Morgunblaðið - 13.12.1985, Page 10

Morgunblaðið - 13.12.1985, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 í raunheimi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Það sagði mér haustið Skákprent 1985 Það sagði mér haustið er fimmta ljóðabók Þuríðar Guðmundsdótt- ur. Þótt yrkisefni Þuríðar séu ekki fjölbreytt, oft bundin tilfinningum og nokkuð eintóna, er meiri vídd í þessari bók en öðrum bókum hennar. Mörg ljóðanna eru vissulega um einkaleg efni og afar viðkvæm sem slík, en hér eru líka ljóð sem leita út á við, draga upp myndir sem geta höfðað til margra og eru skorinorðari en tíðkast hefur í ljóðagerð Þuríðar Guðmundsdótt- ur. Það sagði mér haustið er greinilega nýr áfangi í skáldskap Þuríðar, vitni þess að um eftirtekt- arverða þróun er að ræða hjá henni. Þuríður Guðmundsdóttir hefur ekki sagt skilið við innilega tján- ingu eins og við þekkjum ur fyrri bókum hennar. Þetta kemur vel fram í einu besta ljóðinu í Það sagði mér haustið. Ljóðið nefnist Steinn: Steinninn var svo fallegur þar sem hann lá innan um lyngið, ljósið og döggina þú tíndir hann upp til að varðveita þessa fegurð en þegar þú barst hann inn i bæinn varð hann svo einkennilega Þuríður Guðmundsdóttir umkomulaus hætti að ljóma og í lófa þínum lá aðeins lifvana grár steinn Það sakar ekki að Steinn minnir á annan stein, rauða steininn hans Guðmundar Böðvarssonar. Skáld fjalla oft um skylda hluti. Þuríður Guðmundsdóttir sýnir okkur sinn stein með sínum hætti. En næsta ljóð þótt skylt sé er enn afdráttarlausara í tjáningu sinni. Hugleiðing nefnist það: í bókunum leikhúsinu og kvikmyndunum gat sorgin verið nístandi átakanleg tilkomumikil og hrífandi jafnvel falleg í raunheimi okkar var hún aðeins sár svo nístandi óbærilega sár Það kemur á óvart að lesa eftir Þuríði Guðmundsdóttur Ljóð til- einkað stjórnmálum. f því er lýst fólki sem horfir á það sama, en sér ekki það sama, hlustar á það sama, en heyrir ekki það sama, ber síðan á borð hvert annað: okkar afstæða sannleika okkar afstæðu lygi.Þetta ljóð og fleiri eru nýjung- ar í hinum hógværa og oft hlé- dræga skáldskap Þuríðar Guð- mundsdóttur. Fleiri ljóð af þessu tagi eru til dæmis Eintal við Egó- ið, enn er stríð, Stofa X, Hús og Martröð. Það er löng leið frá fyrsta ljóði bókarinnar, I dag, þar sem ort er um angurværð haustsins, til þessara ljóða. Þú spyrð mig um haustið, orti Hannes Pétursson eitt sinn. Það sagði mér haustið yrkir Þuríður Guðmundsdóttir. Þetta er bein- skeyttur titill. Bókin er líka um það sem haustið sagði skáldinu. Það er sjaldan ástæða til að geta útlits bóka, enda heyrir slíkt raunverulega undir aðra en þá sem freista þess að segja lesendum blaða hvað sé að finna í bókum, hvað sé á bak við titil og höfundar- nafn. En þessi bók fer vel í hinum smekklega og um margt athyglis- verða ljóðabókaflokki, Skákprents. Ekki spillir falleg kápumynd Bjargar Þorsteinsdóttur. MÖGNUÐ SPENNUSAGA DAV1D OSBORN SAMSÆRID „ÞAD VERÐUR EKKI GEFIN ÚT BETRI BÓK I ÁR ... ... STÓRKOSTLEG SAGA” ALISTAIR MacLEAN 26933 íbúð er öryggi 26933 Hverfisgata — Snorrabraut Laugavegur -wí. sí r=l 1=11 r Verslunar- og skrifstofuhúsn. selst tilb. undir trév., sameign og utanhúss fullfrágengiö. • 2. hæö 88 fm skrifst.húsnæöi. Afh. 15. janúar 1986. Verö 2200 þús. • 1. hæð 145 fm versl.húsn. Afh. 15. febrúar 1986. Verö 5150 þús. • 2. hæö 171 fm skrifst.húsn. Verö 4600 þús. • 3. hæð 445 fm skrifst.húsn. • 4. hæð 422,5 fm. Selst í einum til þrem hlutum. Verð 25.500 pr. fm. Afh. 15. apríl 1986. mSrCadurí nn r Hafnantroll 20, *knl 20033 (Ný|a húalnu vlO Laak|artorg) Hlööver Sigurösson hs.: 13044. Grótar Haraldason hrt. Hversdagslíf Bókmenntir Erlendur Jónsson Jón Gísli Högnason: Gengnar leiðir. II. 198 bls. Bókarforlag Odds Björns- sonar. Akureyri, 1985. Jón Gísli Högnason hefur stund- um hrellt gagnrýnendur í ann- ríkinu fyrir jólin með svo stórum bókum að menn hafa orðið að leggja nótt við dag til að lesa. Nú fer hann hóflega í sakirnar — ekki nema tvö hundruð síðna bók. Þættirnir í bók þessari eru líka færri og lengri en stundum áður og þar af leiðandi ýtarlegri. Ég hef áður kveðið upp úr um það sem mér þykir helst ábótavant í þátt- um Jóns Gísla og nenni ekki að endurtaka það hér og nú þó það eigi sumt við enn. Þetta eru sem fyrr æviþættir og mannlífsmyndir og lýsir höfundur vinnubrögðum sínum svo í upphafsorðum: Jón Gísli Högnason „Þættirnir hafa allir verið sagð- ir inn á segulband (kassettu). Við afritun var reynt að gæta þess, að orðalag og frásögn sé þeirra er söguna segja, svo að sá er les skynji persónuleika og sálarlíf viðmælanda, og helst að honum finnist að þarna sé hann lifandi kominn. Sú var að minnsta kosti ætlun mín.“ Ekki hygg ég að Jón Gísli sé einn um þessi vinnubrögð. Þau hafa sína kosti og galla. Orðin segja ekki allt. Hitt vegur líka mikið hvernig þau eru sögð, hvaða kækir og áherslur fylgja, einnig hreyfingar, málrómur, svipbrigði, þannig að aldrei er sjálfgefið að töluð orð skili sér í rituðu máli á þann veg sem Jón Gísli ætlast til. Auk þess kemur oft fyrir að maður, sem segir frá, sveigi út af leið, endurtaki, hætti við í hálfri setn- ingu, tafsi, gleymi og komi síðar að því sem hann í raun vildi sagt hafa. Hins vegar lífgar það jafnan endursögn ef orðum sögumanns er fylgt að svo miklu leyti sem það fer vel í rituðum texta. Út af fyrir sig væri fróðlegt að fá í hendur bæði segulband og texta og bera saman. Þá væri hægt að leggja dóm á vinnubrögð höfundar, fyrr ekki. Sögumenn Jóns Gísla er fólk á efra aldri, sumt-fallið frá nú er bókin kemur út. Skemmst er frá að segja að þetta eru ekki frásögur af stórviðburðum heldur réttar og sléttar sögur úr lífsbaráttunni. Að fatast flugið Bókmenntir Jenna Jensdóttir Dóra Stefánsdóttir: Breiðholtsstrákur fer í sveit. Myndir: Kristinn G. Jóhannsson. Saga fyrir börn og unglinga. Bókaútgáfan Skjaldborg. Akureyri 1985. Hér kveður nýr höfundur sér hljóðs. Breiðholtsstrákurinn Páll er sendur í sveit, líklega norður í land. Bærinn heitir Egilsá. Móðir Páls er einstæð, útivinn- andi móðir sem með hjálp Félags- málastofnunar fær sveitadvöl fyr- ir átta ára drenginn sinn. Hjónin á bænum, Pétur og Hulda, eru ung og hressileg. Ekki síst húsmóðirin, sem er dugmikil og grófyrt. Þau eiga tvö börn, tíu ára dreng og fimm ára telpu. Tekjur sínar drýgja þau með því að taka börn til sumardvalar frá Flagsmála- stofnun, en auk Páls eru þar tólf ára piltur og þrettán ára stúlka, sem hafa einnig verið þar undan- farin sumur. í sveitinni fær Páll fyrst að vita að hann er einnig á vegum þessarar stofnunar. Það er honum nokkurt áfall. Sveitalífið er heillandi og skemmtilegt. Höfundur leiðir Pál til ótal verkefna og atburða, hon- um framandi. Skýrt og skilmerki- lega lýsir höfundur sumarstörfum á sveitabæ nútímans þar sem vélar og tækni hafa gert innrás sína. Páll er virkur í önnum dagsins. Meira að segja mjólkar hann með húsmóðurinni. Hún talar við hann eins og fullorðinn mann og hann tekur þátt í vandamálum daganna. Seint um sumarið kemur móðir Páls í heimsókn. Hún hleður áhyggjum sínum á litlar herðar. Hún kynntist manni þegar Páll var farinn í sveitina. Nú er hún ófrísk og maðurinn er farinn. Páll verður að hjálpa henni. Hann tók um höndina á mömmu sinni og sagði borginmannlega: „Ég skal hjálpa þér. Þú skalt engar áhyggjur hafa. Við spjörum okkur." Þótt ítarlega sé sagt frá sveita- störfum og öllu því sem gerist á sumardvalardögum Páls, og þeir Ljóðabók eft- ir Hugrúnu OFFSETSTOFAN á Akureyri hefur gefið út Ijóðabókina Rís nú sól eftir Hugrúnu. Þetta er sjöunda ljóðabók Hug- rúnar, en hún hefur einnig sent frá sér barna- og unglingabækur, skáldsögur, smásögur og æviþætti, þannig að bækur hennar eru orðn- ar um þrjátíu talsins. í þessari nýju bók eru 49 ljóð. Á kápusíðu segir m.a.: „Hún yrkir sem fyrr með rími og stuðlum og ljóð hennar eru þrungin af trú og rómantík. Yrkisefnin eru margvís- leg. Hún kemur víða við og glettnin skín sums staðar gegnum alvör- una.“ Rís nú sól er 57 blaðsíður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.