Morgunblaðið - 13.12.1985, Page 36

Morgunblaðið - 13.12.1985, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Mesta slysaár flugsögunnar New York, 12. desember. AP. ÞAÐ ÁR sem nú er aö hverfa í ald- anna skaut er mesta slysaár flugsög- unnar hvaö áætlunarflug snertir. Alls Nýstárleg lög á Bandaríkjaþingi: Fjárlaga- hallinn verður greiddur Washington, 12. desember. AP. BANDARÍKJAÞING samþykkti í gærkvöldi lög sem kveöa á um að fyrir árslok árið 1991 verði búiö að greiöa upp fjárlagahallann sem nemur 200 milljöröum dollara. í dag undirritaöi Reagan forseti lögin. „Við höfum komist að sögulegu samkomulagi og nú er að sjá hvernig okkur gengur að fylgja því eftir," sagði Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, en samkvæmt áætluninni eru láns- fjárheimildir ríkisins takmarkað- ar við tvö þúsund milljarða doll- ara. Er það nokkuð frá því sem áður var. Á móti kemur að á næsta ári verður ríkisstjórnin að skera niður framlög til varnarmála og framkvæmda innanlands um 11,7 milljarða dollara og er sú upphæð fyrsta afborgun af fjárlagaskuld- hafa um 2.000 manns beðið bana og er þá slysið í Gander undanskilið. Hér fer á eftir listi yfir mestu slysin: 1. jan. 29 farast þegar Boeing 727 frá bandaríska flugfélaginu East- ern Airlines flýgur á eldjfallið Illimani í Bólivíu. 21. jan. Skrúfuþota af gerðinni Galaxy hrapar eftir flugtak í Reno í Nevada í Bandaríkjunum. 68 manns farast. 19. febr. 148 farast þegar Boeing 727 frá spænska flugfélaginu Iber- ia flýgur á fjall á Spáni. 23. júní. 329 farast með Boeing 747 frá Air India þegar sprenging varð í flugvélinni undan írlands- ströndum. 24. júlí. Kólumbísk herflugvél sem var í áætlunarflugi vegna verkfalls flugmanna ferst í Amaz- ónskógum með 74 innanborðs. 2. ág. 137 farast með Lockheed L-1001 frá Delta Airlines. Voru flugmennirnir að reyna að lenda í Dallas í miklu þrumuveðri. 12. ág. 520 manns farast með Boeing 747 frá Japan Airlines. Mesta flugslys sögunnar þar sem ein flugvél á í hlut. 22. ág. 55 láta lífið um borð í Boeing 737 eftir að eldur kom upp í vélinni við flugtak í Manchester á Englandi. 6. sept. 31 lætur lífið eftir að DC-9 frá Midwest Express Airlin- es hrapaði eftir flugtak í Mil- waukee í Wisconsin í Bandaríkjun- um. Eins og fram kemur er flugslysið í Japan 12. ágúst sl. það mann- skæðasta í sögunni þegar ein flug- vél á í hlut en fleiri fórust 27. mars 1977 þegar tvær flugvélar rákust saman á flugvellinum í Tenerife á Kanaríeyjum. Þá biðu 582 menn bana. Björgunarmenn leita í braki DC-8 flugvélarinnar, sem hrapaði á Nýfundnalandi á fimmtudagsmorgun. AP/Símamynd. Mesta gjaldþrot í sögu Noregs Skipaveldi Parley Augustssons hrunið GJALDÞROT skipafélags Parley Augustssons er talið vera hið mesta í allri sögu Noregs. Þykir ekki ólíklegt, að skuldir umfram eignir verði um 1,5 mijljarðar n.kr. (um 8 milljaröar ísl. kr.). í fyrstu var gengi Augustssons ævintýri líkast. Árið 1973 sagði hann upp starfi sínu hjá hinu kunna skipafyrirtæki Sigvald Bergesens og stofnaði sitt eigið fyrirtæki með 200.000 n.kr. (rúml. 1 millj. ísl.kr.) höfuðstól. Auk hans sjálfs var systir hans eini starfs- maður fyrirtækisins. Á 10 árum byggði hann upp skipaveldi, sem ekki átti sinn líka í Noregi. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan Augustsson réð yfir 150 fyrirtækj- um í Noregi og erlendis og veltu fyrirtæki þessi mörgum milljörð- um n.kr. Augustsson var einnig kallaður „samlagskóngurinn". Hann kynnti sér rækilega það hagræði, sem hafa mátti af norska skattakerfinu með því að stofna samlagsfélög. Venjulegir launamenn gátu með því að leggja til tiltölulega litlar Hörð rímma í bresku lávarðadeildinni: „Ég gæti nú bara tekið þig í nefið“ sagöi Normann Trebbit við Neil Kinnock London, 12. desember. AP. „Ég gæti nú bara tekið þig í nef- ið,“ sagði Norman Tebbit, formaður þingflokks breska fhaldsflokksins, við leiðtoga Verkamannaflokksins, Neil Kinnock, í sennu sem varð á milli þeirra í lávarðadeild breska þingsins á miðvikudagskvöld. Tebb- it lét þessi ummæli falla í lok ræðu þar sem hann ásakaði öfgahópa í Verkamannaflokknum fyrir að „nota sér aðstæður fólks sem byggi í miðborgunum til að hvetja til bylt- ingar“. Kinnock roðnaði af reiði við þessi ummæli og hrópaði til Tebb- its „Reyndu að komdu þér að efn- mu. „Þú ert yfir þig æstur. Ég veit ekki hvar þú hefur verið," svaraði Tebbit, sem þekktur er fyrir hvöss tilsvör, og gaf í skyn að Kinnock hefði fengið sér neðan í því. „Ég gæti nú bara tekið þig í nefið," bætti hann svo við. Mikið fjaðrafok varð í lávarða- deildinni við þessi ummæli og gerðu fulltrúar Verkamanna- flokksins hróp að Tebbit: „Þetta verða endalokin fyrir Tebbit — segðu af þér, segðu af þér!,“ kölluðu þeir hvað eftir annað. Deila þessi varð er fulltrúar Verkamannaflokksins ásökuðu forsætisráðherrann, Margaret Thatcher, fyrir naum fjárútlát til miðborgarhverfanna þar sem at- vinnuleysi og fátækt hefur leitt til óeirða að undanförnu. Deilunni lauk með því að atkvæði féllu 290 á móti 201, stjórninni í vil, og var tillögu Verkamannaflokksins um sérstakan fjárstuðning við þessi hverfi hafnað. fjárhæðir náð fram hlutfallslega háum skattalækkunum. En fyrirtækið blés út eins og blaðra. Það skorti ekki aðvaranir, því að uppskriftin, sem Aug- ustsson starfaði eftir, fól í sér miklar hættur. Hann pantaöi skip- in fyrst og treysti svo á, að þau fengju næg verkefni, þegar þau væru tilbúin. Á meðal þeirra voru stór olíuflutningaskip. Byrjað var á smíði sumra skipanna, á sama tíma og kreppa var skollin á í farmflutningum í heiminum. Um tíma var floti Augustssons metinn á 4 milljarða n.kr. (yfir 20 millj- arða ísl.kr.) Loks hrundi allt sam- an og hinn 13. maí sl. óskaði Augustsson eftir gjaldþrotaskipt- um á fyrirtækjum sínum. Persónulega tapar Augustsson engu á þessu sögulega gjaldþroti. Hann hefur séð svo um, að eigur sínar og peningar standa fyrir utan fyrirtækin. Margir norskir lögmenn hafa verið kallaðir til í því skyni að komast til botns í gjaldþrotinu, en það er nær ókleift, því að mörg af fyrirtækjum Aug- ustssons eru hnýtt saman í gegn- um eitt móðurfélag, sem hefur ekki einn einasta starfsmann. Svíþjóð: Gamalt kjöt og þrátt smjör á jólaborðinu Stokkhólmi, 12. desember. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. JÓLIN ERU að ganga í garð og Svíar eru farnir að hlakka til að gæða sér á öllum kræsingunum sem þá verða á borðum. Á þessa tilhlökkun hefur þó fallið dálftill skuggi eftir að upplýst var hvað það er í raun og veru sem fólk leggur sér til munns. GENGI GJALDMIÐLA Lundúnum, 12. desember. AP. BANDARÍSKI dollarinn féll gegn öllum helstu gjaldmiðlum heims í dag. Spákaupmenn segja að talsverð eftirspurn sé eftir dollaranum, en það sem haldi aftur af kaupendum sé ótti við afskipti seðlabanka til að halda dollaranum niðri og hagtölur frá Bandaríkjunum, sera gefa ekki sérstaka ástæðu til bjartsýni. Enska pundið kostaði 1,4395 dollara, en kostaði í gær 1,4112 dollara. Gengi nokkurra helstu gjaldmiðla heims gegn dollara var annars þetta, (gengið frá í gær innan sviga): Vestur-þýska markið 2,5225, (2,5450), svissneskir frank- ar, 2,10925, (2,1252), franskir frankar, 7,7025, (7,7635), hollensk gyllini, 2,8400, (2,8625), ítalskar lírur, 1.720,50, (1.732,00), kanad- ískir dollarar, 1,38775, (1,3918). Fyrir skömmu kom það á daginn að hunda- og kattamaturinn var að nokkru úr hundum og köttum og sjálfdauðum skepnum og í framhaldi af því fóru rannsóknar- blaðamennirnir að kynna sér hvernig það væri með mannamat- inn. Kom þá í ljós með eina pylsu- verksmiðjuna, að hún notaði í pylsurnar gamalt kjöt frá slátur- húsunum, kjöt sem átti að vera komið á haugana vegna þess að síöasti löglegi geymsludagur var löngu útrunninn. Síðan var gamla kjötið sent í verslanir í pylsulíki með nýjum dagsetningum. Nú í vikunni komst það einnig upp að jólasmjörið í fallegu um- búðunum er gamalt smjör, sem mjólkursamlögin hafa grafið upp úr sænska smjörfjallinu. Var það auk þess orðið þrátt en samt sem áður haft dýrara en nýtt smjör í venjulegum umbúðum. Svenska Dagbladet skýrir svo frá því í dag, að í sumum hnetun- um sem fólk bryður í gríð og erg á jólum, sé krabbameinsvaldandi rotvarnarefni. Um jólabrennivínið hefur hins vegar ekkert komið fram enda er brennivín bara brennivín hvort sem það er gamalt eða nýtt. Veöur víöa um heim Lægst Hæsl Akureyri 45 þokuruón. Amsterdam 42 1 skýjað Aþena 10 15 rígníng Barcelona 13 þokumóóa Berlin 42 2 skýjaó Briissel 0 5 skýjaó Chicago 43 0 snjókoma Dublín 4 9 skýjað Feneyjar 9 skýjaó Franklurt 1 6 skýjað Genf 0 4 skýjað Helsinki 410 4l skýjaó Hong Kong 10 13 skýjað Jerúsalem 8 21 heiðskírt Kaupmannah. 41 0 skýjað Las Palmas vantar Lissabon 11 13 úrkoma London 7 10 heíðskirt Los Angeles 5 15 heiðskirt Lúxemborg 43 þokuruðn. Malaga 16 léttskýjað Mallorca 13 hálfskýjað Míami 24 25 skýjað Montreal 46 43 skýjað Moskva 4« 1 skýjað New York 7 10 rigning Osló 413 41 skýjað Paris 0 5 skýjað Peking 410 1 skýjað Reykjavik 2 úrk.í gr. Ríó de Janeiro 22 37 heiðskírt Rómaborg 10 14 rígníng Stokkhólmur 42 3 snjókoma Sydney 18 29 skýjað Tókýó 2 9 heiðskírt Vínarborg 2 5 skýjað Þórshöfn 6 skýjað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.