Morgunblaðið - 13.12.1985, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.12.1985, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Jólaskyrtur hvítar kr. 450, munstraöar kr. 595 Terelyn-viscose karlmannabuxur kr. 1095 Terelyn — ull kr. 1195 og 1495 Terelyn — ull — stretch kr. 1595 Gallabuxur kr. 695 og kr. 865 Peysur hanskaro.fi. Andrés Skólavörðustíg 22 A, sími 18250 A Gull ermahnappar og bindisnœlur fyrir herrann. Gull og demantar Kjartan Ásmundsson, gullsmiður. Aðalstrceti 7.sími 11290. Illa innrættur prestur? — eða bollalegging til Bolla eftir Jóhann Hjálmarsson Eftir að hafa eytt löngum tíma í lestur blaða- og tímaritsgreina og annarra ritgerða eftir séra Bolla Gústavsson í bókinni Litið út um Ijóra og þar að auki reynt að gera bókinni skil í Morgunblaðinu átti ég ekki von á því að þurfa að bollaleggja frekar um efnið. En Bolli Gústavsson hefur áður sýnt að hann svarar fyrir sig sé fundið að ritmennsku hans og eru það vissulega mannleg viðbrögð, en ekki að sama skapi skynsamleg. Hann virðist mjög hörundsár höf- undur. Ég get til dæmis ekki skilið þá fullyrðingu hans í greinarkorni sem hann nefnir Hnusað af bókum. Bréf úr sveitinni til Jóhanns Hjálm- arssonar (Mbl. 10.12. sl.) að mér komi ekki við áiit manna sem hann vitnar til í Litið út um ljóra, en þar guða á glugga ásamt mörgum heiðursmennirnir Sigurbjörn Ein- arsson biskup og ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur. „Annar þáttur gagnrýni Jó- hanns, sem mér er ógeðfelldur, eru dómar hans um álit manna, sem ég vitna til og kom viðfangsefni hans í ritdómum raunar ekkert við,“ skrifar Bolli Gústavsson. Jóhann Hjálmarsson Ég veit ekki hvers konar rit- höfundur hefur búið um sig í séra Bolla Gústavssyni, ef sá sami telur að ritdómurum komi bara eitthvað ákveðið við í bókum, annað sé þeim óviðkomandi, kannski lögverndað með einhverjum hætti. En ég verð að segja það að Sigur- birni Einarssyni hlýtur að ofbjóða allt það smjaður og þau fleðulæti sem Bolli Gústavsson viðhefur við hann, samanber Litið út um ljóra og nýjustu ritsmíðina Hnusað af bókum. Að ég hafi ætlað að móðga Sigurbjörn og sömuleiðis Ólaf Jó- hann er kynleg getgáta hjá Bolla. Báða þessa menn met ég mikils eins og fram hefur komið í skrifum mínum. En aftur á móti tel ég mig hafa leyfi til að gagnrýna þá eins og aðra dauðlega menn. Aftur á móti hefur Bolli Gústavsson rétt fyrir sér hvað varðar Karl Isfeld og ljóð hans ort í orðastað ritdómara. Minnið brást mér þar. Ég þóttist hafa lesið ljóð- ið í Svörtum morgunfrúm Karls. Svo heimtufrek við mig var þessi meinloka að ég mundi ekki eftir orðum Bolla í Litið út um ljóra, þegar að því koma að skrifa um- sögnina um bókina. Orð hans voru mér ekki minnisstæðari en það. En það var rétt af Bolla að vekja athygli á þessu og síst af öllu vildi ég varpa rýrð á minningu Karls ísfelds. Svo vona ég sannarlega að við Bolli lifum báðir af bóklestur og bókahnus. En ég vil eindregið mótmæla því að Bolli verðskuldi ekki hlýleg orð mín um manngæsku hans og umburðarlyndi. Ég á bágt með að hugsa mér hann sem illa innrættan prest. Höfundur er bókmenntagagnrýn- andi hji Morgunblaðinu. Skinnasýning austur-húnvetnskra refabænda þótti takast vel og voru mörg falleg skinn sýnd. Jón Gíslason á Hofi sýnir þarna þrjú skinn, af mismunandi tegundum og stærðum. MorfpjnblaAid/Jón 8ig. Skeggrætt um skinnin á sýning- unni á Hótel Blönduósi. Refaskinnasýming hjá Austur-Húnyetningiim: Verðmæti framleiðslunnar áætlað 10,4 millj. næsta ár > Blönduósi, 8. desember. LOÐDÝRABÆNDUR í Austur- Húnavatnssýslu stóðu fyrir sýningu á loðskinnum á Hótel Blönduósi um helgina. Sýnd voru sýnishorn af framleiðslu bændanna í sýslunni og auk þess voru fengin minkaskinn að láni frá Hólum í Hjaltadal. Á sýningunni mátti sjá skinn af platínuref, silfurref, bláref og silfurbláref, en svo kallast af- kvæmi silfurrefs og blárefs. í Austur-Húnavatnssýslu eru starf- andi 6 refabú en 2 refabú eru um þessar mundir að bætast í hópinn. Ásettar blárefslæður í vetur verða um 550 en silfurrefalæður verða 136 að tölu á þrem búum. í áætlun sem sett var upp á sýningunni er gert ráð fyrir því að blárefahvolp- ar verði 3.300 vorið 1986 en silfur- refahvolparnir verði 350. Sam- kvæmt þessu er gert ráð fyrir að framleiðsluverðmæti refaskinna í sýslunni geti numið allt að 10,4 millj. króna árið 1986. Stjórn fé- lags loðdýrabænda í A-Hún. skipa nú Hannes Sigurgeirsson, Gilá, formaður, Jón Gíslason, Hofi og Kristmundur Valberg, Auðkúlu II. Jón Sij.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.