn að leggja nærliggjandi þorp í rúst ef þorps- búar liðsinntu frelsissveitunum. Heimildir herma að gagnárás Rússa hafi fyrst og fremst beinst gegn þorpum í grennd Kabúl. Þá gerðu frelsissveitirnar árás á lest 80 sovézkra olíubíla í Salang-skarðinu norður af Kabúl sl. fimmtudag, eyðilögðu a.m.k. 28 bílanna og löskuðu marga. OUu þeir Rússum því miklu tjóni. Ennfremur hefur komið til átaka í Pansjher-dalnum og ná- grenni hans, en þar hafa hörðustu hildir stríðsins í Afganistan verið háðir. Sendifulltrúarnir skýra einnig frá því að um eitthundrað afgansk- ir stjórnarhermenn hafi líflátið yfirmann sinn við Spinbaldok í suðurhluta landsins 22. október sl. og við svo búið gengið frelsissveit- unum á hönd. Fyrr í október flýði fjöldi afganskra stjórnarher- manna búðir sínar í borginni Kandahar í vesturhluta landsins og gengu til liðs við frelsisöflin. Stjórnarherinn hefur lengi átt við liðhlaup að stríða og er talið að í hernum séu aðeins 30 þúsund menn en ekki 80 þúsund, eins og yfirvöld halda fram. Nýja-Sjáland: Hjartaígrœðsla Læknirinn John Pennock heldur í vinstri hendi sinni á hjarta sem grætt var í hjartaþegann Anthony Mandia í stað gervihjarta. Mynd þessi var tekin er hjartaígræðslan var ad hefjast en hún fór fram í Milton S. Hershey-sjúkrahúsinu í Hershey í Pennsylvaniu fyrir skömmu. Gætu átt yfir höfði sér lífstíöarfangelsi Auckland og París, 5. nóvember. AP. TVEIR franskir njósnarar, sem ját- uöu í gær að hafa gerst sekir um manndráp af gáleysi með hlutdeild sinni í að sökkva skipi Grænfriðunga í Auckland-höfn á Nýja-Sjálandi, gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfang- elsi, að þvf er Geoffrey Palmer dóms- málaráðherra sagði í dag. Palmer neitaði því, að samning- ur hefði verið gerður við frönsk Tanzanía eitt fátæk- asta land Afríku — eftir 24 ára valdaferil Nyereres stjórnvöld um að fella niður morðákæruna gegn Frökkunum. David Lange forsætisráðherra neitaði ennfremur, að stjórnmál hefðu á nokkurn hátt blandast inn í málsmeðferðina. „Fangar eru ekki til sölu hjá okkur," sagði hann eftir að játningarnar lágu fyrir í gær. Paul Neazor saksóknari kvað ekki unnt að sanna, að njósnararn- ir tveir, Alain Mafart majór og Dominique Prieur kapteinn, hefðu gerst sek um morð, en engu að síður hefðu þau átt ríkan þátt í, að skipinu var sökkt og væru þannig meðsek um manndráp af gáleysi. Frönsk stjórnvöld hafa ekki staðið í „neins konar prútti“ við stjórn Nýja-Sjálands, sagði franski utanríkisráðherrann, Ro- land Dumas, í dag, en “samninga- umleitunum er haldið áfrarn". Dumas sagði þetta eftir að geng- ið hafði fjöllunum hærra, að frönsk stjórnvöld hefðu þrýst ótæpilega á stjórnina í Wellington í þessu máli og óspart beitt fyrir sig smjör- og kjötútflutningi Ný— Sjálendinga til ríkja Evrópu- bandalagsins. Þegar Dumas var spurður, hvort þrýstingur frönsku stjórnarinnar hefði valdið þeirri breytingu, sem orðin væri á málsmeðferð Ný-Sjá- lendinga, svaraði hann: „Eg dreg ekki eitt augnablik í efa sjálfstæð og óháð vinnubrögð ný-sjálenska dómskerfisins, en ég hef ákveðna skoðun á þessari stefnubreytingu dómaranna. Ég held, að mat þeirra styðjist nú meira við staðreyndir málsins en áður var.“ Frelsissveitirnar í Afganistan láta að sér kveða: Eyðilögðu 28 olíubíla í rússneskri bflalest D»r ea S*l*am, Tanzaniu, 5. nóvember. AP. JULÍUS Nyerere yfirgefur nú for- setastól í Tanzanlu eftir að hafa leitt þjóð sína á braut sjálfstæðis í tuttugu og fjögur ár. Hann skilur eftir sig pólitlskt jafnvægi og óneitanlega nokkrar þjóðfélagslegar framfarir, en einnig ríkisrekinn efnahag sem hefur gert Tanzaníu eitt af fátækustu löndum heims. Sósíalisminn sem Nyerere vonaði að myndi gera Tanzaníu efnahagslega sjálfstæða hefur leitt af sér almenna fátækt. Er Nyerere rifjaði upp feril sinn fyrir skömmu sagði hann: „Það eru vissir hlutir sem ég mundi haga öðruvísi." Hann viðurkennir nú að of langt hafi verið gengið í þjóð- nýtingu og miðstýringu. Nyerere lét formlega af forseta- embætti á þriðjudag og við tók Ali Hassan Mwinyi, sem hlaut 92.2 prósent atkvæða í forseta- kosningunum I Tanzaníu á dögun- um þar sem Mwinyi var einn í framboði. En sem formaður Bylt- ingarflokksins, eina stjórnmaála- flokks Tanzaníu, mun Nyerere áfram hafa mikil áhrif á gang mála þar allt til ársins 1987, en þá hefur hann heitið að láta endan- lega af stjórnmálaafskiptum. Árið 1979 varð Nyerere til að velta öðrum Afríkuleiðtoga af valdastól þegar herir hans og uppreisnarmenn i Úganda ráku Idi Amin í útlegð. Nyerere varði at- hafnir sínar með því að Amin hefði komið átökunum af stað með þvi að ráðast inn i Norður-Tanzaníu. En Nyerere, sem hefur eytt fri- stundum sinum i að þýða leikrit Shakespeares yfir á swahilitungu, bar innanrikismál einkum fyrir brjósti. Honum hefur tekist að gera þjóð sina með þeim menntuð- ustu í Afríku og er læsi í Tanzaniu nú um 86 prósent. Nyerere hvatti þjóð sfna sífellt til að ná þvi marki að verða efnahagslega sjálfbjarga, en miðað við fólksfjölda hefur Tanzania þó þurft á mestri er- lendri aðstoð að halda af öllum Afrikurikjum i stjórnartíð hans. Indland: Ásökunum í garð Kínverja neitað Nýju Delhf, 5. nóvember. AP. BALI RAM Bhagat, utanrfkisráðherra Indlands, vísaði í dag á bug fregnum og ummælum þess efnis að Indverjar hefðu sakað Kínverja um að aðstoða Pakistana við að framleiða kjarnorkuvopn. Bhagat sagði að hernaðaraðstoð Kfnverja við Pakistana væri ekki til umræðu i viðræðunum sem nú standa yfir milli Kinverja og Ind- verja um landamæri rikjanna. Bæði Indverjar og Kfnverjar vilja bæta sambúð sfna hvorir við aðra, en landamæradeilan hefur staðið i vegi fyrir eðlilegum sam- skiptum rikjanna. Bhagat var inntur eftir því í dag hvort eitthvað væri hæft í fullyrð- ingu herforingja nokkurs f ind- verska hernum um að Pakistanar myndu sprengja fyrstu kjarnorku- sprengju sfna i Kfna til þess að halda leyndu að þeir byggju yfir slíku vopni. Kfnverjar hafa visað þessari ásökun á bug og sagði Bhagat Indverja hvorki hafa sakað Kínverja né nokkra aðra um að hjálpa Pakistönum við gerð kjarn- orkusprengju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.