Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 Hvar er sjálfs- eignarstefnan í húsnæðismálum ? eftir Guðlaug Ellertsson Það er dæmigert fyrir íslensk stjórnmál, að aðalstarf stjórn- málamanna er að burðast viö að leysa mál eftir að þeir eru sjálfir búnir að setja þau í hnút. Þetta er skiljanlegt að því leyti, að þá tekur fólk frekar eftir því, sem Guðlaugur Ellertsson „Við þurfutn fjármagns- nýtingarstefnu á öllum sviðum þjóðlífsins í stað þeirrar fjármagnssóun- arstefnu, sem fylgt hefur verið síðustu 40 ár a.m.k.“ þeir eru að gera. Fyrirbyggjandi aðgerðir, sem miða að þvi að greiða úr málum áður en í óefni er komið, hafa ekki eins mikið auglýsinga- gildi. Þetta er eins með afbrýðisöm börn, sem sækjast frekar eftir neikvæðari athygli en engri. Ég hygg, að flestir samnefndar- menn mínir í milliþinganefnd um húsnæðismál geti staðfest það, að ég hafi ekki legið á liði mínu varð- andi gagnrýni og ábendingar til úrbóta. Til þess að sjálfseignarstefnan i húsnæðismálum geti gengið upp, þarf a.m.k. annað af tvennu að koma til, þ.e. stórhækkuð laun eða stóraukið framlag ríkisins til hús- næðismála. Hvorugt virðist vera á döfinni hjá núverandi ríkisstjórn. Þjóðin hefur lengi búið við rúss- neskt vöruskömmtunarkerfi í pen- ingamálum, sem „fjórflokkurinn" (Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar- flokkur, Alþýðubandalag og Al- þýðuflokkur) hefur staðið dyggi- lega vörð um. Það er að því leyti verra hér en í Rússlandi, að þar er almenningur yfirleitt afgreidd- ur éftir röð. Hér á ég við það, að pólitísk úthlutun fjármagns nær langt út fyrir ríkisútgjöldin, hún er einnig allsráðandi í sjóða- og bankakerfinu. Annað innanmein í íslenskum þjóðarbúskap er vinnulöggjöfin, en þar er fámennisvald hjá atvinnu- rekendum og verkalýðshreyfingu allsráðandi. Með vinnustaðasamn- ingum eru meiri líkur til þess, að samningar taki að einhverju leyti mið af stöðu einstakra fyrirtækja og keðjuverkföll verði útilokuð. Skattalögin á að nota sem hag- stjórnartæki en ekki eingöngu sem tekjuöflunarleið fyrir atkvæða- kaup. Varanleg lausn húsnæðismála fæst ekki nema með gjörbreyttri efnahagsstefnu, þar sem almenn löggjöf miðast við það, að skyn- samlegar ákvarðanir frá sjónar- hóli einstaklinga og fyrirtækja verði jafnframt þjóðhagslega hag- kvæmar. Við þurfum fjármagnsnýtingar- stefnu á öllum sviðum þjóðlífsins í stað þeirrar fjármagnssóunar- stefnu, sem fylgt hefur verið síð- ustu 40 ár a.m.k. Stjórnkerfisbreytingar, sem Bandalag jafnaðarmanna hefur bent á, og miða að því, að völd og ábyrgð fari saman, eru nauðsyn- legar við framkvæmd slíkrar stefnu. Höfundur er vidskiptafræðingur og starfar hjá Húsasmiðjunni. Brezki sérfræðingurinn, Antoni EIIis, leiðbeinir um gæði skinna. Morgunbiaðia/ Bem hard Kennsla í skinnaflokk- un fyrir refabændur Kleppjárnsreykjum. 26. október. BREZKUR sérfræðingur hjá brezka fyrirtækinu Hudson’s Bay hefur að undanförnu ferðast um landið til að kenna loðdýrabænd- um að flokka og meta refaskinn með tilliti til lífdýra, ásetnings og pelsunar. Hann hitti loðdýrabændur af Vesturlandi á dögunum á Gríms- stöðum í Reykholtsdal, en þar reka hjónin Guðmundur Krist- insson og Steinunn Garðarsdótt- ir refabú. Eftir sýnikennslu á lifandi refum var farið í félags- heimilið á Logalandi og hélt Bretinn þar fyrirlestur, einnig skýrði hann mál sitt með sýningu á myndbandi. Mikill áhugi er meðal bænda á refaræktinni. Að velja dýr til ásetnings er vandaverk og verður að taka tillit til margra þátta. Nefna má yfir- hár, undirhár, háralengd, hára- mýkt, lit og stærð dýra. Þegar dýr eru tilbúin til pelsunar, en svo er sagt þegar dýri er slátrað, eru skinnin verðmest í um viku- tíma og þarf þennan tíma að fylgjast mjög náið með skinnun- um. Þá má nefna að ekki er talið æskilegt að pelsa nema í þurru veðri og helzt frosti. — Bernharð. Hópurinn sem sótti námskeiðið. Áttunda ársþing Félags farstöðvaeigenda haldið ATTUNDA ársþing Félags farstöðva- eigenda var haldið í Reykjavík í byrjun september sl. Þingið sóttu 73 fulltrúar _ deilda hvaðanæva af landinu. Á ársþingum er fjallað um skipulagsmál félagsins, lögum breytt, kosnar milliþinganefndir, sem vinna að ýmsum málefnum sem snerta rekstur og stjórn samtakanna, auk þess sem kosin er landstjórn. í landsstjórn voru kosnir: Örn Bernhöft formaður, Garðabæ, Júl- íus Högnason varaformaður, Keflavík, ólafur Á. Steinþórsson ritari, Borgarnesi, Bjarni S. Jónas- son gjaldkeri, Reykjavík, Guð- mundur Sigurðsson, Reykjavík, Úlfar Ármannsson, Hafnarfirði, og Einar Brynjólfsson, Hellu, meðstjórnendur. I varastjórn voru kosin: Vigdís S. Baldvinsdóttir, Keflavík, Indíana Ólafsdóttir, Dalasýslu, og Ægir Kristinsson, Fáskrúðsfirði. Félag farstöðvaeigenda á íslandi var stofnað á árinu 1970. Tilgangur þess er að gæta hagsmuna þeirra, sem eiga farstöðvar, en það eru svo nefndar CB-talstöðvar með sendi- og móttökutíðnina 27 MHz. Þessar farstöðvar eru öryggis- og fjar- skiptatæki með takmarkað sendi- svio og mioast aeiidaskipting fé- lagsins við það svæði, sem sendi- styrkur takmarkar með góðu móti. Þegar eru starfandi 26 deildir á öllu landinu. Félagsmenn eru nú um 8.000 talsins og er FR því með stærri félagasamtökum hérlendis. Auk þess að gæta hagsmuna fé- lagsmanna, t.d. með því að annast ýmis samskipti við opinbera aðila, svo sem Póst & síma í sambandi við tæknileg málefni sem snerta Frá ársþingi Félags farstöðvaeigenda á íslandi, sem haldið var f 8. sinn í byrjun september sl. fjarskipti, er rekin ýmis þjónustu- starfsemi á vegum FR fyrir félags- menn. Deildir starfrækja sérstök radíó, sem opin eru daglega á ákveðnum tíma, en þau veita t.d. félagsmönnum símaþjónustu Þannig getur FR-félagi, sem ei staddur í Reykjavík og er mei farstöð í bíl sínum, kallað upp Radíó 5.000 og náð sambandi nán- ast hvert sem er með síma um farstöð. Félagið gefur út tímarit, Rás 6, sem dreift er til félagsmanna með fréttum af starfi deilda auk ýmissa tæknilegra upplýsinga, sem varða fjarskiptamál. Félagið hefur tekið virkan þátt í skipulagðri öryggis- þjónustu við almenning við ýmis tilefni, svo sem með uppbyggingu fjarskiptakerfa í samvinnu við Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Auk þess hafa FR-deildir starf- rækt þjónustu um verslunar- mannahelgar undanfarin ár auk samstarfs við björgunarsveitir, Slysavarnafélagið og Almanna- varnir rikisins. Skrifstofa Félags farstöðvaeig- enda er í Siðumúla 2, Reykjavík, simi 34100, en deildir um land allt hafa einnig opnað skrifstofur, sem gefa upplýsingar þeim sem óska inngöngu í FR. Fréttatilkynning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.