Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER 1985 Frelsi listamanna eða forsjá ríkisvaldsins? Rætt við Hjálmar W. Hannesson um ólík sjónarmið austurs og vesturs á menningarmálaráðstefnu í Búdapest „I»aÖ náðist engin samstaða um ályktun þessarar ráð- stefnu, frekar en ráðstefnunnar um mannréttindamál í Ottawa í maí, og það veldur okkur auðvitað vonbrigðum,“ sagði Hjálmar W. Hannesson, sendifulltrúi í utanríkis- ráðuneytinu, í samtali við blaðamann Morgvnblaðsins. Hjálmar W. Hannesson, sendifulltrúi. MorgunbUSia/ Bjarni Ivikunni sem leið lauk í Búdapest í Ungverjalandi sex vikna ráðstefnu um menningarmál, sem full- trúar 35 ríkja í austri og vestri sóttu. Eining varð ekki um lokaályktun og voru skoðanir mjög skiptar, eins og þegar hefur komið fram í frétt hér í blaðinu. Fulltrúar Vesturlanda lögðu áherslu á tjáningarfrelsi lista- manna, en fulltrúar Austan- tjaldsríkjanna töldu ríkisforsjá besta á því sviði sem öðrum. Þrír íslendingar sóttu ráð- stefnuna í Búdapest. Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri, var þar fyrstu vikuna, Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra, var þar 21. október til 8. nóvember, og loks Hjálmar W. Hannesson frá 7. nóv. til 26. nóv. Að sögn Hjálm- ars var ráðstefna þessi liður í fundahöldum fulltrúa austurs og vesturs, sem hófust í Helsinki í Finnlandi í ágúst árið 1975. Þar var sem kunnugt er haldin ráð- stefna um öryggi og samvinnu í Evrópu (nRöse“) með þátttöku fulltrúa 35 þjóða (öll Evrópurík- in, að Albaníu slepptri, ásamt Kanada og Bandaríkjunum) og lauk henni með samþykkt yfir- gripsmikillar ályktunar, sem nefnd hefur verið „Helsinki- sáttmálinn". Helsinki-sáttmálinn í Helsinki-sáttmálanum er fjallað um ýmis meginatriði í samskiptum ríkjanna 35 og er sáttmálinn j þremur hlutum. I hinum fyrsta er fjallað um ör- yggi í Evrópu og er þar m.a. að finna viðurkenningu á núverandi skipan landamæra i álfunni. Sovétstjórnin hefur talið þetta atriði mikilvægasta ávinning Helsinki-fundarins. I öðrum hluta sáttmálans er fjallað um samvinnu á sviði efnahags-, umhverfis- og tæknimála. I þriðja hluta er svo fjallað um mannréttindi og samskipti á sviði mennta- og upplýsinga. Fulltrúar Vesturlanda hafa talið þennan hluta þýðingarmestu niðurstöðuna í Helsinki. í sérstökum kafla Helsinki- sáttmálans er enn fremur fjallað um frekari fundahöld aðildar- ríkjanna til að fjalla um fram- kvæmd sáttmálans. Fyrsti fram- haldsfundurinn af því tagi (fyrsti Röse-framhaldsfundurinn) var haldinn í Belgrad í október 1977 og fram í mars 1978. Þar kom fram mikill ágreiningur um túlk- un mannréttindakafla Helsinki- sáttmálans, og töldu fulltrúar Austantjaldsríkjanna aðfinnslur vestrænna fulltrúa íhiutun í innanríkismál sin og vísuðu til þess að á einum stað í sátt- málanum væri slík íhlutun bönn- uð. Annar Röse-framhaldsfund- urinn var haldinn í Madrid í nóvember 1980 og fram í sept- ember 1983. Þar náðist sam- komulag um að halda Öryggis- málaráðstefnu Evrópu í Stokk- hólmi (sem enn stendur yfir) til að fjalla um frekari ráðstafanir til að efla öryggi og samvinnu í álfunni og síðar um afvopnun á breiðari grundvelli. Jafnframt var ákveðið að þriðji Röse-fram- haldsfundurinn yrði í Vín í nóv- ember 1986, en fram að því skyldu haldnar sex ráðstefnur innan ramma Helsinki-sátt- málans. Ráðstefnan í Ottawa, þar sem mannréttindi voru á dagskrá, var hin þriðja í röðinni, og ráðstefnan í Búdapest hin fimmta, en sjötti og síðasti fund- urinn, sem fjalla mun um „mann- leg tengsl" verður í Bern í Sviss í apríl á næsta ári. Frelsi listamanna eða ríkisforsjá „Það má heita að það séu yfir- leitt sömu mennirnir, sem sækja þessa Röse-fundi,“ sagði Hjálm- ar, „og þar er jafnvel farið að tíðkast ákveðið orðalag, eins og oft gerist þegar viðkvæm deilu- efni ríkja eru lengi til umræðu hjá alþjóðastofnunum. Við full- trúar ríkja Atlantshafsbanda- lagsins og fulltrúi í ra höfum með okkur náiö samráð og sérfundi á þessum ráðstefnum, og sömu sögu er að segja af fulltrúum Austantjaldsríkjanna og hlut- lausu ríkjanna átta. Síðan bera menn saman bækur sínar og reyna að komast að einhverju samkomulagi, en það er hægara sagt en gert.“ Nú komu menn tómhentir af ráðstefnunni í Búdapest, ef svo má segja. Um hvaö var ágrein- ingurinn nákvæmlega? „Þessi skoðanamunur var af þrennu tagi,“ sagði Hjálmar. „í fyrsta lagi lögðum við Vestur- landafulltrúar áherslu á frelsi listamanna til sköpunar og á frjálsa dreifingu listaverka og hvers kyns hugverka. Austur- blokkin hafnaði því alfarið, en vildi hins vegar samþykktir um menningarsáttmála ríkjanna, þar sem gert yrði ráð fyrir gagn- kvæmum heimsóknum og sam- skiptum af öðru tagi, en undir opinberu eftirliti. í annan stað var deilt um hlutverk einstakl- inga og ríkis í listsköpun. Sovét- menn og samherjar þeirra héldu því fram, að rikið yrði að fylgjast með listafólki og beina því inn á ákveðnar brautir. Þeir töldu frjálsa listsköpun einstaklinga, eins og við þekkjum á Vestur- löndum, leiða til úrkynjunar og tóku dæmi af klámi. Við héldum fram öndverðum skoðunum. Loks var deilt um tjáningar- og ferða- frelsi einstakra listamanna, og héldu fulltrúar Austantjalds- ríkjanna því fram að þetta væri innanríkismál hvers ríkis fyrir sig.“ Hjálmar sagði, að á lokadögum ráðstefnunnar hefði verið orðið ljóst hvert stefndi. Síðasta dag- inn gerðu gestgjafarnir, Ung- verjar, tiiraun til að koma í veg fyrir að ráðstefnan færi með öllu út um þúfur. Þeir lögðu fram almennt orðaða ályktun um umræðuefni fundarins, þar sem ekki var kveðið upp úr um ágreiningsefnin. „Fulltrúar Vesturlanda gátu sætt sig við þessa áiyktun og fulltrúar Sovét- ríkjanna einnig. Þá gerðist sá einkennilegi hlutur að fulltrúi Rúmena kvaðst henni andvígur, en neitaði að rökstyðja mál sitt. Allar samþykktir Röse-fundanna verður að gera samhljóða og þetta leiddi þess vegna til þess að engin ályktun var gerð,“ sagði Hjálmar. „Menn hafa verið með getgátur um að Rúmenar hafi þarna verið að sýna sjálfstæði sitt og hegna Ungverjum fyrir þær kvartanir sem þeir hafa haft uppi um aðbúnað ungverska minnihlutans í Karpatafjöllum í Rúmeníu." Þýðing Helsinki- sáttmálans Hafa svona fundir einhverja þýðingu? Eru Vesturlandabúar ekki bara að friða samvisku sína? „Það má auðvitað deila um þýðingu þessara Röse-funda,“ sagði Hjálmar. „Ég held þó að flestir telji ávinning af Hels- inki-sáttmálanum, ekki síst mannréttindakaflanum, sem mikiö hefur verið notaður á síð- astliðnum áratug til að þrýsta á ráðamenn í Austantjaldsríkjun- um. Ég held að almenningur þar bindi miklar vonir við Röse- fundina og það fréttist fljótt um alla Austur-Evrópu hvað þar gerist, enda þótt opinberir fjöl- miðlar skýri ekki frá því eða segi aðeins hálfan sannleikann. í Ungverjalandi virðist frjálsræði meira og almennara en annars staðar í Austur-Evrópu og fjöl- miðlar skýrðu rækilega frá ráð- stefnunni. Ég varð líka var við að Ungverjar, sem ég hitti, fylgd- ust vel með gangi mála. Vald- hafar fyrir austan eru á hinn bóginn sýnilega ekki ánægðir og telja alla þessa mannréttinda- umræðu í kjölfar Helsinki-sátt málans ákaflega óþægilega fyrir sig. Þeir eiga hins vegar erfitt með að slíta þessari samvinnu. Það yrði hvarvetna fordæmt og bætti ekki samskipti austurs og vesturs. Auk þess telja þeir sig hafa hag af öðrum þáttum Hels- inki-sáttmálans, en þeim sem fjalla um mannréttindi. Með þetta allt t huga álítum við að áframhaldandi þátttaka í Röse- fundunum skipti máli, þó ekki væri nema til að minna stöðugt á, að enn er langt frá því, að ákvæðum Helsinki-sáttmálans hafi verið framfylgt í öllum þátt- tökuríkjunum 35,“ sagði Hjálmar W. Hannesson að lokum. GM. Afmæiiskveðja: Gunnar Bjarna- son ráðunautur í sumar sem leið birtist í dag- blaðinu DV grein um fjölmiðlafólk og skríbenta — afkomendur Jóns harðabónda af Skaga norður. Væru skoðaðir aðrir starfshópar í niðjatali þessa manns, myndi naumast ómaksins vert að geta nema eins fjölmiðlasénis, nefni- lega kúnstners Gunnars Bjarna- sonar. Svo ber hann af, a.m.k. að mínu mati, öðrum íslendingum sem ég hefi haft kynni af í þessari grein. Gunnar Bjarnason hefur nefnilega framkvæmt það, sem enginn annar hefði getað: Gert íslenska hestamennsku að fjölda- hreyfingu úti í Evrópu og íslenska hestinn að átrúnaðargoði fjölda fólks, líkt og í Ásatrú. Og svo er maðurinn með afbrigðum skemmtilegur. Minnist ég þess, að á alvarlegum fundi suður í Þýska- landi, þar sem menn fjölluðu með vísindalegum tilburðum um hið fagurfræðilega fyrirbæri: íslenska hestinn, varð ég næstum brottræk- ur vegna hláturskasta, framköll- uðum af Gunnari, sem fór með sögur af frændum okkar ýmsum. Það var kannski tilviljun, að Gunnar Bjarnason varð hrossa- sérfræðingur. Hins vegar má ljóst vera, að hefði hann lent í öðrum bransa, t.d. í fiskútflutningi, þá myndi Ronald Reagan og starfslið hans jóðla um þessar mundir harðfisk og hákarl, í stað þess að sjúga spýtubrjóstsykur, eins og stendur á prenti að þeir geri, þegar brotinn er heilinn um örlög mann- kyns. Ég tel mig mæla fyrir munn allra eigenda afkomenda óðu- Rauðku og Hóla-Gránu, þegar ég flyt Gunnari Bjarnasyni árnaðar- óskir á sjötugsafmælinu og segi, eins og frænka okkar á Svaðastöð- um: „Mikið vildi ég eiga þig að“ — um ókomin ár. Karlskrona, Svíþjóð, Einar Jóhannesson Gunnar og eiginkona hans, Guðbjörg Ragnarsdóttir, dvelja um þessar mundir á Hotel Santa Clara, Torremolinos, Spáni. Verðandi hjúkr- unarfræðingar halda jólabasar FJÓRÐA árs hjúkrunarfræðinem- ar í Háskóla íslands halda jólabas- ar í Hjúkrunarskóla íslands nk. sunnudag, 15. desember. Á boðstólum verður mikið úrval af kökum en einnig barnaföt, kerti og ýmiss konar jólaskraut. Heitt kaffi verður á könnunni og allir eru velkomnir. Frétutiikj'nníiiK Leiðrétting: Rétt verð á Teningi í frétt um útkomu nýs tímarits, Tenings, sl. miðvikudag, víxlaðist áskriftar- og lausasöluverð blaðs- ins. Hið rétta er að teningur kostar 250 krónur í lausasölu og 200 krón- ur í áskrift. Teningur kemur út ársfjórðungslega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.