Morgunblaðið - 13.12.1985, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 13.12.1985, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 39 Frank Sinatra og Barbara kona hans. Myndin var tekin í fyrra. Sinatra varð sjötugur í gær. Sænska stjórnin í klípu vegna ungra flóttamanna Sinatra sjötugur Los Angeles, 12. desember. AP. FRANK Sinatra er sjötugur í dag og hyggst hann ekki gera sér daga- mun á þessum tímamótum. Sinatra er vió góóa heilsu og heldur sér við með íþróttaiðkan. Sinatra hlaut frægð upp úr 1940 og hefur gefið út tugi hljóm- platna og leikið í fjölda kvik- mynda. Um langan aldur var vindlingur í munnviki eins konar vörumerki Sinatra, en svo er ekki lengur, því hann er löngu hættur að reykja. „Það er heimska að reykja og hættulegt. Ég reykti í 40 ár en hætti svo einn góðan veðurdag og það var ekkert vandamál," sagði hann nýlega. Frank Sinatra var á sínum tíma orðaður við mafíuna, en hann vísar öllu tali þar að lútandi á bugog segir bandarísku alríkis- lögregluna, FBI, hafa hreinsað sig af þeim grun. Sinatra gekk fjórum sinnum í hjónaband. Kona hans er Bar- bara Marx, en fyrri konur eru Nancy Barbato, Ava Gardner og Mia Farrow. Sinatra dró sig formlega í hlé sem skemmti- kraftur fyrir 15 árum, á 55 ára afmælinu, en hann er samt ekki af baki dottinn og heldur tón- leika í Oklahoma-borg og New Orleans í janúar, Las Vegas í febrúar og Atlantic-borg í marz. Lífslíkur barna í þróunarlöndum aukast stórlega — með tilkomu nýrrar efnablöndu Washington, 11. desember. AP. MEÐ ÞVÍ að blanda saman ögn af salti, sykurlúku og u.þ.b. lítra af vatni er unnt að bjarga milljónum barna í þróunarlöndunum. I gær fögnuðu heilbrigðissérfræðingar til- komu þessarar blöndu og kváðu hana marka söguleg tímamót innan læknisfræðinnar. Blandan, sem kölluð er „ORS“ (Oral Rehydration Salts), fékk bestu meðmæli forystumanna WHO, Barnahjálparsjóðs Samein- uðu þjóðanna (UNICEF), Banda- rísku þróunarstofnunarinnar og fleiri aðila á alþjóðlegri ráðstefnu, sem haldin var í New York og fjall- General Electric kaupir RCA New York, 12. desember. AP. GENERAL Electric-samsteypan keypti í dag RCA-samsteypuna fyrir 6,28 milljarða dollara og er um að ræða stærsta kaupsamning sem um getur ef olíuiðnaðurinn er undan- skilinn. General Electric innti greiðsl- una af hendi í beinhörðum pening- um. Stjórnir beggja fyrirtækja gengu frá kaupunum í bróðerni og skýrðu frá þeim sameiginlega á blaðamannafundi í New York. Við það tækifæri sögðu þeir að eftir sameininguna væri samkeppnisað- staða fyrirtækjanna sterkari. Þegar orðrómur um kaupin komst á kreik snarhækkuðu hluta- bréf í RCA. Yfirvöld eiga eftir að samþykkja kaupin, en þau þurfa að leggja blessun sína yfir kaupin þar sem RCA rekur fimm sjón- varpsstöðvar og General Electric eina. aði eingöngu um þetta efni. Var blandan talin bæði sérlega ódýr og árangursrík til nota gegn niður- gangi, sem embættismenn sögðu, að yrði 4—5 milljónum barna að ald- urtila á ári hverju. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði í órðsendingu til ráðstefnunn- ar, að blandan markaði „eitt mesta framfaraspor, sem stigið hefur verið innan læknisfræðinnar á þessari öld“ og „getur skilið á milli lffs og dauða". „Aldrei fyrr hefur það gerst í sögu læknisfræðinnar, að svo mikið hafi verið gert fyrir svo marga á jafn-einfaldan og ódýran hátt,“ sagði yfirlæknir barnadeildar há- skólasjúkrahússins í Kairó í Egypta- landi, dr. Mamdough Garbr. „Eg hef aidrei orðið vitni að meiri framförum innan læknisfræðinnar á 35 ára ferli mínum sem barnalækn- ir í þróunarlandi," sagði Garbr á ráðstefnunni í New York. Garbr áætlaði, að á tveimur og hálfu ári hefði blandan bjargað a.m.k. 600.000 börnum í þróunar- löndunum, þar af 200.000 í Egypta- landi. Danski læknirinn Halfden Mahl- er, aðalframkvæmdastjóri WHO, sagði, að niðurgangseinkennin hyrfu á örfáum klukkustundum eftir inn- töku blöndunnar. Það eru bandarískir sérfræðingar í þróunarhjálp, ásamt rannsókna- mönnum í Bangladesh, sem heiður- inn eiga af ORS-blöndunni. Niðurganginum, sem ORS verkar á, valda bakteríur, veirur eða sníkl- ar, sem koma af stað hraðfara og lífshættulegu vökva- og þungatapi. Það var UNICEF sem ráöstefn- una hélt og sóttu hana um 1000 manns frá 90 löndum. Var mark- miðið með ráðstefnuhaldinu að örva notkun ORS-blöndunnar og yfir- vinna andstöðu lækna og lyfjafræð- inga við hana. Stokkholmi. 12. desember. Frá Erík Linden, fréttaritara Morxunbladsins. Sænska stjórnin og innflytjenda- eftirlitið hafa fengið erfiða þraut að glíma við. Er hún um það hvað gera skuli við tvo pólska drengi, sem flýðu fyrir skömmu til Svíþjóðar og hafa beðið um pólitískt hæli þar. Drengirnir, sem eru bræður, Adam, 16 ára, og Krzystow Ziel- inski, 13 ára, báru sig þannig að við flóttann, að þeir földu sig í stórri flutningabifreið og komust með henni til Svíþjóðar. Hefðu þeir strax verið sendir til baka með ferjunni, væri málið nú úr sögunni, en á máli þeirra var tekið sem annarra flóttamanna og þeim leyft að dveljast í Svíþjóð fyrst um sinn. Pólsk stjórnvöld brugðust ókvæða við þegar uppvíst varð um flóttann. Sökuðu þau Svía um sví- virðilega framkomu við drengina og kröfðust þess, að þeim yrði skilað á stundinni. Sænska inn- flytjendaeftirlitið var í klípu. Aldrei fyrr höfðu jafn ungir flótta- menn komið einir síns liðs til Svíþjóðar og menn voru ekki á eitt sáttir um, að þeir gætu aldursins vegna beðið um pólitískt hæli. Mörgum þótti heldur ekki rétt að taka drengina frá foreldrum þeirra og systkinum. Niðurstaðan var sú, að innflytjendaeftirlitið vísaði málinu til ríkisstjórnarinn- ar en lagði þó til, að drengirnir yrðu sendir til baka. Nú síðustu dagana hefur ýmis- legt gerst í þessu máli, sem gerir það enn erfiðara viðfangs. Sænska útvarpið og dagblaðið „Expres" sendu sína eigin menn til Póllands og þar ræddu þeir við foreldrana, sem hvöttu syni sína til að vera um kyrrt í Svíþjóð. Það hefur einnig komið fram, að pólskur dómstóll hefur svipt foreldrana umráðarétti yfir drengjunum og ef þeir snúa heim aftur verða þeir settir á uppeldis- stofnun og e.t.v. síðar í fangelsi. f skólanum, sem drengirnir sóttu, hefur verið hafin mikil áróðurs- herferð gegn þeim og yfirvöldin hafa reynt að fá foreldrana til að skrifa undir skjal þar sem þess er krafist, að Svíar skili drengjunum. Því neita foreldrarnir staðfast- lega. Sænsku stjórninni eru ekki margir vegir færir úr þessu enda er nú skorað á hana í blöðum um alla Svíþjóð að leyfa drengjunum að setjast að í landinu. Yfírmaður FBI: Sendimenn kommún- istaríkja of margir Wa.shington, 12. desember. AP. YFIRMAÐUR bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sagði í gær, að í Banda- ríkjunum væru nú meira en 4.000 sendimenn og verslunarfulltrúar frá kommúnistaríkjunum og að „þriðjungur þeirra stundaði njósnir.** William Webster, yfirmaður FBI, sagði, að kalla mætti þetta ár „njósnaárið" og kæmi tvennt til, annars vegar óvenjulega mörg njósnamál og hins vegar frábær frammistaða stofnunarinnar við að fletta ofan af njósnurum. Þakk- aði hann það meiri mannafla og betri tækjabúnaði. Webster sagði, að þrátt fyrir allt væri útilokað að fylgjast með öllum sendimönnum kommúnista- ríkjanna í Bandaríkjunum og því væri ekki nema eitt til ráða, að fækka þeim verulega. Webster leggur einnig til, að þeim Banda- ríkjamönnum, sem aðgang hafa að leyniskjölum, verði fækkað mjög en hann telur, að þeir séu nú um tvær milljónir talsins. Bandaríska alríkislögreglan ræður nú yfir mjög fullkomnum rafeindabúnaði, sem notaður er til eftirlits- og njósnastarfa, en Webster vildi að sjálfsögðu ekki segja frá honum að öðru leyti, sagði, að hann væri leyndarmál. *ki < NYRTWORUR í HAGKAUP Nu þarftu ekki aö leita lanqt eftir vönduðum snyrtivörum á góðu verði í nýrri snyrtivörubúð í Hagkaup færðu góðar iólagjafir. U-SNC AGKAUP SKEIFUNNl 15 1 STENDHAL ■ SOTHYS NO 7 BOURJOIS • REVLON • PIERRE CARDIN • VIDAL SASSOON V
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.