Morgunblaðið - 13.12.1985, Síða 40

Morgunblaðið - 13.12.1985, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guómundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Agúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Orð eru dýr Iþeim umræðum, sem nú eru um fjárhagslega afkomu ýmissa fyrirtækja, sannast hið fornkveðna, að orð séu dýr. Á viðkvæmum stundum skiptir miklu, að þeir, sem kveða sér hljóðs, vandi vel til orða sinna; láti ekki annað frá sér fara, en það sem er sannleikanum sam- kvæmt og þeir geta staðið við. í eftirminnilegri þingræðu, sem Morgunblaðið birti í gær, segir Albert Guðmundsson, iðnaðar- ráðherra, meðal annars: „Það hefur sín áhrif á alla að verða fyrir þeim rógi og rógskrifum sem ég hef orðið að þola undan- farna daga. Og ég á engan þann fjandmann, hvorki hér inni né annars staðar í veröldinni sem ég mundi óska þess að lenda i því sama og ég er að fara í gegnum nú. Það get ég sannarlega sagt ykkur. Þetta er óskemmtilegt." I Morgunblaðinu í gær eru einnig birt viðbrögð forvigis- manna nokkurra fyrirtækja, sem Ólafur R. Grímsson sagði, að væru í „biðsal dauðans" i þing- ræðu á þriðjudaginn. Þeir eru sammála um, að orð þessa vara- þingmanns Alþýðubandalagsins geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir traust og rekstur fyrirtækj- anna. „Gera menn sér enga grein fyrir þeim afleiðingum sem þetta getur haft fyrir viðkomandi fyr- irtæki?" spyr Þórður Ásgeirsson, forstjóri OLÍS. Jóhann Berg- þórsson, forstjóri Hagvirkis, sagði hvimleitt að menn færu með svona rugl á Alþingi, þegar rekstur fyrirtækisins væri á við- kvæmu stigi. Og Árni Þór Árna- son, varaformaður Byggungs, sagði að ummæli þingmannsins væru níð og gætu eins og allt níð eyðilagt töluvert fyrir fyrirtæk- inu sem notið hefði trausts fyrir að byggja ódýrt. í ræðu Matthíasar Bjarnason- ar, viðskiptaráðherra, á Alþingi á þriðjudaginn kom fram, að meðferð fréttastofu ríkissjón- varpsins á Arnarflugi hefði skað- að fyrirtækið mjög alvarlega. Talaði ráðherrann um „frétta- hasarstíl" sjónvarpsmanna í þessu sambandi og „skipulagðan rógburð í fjölmiðlum". í frásögn- um fyrrum forsvarsmanna Haf- skips hf. hefur komið fram, að þeim hafi verið flestar leiðir lokaðar, eftir að erfiðleikar fyrir- tækisins urðu almennt fréttaefni. Hér er vakin athygli á þessum staðreyndum úr opinberum um- ræðum undanfarna daga til að minna á það eitt, hve mikils virði er, hvort heldur rætt er um ein- staklinga eða fyrirtæki þeirra, að þess sé minnst, að ekki er síður unnt að vega menn með orðum en vopnum. Islendingum ætti að vera það í blóð borið í gegnum bókmenntaarfinn, að rógburður getur leitt til voðaverka. „Mann- orðsmorðingjar" var orð, sem Albert Guðmundsson notaði í ræðu sinni. Um leið og þetta er sagt, ber að minnast þess, að fyrirtæki verða ekki gjaldþrota aðeins vegna ills umtals. Fyrir nokkrum árum stóð ólafur R. Grímsson fyrir harðri pólitískri aðför að Eimskipafélagi Islands hf. og Flugeiðum hf. Þessi fyrirtæki stóðu þann storm af sér, enda var fjárhagsstaða þeirra á þann veg, að þau þoldu hann. Hitt er vitað, að vantrú lánardrottna, sem vaknar vegna ills umtals, getur riðið baggamuninn um það, hvort veikbvggt fyrirtæki stenst áraun- ina. Urslitum ræður, að rekstur fyrirtækja byggist á skynsamleg- um forsendum og honum sé hald- ið í því horfi, að þau standi undir þeim skuldbindingum, sem þau hafa axlað. Pólitísk fyrirgreiðsla getur ekki komið í stað heilbrigðs rekstrar eða ákvarðana stjórn- enda um að sníða sér stakk eftir vexti. Pólitísk upphlauþasaga undan- farinna ára sýnir, að Olafur R. Grímsson hefur oftar en einu sinni gerst offari í málflutningi. Honum er lagið að hefja pólitísk- an slag en hann hefur litla hæfi- leika til að halda þannig á mál- um, að orð hans veki tiltrú og traust, þegar bardaginn stendur sem hæst. Þannig hefur verið haldið á Hafskipsmálinu af hans hálfu. Svo miklu pólitísku mold- viðri hefur verið þyrlað upp, að staðreyndir gleymast; menn eru meira með hugann við persónu- legar ávirðingar en efni málsins sjálfs. Þetta er óheppilegt, svo að ekki sé meira sagt. Mestu skiptir auðvitað að tekin sé af- staða til málavaxta og rætt um það á efnislegum forsendum, hvernig stjórnmálamenn geti best brugðist við í málum eins og þessum. Til marks um það hvernig ólafi R. Grímssyni hefur fatast í póli- tisku tali um þetta mál, er, að það liggur nú fyrir, að meðal annars fyrir orð hans sjálfs tók Albert Guðmundsson að sér for- mennsku í bankaráði Útvegs- bankans, samtímis því sem hann var stjórnarformaður Hafskips. Áhrif þess utan lands, að is- lenskir stjórrimálamenn slái um sig með ummælum um fyrirtæki í „biðsal dauðans", vandræði Út- vegsbankans og pólitíska spill- ingu eru ómæld. Áhrifin skipta í raun litlu fyrir þau fyrirtæki, sem hætt eru starfsemi, en geta ráðið örlögum þeirra, sem berjast áfram. íslendingar eiga auðvelt með að meta það, hvað orð stjórn- málamanna eru dýr, eftir þvi hverjir stjórnmálamennirnir eru. Forstjóri Hagvirkis veltir því meðal annars fyrir sér I gær, hvort nokkur taki mark á Olafi R. Grímssyni. Þessi orð eru i fullu gildi innan lands en þau duga lítið fyrir þá, sem aðeins lesa misjafn- lega vönduð fréttaskeyti héðan í erlendum blöðum. Silfur hafsins tilbúiö til útflutnings Um 46.000 lestir sfldar veiddar: Útflutningsverðmæti tæplega 1,3 milljarðar — verð sfldarinnar upp úr sjó um 236 milljónir VERÐMÆTI veiddrar sfldar á vertiðinni, sem nú er að ljúka, er um 236 milljónir króna miðað við verð Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Verð til skipta er litlu hærra og mun hærra til útgerðar vegna greiðslna úr sjóðum sjávarút- vegsins og kostnaðarhlutdeildar, sem fiskvinnslunni er gert að greiða. Áætl- að útflutningsverðmæti er hinsvegar nálægt 1.270 milljónum króna, þar af einn milljarður fyrir saltsfld. Síldaraflinn nú er alls 45.848 lestir nettó og meðalverð á kíló er 5,15 krónur. Meðalverð á síld til söltunar er 5,47 krónur, en 4,44 til frystingar. Tveir bátar eru enn á Eins og fram kom í frétt Morg- unblaðsins sl. laugardag hefur TR stöðvað greiðslur til hóps sérfræð- inga, þar sem í ljós hefur komið að laun þeirra fyrir sérfræðistörf virðast óeðlilega há í samanburði við laun sérfræðinga í öðrum greinum. Þeir læknar sem í hlut eiga eru sérfræðingar í háls-, nef- og eyrnalækningum, svæfinga- læknar, augnlæknar og nokkrir húðsjúkdómalæknar. Viðkomandi sérfræðingar munu hafa sent TR reikninga fyrir yfir 200 þúsund krónur á mánuði fyrir sérfræði- störf 8Ín á stofu, sem eru fyrir utan föst laun þeirra. Að sögn Helga V. Jónssonar hrl., formanns samninganefndar TR, er með þessum aðgerðum alls ekki verið að gefa í skyn að nokk- urt misferli hafi átt sér stað: „Það virðast vera einhverjir vankantar á þeirri gjaldskrá sem gekk i gildi í kjölfar samninga við lækna þann 1. júní sl., sem skapa þennan óeðli- lega mun á launum sérfræðinga. Þetta kom í ljós við skoðun á reikn- ingum nú í haust og við höfum verið að rannsaka þetta mál í samvinnu við lækna undanfarnar fimm vikur. Ástæðan til þess að við sendum bréfin og stöðvuðum greiðslurnar var sú ein að flýta fyrir afgreiðslu málsins," sagði Helgi. Hann sagði að óskað hefði veiðum og eiga eftir um 540 lestir. Mestu hefur verið landað í Grinda- vík, tæpum 7.000 lestum og mest hefur verið fryst í Vestmannaeyj- um, tæplega 4.400 lestir. Hæst verið eftir því að viðkomandi lækn- ar svöruðu bréfunum fyrir miðja þessa viku: „Ef í ljós kemur að eðlileg skýring er á þessum reikn- ingum, til dæmis aukin vinna, nær málið ekki lengra. Ef hins vegar finnast gallar á gjaldskránni í þá veru að einstök læknisverk séu ofmetin, þá verður það tekið fyrir af samninganefnd," sagði Helgi. Helgi sagði að gamla gjaldskrá- in hefði verið orðin úrelt vegna breyttrar tækni og því hefði verið nauðsynlegt að gera nýja og skil- greina einstök læknisverk og gjöld fyrir þau. „Þessi verðlagning hefur tekist vel í sumum tilfellum, en verr í öðrum, eins og við var að búast. Einstök læknisverk hafa að öllum likindum verið ofmetin í sumum tilfellum," sagði Helgi. Han nefndi sem dæmi smásjár- skoðanir háls-, nef- og eyrna- lækna. „Það var ekki reiknað með sérstakri greiðslu fyrir smásjár- skoðanir í gömlu gjaldskránni, en nú er greitt fyrir þær sérstaklega. Það kemur svo í ljós að mjög stór hluti sjúklinga fær þessa skoðun, sem þátt í almennri rannsókn. Það var aldrei ætlunin með nýju gjald- skránni að greiða sérstaklega fyrir „rútínurannsóknir", svo þetta verður vafalaust eitt af þvi sem verður endurskoðað," sagði Helgi. heildarverð í einstökum höfnum er í Keflavík, 6,25 krónur á hvert kíló, en þar er um að ræða mjög stóra síld, sem veiddist um tíma í ísafjarðardjúpi, en i Keflavik var aðeins landað 805 lestum. Meðal- verð í Grindavík er 5,02 krónur og í Vestmannaeyjum 4,68. Hæst meðalverð á kíló fengu eftirtaldir bátar: Þuriður Hall- dórsdóttir 5,89, Arney 5,83, Boði 5,83, Skírnir 5,82, Stafnes 5,78, Guðmundur Kristinn 5,74, Axel Eyjólfsson 5,69 og Geiri Péturs 5,67 krónur. Heildarafli og heildar- verðmæti miðast fyrst og fremst við það hvort skipin hafa veitt einn eða tvo aflaskammta og því varla samanburðarhæft. Stefán Svavarsson, formaður ársskýrsl hendir Þórði Ásgeirssyni, forstjóri OLÍ fyrir árið 1984. Olís m« skýrslu Rafmagnsveita Reykjavík kenningu fyrir greinargóð OLÍUVERZLUN íslands hf. var í gær veitt verðlaun Stjórnunarfélags Íslands fyrir bestu ársskýrslu ársins 1984. Rafmagnsveitur Reykjavikur fengu auk þess verðlaun fyrir vandaða og góða skýrslu. Þetta er í fimmta sinn sem þessi verðlaun eru veitt, en 16 fyrirtæki sendu inn skýrslur til dóms. í umsögn árskýrslunefndar Stjórn- unarfélagsins um ársskýrslu OLÍS segir: „Eins og á síðasta ári þykir ársskýrslan 1 heild vera einstaklega vel gerð. Frásögn af starfsemi fyrir- tækisins er mjög góð og myndræn yfirlit eru til fyrirmyndar." Tryggmgastofnunin og sérfræðingar f læknastétt: Óskað skýringa á reikningum um 30 sérfræðinga TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur sent um 30 sérfræðingum í lækna- stétt bréf þar sem óskað er upplýsinga um það hvernig þeir verðleggi þjón- ustu sína samkvæmt gjaldskrá frá 1. júní sl. Voru þeir beðnir að skila viðkomandi upplýsingum fyrir miðja þessa viku og hefur hluti þeirra orðið við þeirri ósk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.