Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 16

Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Æ' Urslit í stærðfræðikeppni ÍJRSLIT í sUerðfræðikeppni fram- haldsskólanema sem fram fór hinn 12. nóvember sl. hafa verið kunn- gerð. Keppnin fór fram á tveimur stigum, lægra stigi sem Ktiað er nemendum á fyrri tveimur árum framhaldsskólanna, og efra stigi sem ætlað er nemendum á seinni tveimur árunum. Öllum tuttugu efstu keppendun- um á fyrri hluta efra stigs og þremur efstu keppendunum á lægra stigi verður boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem fram fer við Háskóla Islands í mars 1986. í sjö efstu sætunum á lægra stigi keppninnar voru eftirtaldir nem- endur: 1. Ari Kristinn Jónsson, Mennta- skólanum í Reykjavík. 2. Hörður H. Helgason, Mennta- skólanum í Reykjavík. 3. Helga Þórhallsdóttir, Mennta- skólanum í Reykjavík. 4. Einar Karl Friðriksson, Mennta- skólanum við Hamrahlíð. 5. Guðbjörn Freyr Jónsson, Menntaskólanum á Akureyri. 6.-7. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð. 6.-7. Örn Ingvi Jónsson, Menntaskól- anum i Reykjavík. í sjö efstu sætunum á fyrri hluta efra stigs voru eftirtaldir nemend- ur 1. Kristján Magnús Arason, Mennta- skólanum í Reykjavík. 2. Ágúst S. Egilsson, Menntaskólanum i Reykjavík. 3. Einar Már Júlíusson, Menntaskólan- um í Reykjavík. 4. Hákon Guðbjartsson, Menntaskólan- um í Reykjavík. 5. Geir Agnarsson, Menntaskólanum í Reykjavík. 6. Gylfi Magnússon, Menntaskólanum í Reykjavík. 7. Anna Herborg Traustadóttir, Menntaskólanum við Hamrahlið. LÍFIfl í KflEML Efl DANS Á flQSUM (06 HEFST UM KL. 23:00 AÐ STAÐAHTÍMA VIÐ AUSTUHVÖLL) / i MorguablaöiA/Ánii Seberg. Árni Egilsson við Reykjavíkurhöfn með eintak af nýju plötunni, þar sem hann leikur með bassaleikaranum Ray Brown. Ray Brown alltaf ver- ið mitt átrúnaðargoð — segir Árni Egilsson, sem leikið hefur inn á hljómplötu með þessum þekktasta jassbassaleikara heims. ÁRNI EGILSSON, bassaleikari, hefur gefið út nýja hljóm- plötu með samleik sínum og jassleikarans Ray Brown, en Brðwn er þekktasti jassbassaleikari Bandaríkjanna og lék meðal annars um árabil í tríói Oscars Peterson. Platan, sem ber heitið „Fascinating Voyage“ er komin á markað hér á landi og er væntanleg á markað í Bandaríkjunum eftir áramót. Auk Ray Brown hefur Árni fengið til liðs við sig píanóleikar- ann Pete Jolly og trommuleikar- ann Jimmie Smith, en sjálfur leikur Árni sólóhlutverk á plöt- unni og notar hann boga við leik sinn í flestum laganna. Á plöt- unni eru 10 lög, þar af tvö íslensk vöggulög, „Sigrún" og „Sofðu unga ástin mín“, eitt lag eftir Árna sjálfan sem hann tileinkar Ray Brown og heitir „Blues for Ray“. Önnur lög á plötunni eru þekkt jasslög frá ýmsum skeið- um og má þar nefna „Summer- time“ eftir Hayward og Gersh- win, „My funny Valentine" eftir Rodgers og Hart og „I love you“ eftir Cole Porter. Árni Egilsson hefur verið bú- settur í Los Angeles síðan 1969 og verið eftirsóttur „session- maður“ í hljóðverum þar vestra auk þess sem hann hefur leikið tónlist við fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Má þar nefna kvikmyndir eins og „The French Connection", „Smokey and the Bandit“, „Cannonball Run“, „Airport", „Grease" og sjón- varpsþætti eins og „Dallas", „Dynasty", „Falcons Crest“, „Hotel“ og „Love boat“, svo nokk- uð sé nefnt. Á umslagi plötunnar skrifar Árni meðal annars: „Frá því ég fór fyrst að hlusta á jass hefur Ray Brown verið mitt átrúnaðar- goð. það er því nánast útilokað fyrir mig að lýsa tilfinningum mínum þegar hann tjáði mér að hann vildi gjarnan leika með mér á þessari plötu, en „algleymi" eða „ofsakæti" kemst nálægt því.“ Árni tileinkar plötuna hljóm- sveitarstjóranum Andre Previn, en þeir kynntust þegar Árni lék með symfóníuhljómsveitinni í Houston fyrir um það bil 20 árum og störfuðu mikið saman eftir það. Þeir léku meðal annars saman á Listahátíð á íslandi árið 1974 ásamt söngkonunni Cleo Laine. Við erum fagfólk Gullfallegar skreytingar frá kr. 250 Jólatré, fura og rauðgreni Grenj kr 7Q Verð frá kr. 450 búntiö og margt margt fleira ð eigum flest það m þig vantar til að era heimilið jólalegt Skreytingaefni og gjafavara í úrvali síminn er 82895. Híasintur og híasintuskreytingar. Falleg jólastjarna, leiðisgreinar og leiðiskrossar, GÓÐ BLÓM - GÓÐ ÞJÓNUSTA höndin Gróörarstöðin við Hagkaup, Skeifunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.