Morgunblaðið - 13.12.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.12.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Sýningargestir á Kjarvalsstödura undir umdeildu lofti. Myndlistarmenn safna undirskriftum: Vilja breyta lofti Kjarvalsstaða EITT hundrað myndlistarmenn hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað er á Hannes Dav- íðsson, arkitekt, að falla frá lög- banni á breytingar á lofti Kjarvals- staða og ganga til samninga við viðunandi lausn á lýsingu hússins. Að sögn talsmanna hópsins hefur verið megn óánægja með loftið á Kjarvalsstöðum meðal listamanna allt frá opnun húss- ins. Væri það margt sem kæmi til, svo sem slæm lýsing, sem meðal annars kæmi fram í því að dagsbirta nýti sín ekki og skuggi frá lýsingu næði niður á hálfa mynd. Þá munu talsverð brögð að því að loftið speglist í myndunum. Eins mun lýsingin þykja dýr og valda kastarar miklum hita, sem gerir andrúms- loft óþægilegt, einkum þegar mannmargt er, að sögn myndlist- armannanna. Stjórn Kjarvalsstaða hafði samþykkt breytingu á lofti húss- ins fyrir réttu ári og var búið að ganga frá hönnun nýs lofts. A það gat arkitekt hússins, Hannes Davíðsson, ekki fallist og lét hann setja lögbann á fyrirhugað- ar breytingar með tilvísun til höfundarréttar. Myndlistar- mennirnir telja hins vegar að hér sé ekki um höfundarréttarmál að ræða heldur notagildismál og því er þess farið á leit við Hann- es, að falla frá lögbanninu og ganga til samninga um breyting- ar á lofti hússins. í stólaleik — Ný bók eftir Sigmund ÚT ER komin sjöunda bókin í gamanmyndaflokki Sigmund og nær hún yfir árið 1985, bókin heitir „Sig- mund I stólaleik", en nafnið er dregið af þeim stólaleik sem ráð- herrar okkar hafa verið í á árinu. 1 formála með bókinni segir Indriði G. Þorsteinsson meðal annars: Enn eru kröfu- og karp- tímar, stólatímar og kjöttímar. Og enn er tími Sigmund. Hann er kominn á sjöundu stund eða sjö- undu bók, en sjöundi himinn er talinn merkilegur. Við eigum þess enn kost að vera í sjöunda himni með Sigmund meðan þessari bók er flett. Hér leiðir teiknarinn fram á sjónarsviðið eigin útgáfur af mörgum helstu kempum þjóðfé- lagsins, hvort heldur þeir eru að banna kjötinnflutning til varnar- liðsins samkvæmt lögum til að verjast gin- og klaufaveiki eða eru í leit að stólnum eina, sem staðið hef ur yf ir í tvö ár eða lengur. Myndirnar í þessari sjöundu bók Sigmund eru af daglegu bjástri stórnmálamanna við að halda álit- inu hjá kjósendum, eða við að vekja almennt á sér athygii, því auðvitað standa kosningar alltaf fyrir dyrum á árafresti, þegar atkvæðin standa yfir höfuðsvörð- um sumra þeirra. Einstaka sinnum Sigmund Jóhannsson teiknar Sigmund svo hriktir í geðslagi þeirra sem teikningin er af. En það er yfirleitt ekki mein- ingin. Sigmund er að skemmta sér. Um það bera myndir hans vitni. Sigmund í stólaleik er prentuð í Prenthúsinu sf., en Bókfell hf. sá um bókband. Útgefandi er Prenthúsið sf. Skipafélögin tilkynna 20 % hækkun farmgjalda á fískimjöli: „Samhliða hækkun auðvitað ekki frjáls samkeppni“ Mun hafa áhrif á loðnuverö, segir Jónas Jónsson, framkvæmdastjóri Sfldar- og fiskimjölsverksmiöjunnar hf. ÍSLENZKU skipafélögin hafa til- kynnt útflytjendum fiskimjöls að farmgjöld á fiskimjöli frá landinu muni hækka um að meðaltali 20% frá og með 16. desember næstkom- andi. Jónas Jónsson, framkvæmda- stjóri Sfldar- og flskimjölsverksmiðj- unnar hf, segir að þessi hækkun sé mjög slæm fyrir afkomu verksmiðj- anna og hljóti að koma niður á loðnuverði. „Svona samhliða hækk- un er auðvitað ekki frjáls samkeppni. Ég er hræddur um það, að athæfí sem þetta teldist saknæmt í Banda- ríkjunum, því þar eru lög, sem Vinsældalisti rásar 2: íslenska hjálp- arsveitin í efsta sæti banna einokun," sagði Jónas. Hörð- ur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, segir að félagið sé ekki aðili að slíkri verðmyndun, þar sem það vilji semja um farmgjöld eitt og sér, en félagið hafl engu að síður áhuga á hækkun gjaldanna. Hækkun þessi er nú til athugunar hjá Verðlagsstofnun. Frjáls verð- myndun er á farmgjöldum á fiski- mjöli og beinist athugunin stofnun- arinnar að því hvort samhliða hækk- un brjóti í bága við lög. Jónas sagði ennfremur, að hann hefði fengið telexskeyti frá skipa- miðlara í Reykjavík, þar sem þessi hækkun væri tilgreind og Eimskipa- félagið væri þar með talið ásamt öðrum félögum, sem þessa flutninga stunduðu. Hann vildi taka það fram, að hann áliti að hér væri um meðal- tals hækkun farmgjalda að ræða, eins konar samningsgrundvöll. Verksmiðja hans byggi til dæmis yfir sjálfvirkum lestunarbúnaði, sem ætti að geta orðið til þess, vegna minni kostnaðar við lestun heima og löndun erlendis, að ná hagstæðari samningum en ella. Hörður sagði, að ekkert hefði farið frá Eimskipafélaginu um hækkun á farmgjöldum á fiskimjöli. Félagið væri ekki aðili að slíkri verðmyndun með öðrum skipafélögum. Félagið teldi sig hafa frjálsar og óbundnar hendur af því, hvernig það semdi um farmgjöld á hverjum tíma. Hins vegar væri ábyggilega áhugi á því hjá skipafélögunum að þessi farm- gjöld hækkuðu. Þau hefðu verið mjög lág og farið lækkandi í verk- efnaskorti félaganna og því væri ekki óeðlilegt að þau hækkuðu eitt- hvað þegar eftirspurn eftir flutning- um ykist. Ómar Jóhannsson, forstjóri Skipadeildar sambandsins, sagði að, hann vissi ekki betur en öll skipafé- lögin hefðu í sameiningu tilkynnt að meðaltali um 20% hækkun farm- gjalda á fiskimjöli. Verðið væri þó mjög mismunandi eftir því hvernig lestun og losun væri háttað og eftir því hve margar hafnir þyrfti að sigla á hverju sinni. Menn hefðu verið að gera sér grein fyrir því að undan- förnu að farmgjöld stæðu ekki leng- ur undir kostnaði. Gjöldin hefðu verið miðuð við dollara og farið stig lækkandi og verið komin langt niður fyrir eðlilegt mark. Ómar sagði, að þessi hækkun væri ekki í neinum tenglsum við stöðvun rekstrar Haf- skips. -Það hefði nú átt fjögur skip, sem aðeins hefðu verið í stykkja- vöruflutningum og því ekki haft neina þýðingu fyrir flutninga á fiski- mjöli. Hjörtur Pálsson Ljóðabók eftir Hjört Pálsson Út ER komin hjá Iðunni fjórða Ijóða- bók Hjartar Pálssonar. Nefnist hún Haust í Heiðmörk. í fréttatilkynningu frá Iðunni segir: „Flest ljóðanna eru frá síð- ustu árum og bera því vitni að höfundur hefur víða farið. Mörg þeirra eru ljóðrænar myndir frá ferðum hans, oft hnitmiðaðar, önnur tjáning dýpkandi skynjunar þar sem glöggt má sjá, að tíminn og hlutskipti mannsins í síbreyti- legri veröld og leit hans að innsta kjarna hlutanna og tilverunnar er skáldinu áleitið umhugsunarefni, sem ýmist birtist sem uggur eða undrun í ljóðunum og knýr á um nýja afstöðu með vaxandi þunga." Auglýsingastofan Ocavo hann- aði kápu. Oddi hf. prentaði. ÞAÐ er greinilegtað landsmenn hafa tekið vel við sér gagnvart hjálpar- kalli íslensku popparanna því að lagið „Hjálpum þeim“ fór rakleiðis í fyrsta sæti vinsældalistans á rás 2. Laddi þokast upp á við með „Tóta tölvukarl“, en Hebbi hefur þokað úr efsta sæti í það þriðja. Annars lítur listinn svona út: 1. (—) Hjálpum þeim. íslenska hjálparsveitin. 2. (3) Tóti tölvukarl. Laddi. 3. (1) Can’t walk away. Herbert Guðmundsson. 4. (2) I’m your man. Wham 5. (5) Into the burning moon. Rikshaw. 6. (15) In the heat of the night. Sandra. 7. (10) Say you, say me. Lionel Richie. 8. (7) Good Heart. Feargal Shar- kcy. 9. (12) Gaggó Vest. Eiríkur Hauksson, Gunnar Þórðarson. 10. (4) Nikita. Elton John. Þeir sletta skyrinu, sem eiga það Opið bréf til Ólafs Ragnars Grímssonar varaþingmanns frá Davíð Scheving Thorsteinssyni MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi opið bréf til Ólafs Ragnars Grímssonar, varaþing- manns Alþýðubandalagsins: „Hæstvirti varaþingmaður. Rétt í þessu var mér að berast hluti ræðu þinnar á Alþingi okkar fslendinga á þriðjudaginn. f ræðunni veitist þú tvívegis að fyrirtæki því sem ég vinn hjá, ogþvíþessarlínur. 1. Þú býsnast yfir því að okkur hafi verið veittur afsláttur af farmgjöldum hjá Hafskip hf. Sem framkvæmdastjóri Smjörlíkis hf. hef ég jafnan talið það skyldu mína að versla þar sem við njótum bestu kjara og vil gjarnan upplýsa þig um að við reynum hvað við getum og njótum afsláttar, meðal annars hjá Eimskip, Kassagerðinni.v Plastprent, Vörumerkingu, Völundi, BM Vallá, Morgun- blaðinu og Þjóðviljanum, sem og hjá ótal mörgum öðrum góðum viðskiptavinum okkar og tel ég ekkert athugavert við það, þvert á móti, ég tel okkur þetta til hróss. 2. Þú segir að „greiddar hafi verið desember- og jólaupp- bætur fyrir þessa herra til þess að þeir færu ekki í jóla- köttinn" og að Smjörlíki hf. hafi verið notað til að „mjólka lán úr þjóðbankanum yfir í Tropicana-smjörlíkið". Þetta er rugl. Hvorki Smjörlíki hf. né Sól hf. hafa nokkru sinni fengið desember- og jólaupp- bætur" frá Hafskip hf. og heldur ekki frá neinum öðrum viðskiptavini og vil ég biðja þig um að upplýsa hvaðan þú hefur þessar upplýsingar. Þá er ég heyri aðdróttanir og/eða ásakanir þínar og ann- arra fjölmiðlamanna af þínu sauðahúsi, í skjóli þinghelgi, í garð Alberts Guðmundssonar, og atvinnurekstrar á íslandi, kemur mér í hug - þeir sletta skyrinu sem eiga það. Með tilhlýðilegri virðingu, Davíð Sch. Thorsteinsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.