Morgunblaðið - 13.12.1985, Síða 22

Morgunblaðið - 13.12.1985, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Nokkur sannleikskorn um „frekjuhundahóp44 háloftanna — eftir E. írisi Erlingsdóttur Miðvikudaginn 4. desember sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir dr. Gunnlaug Þórðarson undir yfirskriftinni „Frekar flugfreyj- ur“. Er þessi samantekt dr. Gunn- laugs svo ómálefnaleg, lágkúruleg og heimskuleg að ég tel það fyrir neðan virðingu mína að fjalla um hana. Hins vegar langar mig að koma á framfæri nokkrum sann- leikskornum um flugfreyjustétt- ina sem ég tilheyri og störf okkar því umfjöllun um flugfreyjur í tiiefni verkfalls okkar hefur að undanförnu verið slík að ég get ekki lengur stillt mig um að leggja nokkur orð til málanna. Af blaðaskrifum og lesendabréf- um að dæma virðast margir ætla að í flugfreyjustéttinni sé saman- komið auðugasta fólk landsins og að í flugfreyjustarfinu felist aðal- lega það að mála sig og fara í búð- arráp erlendis. Jafnvel var því haldið fram að margir myndu vilja vera flugfreyjur fyrir ekki neitt, slík væri ásóknin í starfið. Rétt er það að þetta starf er eftirsótt, enda a.m.k. að mínum dómi bæði fjölbreytilegt og skemmtilegt. En hætt er við að margir vildu fá eitthvað fyrir sinn snúð væru þeir sendir nokkrum sinnum til Glas- gow og Kaupmannahafnar eða í sólarlandaflug svo dæmi séu nefnd. Ef fólk heldur það vera tóma sælu að vera flugfreyja þá er það misskilningur. Þetta er erfitt starf og krefjandi. Flug- tíminn til hinna ýmsu staða segir ekki alla söguna. Þó að farþeginn okkar frá íslandi stígi út í Lúxem- borg eftir 2'/2 til 3 tíma langt flug er því ekki þannig farið með okkur. Flugið, tökum sem dæmi F1614 til Lúxemborgar, hefst í Keflavík kl. 7.15 að morgni. Þá fer bíll frá Hótel Loftleiðum með áhöfnina til Keflavíkur kl. 6.00 um morguninn sem þýðir að við þurfum að vakna ekki siðar en kl. 5 um nóttina. Flugvélin lendir aftur í Keflavík kl. 16. Heim til okkar erum við ekki komin fyrr en 1 til 1% klst. síðar. Þetta er því 11 tíma vakt. Á þeim tíma setjumst við oft tvisvar sinnum niður, á leiðinni til Kefla- víkur um morguninn og á leiðinni í bæinn. Okkar starf felst ekki einungis í að gefa farþegunum að borða og drekka, heldur verðum við stöðugt að vera vakandi fyrir öllu sem gerist um borð, vera brunaverðir, geta brugðið okkur í líki slökkvi- liðsmanna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga ef svo ber undir. Og að sjálfsögðu eigum við alltaf að vera í góðu skapi og brosandi, hvernig sem á stendur. Flugtími frá Keflavík til Amer- íku er oftast 5 til 6 klst. Mjög oft er farið heim til íslands strax næsta dag; frá hóteli kl. 5, 6 eða 7 síðdegis. Á þeim tíma sem þá er stoppað erlendis fæ ég ekki skilið að margt annað sé hægt að gera en að hvíla sig ætli maður að vera Husqvarna ALDREI MEIRA ÚRVAL HUSQVARNA —SAUMAVÉLA — 9 GERDIR Verð frá hr. 13.285 Stgr. msfmi msrsimi smi.uím Á isumi Gunnar Ásgeirsson hf. j2§ Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200 (jX^~ uppistandandi á leiðinni heim, en við vökum að sjálfsögðu alla nótt- ina til baka. Flestir eru sammála um að það taki tíma að jafna sig eftir tímamismuninn milli Amer- íku og íslands, sem oft er 5 klst., hvað þá að þurfa að venja sig við slíkt oft í mánuði. Miklum ofsjónum hefur verið séð yfir dagpeningum okkar og hefur maður heyrt hinar ótrúleg- ustu tölur um það efni, jafnvel frá Flugleiðamönnum sjálfum. Ég veit ekki hvernig tekist hefur að fá út þessar tölur sem haldið var á lofti í fjölmiðlum á meðan á verkfalli okkar stóð, en hafi téðar upphæðir átt að renna í okkar vasa í hverjum mánuði hef ég mikinn áhuga á að vita hvernig þær voru reiknaðar út. Mér hefur nefnilega ekki tekist, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að galdra neitt þessu líkt í veskið mitt. I ágúst sl. var ég í fullu starfi sem flugfreyja. Vakttímar mínir voru 123,2. Hins vegar var ég að heiman frá mér í þágu félagsins u.þ.b. 230 klst. þennan mánuð. í ágúst sl. voru almennir vinnudag- ar 21 að tölu. Sá sem vinnur 8 tíma á dag vann samkvæmt því 168 klst. í þeim mánuði og eigi ég að vera jafnnákvæm og þegar menn voru að reikna út okkar vinnutíma, má gera ráð fyrir 1 klst. i mat og 15 mín. í kaffi fyrir hádegi og 15 mín. eftir hádegi. 168 klst.-31 Vi klst. eru 136% klst. sem er því sá tími sem sá sem á 8 stunda vinnu- dag hefur unniö í ágústmánuði sl. og væntanlega átt frí allar helgar. Hafi ekki verið svo og vinnutíminn verið um helgi eða að nóttu hefur viðkomandi líklega fengið greitt sérstaklega fyrir það, en eins og alkunna er kallast slíkar greiðslur vaktaálag. Við eigum eitt helgarfrí í mán- uði, en að öðru leyti er ekki spurt um hvort það er sunnudagur eða mánudagur, dagur eða nótt, jól eða páskar, launin eru hin sömu, ekk- ert sem heitir vaktaálag fáum við á laun okkar. Flugfreyjur gera verkfall og allt í einu er ekki þverfótað fyrir öllum dagpeningunum og bílapeningun- um sem við eigum að vaða í og taldir eru okkur til launa. Framtíð E. fris Erlingsdóttir „Fróðlegt væri að vita hvað hið opinbera greið- ir starfsmönnum sínum í dagpeninga og bfla- styrki, eða bankarnir sínum starfsmönnum. Eða hvað læknar fá — svo enn eitt dæmið sé tekið. Sendir hið opin- bera þá ekki stundum til útlanda til að kynna sér nýjungar í læknis- fræði?“ ríkisstjórnarinnar er í húfi vegna frekju þessarar hálaunastéttar. Hvenær hafa þessar greiðslur í umræðum um kjaramál annarra stétta verið taldar til „launa"? Eðlis starfs síns vegna þurfa for- ráðamenn og ýmsir aðrir starfs- menn Flugleiða eflaust að fara talsvert utan í þágu félagsins og hljóta þeir að fá greidda dagpen- inga á meðan á dvöl þeirra þar stendur. Telja þeir sér þessa pen- inga til launa? Fá ekki alþingis- menn og opinberir starfsmenn dagpeninga og frítt far á fyrsta klassa á ferðum sínum í þágu starfa síns? Er þetta talið þeim til launa? Ég vil t.d. benda fólki á að lesa 1. nr. 75/1980 um þing- fararkaup alþingismanna. Fróð- legt væri að vita hvað hið opinbera greiðir starfsmönnum sínum í dagpeninga og bílastyrki, eða bankarnir sínum starfsmönnum. Háttvís hæsta- réttarlögmaður — eftir Jófríði Björnsdóttur í Mbl. miðvikudaginn 4. desem- ber birtist grein eftir hæstaréttar- lögmann nokkurn ásamt mynd af honum meo skotthúfu, sem eflaust árstímans vegna minnti mig á jólasvein. Fyrirsögn þessarar greinar var ákaflega hófleg; „Frekar flugfreyj- ur“. Lýsir hann þar hneykslan sinni á kjarabaráttu þessarar voðalegu stéttar, sem telur sig þurfa sexfaldar mánaðartekjur á við fólk í svipuðum og erfiðari störfum. Auk þess að hæðast að Alþingi íslendinga svo að þorra þjóðarinnar ofbýður og meira að segja hugsandi konum líka. Kjaradeila flugfreyja og Flug- leiða er leyst og heyrir sögunni til. Orðgnótt og rakaleysi greinar- höfundar er vart svarandi og sýn- ist sitt hverjum um frekju ogdóna- skap. En þar sem hann kallar forsvarsmenn Flugfreyjufélags íslands stórlygara og óhæfar flug- freyjur ofbýður mér líka og finnst því rétt að eftirfarandi komi fram: Þrisvar í viku er flogið til Kaup- mannahafnar með viðkomu í Glas- gow í báðum leiðum. Þá er vakt- tími rúmlega 12 tímar. Tvisvar í viku er flogið frá Orlando til Lúx- emborgar með viðkomu í Balti- more. Þar er vakttími að lágmarki „En það verður að segj- ast eins og er ad ég læt mér þaö í léttu rúmi liggja þótt þessi madur óski ekki eftir að njóta þjónustu okkar ágætu forustusveitar né heldur annarra þeirra, sem stuöla aö bættum kjör- um íslenskra kvenna.“ 13 tímar. Auk margra annarra fluga t.d. sólarlanda er vakttími um 11—14 tímar. Þarna eru engir matar- eða kaffitímar sem eflaust flestar aðrar starfsstéttir hafa. Ekki veit ég hvort hæstaréttar- lögmaðurinn telur sína daglegu snyrtingu til vinnutíma, en ég get upplýst hann um að vinnutími flugfreyja hefst þegar mætt er til vinnu og lýkur 1 klst. eftir lend- ingu. Trúi maðurinn þessu ekki legg ég til að hann leiti upplýsinga um þetta hjá Flugleiðum, en fari ekki í blöðin með það sem hann þekkir greinilegaekki. Dagpeningakerfi íslenskra flug- freyja og annarra flugliða er samskonar og hjá SAS og mörgum öðrum flugfélögum. Auk þess sem Eða hvað læknar fá svo enn eitt dæmið sé tekið. Sendir hið opin- bera þá ekki stundum til útlanda til að kynna sér nýjungar í læknis- fræði? Hver borgar kostnaðinn við það og eru dagpeningar sem þeir fá á meðan taldir þeim til tekna? Eða er það kannski vegna þess að flugfreyjustéttin er kvennastétt sem þessar greiðslur eru hafnar upp til skýjanna? Af hverju er aldrei minnst á þessa peninga í kjaradeiium annarra stétta þjóð- félagsins? Er það ekki vegna þess að það eru aðallega karlmenn sem fá þessa peninga? Oft væri nefni- lega réttast að kalla þetta tippa- styrki. Fyrir mína vinnu sl. ágúst- mánuð fékk ég 23.122 kr. í laun að ófrádregnum sjóðagjöldum, sköttum og sparimerkjum. Eftir- stöðvarnar hafði ég til að greiða húsaleigu, rafmagn, hita og síma, fæða mig og klæða. Framfærslu af þessu tagi þekkja víst margir íslenskir launþegar. Einhver býsnaðist í lesendabréfi yfir frekju okkar flugfreyja og bætti við að flestar okkar væru giftar ríkustu mönnum þjóðfélags- ins, svo sem lögfræðingum og læknum. Mér hefur nú enn ekki hlotnast maki úr þesesum stéttum og mér er kunnugt um að eins er ástatt um mörg starfssystkini mín. Það hljóta að vera meiri auðævin samankomin í slíku hjónabandi. Það væri óskandi að peninga- sukkið í þessu þjóðfélagi snerti samvisku þjóðarinnar jafnmikið og kjör flugfreyja gera. Upp koma mál þar sem á daginn kemur að hundruðum milljóna af fé skatt- borgaranna er sólundað eftir geð- þótta nokkurra manna sem vaða á skítugum skónum um fjárhirslur landsmanna og þurfa aldrei að standa ábyrgir gerða sinna. Hafi einhverjir hneykslast mikið í les- endabréfsdálkum dagblaðanna yfir því þá hefur það alveg farið fram hjá mér. Að lokum. Vegna þess að við flugfreyjur og -þjónar viljum að farþegunum okkar líði ávallt sem best um borð hjá okkur og séu hvorki svangir eða þyrstir, langar mig að benda dr. Gunnlaugi Þórð- arsyni, sem opinberlega hefur frá- beðið sér þjónustu íslenskra flug- freyja, að gleyma ekki nestispakk- anum næst þegar hann þarf að fara í flugferð með íslensku flug- félagi. Höfundur er flugfreyja. Jófríður Björnsdóttir opinberir starfsmenn og fleiri fá a.m.k. sambærilega dagpeninga erlendis. Þetta er nákvæmlega jafn eðlilegt gagnvart íslenskum flugfreyjum eins og öðru fólki, sem dvelur stóran hluta ævi sinnar erlendis, þótt lögmaðurinn telji sjálfum sér nægja minna. Að lokum: Það er auðvitað leitt að hæstaréttarlögmaðurinn skuli vera óánægður vegna skorts á háttvísi og ljúfri framkomu ís- lenskra flugfreyja og búðar- stúlkna. En það verður að segjast eins og er að ég læt mér það í léttu rúmi liggja þótt þessi maður óski ekki eftir þjónustu okkar ágætu for- ustusveitar né heldur annarra þeirra, sem stuðla að bættum kjör- um íslenskra kvenna. Læt ég svo lokið skrifum mínum um þetta mál og óska lögmannin- um og öðrum gleðilegrar friðar- hátíðar. Höfundur er flugfreyja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.