Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 37

Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 37 Nýja krabbameinsmeðferðin: Víkingasveitir ónæmis kerfisins kallaðar út Tilraunir lofa góðu en lækning á langt í land ARATUGUM saman hefur stríðið gegn krabbameininu verið háð með þremur fremur harðleiknum vopnum: hníf, bruna og eitri, í því skyni að uppræta mcinið - með skurðaðgerð, geisla- eða lyfjameðferð. En smám saman hefur fjórða baráttuaðferðin verið að þróast í meðförum vísindamanna. Felst hún í því að virkja krafta ónæmiskerfis líkamans og herja með tilstyrk þeirra á óeðlilegan frumuvöxt. Dr. Steven Rosenberg ásamt einum sjúklinga sinna. „Enn eru fjölmörg vandamál óleyst hjá okkur.“ I síðustu viku kynntu vísinda- menn á Krabbameinsstofnuninni (National Cancer Institute - NCI) í Bethesda í Maryland í Banda- ríkjunum niðurstöður tilrauna, sem þeir hafa gert með þessa nýju ónæmismeðferð. Er árang- ur þeirra betri en náðst hefur á þessu sviði hingað til. Dr. Steven Rosenberg (tals- maður læknaliðsins, sem með- höndlaði Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta vegna krabbameins í ristli) og samstarfsmenn hans á NCI lýstu þessari nýju tækni i fremur óvenjulegri fréttafrá- sögn, sem nýlega birtist í banda- ríska læknaritinu New England Journal of Medicine. Þar kom fram, að hún gerir læknum fært að breyta hvítum blóðkornum úr viðkomandi sjúklingi í „víkinga- frumu", sem ræðst gegn æxlum. Fréttafrásögn læknaritsins olli írafári í blaðaheiminum og m.a. gat að líta fyrirsagnir, þar sem lýst var yfir sigri í barát- tunni við krabbameinið. Símalín- urnar á NCI voru rauðglóandi og örvæntingarfullir sjúklingar hvaðanæva að úr Bandaríkjun- um fóru fram á að fá að njóta þessarar nýju „lækningar". Rosenberg kvað viðbrögð af þessu tæi algerlega ótímabær. „Mér þykir mjög miður, að þann- ig var haldið á málinu. Þó að tilraunirnar lofi góðu, erum við aðeins að fikra okkur áfram fyrstu skrefin á þessari braut. Og lækningin er enn langt und- an.“ Nýju tækninni var í tilrauna- skyni beitt við 10 mismunandi tegundir krabbameins í 25 sjúkl- ingum, eftir að hefðbundnar aðferðir höfðu brugðist. Þunga- miðja tilraunanna var áhrifaríkt efni, sem nefnt er interleukin-2 (IL-2) og er eitt hinna mörgum boðefna (lymphokines), sem þátt eiga í að stjórna starfsemi ónæ- miskerfisins. Rannsóknir hafa sýnt, að IL-2 getur breytt ákveðnum hvítum blóðkornum í kröftuga „krabba- meinsbana". Með því að nota fullkomnar blóðskiljur tókst Rosenberg og samstarfsmönnum hans að einangra hvít blóðkorn úr hverjum sjúklingi og með- höndla þau með IL-2. Þegar blóð- kornin voru búin að vera í þrjá til fjóra daga í hitaskáp, var þeim sprautað á nýjan leik í sjúkling- inn, ásamt skammti af IL-2, og „víkingasveitirnar" hófu her- hlaup sitt. Arangurinn varð athyglisverð- ur að því er varðar nokkrar teg- undir krabbameins. I 11 af 25 sjúklingum minnkuðu æxlin um 50% eða meira. I hópi þeirra, sem tóku vel við sér í meðferðinni, voru allir sjúklingarnir (þrír), sem höfðu krabbamein í nýrum, og fjórir af sjö sjúklingum með melanoma, sérlega skæða tegund húðkrabbameins, sem oft á tíðum breiðist út til innri líffæranna. I einum melanoma-sjúklinganna hurfu öll merki meinsemdarinn- ar. En alls engin batamerki urðu sjáanleg hjá 14 sjúklinganna, og horfur hinna, sem tóku við sér, eru enn óvissar; enginn þeirra hefur verið undir eftirliti í meira en eitt ár. Læknar hafa almennt tekið frásögninni um meðferð vísinda- mannanna á NCI með samblandi af bjartsýni og gætni. „Það er vel af sér vikið að minnka krabbameinsæxli um helming," sagði dr. Kurt Stenzel; sem star- far hjá Rogosin-stofnuninni við New York Hospital, þar sem einnig er verið að gera tilraunir með IL-2. „En markmiðið er auðvitað að gera betur," sagði hann, „að komast algjörlega fyrir meinið, í eitt skipti fyrir öll.“ Læknar, og þar á meðal Rosen- berg, hafa lýst uggi sínum við aukaverkanir af völdum með- ferðarinnar. Flestir sjúkling- anna, sem gengust undir til- raunameðferðina hjá NCI, fengu alvarlega vökvateppu, og söfnuð- ust allt að níu kg af vatni fyrir í lungum þeirra, lifur, nýrum og annars staðar í líkamanum. I tveimur tilfellum varð að grípa til neyðaraðgerða vegna öndun- arerfiðleika sjúklinganna. (Fram kom í fréttum nú í vikunni, að einn NCA-sjúklinganna hefði látist af völdum aukaverkan- anna. Innsk. Mbl.) Dr. Rosenberg vonast til, að með frekari rannsóknum takist honum að yfirstíga þessi vand- kvæði og einfalda tæknina og gera hana ódýrari. Eins og stend- ur krefst hún fjögurra til fimm vikna meðhöndlunar á sjúkra- húsi, fjölda tæknimanna og sér- hæfðra rannsóknatækja. Allt þetta hleypir kostnaðinum upp í tugi þúsunda dollara á hvern sjúkling. „A flestum sjúkrahús- am yrði það talinn ógerningur að veita þessa meðferð,“ sagði hann. „Enn eru fjölmörg vanda- mál óleyst hjá okkur." I síðustu viku var geysilegt álag hjá símaþjónustu NCI- stofnunarinnar. Þúsundir Bandaríkjamanna spurðust fyrir um IL-2-meðferðina. „Margir þeirra, sem hringdu, höfðu reynt allt annað og sneru sér hingað í örvæntingu sinni," sagði Judith Stein, sem starfar við upplýs- ingaþjónustu NCI. Enn sem komið er getur stofnunin aðeins sinnt átta manns á mánuði og tekur ekki við nýjum sjúklingum. Nú eru í bígerð áætlanir um að hefja tilraunir með nýju meðferðina á fleiri krabbameins- stofnunum í Bandaríkjunum. Fyrrum yfirmaður NCI, dr. Frank Rauscher, sem nú gegnir háu embætti hjá Bandaríska krabbameinsfélaginu, sagði, að áhugi lækna beindist fremur að framtíðarmöguleikum IL-2- meðferðarinnar en þeim árangri, sem þegar hefði náðst. Utkoman, sem sagt hefði verið frá í síðustu viku og lofaði vissulega góðu, hefði aðeins sýnt, að hafin væri fyrsta atlagan á nýjum vígvelli í baráttunni við krabbameinið. En krabbameinssérfræðingar leggja áherslu á, að nýja með- ferðin sé enn fjarri því að vera nothæf sem lækning. „Ekki vant- ar okkur sjúklingana, og undir- tektirnar hafa verið góðar,“ sagði Rosenberg. „En við eigum enn þá langt í land.“ (Þýtt og stytt úr TIME) Lnini Dominova-húsgögn Tráspes-skrifborð Fura, spónlagt, 140x55 sm, kr. 6.880. HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI Með ótal mögu- leikum má byggja upp aö eigin vild Smíöuö úr massívri furu meö hvítlökkuöum hliöum og baki. Þessi húsgögn eru jafn- vönduö og þau eru glæsileg. Verðið ótrúlega hagstætt. Hér á vel við aö segja: „Lengi býr aö fyrstu gerð“. Fura, spónlagt, 100x60 sm, kr. 8.850. Domino-svefnbekkur Fura, spónlagt, m. dýnu og púöum. 70x200 sm, kr. 10.690. 90x200 sm,kr. 11.360.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.