Morgunblaðið - 13.12.1985, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.12.1985, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 í essinu sínu Mailer Bókmenntlr Jóhanna Kristjónsdóttir Norman Mailer: Hörkutól stíga ekki dans. Árni Ibsen þýddi. Bókaútgáfan Nótt 1985. Það er kannski svolítið undar- legt að hér skuli vera á ferð fyrsta bókin eftir Norman Mailer sem er þýdd og gefin út á íslenzku. Hann hefur síðustu áratugina verið ein- Norman Mailer hver frægasti höfundur Banda- ríkjanna og látið mjög á sér bera. Eftir á að hyggja hefur þó kannski farið meiri orka í að halda sér í sviðsljósinu en að skrifa vandaðar bókmenntir. Það er að minnsta kosti erfitt í fljótu bragði að benda á einhverja bók Mailers, sem hefði verið beinlínis bráðnauðsynlegt að fá gefna út á íslenzku. Það er engu líkara en Mailer hafi sjálfur gert sér grein fyrir því, að höfundaverk ' hans væri heldur léttvægt, alténd miðað við alla fyrirferðina. Og með næst síðustu bók sinni Ancient Evenings hugðist hann bersýni- lega skipa sér í fremstu röð fagur- bókmenntahöfunda. Bókin gerist í Egyptalandi hinu forna og Mailer mun hafa verið í áratug eða svo að glíma við hana. En bókin fékk slæma dóma og seldist ekkert í líkingu við það sem hafði verið búist við. Flestum þótti hún heldur leiðinleg. Bókmenntir; Jóhanna Kristjónsdóttir Snjólaug Bragadóttir frá Skáldalæk: Undir merki steingeitar. Útgefandi Örn og (irlygur 1985. Snjólaug Bragadóttir hefur gert víðreist með persónur sínar í síð- ustu bókum sínum og nú er aðal- sögusviðið Los Angeles og heimur- inn er fullur af poppstjörnum, eiturlyfjum og ást. Margar persón- ur koma við sögu, þær eiga allar sameiginlegt að hafa umtalsverð- an áhuga á stjörnumerkjum. En það fer ekkert á milli mála að þar ber steingeitin af. Og sannast bezt á aðalpersónunni, Nönnu Hreins. Faðir hennar Hreinn er í hljóm- tækja- og plötubransanum. Og á þegar sagan hefst orðið fyrirtækin Hreintóna, Tónhrein og Hreinboð Og það var eins og þungu fargi hafi verið af Mailer létt. Á skömm- um tíma skrifaði hann þessa bók Hörkutól stíga ekki dans. Og hér kveður við annan tón. Þetta er töffarasaga úr Bandaríkjunum nútimans, eiginlega reyfari og hún er ósvikin frásagnargleðin sem var illa fjarri í Ancient Evenings. Mailer fer á kostum, enda stadd- ur á heimavelli. Bókin hefst á magnaðri timburmannalýsingu. Rithöfundur, sem svipar til Mail- ers sjálfs er að vakna upp eftir (æ). Auk þess eru börnin hans með heiðbjört nöfn, Viðar og Heiðar og Nanna, sem heitir reyndar Ragnheiður í alvörunni og konan hans heitir hvorki meira né minna en Heiða. Nanna er með mikla og fjöl- þætta hæfileika. Hún semur frá- bær popplög, sem eru spiluð í öllum óskalagaþáttum, hún er snillingur að handleika tölvur henni og er eiginlega flest til lista lagt. Auk þess er hún auðheyrilega bráð- hugguleg í útliti. En hún fær ekki að njóta sín og poppsöngvarinn Baldur, kærasti hennar, eignar sér allan heiðurinn af lögunum henn- ar, svo hún sér fram á að verða að komast í burtu frá þessu öllu um hríð. Hún er svo stálheppin að eiga ameríska pennavinkonu, Tracy, sem við nánari athugun reynist dóttir fokríks meiriháttar plötuút- þrotlausa drykkju síðustu tuttugu og fjóra daga. Konan fór frá hon- um og þá brást hann við á þennan karlmannlega hátt. Og er ekki alveg nýtt. Hann man ekki gjörla hvað hafði gerzt kvöldiö áður og upp- götvar sér til undrunar, að hann er með húðflúr á handleggnum, framsætið í bílnum hans er atað blóði og illskeyttur lögreglustjóri gefur í skyn, að réttast væri að hann athugaði marjúanageymsl- una sína. Þar finnur hann afhoggið konuhöfuð. Er nema von að manninum bregði. í bókinni reynir hann síðan að komast að því, hvað kom eigin- lega fyrir og það reynist aldeilis vera sitt af hverju. Líkin hlaðast Snjólaug Bragadóttir gefanda í Los Angeles. Þangað heldur Nanna og vinnur hug og hjörtu fjölskyldunnar, hlustar á eftirlæti sitt, Dominic Black, og horfir á myndbandsupptökur með honum. Dominic er því miður hættur að syngja eftir erfiðleika sem hann lenti í vegna eiturlyfja- neyzlu. Þetta líf er hið mesta upp eins og vera ber í góðum spennusögum. Frásögnin er þokka- lega trúverðug, en umframallt fjörmikil. Það má líka sjá að enn eimir eftir að Ancient Evenings í huga Mailers — sú bók snérist að nokkru leyti um endurholdgun Forn Egypta og þessir jarðbundnu landar hans, sem hér er lýst eru mikið með hugann við slík efni. Árni Ibsen hefur þýtt bókina og hefur það áreiðanlega ekki verið áhlaupaverk. Bókin er á töffara- máli og uppfull af grófyrðum og klámi, sem islenzkan er fátækari af en enskan. Þótt texti Árna sé sjálfsagt ekki eins mergjaður og frumtextinn finnst mér honum hafa tekizt prýðilega upp í öllum meginatriðum. ævintýri fyrir Nönnu. Og þegar hún kynnist Nick, syni hljómplötu- eigandans fyrir hjónaband ... ja, hver er þá þar kominn nema sjálf- ur Dominic Black. Hvern hefði nú óraðfyrirþessu? Tracy vinkona er sveiflótt í skapi, gæti verið hún væri í eitur- lyfjum? Og þá er að drífa sig í sveitina með Nick-Dominic (sem er reyndar metsölubókahöfundur líka), vinna að plötu með lögum eftir Nönnu og láta Tracy fá að njóta sín við að syngja þau. Þetta gengur allt eins og efni standa til og ástin blómstrar og afbrýðisem- in er í blossa og ég veit ekki hvað. Undir lokin er angist popphöf- undarins Nönnu Hreins — sem nú heitir reyndar White — af nokkuð svona augljósum ástæðum orðin slík, þrátt fyrir væntanlega heims- frægð, að hún ákveður að flýja af hólmi. En þar með er sagan sem betur fer ekki öll... Sagan er fjörlega skrifuð og fyrirtaks góð afþreying, og ímynd- unarafl Snjólaugar hleypur aldrei með hana í neinar alvarlegar gönur. Snjólaug er hiklaust einn bezti alvöru-afþreyingarhöfundur okkar um þessar mundir. Alténd að mínum dómi. Stjörnumerkjapæl- ingar og ástarpopp RITFANGADEILDIN BKEYTIR UM SVIP OG VERÐUR ALLSHERJAR JÓLAMARKAÐUR Jólakortin eru komin á sinn staö og jólaskrautið þekur borö og hillur. Kertamarkaðurinn hefurfestsig í sessi. Kertin eru í hundraðatali, af öllum gerðum og stærðum. VANTIÞIG HUGMYND AÐ GÓÐRIGJÖF PÁ FÆRÐU HANA HÉR Við nefnum sem dæmi: Vasatölvur, penna og pennasett, skjalatöskur, undlrlegg úr leðri og statífá skrifborðið, hnattlíkön, margs Konar þrautir og spil, Ijósálfa og töfl. GALLERI EYMUNDSSON er alveg sérstök deild. Þar finnur þú glæsilegt úrval gallerímynda í vönduðum álrömmum í stærðunum 60x80 og 50x60. Takmarkað upplag af hverri einstakri mynd. Einnig eigum við geysilegt úrval mynda í smellirömmum á ótrúlegu verði. Auðvitað geturþú líka valið staka mynd og við römmum hana síðan inn fyrir þig á staðnum. NYR TÍME MANAGER! Við höfum öll ný gögn í hið frábæra Time Manager sett. Ómissandi eign fyrir allt athafnafólk. Time Manager er til í leðri og er hreint tilvalinn fyrirþá sem vilja taka sig saman um veglega jólagjöf. OG KÓRÓNAN Á ALLT SAMAN: Sjálfur jólapappírinn, merkispjöldin og slaufurnar frá okkur standast að sjálfsögðu allan samanburð nú sem endranær. Ekki mega blessaðir jólapakkarnir vera sviplausir. EYMUNDSSON KOMINN MEÐ JÓLASVIPINN Austurstræti 18 O I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.