Morgunblaðið - 13.12.1985, Page 1

Morgunblaðið - 13.12.1985, Page 1
í i i 9SSÍÐUR B STOFNAÐ1913 282. tbl. 72. árg. FOSTUDAGUR 13. DGSEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Vélin sprakk í loft upp og liiniiniiinn logaði 258 manns farast í flugslysi á Nýfundnalandi (■ander, Nýfundnalandi, 12. desember. AP. FARÞEGAÞOTA af DC-8 gerð hrapaði rétt fyrir hádegi í dag í flugtaki fri flugvellinum í Gander i Nýfundnalandi. 258 manns voru um borð í vélinni og fórust allir, að sögn embættismanna og vitna. Bæði flug- og hljóðriti vélarinnar eru fundnir, en enn er ekki vitað hvað olli slysinu. Vélin var á leið frá Kaíró með 250 hermenn úr 101. fallhlífar- herdeild, sem er ein friðargæslu- sveitanna í Sínai-eyðimörkinni, til Campbell- virkis í Kentucky, þar sem sveitin hefur höfuðstöðvar sínar. Átta manna áhöfn var 1 vél- inni. Vélin, sem hrapaði, var í eigu flugfélagsins Arrow Air og eru höfuðstöðvar þess í Miami. Vitni að slysinu sögðu, að flug- vélin hefði hrapað niður i skóg- lendi um 400 metra frá enda flug- brautarinnar og brotnað í sundur með þeim afleiðingum að brunnin lík og herbúnaður þeyttust í allar áttir. Judy Parsons, starfsmaður bíla- leigu á flugvellinum, var á bíla- stæði þegar flugvélin hrapaði. „Ég sá mikinn blossa, eins og af eld- ingu. Tveimur sekúndum síðar heyrði ég sprengingu og svartur reykur steig til himins," sagði Parsons. Annar starfsmaður bíla- leigunnar, Hedley Gill, sagði: „Ég heyrði þungt högg og þá sá ég hvar svarta reykbólstra lagði upp fyrir enda flugbrautarinnar." CBC- sjónvarpsstöðin sýndi í fréttatíma stutta mynd af björg- unarmönnum að störfum innan um rjúkandi brak úr vélinni og frétta- ritari CBC á Nýfundnalandi, Ed Pike, vitnaði í sjónarvott: „Flug- vélin sprakk í loft upp og rökkvað- ur himininn logaði." „Við vorum á leið til vinnu, þegar við sáum mikla sprengingu yfir trjátoppunum og himininn lýstist upp,“ sagði Ann Hurley, sem býr í grennd við slysstað. Don Mazankowski, ferðamála- ráðherra Kanada, sagði að flugvél- in hefði ekki komist nema 1.000 fet frá jörðu þegar hún hrapaði og staðfesti hann aö enginn hefði komist af. Larry Speakes, talsmaður Ron- alds Reagan, sagði að ekkert benti til þess að vélinni hefði verið grandað með spellvirkjum, eða hún hefði sprungið á flugi. Ronald Reagan sagði í skriflegri yfirlýsingu að bæði hann og kona hans, Nancy, væru harmi slegin yfir þessu válega slysi og harm- leikur þessi væri sérstaklega sárs- aukafullur nú, þegar jólin gengju í garð. Alskýjað var yfir flugvellinum, þegar slysið varð og snjókoma. Vindur var hægur. Nokkrum Á þessari mynd mi sji hvernig DC-8- flugvélin hefur rutt skóginn við enda hrapaði. Til hægri liggur hluti af stéli vélarinnar í Ijósum logum. klukkustundum áður hafði verið slydda. Hin örlagaríka flugferð hófst í Kaíró. Vélin millilenti í Köln í Vestur-Þýskalandi til að taka elds- neyti og aftur á alþjóðlega flug- vellinum í Gander í sömu erinda- gjörðum. Flugvöllurinn í Gander liggur um 240 km. frá St. John’s, höfuð- borg Nýfundnalands við Atlants- hafsströnd Kanada. Geir HaUgrímsson í setningarræðu á fundi Atlantshafsráðsins: Markmið Sovétstjórnar- innar eru enn hin sömu Atlantshafið sameini okkur en sundri ekki ÁRLEGUR vetrarfundur utanríkis- riðherra Atlantshafsbandalagsins fer nú fram í Briissel. Geir Hall- grímsson, utanríkisriðherra og heiðursforseti Atlantshafsriðsins, setti fundinn í gær. í ræðu sinni ræddi hann meðal annars um nýaf- staðinn leiðtogafund í Genf og sagði, að líklega stæðum við í upp- hafi nýs tímabils f samskiptum austurs og vesturs. Menn mættu þó ekki gleyma því, að markmið Sovétmanna væru enn hin sömu. Til dæmis mætti ekki horfa fram hji stríðinu í Afganistan og að mannréttindi væru fótum troðin í kommúnistaríkjunum. Var ræðu utanríkisriðherra vel tekið og til hennar vitnað af þeim, sem síðar töluðu, svo sem Carrington livarði, framkvæmdastjóra bandalagsins, og George Shultz, utanríkisrið- herra Bandaríkjanna. Á fundi ráðherranna gerir Carrington lávarður meðal ann- ars grein fyrir skýrslu um störf og stefnu Sovétstjórnarinnar frá því að Mikhail Gorbachev varð flokksleiðtogi. Þar kemur fram, að engar stórvægilegar breyting- ar hafi orðið, hvorki f innanríkis- né utanríkismálum. Þá ræða ráð- herrarnir leiðir til sparnaðar í hergagnaframleiðslu. George Shultz skýrði frá því, að vegna samdráttar í bandarískum rikis- útgjöldum yrði litið nákvæmlega eftir útgjöldum til varnarmála. Undir loksetningarræðu sinnar ('arrington lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra heiðursforseti Atlantshafsráðsins, við upphaf ráðherrafundar bandalagsins. AP/Simamynd sagði Geir Hallgrímsson: „Um leið og við fögnum því af einlægni að nýtt tímabil sé að hefjast, er með öllu ástæðulaust fyrir okkur, sem byggjum ákvarðanir okkar á reynslu sögunnar að gleyma því, sem hún hefur kennt okkur. Það er sagan, sem segir fámennri og vopnlausri þjóð eins og hinni ís- lensku, að ekki sé skynsamlegt að afsala sér þeirri vernd, sem felst í aðild að Átlantshafsbanda- laginu. Það er sagan, sem kennir okkur öllum, að þá er hættan mest þegar andvaraleysið og ósk- hyggjan nær yfirhöndinni. Við verðum að gera ráð fyrir, að markmiðið hjá viðmælanda okkar eða andstæðingi sé hið sama og jafnan áður að deila og drottna. Hann vill að Atlantshafið verði sannkallað hyldýpi í bandalagi okkar. Gegn því verðum við að berjast. Það eru ekki aðeins hags- munir hinnar fámennu og vopn- lausu íslensku þjóðar, að Norður- Atlantshaf sameini okkur en sundri okkur ekki. Það eru hags- munir okkar allra. AP/Símamynd flugbrautarinnar í Gánder, þegar hún Sovétmenn rjúfa sím- tal Bonner og Sakharov Newton, Bandarikjunum, 12. desember. AP. SOVÉSKI andófsmaðurinn og eólis- fræóingurinn, Andrei Sakharov, sagói konu sinni Yelenu Bonner í símtali i dag að hann væri vió sæmi- lega heilsu, en þegar Bonner ætlaói að segja eiginmanni sínum aó fylgst væri meó honum gegn um faldar kvikmyndavélar komu truflanir í veg fyrir aó orð hennar kæmust til skila. Tatiana Yankelevich, dóttir Bonner og Sakharovs, sagði að móðir sín hefði talað við Sakharov tiu mínútur. Bonner hefði greint Sakharov frá því að læknar hefðu fjarlægt æxli úr neðri vör hennar á miðvikudag og teldu æxlið ekki krabbameinsvaldandi. Bonner sagði manni sínum að hún hefði hitt páfa og einnig for- sætisráðherra Ítalíu og hún hefði séð myndir, sem teknar voru af Sakharov 1984 og 1985, en þegar hér var komið sögu upphófust miklar truflanir á línunni. „Hann heyrði greinilega ekki í okkur, þrátt fyrir endurteknar til- raunir okkar til að segja honum frá földu kvikmyndavélunum. Við reyndum í stundarfjórðung að yfir- gnæfa truflanirnar og inn á milli kvaðst hann skilja að við myndum hringja í hann aftur eftir tvær vikur,“ sagði Tatiana Yankeievich. Hún lék segulbandsupptöku af símtalinu á blaðamannafundi í dag og mátti þar heyra þegar truflan- irnar hófust með stöðugum sker- andi hávaða. ■-ntiim

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.