Morgunblaðið - 06.11.1985, Page 33

Morgunblaðið - 06.11.1985, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1985 33 um þing. Það má augljóst vera að menntamálaráðherra hefur a.m.k. tvisvar veruleg áhrif á, svo vægt sé til orða tekið, hvernig fjárveit- ingar skiptast. Og hvar mun nú- verandi menntamálaráðherra kjósa að verja fé ríkisins — skatt- borgaranna? Mun menntamálaráðherra verja 5—10 milljónum króna og hvetja sveitarfélög til að leggja fram sömu upphæð til þess að kaupa vélbúnað inn í grunnskólana án þess að leggja til hliðar fé í sama mæli til hugbúnaðargerðar eða menntunar kennara? En af hverju spyr ég? Jú, ég spyr vegna þess að menntamála- ráðuneytið hefur tekið ákvörðun um að taka tölvur inn á stofn- kostnaðarlið skóla og það hefur jafnframt sett af stað ofangreint útboð á tölvubúnaði fyrir grunn- skóla. Útboðið var miðað við a.m.k. 400 tölvur sem kaupa skyldi á ár- unum 1986—1988 auk jaðartækj'a og lágmarks hugbúnaðar. Útboðs- lýsing var unnin á 2 vikum og ekki leitað umsagnar neinna skóla sem sinnt hafa þessum þætti undan- farin ár. Úrvinnsla tilboða hefur nú staðið yfir í nærfellt tvo mán- uði. Og flestir skólastjórar lands- ins að ógleymdum seljendum tölvubúnaðar bíða eftir að nefndin sem á að velja vélbúnað til kaupa ljúki störfum. Þeir bíða m.a. vegna þrýstings fjölmargra aðila utan skólanna svo sem félagasamtaka, foreldra og fyrirtækja að ógleymd- um sveitarfélögum sem eru tilbúin að veita fé í kaup vélbúnaðar. Ég veit að vísu ekki nákvæmar tölur en mér segir svo hugur um að fjár- upphæðin sem verja þyrfti úr rík- iskassanum á næsta ári til þessara kaupa á vélbúnaði sé ekki minni en kr. 5 milljónir. Nú hlýtur fyrr- verandi iðnaðarráðherra að segja að 400 tölvur á liðlega 200 skóla og það á 3 árum sé „smotterí" eða „peanut" og engin spurning um að hella sér í slík kaup. Ég get reynd- ar samþykkt það og jafnvel að árskvótinn hækki talsvert, en mér blöskrar að það skuli e.t.v. verða gert án þess að hafa einhverja heildarmynd af fjárveitingum til þeirra þátta sem eru forsenda þess að þessi búnaður nýtist af ein- hverju viti. Ætlar menntamálaráðherra að sjá til þess að varið sé fé til gerðar og aðlögunar á hugbúnaði fyrir skólana nógu snemma til þess að vélbúnaður nýtist? Hvert telur ráðherra rétt að sækja fyrirmynd- ir? Hefur ráðherra gert sér grein fyrir því að val á vélbúnaði dregur á eftir sér ákveðinn hugbúnað og að sá hugbúnaður ber oftast merki þeirrar menningar sem hann er saminn í, þar á meðal þeirra við- horfa til skólastarfs sem ríkjandi eru á viðkomandi stað? Sá sem kaupir ætti vitanlega að vera vel fróður um hvað hann kaupir og hvað kaupin hafa í för með sér. A tímum fjálglegrar umræðu um íslenska menningu og gildi hennar hlýtur hver maður að vilja halda vöku sinni í þessum efnum! En af hverju spyr ég? Ég spyr vegna þess að ég finn ekki neinar upplýsingar um það í fjárlaga- frumvarpi að verja skuli fé í nokkrum mæli til hugbúnaðar- gerðar. Ég spyr vegna þess að ég veit að við getum ekki vænst þess að aðilar á einkamarkaði bjargi erð hugbúnaðar fyrir skólakerfið. fyrsta lagi geta þeir það ekki vegna þess að þeir sem kunna til verka við gerð forrita kunna nær aldrei til verka við gerð kennslu- efnis sem nær umfram einföldustu hömrun í reikningi, stafsetningu og staðreyndir í landafræði og sögu. í öðru lagi geta þeir það ekki vegna þess að stuldur á hugverkum viðgengst langt úr hófi fram og sá sem semur gott forrit getur átt það á hættu að fá ekki krónu fyrir vegna þess að „vinir og kunningj- ar“ þurfa endilega að prófa það og síðan kemur í ljós að „forritið er svo gott að margir vilja nota það líka“. Að mínu mati er það augljóst að hugbúnaður fyrir skólakerfið, ef hann á að vera einhvers virði sem kennsluefni, verður aldrei til nema með því að menntamála- Anna Kristjánsdóttir „En hvað gera þá þeir kennarar sem ekki komast að endurmennt- unarnámskeiði á vegum endurmenntunar KHÍ. Þeir bjarga sér að sjálf- sögðu með því að leita eftir styrkjum frá starfs- menntunarsjóðum BSRB og BHM eða styrkjum frá kennara- samböndum eða styrkj- um frá sveitarfélögum. Hópur kennara greiðir líka sjálfur fyrir nám- skeið til þess að afla sér þekkingar á því hvernig tölvubyltingin muni hafa áhrif á skólastarf fram- tíðarinnar.“ ráðuneytið tryggi fjárhagslegan grundvöll hans. Framkvæmd getur hins vegar verið á ýmsan hátt. Hægt er að nota gamla líkanið frá skólarannsóknadeild og vinna verkið undir handarjaðri ráðu- neytisins eða innan Námsgagna- stofnunar. En það er líka hægt að virkja miklu fleiri aðila, aðila með frjóar hugmyndir og kraft, til þe3s að vinna saman að slíkri gerð hugbúnaðar. Þannig mætti vel hugsa sér að fara í smiðju til Breta og veita eins og þeir veittu gegnum MEP (Microelectronics Education Programme) styrki til hugbúnað- argerðar hópum sem samsettir voru af skólamönnum og tækni- mönnum. Slíkt yrði hvatning þess- um aðilum til þess að vinna saman í fyrsta sinn. Og þessir aðilar verða að læra að vinna saman. Til að nefna upphæð sem væri I ein- hverju samræmi við ákvörðunina um vélbúnaðarkaup t.d. er ekki óeðlilegt að hugsa sér að veita næstu 3-5 árin árlega upphæð til skoðunar erlendra forrita og styrki til slíkrar aðlögunar og gerðar íslenskra forrita upp á 2-3 milljón- ir króna. Útgáfa eða kaup frá aðilum utan skólakerfisins á efni krefst ekki minni upphæðar til að byrja með. Og ef ekki er hugað að þessum þætti a.m.k. samkvæmt þessum hæversku tölum verða tölvurnar sem keyptar eru van- nýttar og valda hugarangri. 8. þáttur: Hvað með skólastarf og þátt kennara? Ætlar menntamálaráðherra að sjá til þess að veitt sé fé til mennt- unar kennara á þessu sviði? Auð- veldast sýnist fólki að tengja þá menntun grunnnámi kennara og þar er um nokkra fræðslu að ræða. Þó skortir talsvert á skilning meðal ráðandi aðila að meira þurfi en 24 tíma námskeið um tölvur og skólastarf inni í þriggja ára námi kennaranema. Að sjálfsögðu verð- ur að auka þennan þátt talsvert. I endurmenntun starfandi grunnskólakennara horfir málið aftur á móti þannig við að undan- farin tvö ár hefur ásókn kennara í tölvunámskeið verið langt um- fram það sem hægt hefur verið að bjóða upp á. Þannig sóttu t.d. u.þ.b. 150 kennarar um 56 sæti sem hægt var að bjóða á grunnnám- skeiðum í tölvufræðslu á vegum endurmenntunar sl. sumar. Og þetta hlutfall umsókna umfram möguleg sæti á eftir að aukast. 9. þáttur: En af hverju vantar nám- skeið fyrir kennara? Endurmenntun fyrir grunn- skólakennara er samkvæmt lögum og kjarasamningum í ákveðnum farvegi. Kennurum ber að afla sér endurmenntunar reglulega. Kenn- araháskóla íslands ber að hafa framboð námskeiða. Að vísu er umfang endurmenntunar ekki meira en svo að um 25% fastráð- inna kennara taka þátt í vikunám- skeiði árlega auk þeirra sem sækja stutta fræðslufundi. Hvað varðar fræðslu um tölvu- mál þá sóttu nálægt 280 kennarar um slíka fræðslu á árinu 1985. Þeir eru liðlega 10% fastra kenn- ara grunnskólans. Samkvæmt fjárveitingum til endurmenntunar var alls hægt að halda námskeið fyrir u.þ.b. 500 kennara. Og þetta var heildarfjárveiting fyrir árið og átti að nægja fyrir námskeiðum sem fjalla skyldu um öll svið er varða grunnskólann. Auðvitað eru fjárveitingar allt of litlar. En svona tala náttúrlega allir því að íslendingar kunna að sjálfsögðu listina að barma sér. En hvað gera þá þeir kennarar sem ekki komast að á endurmennt- unarnámskeiði á vegum endur- menntunar KHÍ. Þeir bjarga sér að sjálfsögðu með því að leita eftir styrkjum frá starfsmenntunar- sjóðum BSRB og BHM eða styrkj- um frá kennarasambðndum eða styrkjum frá sveitarfélögum. Hóp- ur kennara greiðir líka sjálfur fyrir námskeið til þess að afla sér þekkingar á því hvernig tölvubylt- ingin muni hafa áhrif á skólastarf framtíðarinnar. Og hvert sækja þessir kennarar þá menntun sína um skólastarf í tölvuvæddu skólasamfélagi? Jú, þeir sækja hana til fjölmargra aðila utan skólakerfisins sem veita slíka fræðslu. Ég ætla ekkert að segja hér um það hversu vel fræðslan er í samræmi við raun- hæft skólastarf en mig langar til að gera ráðherra tilboð. í nýút- komnu kynningarriti SKYRR (Skýrsluvéla ríkisins og Reykja- víkurborgar) eru auglýst fjölmörg námskeið. M.a. er þar að finna auglýsingu á námskeiði í rit- vinnslu, nánar tiltekið Ritvinnslu II. Reyndar er það mér hulin ráð- gáta að forrit af þeim toga skyldi valið til kaups fyrir ríkisfyrirtæki nema ef vera skyldi til að skapa þörf á námskeiðum! En „spög til side“ þá vil ég gera ráðherra það tilboð að hann veiti árið 1986 til kennslukostnaðar í endurmenntun grunnskólakennara sérstakri upp- hæð til átaks á sviði tölvufræðslu, upphæð sem nægi til þess að senda alla grunnskólakennara á dulitið 12 tíma ritvinnslunámskeið í þess- um verðklassa. Væri slíkri fjárveitingu til greiðslu á kennslukostnaði veitt í farveg endurmenntunar KHÍ,— þ.e.a.s. 15 milljónum króna, þá gætum við haldið í við vélbúnaðar- væðinguna sem nú er í undirbún- ingi og veitt hverjum kennara mun meira en 12 tíma og mun fjöl- breyttari viðfangsefni. Fram til þessa hefur ekki verið unnt að gera neitt slíkt þótt verulegt fé hafi runnið úr ýmsum sjóðum til greiðslu á flugdýrum námskeiðum. Svo að í stuttu máli er kreppa menntunarþáttarins fólgin í tvennu. Annað er raunverulegur vanskilningur ákveðinna ráða- manna á nauðsyn menntunar um tölvur og skólastarf þótt þeir í orði kveðnu segist skilja hana. Hitt er mismunur hagkerfanna tveggja þar sem stofnunum innan ríkisgeirans annars vegar er gert að bjóða upp á menntun án þess að fjárveiting sé fyrir hendi og menn eiga sér enga möguleika á að afla fjár þótt „markaður" sé fyrir hendi af því að þeir eiga að veita þessa menntun ókeypis. Hins vegar er hinn „frjálsi markaður" sem býður upp á námskeið á „okur- verði" og fær þau að verulegu leyti greidd af hálfopinberu fé eða fé samtaka. Þessari vitfirringu verð- ur vitanlega að ljúka. En ég fæ ekki séð að gert sé ráð fyrir því samkvæmt núverandi fjárlaga- frumvarpi. Tillaga mín um fjárveitingu miðast við að veita grunnfræðslu fyrir sem flesta og framhaldsnám- skeið fyrir sívaxandi hóp kennara sem hefur mikinn áhuga og er tilbúinn að vinna vel í þessu máli. 10. þáttur: Framhalds- nám er nauðsynlegt Fram hjá því verður hins vegar ekki komist að taka nú alvarlega þriggja ára gamlar tillögur um að komið verði á framhaldsnámi á Sssu sviði við Kennaraháskóla lands fyrir starfandi kennara. Slíkt framhaldsnám krefst tveggja ára undirbúnings ef vel á að vera, bæði til þess að byggja upp námið en þó öllu fremur til þess að færum kennurum með góða reynslu af ýmsum þáttum skólastarfs gefist kostur á að sækja undirbúnings- námskeið og reyna nokkra þætti í starfi sínu áður en framhaldsnám hefst. Framhaldsdeild af þessum toga gæti leyst vanda fræðsluum- dæma og ýmissa fleiri aðila í landinu sem þurfa á kunnáttufólki að halda og mætti því hugsa sér að þeir aðilar yrðu með í mótunar- starfi. En það skiptir meginmáli að fara að hefja undirbúning. ll.þáttur: Með kærri kveðju Auðvitað gæti ég talið hér upp alls kyns upplýsingar um það hvernig tekið er á málum í löndun- um í kringum okkur og borið saman tölur um fjárfestingu ís- lenskra ráðuneyta á sviði mismun- andi efnisþátta — en þá yrði grein- in of löng! í máli mínu hefi ég talað fyrir því að möguleikar tæknibreytinga verði nýttir í skólastarfi fyrir alla. Ég tel mig hafa fært rök fyrir því að undirbúningi slíkra hluta sé í verulegum mæli áfátt vegna sam- skiptaskorts og þekkingarskorts sem jafnan fylgir í kjölfarið. Ég tel mig einnig hafa gefið vísbend- ingu um veigamikla þætti í upp- byggingu þessara mála. En hér er ekki unnt að lengja mál mitt meira. Megináherslur í fjárveitingum fara allar um hendur menntamála- ráðuneytisins og það er eini aðilinn sem getur ráðstafað fjárveitingum þannig að eitthvert vit verði í uppbyggingu. Samtímis er það augljóst að menntamálaráðuneyt- ið getur ekki annast framkvæmd uppbyggingarinnar og getur reyndar með því að ætla sér það gert mikinn skaða. Hlutverk menntamálaráðuneyt- isins í þessari þróun verður að vera hvatning og upplýsingadreif- ing. Menntamálaráðuneytið má ekki vera hemill á eðlilega og frjóa þróun þessara mála með því að gefa ekki út skýrslur og miðla upplýsingum um þátttöku í sam- starfi þjóða. Það ber að sjálfsögðu að gera og einnig að leita eftir þekkingu sem býr í landinu um farsæla þróun tölvumála í skólum til þess að koma henni á framfæri. Vegna þess að við erum þrátt fyrir allt ein þjóð. Og við erum litil þjóð á heimsmælikvarða — þjóð sem þarf að læra að standa saman og njóta þess að standa saman. Á fögrum haustdögum. Meðkveðju. Höfundur er lektor rið Kennarahá- skóla íslands og hefur haft forystu um tölrurædingu þar. Ungar drep- ast í eldi Selfossi 4. nóvember. Á laugardagsmorgun, 2. nóvember, kom upp eldur í útihúsi á bænum Jór- vík í Sandvíkurhreppi, þar sem 2.400 dagsgamlir hænuungar voru í uppeldi. Hluti unganna drapst af völdum reyks sem fyllti húsið og vegna hnjasks sem þeir urðu fyrir. Slökkviliðið á Selfossi var kvatt að Jórvík kl. 8.35 á laugardagsmorg- uninn. Eldur var í spónum á gólfi hússins og það fullt af reyk. Rúnar Gestsson, bóndi I Jórvík, sagðist hafa orðið var við eldinn þegar hann fór út að gæta að ungunum um morguninn, en þeim hafði verið komið fyrir í upphitaðri stíu kvöldið áður. Stían var klædd með plasti og hituð upp með geislaofnum. Loftið í húsinu var einnig klætt með plasti. Talið er að plastið hafi ekki þolað hitann frá ofnunum og lekið niður á þá og kveikt í. Litlar skemmdir urðu á húsinu, sem var að fullu tryggt. Sig. Jóns. Morgunblaöiö/Sig. Jóns. Agnes Karlsdóttir og Hörður Jó- hannsson. Eyrarbakki: Verka fisk og selja á Suðurlandi Selfossi 4. nóvember. HÖRÐUR Jóhannsson rekur fisk- vinnslu á Eyrarbakka með þeim hætti að hann kaupir góðan línufisk þar sem hann er að fá, gerir að honum og ekur til viðskiptavina viðs vegar á Suður- landi. Hörður vinnur við þetta ásamt konu sinni Agnesi Karlsdóttur. Alls eru það um 3 tonn á viku sem þau hjónin verka og keyra út. Þau gera að fiskinum í skemmu sem þau byggðu í fyrra. Þar er aðstaða til verkunar og tveir frystiklefar. Fisk- inn sækir Hörður til Þorlákshafnar, á Suðurnesin eða þangað sem góðan fisk er að fá. Þau hjónin sögðu að yfirdrifið væri að gera við að keyra fiskinn út. Hörður fer fastan rúnt um Suður- land og lætur líða þetta 3—4 vikur á milli heimsókna á hvern stað. Það virðist nokkuð passlegt. Hann fer austur í Skaftafellssýslu og um allar uppsveitir Árnessýslu. Austast hef- ur hann farið að Núpsstað með fisk. Auk þess að selja einstaklingum f hefur hann skóla og veitingastaði í f viðskiptum. Þegar litið var inn til þeirra Harðar og Agnesar fyrir helgi unnu þau af kappi við að verka fallega ýsu |, sem Hörður hafði sótt til Þorláks- ti hafnar. Um vinnutimann við þessa | þjónustu sagði Hörður að það færu 100 tímar í þetta á viku frá sjö á morgnana til 10—12 á kvöldin og líka um helgar. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.